Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 Hjartað slær bara Jón Hjartarson, Signrður Karlsson og Karl Agúst Ulfsson sem bræðurn- ir Pétur, Símon og Eben, þar sem þeir ræða um foður sinn og erfða- mál. Girnd undir álmtrjám Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sveinbjörn I. Baldvinsson: IJÓI) HANDA HINUM (K1 ÞESS- IJM. Ljósmyndir á kápu: Einar Gunnar Einarsson. Almcnna bokafélagið 1981. Stundum heyrum við Svein- björn I. Baldvinsson syngja í út- varpinu úr ljóðverki sínu Stjörnur í skónum. Margir hafa gaman af Stjörnum í skónum, ekki síst krakkar sem líta á Sveinbjörn sem málsvara sinn og samherja í bar- áttunni vð fordóma fullorðna fóiksins. í Ljóðum handa hinum og þessum er Ljóð handa barninu þínu,undirfyrirsögn Úr bréfi til Kobba 15/5 1980. Þar er tekinn upp þráðurinn frá stjörnum í skónum, skáldið huggar Kobba með eftirfarandi: „Þetta er ekki svo voðalegt/ gerðu bara eins og þau segja/ fyrstu árin/ þótt það sé erfitt/ fullorðið fólk hefur svo skrýtnar hugmyndir/ um það hvað má/ og hvað má ekki.“ Ljóð handa hinum og þessum minna dálítið á Stjörnur í skón- um. í bókinni er skopast góðlát- lega að hversdagssálum, þær séð- ar með augum barnsins og fullorð- ins manns. Skáldið hefur til að bera mikið umburðarlyndi, það er síður en svo í stríði við mannkyn- ið. Meðal þess sem gerir bók Sveinbjörns I. Baldvinssonar sér- stæða er gamansemin sem víða stjórnar ferðinni, óhátíðleg af- staða sem lætur meira að segja eins og ekkert sé þótt allt sé draumur og blekking og maður vakni einhvertíma upp við vondan draum: „steindauður". Sveinbjörn I. Baldvinsson hefur með góðum árangri tileinkað sér opinn og einfaldan ljóðstíl, en gætir þess að aga mál sitt, ydda hugsanirnar. Ljóð hans eru hisp- urslaus og beinskeytt. Eins og að líkum lætur eru þau ekki öll full- komlega heppnuð hjá svo ungu skáldi. En heildarsvipur Ljóða handa hinum og þessum er góður og það skiptir miklu máli. Ljóðaflokkurinn Úr ferðadag- bók er með þeim athyglisverðari í bókinni. Eitt Ijóðanna nefnist við Bodensee: \ður cn fcrjan lat'Ai af slað frá Konslan/. oi» vid sálum í kyrrAinni oj» horMum í mislriA fór lítill fcilur maóur í j»ráum jakkafolum aó hlása í Irompcl scm fór illa vió fólin. Ilann lahbaói fram oj» aflur um hrymyuna oj» spilaói undarlcj; lög fyrir fólkid oj» mávana. Vid hcyróum lcnj»i í honum cflir aó vió vorum laj»óir af staó inn í draumkcnnl mistrió scm huldi valnió cins oj» hvílur fui»lsva nt»ur. Svo hallum vid að hcyra í honum. Og fcrjan lcið cin áfram inn í hljóðlausan drauminn. Sveinbjörn I. Baldvinsson. JjSveinbjörn I. Bald- vinsson hefur með góð- um árangri tileinkað sér opinn og einfaldan Ijóðstíl, en gætir þess að aga mál sitt, ydda hugsanirnar. Ljóð hans eru hispurslaus og beinskeytt.£{ Þetta er Ijóðræn mynd, skáldinu tekst að segja það sem það vill tjá lesandanum án stórra orða. Við Bodensee býr yfir ýmsum helstu kostum ljóðrænnar skynjunar. En gaman er að bera það saman við fyrsta ljóð sama flokks: í lest frá Karlsruhe til Konstanz. Það er kannski líkara þeim Sveinbirni I. Baldvinssyni sem við höfum áður kynnst: Við sátum í klcfa mcð ivcimur þýskum miðaldra hjónum oj» cj» huj»saði um hvorl það va*ri ckki undarlcj»l að hafa vcrið í stríði cins oj» <‘ij»inmcnnirnir oj» hafl manndráp að aðalslarfi í nokkur ár. Kara hcim á milli. Kyssa krakkana. Klska konuna. Kara svo aflur í vinnuna. Þetta ljóð er ekki laust við kaldhæðni. En það er kaldhæðni þess manns sem metur lífið um- fram annað og er staðráðinn í að vernda það og verja. Við finnum einnig sársaukann þrátt fyrir kaldhæðnina í ljóðinu I jarðarför skólbróður. Eg verð að játa að samlíkingin „altarið var eins og blómabúð" þykir mér hryssingsleg gagnvart þeim harmi sem dauði ungs manns er. En hún er sönn. Sveinbjörn er nær sorg- inni í síðasta kafla ljósins: „Við/ sem skiljum ekki lífið/ hvernig eigum við/ að skilja dauðann/ jarðarfarir/ eru