Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 Borgarstjórn: Leyfisveitingu til Video-son frestað BORGARSTJÓRN frestaði í gærkveldi afgreiðslu á beiðni fyrirtækisins Video-son en fyrirtækið hafði farið fram á að grafa jarðstrengi í borginni til þess að unnt væri að tengja saman hús og íbúðarhverfi, vegna myndbandasýninga. Talsverðar umræður urðu um mál þetta og sagði Davíð Oddsson börgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins að hugsanlega hefði fyrirtækið brotið 1. grein útvarpslaga en það hefði komist upp með það um langt skeið því handhafi einkaréttar á sjón- varpssendingum, Ríkisútvarpið, hefði ekki gert kröfu um að sýn- ingum yrði hætt. Efaðist hann um að borgarstjórn ætti að hafa frumkvæði að því að meina fyrir- tækinu um að grafa jarðstrengi, þar sem slíkt væri ekki Iögbrot. Það væri síðan mál ríkisútvarps- Elísabet Hjalta- dóttir Bolungar- vík látin I I.ÍSAHKI Hjaltadóttir, eiginkona I.'inars Guðfinnssonar útgerðar- manns í Bolungarvík, lézt í sjúkra- skýli Bolungarvíkur í fyrrinótt. El- ísabet var fædd í Bolungarvík 11. apríl árið 1900, dóttir hjónanna llildar Elíasdóttur frá /Eðey og Hjalta Jónssonar frá Ármúla. Hún var því 81 árs er hún lést. ins og fyrirtækisins á hvern hátt það myndi nota umrædda jarð- strengi. Það kom fram á fundinum að Video-son hefði ekki hlýtt fyrir- mælum borgarstjórnar um að hefjast ekki handa við uppgröft, fyrr en niðurstaða borgarstjórn- ar lægi fyrir. Þorbjörn Broddason borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins sagði, að víst væri að fyrirtækið hefði brotið lög og banna ætti því að grafa umrædda jarðstrengi. Máli þessu var frestað að til- lögu Björgvins Guðmundssonar borgarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins, en á fundinum lagði Al- þýðubandalagið fram tillögur, sem lutu m.a. að því að hafna umsókn fyrirtækisins um leyfi til að leggja jarðstrengi. nö^Ví • í gærdag efndu nemendur skólanna á Laugarvatni svo og Laugdælir til mótmælagöngu í Reykjavík. Gengið var frá Skólavörðuholti niður í menntamálaráðuneyti. Þar var menntamálaráðherra, Ingvari Gíslasyni, afhentur undirskriftalisti, þar sem því er mótmælt að fjárlög gera ekki ráð fyrir að veita fé til uppbyggingar íþróttamann- virkja á Laugarvatni. Síðan var gengið niður í Alþingishús og þar var fjármálaráðherra afhent sams konar plagg. Á myndinni má sjá hvar hópurinn gengur frá menntamálaráðuncytinu. Hætt verði við skrefatalningu þar til niðurstöður könnunar liggja fyrir: Sfmanotkun f borginni óhóflega mikil, fólk talar of mikið í síma - sagði Guðrún Helgadóttir við umræður í borgarstjórn í gærkveldi Elísabet var húsmóðir á óvenju- stóru myndarheimili. Hún tók jafnframt mikinn þátt í félags- störfum í sinni heimabyggð, var m.a. formaður og heiðursfélagi í kvenfélagi staðarins og einnig í sjálfstæðiskvennafélaginu þar. Einnig sat hún í stjórn Sambands vestfirskra kvenna og um 20 ára skeið í skólanefnd Bolungarvíkur. Börn þeirra Elísabetar og Ein- ars eru Guðfinnur, Hildur, Jóna- tan, Guðmundur Páll, Jón Frið- geir og Pétur Guðni, öll búsett í Bolungarvík, og Halldóra og Hjalti sem búsett eru syðra. BORGARSTJORN samþykkti í gærkveldi tillögu frá borgarfull- iri'ium Sjálfstæðisflokks og VI- þýðuflokks, um að skora á Alþingi að samþykkja þingsáiyktunartil- lögu sem lyiur að því að kanna afstöðu símnotenda til mismun- andi valkosta við jöfnun síma- kostnaðar. Jafnframt var skorað á samgönguráðherra að láta þegar í stað hætta við skrefatalningu á símtölum sem upp hefur verið tek- in, að minnsta kosti þar til niður- slaða fyrirhugaðrar könnunar liggur fyrir með afdráttarlausum ábendingum um að rétt sé að halda skrefatalningu símtala áfram. Tiliagan var samþykkt með 9 atkvæðum sjáifstæðis- og alþýðuflokksmanna, gegn 5 at- kvæðum fulltrúa Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks. Þó sat iiiin fulltrúi Alþýðubandalagsins, Guðmiindiir Þ. Jónsson, hjá við atkvæðagreiðsluna, en hann lýsti því yfir í ræðu að með skrefataln- ingu væri um kjararýrnum að ræða. í umræðum um tillöguna kom það fram hjá Davíð Oddssyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, að borgarfulltrúar hefðu betur samþykkt tillögu frá sjálfstæðismönnum sem felld var fyrir u.