Alþýðublaðið - 15.06.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.06.1931, Blaðsíða 2
fi ALÞÝÐUBfeAÐíÐ Manndanði aí áfenelseltrnn. Áfengisverksmiðja fehin. Reykjavík. Listi AifjýÖuflokksins, A-iistinn, fékk 2628 atkvæði. „Komimún- ista“-listinn (B) fékk 251, „Fram- sóknar“-fl. (C) 1234 og Ihaldsfl. (D) 5576. Auðir 43 seðlar. Ógild 17 atkvæði. Kosnir voru þvi: Af lista Al- þýöuflokksins Héðinn Valdimars- son. Af lista íhaldsflokksins Ja- kob Möller, Einar Arnórsson og Magnús Jónsson f. dósent. Hafnatfjðrður. Þar var kosinn framfojóðandi íhaldsflokksins, Bjarni Snæ- björnsson iæknir, með 741 atkv. Stefán Jóh. Stefánsson, frambjóð- andi Alþýðuflokksins, fékk 679 atkvæði. Auðir 7 seðlar. Ógild 21 atkv. Mýrasýsla. Þar var kosinn Bjarni Ásgeirs- son, frambjóðandi „Framsóknar"- flokksins, með 449 atkv. Torfi Hjartarson, frambjóðandi íhalds- flokksins, fékk 349. Vestur-Húnavatnssýsla. Þar var kosinn Hannes Jónsson á Hvammstanga, frambjóðandi „Framsóknar“-fIokksins, með 345 atkv. Sigurður Grímsison, fram- bjóðandi Alþýðufloldcsins, fékk 21 atkv. Pétur Magnússon, frambjóð- andi íhalidsfl., fékk 275. Austur-Húnavatnssýsla. Þar var Guðmundur Ólafsson í Ási, frambjóðandi „Framsókn- ar“-flokksins, kosinn með 513 at- kvæðum. Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka, frambjóðandi í- haldsflokksins, fékk 417 atkv. í Mýrasýslu og Húnavatnssýsl- um eru þvi sömu þingmenn og áður. Siglufjörður. Á Siglufirði kusu 690 af 924, sem á kjörskrá voru. Barðastrandasýsla. 1 Flateyjarhreppi kusu 120 af 163 á kjörskrá. Talning atfevæða. Talningunni hér í Reykjavík lauk kl. að ganga tvö í fyrrinótt. i dag er talið í Snæfellsness- og Hnappadals-sýslu, Ámessýslu, Rangárvallasýslu og Skagafjarð- arsýslu, Skaftafellssýslum báðum og væntanléga í Vestur-ísafjarð- arsýslu. Verfcfall á BHdndal? Frá Páli Þorbjörnssyni hefir Al- þýðusambandiinu borist skeyti ura að verkamannafélagið, er stofn- að var é föstudaginn, krefjist peningaborgunar fyrirvinnu; ann- ars verði verkfall á miðvikudag. Tveir loftskeytamesm. Fyrir nokkru létust tveir ungir ioftskeytamenn snögglega. Þeir hétu Rafnkell Bjarnason frá Vatt- arnesi við Skerjafjörð og Magn- ús Einarsson, Skólavörðustíg 38, hann var starfsmaður á Loft- skeytastöðinni hér, en hinn var á togara. J3að er haft eftir læknum að alt bendi til að þessir menn hafi báðir látist af áfengiseitr- un (Metylaioohol-eitrun). Þeir höfðu verið saman um daginn og Rafrikell hafði haft þriggja pela flösku af sterkum spíritus, sem olíubragð var að. Höfðu þeir drukkið það hér í 'bænum og „upp á bæjum“, en þangað höfðu þeir farið þann dag. Seinni hluta dagsins komu þeir á 'loftskeyta- stöðina og voru þá með spíritus- lögg, er þeir blönduðu vatni og drukku í flýti. Var það síðasti dropinn, er fór inn fyrir þeirra | varir. — Mennirnir báðir, létust næstum samtímis og 'gátu því hvorugur sagt frá því, hvar þeir hefðu keypt það, sem þieir höfðu drukkið. — Er nú þetta mál í rannsókn bæði hjá lögreglunni