fyrir gamalt fólk/ dauðinn/ er fyrir gamalt fólk“. í fyrsta og öðrum hluta Ljóða handa hinum og þessunf'eru viss veikleikamerki sem gera vart vð sig vegna þess að Sveinbjörn endurtekur hugsanir annarra. Það hefur til dæmis verið ort mikið um ferðalang sem fer óvart úr á vit- lausum stað og líf sem ekki var skemmtilegt heldur fróðlegt. Heimspekilega vindbelgi skortir okkur ekki. Stundur yrkir Svein- björn um hið fánýta líf okkar eins og hann sé ekkert hissa yfir tilangsleysi þess, hafi skoðað allt með augum hins lífsreynda. Þetta fer rosknum skáldum vel, en ekki þeim sem enn varðveita undrun barnsins. Ástaljóðaflokkurinn Ljóð handa konum er dæmigerður fyrir ferska skynjun skáldsins þótt ekki taki hann ferðaljóðaflokknum fram. Skynsamleg þykir mér sú afstaða sem birtist í eftirfarandi línum þótt hún eigi sinn þátt í að deyfa tilfinningarnar: l*að cr ckki hæj»t að skrifasl á við hjartað í sér. I*að sla r hara. Ljóð handa hinum og þessum er ein þeirra bóka sem gerir mann bjartsýnan um framtíð ljóðsins. Leiklist Jóhann Hjálmarsson Leikfélag Reykjavíkur: UNDIR ALMINUM eftir Eugene O’Neill. Arni Guðnason þýddi. Lýsing Daníel Williamsson. Tónlist: Sigurður Rúnar Jónsson. Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurðsson. Leikstjórn: Hallmar Sigurðsson. Undir álminum, eða Desire Under the Elms, eftir Eugene O’Neill er stórbrotið verk og vand- meðfarið. Það reynist líka erfitt ungum leikstjóra, Hallmari Sig- urðssyni, sem gerir sér far um að túlka verkið með raunsæilegum hætti og hógværlega sé mið tekið af því tilfinningaflóði sem brýst fram hjá persónum O’Neills. Vel má fallast á sjónarmið leik- stjórans, en oft var eins og verkið skorti líf, átök þess voru furðu daufleg og án tilþrifa frá hendi leikaranna. Beinlínis dauð og innantóm atriði voru mörg. Gísli Halldórsson lagði sig fram við túlkun gamla bóndans Ephra- ims Cabots. Bandarískir fjöl- skylduharmleikir eiga vel við Gísla, enda náði hann stundum glæsilegum árangri í lýsingu Ephraims sem allt í einu birtist á heimilinu með kornunga eigin- konu sér við hlið. Synirnir Simon og Pétur hverfa á braut í því skyni að freista gæfunnar við gullleit í Kaliforníu. Eftir er yngsti sonur- inn Eben og að vonum hefur það áhrif á hann að eignast svo unga móður. Fljótlega nær girndin og ástarbríminn tökum á honum, en ágrindin er líka sterk. Hann dreymir um að eignast jörðina og hefna sín á föður sínum sem lék látna móður hans grátt. En hann er veikgeðja og sá gamli harður í horn að taka. Ragnheiður Steindórsdóttir túlkar Abbie, hina ungu konu sem veldur því að feðgarnir takast á og endirinn er í anda grískra harm- leikja. Eugene O’Neill lét einnig heillast af biblíulegum minnum, lærdómi Freuds og félagslegum baráttumálum samtímans. Leik- urinn á að gerast á Nýja Englandi á miðri nítjándu öld, er saminn 1924. Ragnheiður Steindórsdóttir náði í senn að sýna grimmd Abbie og barnslegt sakleysi, fólsku henn- ar og ástarþrá. Eg er ekki viss um að Ragnheiður hafi leikið betur, að minnsta kosti þótti undirrituð- Handjárn eða heillaspor? Mishermt var í frásögn Morgun- blaðsins sl. þriðjudag af umræð- um um skipulagsmál á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, að undirrit- aður hefði lýst þeirri skoðun í ræðu að vísa bæri þeim þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins úr flokknum, sem sæti ættu í ríkis- stjórninni og/eða styddu hana. Vegna þessa mishermis og vegna mikilvægis þeirra tillagna um breytingar á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins sem voru til umræðu á landsfundinum og verða áfram til umræðu, hefi ég ákveðið að óska birtingar á ræðu þeirri sem ég flutti á fundinum um þessi efni. Fer ræðan hér á eftir. „Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins getur ekki og landsfund- ur Sjálfstæðisflokksins má ekki víkjast undan þeirri nauðsyn og skyldu að taka afstöðu til þeirra tillagna sem hér liggja