Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 t Móöir okkar, ÓLAFÍA G. ÁRNADÓTTIR andaöist í Landakotsspítala 25. október. Hebba Herbertsdóttir, Hrefna Herbertsdóttir, Gerða Herbertsdóttír, Geir Herbertsson. Eigínmaöur minn, + ENGILBERT JÓNSSON, byggingarfulltrúi í Grindavík, er látinn. Jóhanna Emarsdóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir, bróöir og afi, GUÐJÓN JÓNSSON, frá Hvoli, Olfusi, Skúlaskeiði 36, Hafnarfiröi, lést í St. Jósefsspitala, Hafnarfiröi, aö morgni hins 26. okt. Fyrir hönd vandamanna, Salvör Jónsdóttir og börn hins látna. t Konan mín og tengdamóöir, SIGRÍÐUR BOGADÓTTIR, Hólavallagötu 9, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 27. október kl. 13.30. Jón Halldórsson, Donald F. Ream. t Móöir okkar, ÓLÖF BJÖRNSDÓTTIR, vistmaður á Grund, áður Háaleítisbraut 85, veröur jarðsett frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 27. október kl. 1.30. Börnin. t Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, BJÖRNS SNÆBJÖRNSSONAR stórkaupmanns, Barmahlíð 31, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 29. þ.m. kl. 13.30. Þórdís Ófeigsdóttir, Arnljótur Björnsson, Lovísa Sigurðardóttir og barnabörn. t Jarðarför eiginkonu minnar, JÓNU JÓNSDÓTTUR, Hringbraut 89, er andaöist 19. þ.m., veröur gerö frá Frikirkjunni i Reykjavík miö- vikudaginn 28. okt. kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, vinsamlega láti líknarfélög njóta þess. Eggert G. Þorsteinsson. t Eiginmaöur minn, VALDIMAR ÞÓRHALLUR KARL ÞORSTEINSSON, Sörlaskjóli 60, varö bráökvaddur að morgni mánudagsins 26. okt. sl. Sigrún Guöbjörnsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóöir, amma, langamma og systir, ANNA LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 72, Kópavogi, veröur jarösungin frá Kópavogskirkju miövikudaginn 28. október kl. 1 30. Fyrir hönd vandamanna, Þórir Jóhannsson, Gréta Geirsdóttir, Guðjón Jóhannsson, Guðrún Benediktsdóttir, Eyvindur Jóhannsson.Ólavía K. Guðmundsdóttir. Kristjón I. Kristjáns- son — Minningarorð Fæddur 25. september 1908 Dáinn 18. október 1981 Kristjón Kristjánsson, fyrrum bifreiðarstjóri forseta Islands, eða Kristjón á Bessastöðum eins og hann var oft kallaður, lést á Sól- vangi í Hafnarfirði hinn 18. þessa mánaðar. Fæddur var hann 25. september 1908 og var því 73 ára er hann andaðist. í dag fylgjum við honum til grafar á Bessastöð- um. Þeim, sem þekktu Kristjón, mun ekki koma á óvart að þar hafði hann kosið sér hinsta hvílu- reit, slíku ástfóstri sem hann hafði tekið við þann stað. Kristjón var Snæfellingur, son- ur hjónanna Kristjáns Pálssonar og Danfríðar Brynjólfsdóttur í Traðarbúð í Staðarsveit. Þau hjón eignuðust sautján börn sem flest komust á legg. Það lætur að líkum að í slíkri fjölskyldu hleyptu börn- in heimdraganum undir eins og þau gátu farið að vinna fyrir sér sjálf. Það gerði Kristjón. Innan við tvítugt fór hann suður, tók bif- reiðastjórapróf og gerðist leigubíl- stjóri í Reykjavík um nokkurra ára skeið. Árið 1941 réðst hann til Sveins Björnssonar ríkisstjóra og síðar forseta íslands sem bifreið- arstjóri hans og fluttist með hon- um til Bessastaða á Álftanesi þeg- ar þar að kom. Er ekki ofmælt að þá hæfist ævistarf hans. Hann gekk í þjónustu ríkisstjóra og síð- ar forsetaembættisins í blóma aldurs síns, og því starfi gegndi hann sem forsetabílstjóri og seinna einnig sem ráðsmaður á staðnum óslitið meðan kraftar entust. Þrotinn að heilsu varð hann að láta af þessu starfi sínu árið 1976 og hafði þá gegnt því í 35 ár samfleytt, stundum einn síns liðs, stundum við annan mann. Eftir þessa löngu