og læknum, sem rannsaka hvað mennirnir hafa drukkið. Maðnrlnn á Landsspítalannm Á kosningadaginn seinni part- inn var lögreglunni tilkynt, að Hannes Guðmundsson læknír hefðá látið flytja mann i Lands- spítalann, sem hefði verið alger- lega málLaus og ósjálfbjarga af áfengisdrykikju. Brá lögreglan þegar við og fór í spítalann. Voru læknar þá að dæla úr manninum, en hann lá feins og liðið lík. Gátu læknarnir þá ekki sagt með fullri vissu, hvort maðurinn væri þannig á sig kom- inn af eitrun eða öfdrykkju. — Eftir nokkra stund lífgaðist mað- urinn og gátu menn skilið á hoin- um-, að hann hefði keypt áfengið hjá manni, sem væri í bakhúsi við Laugaveg. Lögreglan brá þegar við, en hún komst brátt að raun um að maðurinn hafði ekki sagt rétt til. Eftir skamma stund kom hún þó að stað, er henni þótti grunsamlegur. Var það. við húsið rir. 17 B við Laugaveg. Lögregluþjónar voru nokkrir saman þarna, og' fóru tveir þeirra þar að, sem áður var ölstofan. Gengu þeir að útihurð- inni og hrundu henni upp, en þá komu nokkrir menn fr,am i for- stofúna á móti þeim ög ætluðu út. Lögreglan stöðvaði þá og sagði þeim að bíða. Fóru lög- reglumennirnir lengra rnn og kom þá rnaður nokkur á móti þeim, Árni J. Strandberg að nafni, sem dvalist hefir vestan hafs, en kom hingaö fyrir tveim árum. Hann kom út úr litlu her- bergi á móti lögreglumönnunum og lét hurðina á eftir sér. Spurði þá lögreglan hann að hvað væri þar inni, en hanm kvað það vera öllögg, er hann hefði sér til skemtunar. Lögreglumenn- irnir opnuðu nú hurðina og kom péj í ljós, að þar var mjög mikið af bruggunaráhöldum, margar ámur, tvær fullar af vínanda, á- fengismiiðar og bækur og mað- ur nokkur, A. v.*d. Velde>Sn;ter. sem er yfirprentari í Herberts- prentsmiðjd. Iiann kom hingað fyrir rúm,u 1/2 ári og er, sam- kvæmt skjölum, er hjá honum hafa fundist, af þýzkum aðalsættum. Hann á heima í Lækjargötu 6B og hjá honum hafa fundist skjöl og áfengisrsýnishorn. Tók iög- reglan bæði heima hjá honum og á Laugavegi 17 B milli 30—40 sýnishorn af bitterum, „essens- um“ og ýmsum öðrum áfengis- tegundum, siem voru í lögun og ,siem voru fulllagaðar. Enn frem- ur tók lögreglan kassa af flösku- miðum, sem prentaðir eru er- lendis, en sendir eru til „aðals- mannsins“. Árni ,J. Strandberg og yfir- prentarinn, ',,aðalsmaðurinn“, sitja í gæzluvarðhaldi. Er talið full- víst að „aðalsmaðurinn“ sé að- plmaðurinn í þessu máli. Vínandinn, sem tekimn var, svo og áhöldin öll, er alt í efnafræð- islegri rannsókn. Manninum, sem fór á Land- spítalann, líður vel. Kjnllarinn, sem bruggararnÍT voru í, er ekki undir skóbúðinni á Laugavegi 17 (eins og margir hafa haldið). Þar undir ,er geymsla skóbúðarinnar og geymsla íbúða hússins. Brugg- ararnir voru í kjallara undir prjónastofunni Malin, sem nú er í bakhúsinu við Laugaveg 17. í kjallaranum vestan við bruggar- ana er málaraverkstæði Óskars Jöhannssonar, og er sami inn- gangur og að bruggurunum. I kjallaranum austan við bruggar- ana er