Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 1
250. tbl. 68. árg. FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kjarnorkusprengja í sovéska kafbátnum — Sænska þjóðin í miklu uppnámi Frá (iuðrinnu Kaj'narsdúttur, friitaritara Mbl. í Slukkhólmi 5. nóvi niber. SOVÉSKI kafbáturinn 137 sem strandaði við suðurströnd Svfþjóðar fyrir rúmri viku er búinn kjarnorkuvopnum. I>að upplýsti Thorbjörn Fálldin, forsætisráðherra, á blaðamannafundi í kvöld. „Við höfum allt að því fulla sönnun fyrir því að um borð sé einnig úran 238. Strand kafbátsins á hernaðarlegu bannsvæði langt inni í sænskri landhelgi með kjarnorkuvopnum er því alvarlegasta brotið á sænsku yfirráðasvæði síðan í heimsstyrjöldinni síðari," sagði forsætis- ráðherrann. Upplýsingar forsætisráðherr- ans komu eins og þruma úr heið- skíru lofti þegar allir bjuggust við að nú væri kafbátsmálið á enda. Búið var að tilkynna að bátnum yrði sleppt í dag. Öll Svíþjóð stendur nú á öndinni yfir þessum upplýsingum sem fengust við geislamælingar og rannsóknir á bátnum um síðustu helgi. En ekk- ert hefur verið látið uppi um niðurstöður rannsóknarinnar fyrr en í kvöld. Sovétríkin hafa ekki neitað því að kafbáturinn sé búinn kjarn- orkuvopnum. En strax og mæl- ingarnar sýndu geislavirkni voru þau spurð að því hvort kjarnorku- vopn væru um borð. Sovétríkin svöruðu þá einungis að kafbátur 137 væri líkt og aðrir kafbátar bú- inn öllum nauðsynlegum vopnum. Sovétríkin neituðu sænsku stjórninni um að fá að rannsaka nánar vopnabúnað kafbátsins og sænska stjórnin kaus að beita ekki valdi til að framkvæma þá rann- Karl Anderson, sjóliðsforingi í sænska hernum, sést hér um borð í sovéska kafhálnum 137. sókn. „En við teljum okkur þrátt fyrir það hafa nægar sannanir fyrir því að báturinn sé búinn kjarnorkuvopnum," sagði Ola Ullsten, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, í kvöld. „Rannsóknir okkar og svar Sovétmanna eru næg sönnun. Sovétríkin hafa haft tæki- færi til að svara spurningum okkar um kjarnorkuvopn neitandi, en þau hafa ekki gert það.“ Talið er að um 60 rússneskir kafbátar séu staðsettir í Eystra- salti og margir hersérfræðingar hafa áður haldið því fram að þeir séu allir búnir kjarnorkuvopnum og viðburðir síðustu daga renna stoðum undir þá skoðun. Sérfræð- ingur í kjarnorkuvopnum sagði, að svo virtist sem þessi bátur væri búinn tundurskeytum með kjarn- orkuoddum, leynilegu vopni stór- veldisins sem lítið er vitað um, samkvæmt frétt AP-fréttastof- unnar. Formaður stjórnarandstöðunn- ar Olof Palme lýsti því yfir í kvöld að jafnaðarmenn styddu í einu og öllu aðgerðir stjórnarinnar og for- dæmdu athæfi Sovétríkjanna. „Sovétríkin hafa sýnt algjört til- litsleysi og sýnt sænsku þjóðinni mikla fyrirlitningu," sagði hann. Yfirmaður sænska hersins sem annaðist yfirheyrslur yfir skip- stjóra kafbátsins í samtals 7 klukkustundir sagði að ekkert Pjotr (aushin, skipstjóri sovéska kafhátsins, viidi ekkert um vopna- búnað bátsins segja vid yfirheyrslur. hefði upplýstst við þær yfirheyrsl- ur sem mark væri takandi á. Thorbjörn Fálldin var spurður að því hvaða afleiðingar þetta myndi hafa fyrir samskipti Sví- þjóðar og Sovétríkjanna. „Það verður ekki jafn sjálfsagt og áður að taka þátt í umræðum um hin ýmsu málefni við Sovétríkin," svaraði hann. „Og það eru bara nokkrir mánuðir síðan Leonid Brezhnev talaði um hversu þýð- ingarmikið það væri að ekki væru kjarnorkuvopn á Norðurlöndum og talaði um Eystrasaltið sem „haf friðarins“.