þ.b. ári síðan í borgarstjórn, en þar var skrefa- talningu mótmælt. Davíð sagði, að samþykkt á þeim tíma hefði getað skipt sköpum og jafnvel komið í veg fyrir það að skrefa- talningu var komið á. Ennfrem- ur gagnrýndi hann málflutning Guðrúnar Helgadóttur frá þeim tíma og sagði að hún hefði vís- vitandi gefið rangar upplýs- ingar um málið og vitnað þar í einkasamtöl, sem ekki hefði verið hægt að staðreyna. Þá sagði Davíð, að hér væri um að ræða eina mestu kjaraskerð- ingu sem heimilin í landinu hefðu orðið fyrir. Guðrún Helgadóttir sagði í ræðu, að erfitt væri að segja til um hvort símgjöld myndu hækka eða lækka með tilkomu skrefatalningar. Þá sagði hún að einkasímanotkun í Reykjavík væri óhóflega mikil, það ætti að spara á því sviði. Fólk í Reykja- vík talaði of mikið í síma. Þessi skoðun Guðrúnar var harðlega gagnrýnd á fundinum. Þá sagði Guðrún að Alþýðubandalagið ætlaði ekki að styðja tillöguna og kaupa sér vinsældir með því móti, enda óvíst að þær vin- sældir dygðu til vors. Finnur Ingólfsson, formaður stúdentaráðs: Niðurskurðargleði fjármála- ráðherra kemur okkur á óvart „Ragnar Árnason, fyrrverandi formaður stjórnar Félagsstofnun- ar stúdenta, gaf það í skyn í vor, þegar Ijóst var að Vaka og Um- bótasinnar voru að mynda meiri- hluta innan stúdentaráds, að ef af slíkri samvinnu yrði, myndu framlög til stúdenta og náms- mann lækkuð. Það er þegar kom- ið í Ijós að svo verður. Fjármála- ráðherra, Ragnar Arnalds, hefur gengið fremst í flokki þeirra, sem vilja skera niður framlög tiJ okkar námsmanna," sagði for- maður stúdentaráðs, Finnur Ing- ólfsson, í samtali við Morgun- blaðið. „Ragnar Arnalds hefur lengi Albert Guðmundsson, formaður bankaráðs Útvegsbankans: Útvegsbankinn hætti að taka lán í Seðlabankanum fyrir atvinnuvegina ,,l>Af) ER engin ástæða fyrir viðskiptabanka eins og t.d. Út- vegsbankann að vera eins konar milliliður milli lántaka og Seðla- banka. Þau lán sem við tökum í Seðlabankanum eru oft á okur- vöxtum, en við þurfum síðan að lána á lágum vöxtuni til okkar viðskiptavina. Það er svo komið að bráðnauðsynlegt er, að lög um Seðlabankann og starfsemi hans verði endurskoðuð," sagði Albert Guðmundsson alþingis- maður í samlali við Morgun- blaðið, en í gær skýrði hann frá „Bniðnauðsynlegt að endurskoða lög og starfsemi Seðlabankans" því á alþingi, að hann myndi leggja það til við bankaráð Út- vegsbankans að ha-tt yrði að taka lán á okurvöxtum í Seðla- bankanum. Yrði bankastjórum bannað að taka þessi sjáifvirku lán, en vextir af þeim geta orðið allt að 40% hærri en bankinn fær fyrir sín innlán í Seðla- bankanum að sögn Alberts. „Við erum með 35% af okkar fé bundið í Seðlabankanum og er það allt á miklu lægri vöxtum en við þurfum að borga fyrir okkar yfirdráttarlán, þegar eig- ið fé þrýtur, en þessi yfirdrátt- arlán eru notuð til þess að fjár- magna undirstöðuatvinnugrein- ar þjóðarinnar. Þá virðist ekk- ert þak hafa verið sett á þessi yfirdráttarlán, sem bankinn tekur, en á þau eru settir þungir refsivextir, sem eru ailt að 40% hærri en við fáum fyrir okkar innistæðu í Seðlabankanum. Eftir þessu öllu að dæma virðist Seðlabankinn eiga nóg fé og hann verður því að fjármagna atvinnuvegina. Það er Ijóst að við getum ekki greitt stórfé fyrir það eitt að vera miJiiliður fyrir lántakanda, og þess aðila sem á peningana," sagði Albert Guðmundsson. lofað námsmönnum stuðningi, þegar hann hefur verið í stjórnar- andstöðu, og samkvæmt fullyrð- ingum fyrrverandi framkvæmda- stjóra FS, Skúla Thoroddsens, hafði hann lofað auka fjárveiting- um til endurbyggingar Nýja Garðs, nánast til að gera hann íbúðarhæfan, en þau loforð hafa gleymzt eftir að Skúli Thoroddsen hætti störfum. Þá hafði hjá ráðu- neyti hans verið búizt við stuðn- ingi við tillögur Lánasjóðsins og menntamálaráðuneytisins við drög að frumvarpi um námslán og námsstyrki, þar sem áætlað var að auka fjárveitingu til lánasjóðs ís- lenzkra námsmanna úr 90% í 95% af metinni fjárþörf. Stúdentaráð hefur óskað svars um væntanleg- an stuðning þessa frumvarps hjá öilum stjórnmálafiokkum, en enn hefur ekki borizt svar frá fulltrúa Alþýðubandalagsins, Guðrúnu Helgadóttur, öll önnur hafa verið jákvæð. Því lítum við svo á að Al- þýðubandalagið sé eini stjórn- málaflokkurinn, sem ekki hefur tekið afstöðu til þessa frumvarps. Við teljum okkur hafa nokkuð ör- uggar heimildir fyrir því að það sé Ragnar Arnalds og hans flokkur, sem hefur staðið í vegi fyrir því að drögin hafi verið lögð fram á al- þingi sem stjórnarfrumvarp," sagði Finnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.