vist hjá forseta- embættinu var Kristjón orðinn þjóðþekktur maður, flestir lands- menn könnuðust við Kristjón á Bessastöðum, og ófáar eru mynd- irnar þar sem hann sést standa einkennisklæddur við forsetabíl- inn, þolinmóður og reiðubúinn bíðandi eftir húsbónda sínum. Ef slíkt er til einhvers ávinnings metið er því engin hætta á að mynd Kristjóns hverfi af oftnefndum spjöldum sögunnar í bókstaflegum skilningi þeirra orða. Og mynd Kristjóns mun ekki heldur hverfa úr huga þeirra sem honum kynntust. Persónulegir eiginleikar hans munu sjá til þess. Vil ég þá öðru fremur nefna hversu einlæglega hann gekk upp í starfi sínu og hvé mjög hann fann til þeirrar ábyrgðar sem hann bar á lífi og limum forsetahjóna og fjölskyldu þeirra og lét sér vakinn og sofinn umhugað um velferð alls þess fólks. Þá bar hann og virð- ingu staðarins á Bessastöðum mjög fyrir brjósti. Allt þetta tók hann mjög alvarlega, svo að mér er ekki grunlaust um að það hafi átt sinn þátt í að á honum sáust slitmerki nokkuð svo fyrir aldur fram. Ást hans á starfi sínu og forsetasetrinu var mikil og einlæg. Stundum heyrðist sagt að hann ætti jafnframt til að vera nokkuð heimaríkur þar á staðnum. En trúmennska hans og háttvísi sem forsetabílstjóra var óbrigðul og hjálpsemi hans við forsetafjöl- skylduna á hverjum tíma var óþrjótandi. Húsbóndahollusta var aðals- merki Kristjóns Kristjánssonar. Þess er mér ljúft að minnast nú þegar ég hugsa til langra samvista okkar á Bessastöðum. Ég og fjöl- skylda mín kveðjum dyggan þjón- ustumann með þakklæti og vin- arhug. Konu hans og heilladís, Guðbjörgu Þorsteinsdóttur, og allri fjölskyldu þeirra sendum við samúðark veðj u r. Kristján Eldjárn Kristjón Kristjánsson fyrrum forsetabílstjóri andaðist á Sól- vangi í Hafnarfirði 18. þ.m. 73 ára að aldri. Kristjón var fæddur 25. sept- ember 1908 að Traðarbúð í Stað- arsveit. Foreldrar hans voru hjón- in Danfríður Brynjólfsdóttir og Kristján Pálsson. Þau eignuðust 17 börn og var Kristjón fimmti i röðinni. Ungur að árum fluttist Kristjón til Reykjavíkur og gerðist at- vinnubílstjóri á Bifreiðastöð -Steindórs og síðar á BSÍ. Síðan fluttist hann að Bessastöðum og gerðist bifreiðastjóri þar 1941-1976. Kristjóni varð 5 barna auðið, elsta dóttirin Kristín er búsett í Ameríku. Hann var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni átti hann einn son Pál Braga, hann er kvæntur Stefaníu Pétursdóttur og eiga þau fjögur börn. Seinni kona hans er Guðbjörg Þorsteinsdóttir Greinargerð Útvarpsráðs vegna sænsku myndanna MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi fréttatilkynning frá ÍJtvarps- ráði: Vegna síendurtekinnar rangtúlk- unar á kaupum sjónvarpsins á rétti til sýningar sænskra kvikmynda, þykir rétt að taka eftirfarandi fram: Sjónvarpið hefur gert samning um að greiða um kr. 120.000,- á ári í 5 ár fyrir eftirfarandi réttindi: Sjónvarpið getur á næstu 20 árum valið til sýningar úr 362 sænskum kvikmyndum frá tímabilinu 1907— 1970, og má endursýna einstakar myndir eins oft og óskað er eftir. Ljóst er að meðal myndanna má finna jafnt viðurkennd listaverk frægustu kvikmyndaleikstjóra Svía sem og skemmtimyndir af ýmsu tagi og fræðslumyndir. Fyrir samtals kr. 600.000.