trésmíðaverkstæði. Árni J. Strandberg, sem sjálfur býr á Laugavegi 8B, h-efir haft kjallar- ann leigðan þama fram undir ár. Sagði hann húseiganda (Jóni Stefánssyni) að hann ætlaði að búa þarna til smákökur og kon- fekt. Tv-eim mánuðum seinna sagðist hann hafa fengið 1-eyfi til ölbruggunar. Leigan var 35 kr. á mánuði. Árni J. Strandberg er maður liðlega fimtugur; hann á unga konu -og tvö börn. Honum er lýst sem dagfarsgóöum manni, fremur hæggerðum. Þelr, sem foandfelmií* vorn. Auk þeirra tveggja manna, sem enn sitja í gæzluvarðhaldi, tók lögreglan fjóra menn.aðra hönd- um, er voru í ganginum fyrir framan hjá bruggurunum. Var einn þessara manna sveitamaður, sem sagðist hafa verið að rukka Áma -Strandberg fyrir sonjör. Heitir sá maður Kjartan og er víst Kristjánsson. Annar m-aður var Gunnar Guðmundss-on mál- ari, Laugavegi 22; hann vinnur þarna á má'aTaverkstæðinu. Þriöjí maður var Bjarni Símonarson, -og var hann að finna skósmiðinn, sem hefir verkstæði við hliðina á Malin, en fór ás-amt skósmiðn- um þarna niöur af því, að Árni Strandb-erg datt í tröppum, en Árni -e,r haltur og var auk þes* nokkuð ölva&ur þennan dag. Bjarni hefir verið templari í 5—6 ár og ekki bragðað áfen-gi. Fjórði maður var Guðmundur Jónss-on skósmiður, Njarðargötu 9. Hefir Guðmundur verkstæði sitt þarna vestast í skúrnum á bak vi'ð nr. 17 og hefir haft það þar á tíun-da ár. Guðmundur er norðan úr Steingrímsfirði, en er búinn að vera hér á fjórtánda ár. Átti tíðindamaður blaðsins tal við Guðmund, og var hann mjög gramur yfir því, hvernig sér h-efði v-erið haldið frá kl. liðlega fimm á föstudag til hádegis á laugar- dag. Hann hefði verið látinn inn í klefa, sem var 4—5 álnir á kant, og þar hefði loftið verið svo slæmit, að sér hefði liðið verulega illa. Sagði-st hann hafa kvartað við fangavörð og spurt hvort ekki væri hægt að opna glugga, en hann hefði sagt, að það væri ekki hægt nema fara upp á þak. „Þ-etta drepur ekki eina nótt,“ hefði hann sagt. Ekki sagði Guðmundur að sér hefði verið færður neinn matur fyr en kl. 10 næsta morgun, að hann fékk hafnagraut, en vatn h-efði honum verið borið í ryðguþu íláti. Guðmundur var ekki búinn að kjósa þegar hann var hand- tekinn, og fór fram á það að fá að gera það; sagði, að lögreglu- m-aður gæti farið m-eð -sér. En því var ekki sint, og’ varð hann af því að neyta kosningaréttar' síns. Sjálf yfirheyrslan tók ekki nema á að gizka 20 mínútur, og var honum slept þegar hún var búin. Bjarni Símonarson sagði að lögreglufulltrúinn hefði ávarp- að sig, þegar yfirheyrzlan hófst,. með því, „hvað hann hefði verið að flækjast“ þarna. Þótti Bjama það lítil kurteisL 1 I Malín. Tíðindamaður blaðsins kom við I í Malin, sem er yfir áfengisbrugg- urunum. Þar voru 4 ungar stúlkur við prjónlesið og ein grá- hærð, fríð kona að spóla. „Hafið þið ekki orðið varar Við a'ð hér hafi bruggun átt sér stað?“ spurði tíðindamaður. Var þvi svarað játandi, því þefinn háfði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.