“ Kafbáturinn er enn í skerja- garðinum fyrir utan Karlskrona, en verður dreginn út fyrir sænska landhelgi strax og veður leyfir. En veðrið er mjög slæmt á þessu svæði í kvöld. Díana prinsessa við opnun listasýn- ingar í London á miðvikudags- kvöld. Díana á von á barni London, 5. nóvember. Al*. FKÁ Burkinghamhöll bárust þau gleðitíðindi í dag að Ilíana prins- essa á von á harni í júní. Yfir 1000 inanns fögnuðu Díönu og manni hennar Karli prins á götum London þegar þau óku til hádegisverðar í Ouildhall tveimur tímum eftir að Kurkingham skýrði frá fréttunum. Þingið sendi hjónunum heilla- óskir og Margaret Thatcher for- sætisráðherra fagnaði fréttunum innilega að sögn talsmanna henn- ar. Díana og Karl færðu Elísabetu drottningu fréttirnar sjálf fyrir nokkrum dögum. Barnið verður næsti erfingi krúnunnar á eftir Karli prins. Áður starfaði Díana sem fóstra og oft hefur komið fram hversu gaman hún hefur af börnum. Hún leit mjög vel út í dag og brosti og veifaði mannfjöldanum glaðlega. Danska „ínöarhreyíingin“ rekin fyrir rússneskt fé Einn helsti frammámadur hennar handtekinn og sakaður um njósnir fyrir Rússa í rúman áratug kaupmannahofn, 5. nóvcmbcr. Krá fréUaritara Mbl., Ib Björnbak, og AP. DANSKI rithöfundurinn og frióar hreyfingarmaðurinn Arne Herlöv Petersen var í gær, miðvikudag, handtekinn af dönskum leyni- þjónustumönnum og er honum gefið að sök að hafa verið njósnari á vegum KGB, sovésku leynilög- reglunnar, og tekið við peningum af henni til að kosta áróður friðar hreyfingarinnar og baráttuna gegn Atlantshafsbandalaginu. Herlöv Petersen var handtek- inn daginn eftir, að danska stjórnin skýrði frá því, að annar sendiráðsritari sovéska sendi- ráðsins í Kaupmannahöfn hefði verið rekinn úr landi fyrir þrem- ur vikum fyrir njósnir og fyrir að hafa borið fé á ýmsa hópa vinstrisinna, sem berjast fyrir afvopnun og því, að Norðurlönd verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Danska leyniþjónustan hefur fylgst með Herlöv Petersen í 18 mánuði og fylgst með 23 fundum hans með sovéska KGB-mannin- um, sem nú hefur verið vísað úr landi. Hún segist hafa sannanir fyrir því, að hann hafi tekið við Nordfoto-símamynd. Arne Herlöv Petersen, danski rithöfundurinn og friðarhreyfingarmaður inn, sem nú hefur verið handtekinn og gefið að sök að hafa verið útsendari KGB, sovésku leynilögreglunnar, í rúman áratug. Þessi mynd var tekin af honum í gær þegar verið var að færa hann til yfirheyrslu. fé af honum, sem Petersen hafi síðan notað til að borga her- kostnað dönsku friðar- hreyfingarinnar. Þar á meðal auglýsingar þar sem danskir rit- höfundar og listamenn hafa krafist þess, að aldrei komi kjarnorkuvopn á norrænt land. Að sögn dönsku lögreglunnar hefur Arne Herlöv Petersen ver- ið á mála hjá rússnesku leyni- lögreglunni í rúman áratug, eða allt frá 1970. Þetta mál hefur vakið gífurlega athygli og er for- síðuefni allra dönsku blaðanna í dag. Sjá nánar á bls. 16—17. Korchnoi með betri stöðu Mcranó, ó. nóvcmbt'r. Al'. VIKTOR Korchnoi var með betri stöðu þegar 13. skákin í heims- meistaraeinvíginu í skák fór í bið í gærkvöldi. Anatoly Karpov' hefur unnið 4 skákir en Korchnoi 1 það sem af er keppninni. Sjá skýringu á skákinni á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.