fyrir um breytingar á 10. og 55. gr. skipu- lagsreglna flokksins. Úr því að óskráðar reglur hafa verið þverbrotnar jafn kyrfilega og raun ber vitni verður að skrá þær. Nema því aðeins að menn vilji að þeir atburðir sem orðið hafa í flokknum síðustu misseri geti endgrtekið sig án þess að flokkurinn megni að bera hönd fyrir höfuð sér. Það verður þá máski að föstum lið á landsfundum að oddviti ríkis- stjórnarinnar kvarti yfir því að fá ekki að stýra setningarfundi landsfundar helzta stjórnarand- stöðuflokksins. Við upplifum það þá ef til vill til frambúðar að landsfundir og flokksstarf ein- kennist af togstreitu og uppgjöri milli stjórnarsinna og stjórnar- andstæðinga innan flokksins. Einu sinni var auglýst: Allt á sama stað. Egill Vilhjálmsson hf. Sjálfstæðisflokkurinn gæti kannski stolið þessu og stælt og fengið skráð vörumerki sem hljóð- að gæti eitthvað á þessa leið: Allt á sama stað — Stétt með stétt, stjórn með stjórnarandstöðu — Sjálfstæðisflokkurinn. Og þing- kosningar gætu þá e.t.v. einnig í vaxandi mæli einkennzt af bræðravígum tveggja eða fleiri framboðslista sjálfstæðismanna í hverju kjördæminu á fætur öðru. Þetta er ekki sú framtíð sem ég kýs Sjálfstæðisflokknum til handa. Ég vil að landsfundur Sjálfstæðisflokksins taki af öll tvímæli um það hverju brot á grundvallarleikreglum flokksins varði. Efni breytinga tillagnanna Hvert er svo efni þeirra tillagna sem lagt hefur verið til að vísað verði til miðstjórnar og þing- flokks? í fyrsta lagi er lagt til að inn í 10. gr. skipulagsreglna flokksins bætist ákvæði þess efnis að þing- menn flokksins sem taka sæti í eða lýsa stuðningi við ríkisstjórn, sem mynduð er í andstöðu við ákvörðun landsfundar eða flokks- ráðs, teljist með því hafa sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Rétt er að undirstrika að ekki er hér átt við stuðning við einstök þingmál ríkisstjórnar heidur almennan stuðning sem verður til þess að ríkisstjórn er mynduð. í öðru lagi er lagt til að við 55. gr. skipulagsreglna flokksins bæt- ist ákvæði þar sem segi að það jafngildi úrsögn úr flokknum að taka sæti á framboðslista, öðrum en þeim sem réttkjörnar stofnanir - Ræða Baldurs Guðlaugssonar á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins flokksins standa að, þar sem flokkurinn býður fram. Jafnframt er gerð tillaga um undantekn- ingarákvæði frá þessari aðalreglu, svohljóðandi: Hafi fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í einhverri sýslu eða stjórn sjálfstæðisfélags í sýslu þar sem aðeins starfar eitt sjálf- stæðisfélag en ekki fulltrúaráð, sbr. 41. og 46. gr., staðið að eða lýst stuðningi við annan fram- boðslista en þann sem réttkjörnar stofnanir flokksins standa að í því kjördæmi, kemur úrsögn þó ekki til framkvæmda nema miðstjórn samþykki. Þessu undantekningarákvæði er ætlað að ná til atburða eins og þeirra sem urðu í Suðurlands- kjördæmi í síðustu alþingiskosn- ingum, þegar ágreiningur milli héraða innan kjördæmisins réði því að Rangæingar buðu fram sér- stakan lista. í tilfellum sem þess- um þykir ekki eðlilegt að sérfram- boð valdi sjálfkrafa úrsögn þeirra sem sæti taka á framboðslista, heldur er gert ráð fyrir að mið- stjórn flokksins vegi og meti allar aðstæður. En hvaða andmæli og mótrök hafa verið færð fram gegn þessum tillögum? Akvædi stjórnar skrárinnar Einhverjir hafa haldið því fram að tillögurnar gengju gegn ákvæð- um stjórnarskrárinnar. Þetta er rangt. í fyrstu málsgrein 48. gr. stjórnarskrárinnar segir, að al- þfngismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína og ekki við neinar reglur frá kjósendum sín- um. Hvað merkir þetta? Þetta merkir að hvorki kjósendur ein- stakra þingmanna né stjórnmála- flokkur sá sem þeir tilheyra geta fyrirskipað þingmönnum hvernig þeir eigi að greiða atkvæði í ein- hverjum málum eða taka með öðr- um hætti afstöðu á Alþingi. Al-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.