- fæst þessi réttur í 20 ár, sem er 5 árum lengri tími en sjónvarpið hefur starfað. Það er svipuð upphæð og kostað getur að framleiða eitt með- aldýrt sjónvarpsleikrit. Sagt er, að verið sé að demba tug- um ef ekki hundruðum sænskra mynda yfir landsmenn, væntanlega á næstu vikum eða mánuðum! Staðreynd er hiiis vegar að samn- ingur þessi verður jafnhagstæður innkaupum á hagkvæmustu bíó- myndum, þótt ekki verði valdar til sýninga meira en 4 eða 5 af mynd- unum á ári hverju. Og gæti það ekki talist hagkvæmt eftir svo sem 10 ár að gera gengið að frægri sænskri kvikmynd til sýn- ingar án þess að þurfa á þeim tíma svo mikið sem hugsa um greiðslu fyrir? ættuð frá Vestmannaeyjum og áttu þau þrjú börn: Steinu Krist- ínu gift Lárusi Jóhannssyni, eiga þau tvær dætur, Danfríði, heit- bundna Sverri Jónssyni, eiga þau einn son og Kristján Brynjólf, sem lést 14. janúar sl., aðeins 18 ára að aldri. Við hugsum til Guðbjargar og barnanna og þökkum þeim hvað þau hafa reynst honum vel í hans veikindum. Margs er að minnast og margt að þakka þegar við kveðjum Kristjón, svo vel reyndist hann okkur alltaf. Ástvinum öllum færum við á þessari stundu samúðarkveðjur og biðjum þeim allrar blessunar. Við minnumst Kristjóns með hlýhug og virðingu. Blessuð sé minning hans. Fjölskyldan Sólheimum 32, Reykjavík. Kristjón I. Kristjánsson var for- setabílstjóri þau 16 ár sem við þekktum til á Bessastöðum. Raun- ar var hann miklu meira en bíl- stjóri, því að með réttu má segja að hann hafi borið velferð staðar- ins svo fyrir brjósti, að hann vann það sem gera þurfti, eins og góður bóndi búi sínu. Hami unni staðn- um og forsetaembættinu og gaf þeim af heilum hug alla sína starfsorku um meir en þriggja áratuga skeið. Kristjón réðst sem bílstjóri til Sveins Björnssonar ríkisstjóra árið 1941. Starfaði hann síðan óslitið á Bessastöðum í tíð þriggja forseta, þeirra Sveins Björnssonar frá 1944 til 1952, Ás- geirs Ásgeirssonar frá 1952 til 1968 og Kristjáns Eldjárns frá 1968 til 1976, en þá lét Kristjón af störfum. Við vorum enn á bernskuskeiði, er við kynntumst Kristjóni, þegar afi og amma fluttust til Bessa- staða. Kristjón tók okkur þá strax eins og hann ætti í okkur hvert bein og spjallaði við okkur eins og gamla félaga. Hann var glettinn og talaði tæpitungulaust. Hann sýndi okkur slíkt traust, að við kepptumst við að fá að ganga í verk með honum. Þessi vinátta treystist enn, þegar sonur Krist- jóns bættist í hópinn. Þá eltu fjór- ir strákhvolpar Kristjón hvert sem hann fór, og hafa eflaust þvælst fyrir og truflað verkmann- inn að störfum. En aldrei brást þolinmæði Kristjóns og alltaf hafði hann lag á að láta okkur heldur verða að liði. Það var okkur holl lífsreynsla að kynnast því, hvernig þessi maður vann, natni hans og hugulsemi við hvert verk. Hann var sívinnandi allt það sem honum þótti stuðla að sóma og reisn staðarins. Greiðvikni og hjálpsemi Kristjóns var viðbrugð- ið. Kristjón var mikill bóndi í sér. Hann hafði yndi af skepnum og sérstakt lag á að umgangast þær. Nokkrar kindur átti hann, sem hann hirti ásamt kindum afa. Þeim, sem komu í fjárhúsið bar saman um að vart sæju þeir ann- ars staðar vænna fé eða betur hirt. Margar voru ánægjustund- irnar sem við áttum með Kristjóni í kindastússi og í fjárhúsinu, þeg- ar hann dittaði að jötum og grind- um. Allt varð snyrtilegt og hag- anlegt, sem hann fór höndum um. Við vorum tíðir gestir á heimili Kristjóns, þar sem hans ágæta kona, Guðbjörg, reiddi fram góð- gerðir í sísvanga strákana. Þau bjuggu fyrst í lítilli risíbúð á „Bú- inu“ sem svo var kallað, en flutt- ust síðan í nýtt hús, er reist var þar í grennd. Heimili þeirra Guð- bjargar var smekklegt og hlýlegt, og virtust þau hjónin bæði hafa sama metnað fyrir hönd forseta- embættisins og reisn Bessastaða. Oft heyrðum við afa og ömmu tala um að Kristjón væri ómetan- legur fyrir Bessastaði. Traustari og samviskusamari ráðsmann var ekki hægt að fá. Ásgeir, Sigurður og Sverrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.