Morgunblaðið - 06.11.1981, Side 11

Morgunblaðið - 06.11.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 11 Ragnhciður Steindórsdóttir sem Abbie Putnam og Gl'sli Halldórsson Kphraim Cabot. um leikhúsgesti leikur hennar rista djúpt. Það veikir að vísu heildarmynd- ina að ungur leikari, Karl Ágúst Úlfsson, sem leikur Eben er ekki fyllilega hlutverki sínu vaxinn þrátt fyrir ágæta frammistöðu á köflum. Karl Ágúst hefur áður sýnt að hann er góður leikari og eflaust á honum eftir að aukast þróttur með hverri sýningu. Það var eins og vantaði herslumun á frumsýningu. Harmræn viðbrögð Ebens þegar Abbie hefur myrt barn þeirra urðu ekki nógu sann- færandi í höndum Karls Ágústs. Með því móti fékk Ragnheiður ekki þann mótleik sem nauðsyn- legur er til að texti O’Neills njóti sín. Margt gott er að segja um leik þeirra Sigurðar Karlssonar og Jóns Hjartarsonar sem léku hina vitgrönnu bræður. Þáttur þeirra gæðir verkið mannlegri hlýju og elskulegri gamansemi. Það hefur lengi staðið til að Leikfélag Reykjavíkur glímdi við Undir álminum í þýðingu Árna ))Það hefur lengi staðið til að Leikfélag Reykjavíkur glímdi við Undir álminum íþýð- ingu Árna Guðnasonar. Nú er verkið seint á ferð og ekki alveg í takt við tímann ii Guðnasonar. Nú er verkið seint á ferð og ekki alveg í takt við tím- ana. Fjölskyldudramað er mótað af öðrum tima og viðhorfum en þeim sem fólk kannast við í dag. Það er verk gærdagsins. Þýðing Árna Guðnasonar hæfir verkinu vel. Mál Árna er kjarn- mikið, en umfram allt eðlilegt. Eins og þeir vita sem þekktu Árna, var hann vandvirkur og lagði áherslu á hvert atriði í text- anum, jafnt hið stóra sem smáa. Leikmynd og búningar Stein- þórs Sigurðssonar bera fagmann- legum vinnubrögðum hans vitni. Það er með eindæmum hve Stein- þór gerir sviðið í Iðnó stórt með leikmynd sinni. Hún er engu að síður svolítið einhæf í grjótmynstri sínu og fá- tæklegum húsbúnaði. En það er mikils um vert að fá áhorfandann til að skynja það sem er fyrir utan, sól framtíðarinnar, frelsið sem býr utan veggjanna. Lýsing Daníels Williamssonar er, hvað það snertir, góð liðveisla. Sigurður Rúnar Jónsson samdi tónlistina og leikur einnig fiðlar- ann. Það er eitthvað skandinav- ískt í tónum og leik, en fer ekki illa því að Eugene O’Neill sótti margt til höfunda eins og Ibsens og Strindbergs og mörgum hefur orðið tíðrætt um dálæti hans á sænskri menningu. _Fáar þjóðir hafa tekið O’NeiIl betur en Svíar. Hann fékk Nóbelsverðlaun 1936. Sýning Leikfélags Reykjavíkur á Undir álminum virtist ekki fá umtalsverðan hljómgrunn á frum- sýningu. Stundum var eins og það sem gerðist á sviðinu færi fyrir ofan garð og neðan. Þetta hlýtur að vera leikstjórninni að kenna. í leikskrá lýsir leikstjórinn ekki að ástæðulausu ótta sínum við leik- ritið og höfundinn. Engu að síður skal fólki ráðlagt að nota tækifærið til að kynnast þessu verki sem á sinn fasta sess í leikbókmenntunum. Sýning Arnar Inga Myndlist Valtýr Pétursson Á Kjarvalsstöðum hefur örn Ingi norðanmaður opnað sýn- ingu á Austurgangi, og ef ég veit rétt, er þetta í annað sinn, er hann heldur til Reykjavíkur með einkasýningu. Hann hefur auk þess oftar en einu sinni tekið þátt í samsýningum hér í borg. Fyrir norðan hefur hann haidið sýningar vítt og breitt og verið ákaflega starfsamur í þágu myndlistar á heimaslóðum. Sú sýning, sem nú stendur á Kjarvalsstöðum, er afar ólík þeirri, sem örn Ingi hélt hér í FÍM-salnum, sællar minningar, fyrir tveimur árum, og hér kem- ur í ljós algerlega ný hlið á þess- um myndlistarmanni. Hér eru það myndverk, sem einkenna starfsemi hans, og það leynir sér ekki, að Örn Ingi hefur orðið nokkuð upptekinn af því, sem gengið hefur undir nafninu Ný- list hér í borg á undanförnum árum. Hann sver sig nokkuð í ætt við þann arm þeirrar hreyf- ingar, sem nefnist Concept og var afar vinsæll meðal ungra listamanna hér um tíma, en virðist nú vera að breyta um svip, og ef ég fer ekki með vaðal, eru hlutirnir nú nefndir Ný- bylgja, hvað það nú annars merkir. Eitt af því, sem á stund- um einkenndi Nýlist, var sú fyrirlitning, er sýna varð allri kunnáttu á sviði myndgerðar og listar yfirleitt. Sneggsta dæmið um það mun vera utanfarir vissra hópa, sem síðan voru látn- ir upp á leiksvið í útlandinu og blésu þar í lúðra, og framleiðsl- an nefnist hljómleikar. Örn Ingi er langt frá þessu fólki í mynd- list sinni. Það sem einkennir þessa sýningu er vandað hand- verk og mikil snyrtimennska i útfærslu verka. Það er því meira súrrealísku svipmót yfir þessum myndverkum en lengi hefur sést hér á landi, og á ég ekkert nema gott um þau að segja. Verk Inga eru margþætt og vissulega eru hér á ferð hlutir, sem hafa sína merkingu og flytja sinn boðskap. Þetta er ekki veigamikil sýn- ing, en hún er sérlega þokkaleg. Það er ekki mikið um myndræn átök, en natni listamannsins við útfærsluna er ef til vill stundum um of, og því vill vanta þann rafmagnaða kraft, sem svo nauð- synlegur er í slíkum verkum til að þau nái að róta upp í sálarlífi fólks. Það mætti segja mér, a samviskusemi þessa listamanns sé honum nokkur fjötur um fót, en hitt skal einnig muna, að ein- mitt sinn fágaða útfærsla þess- ara verka gefur þeim það gildi, sem svo mjög var oft á tíðum saknað hjá starfsbræðrum hans hér fýrir sunnan. Persónulega komu mér þessi verk Arnar Inga á óvart. Sem sagt, mér datt ekki til hugar, að það bærist að norðan sá blær, er hressti upp á það umrót, sem átt hefur sér stað hér á undanförn- um árum. Og mætti ef til vill ennsterkara taka til orða. Þessi verk eru ekki torskilin að mínum dómi og hafa mjög læsilegt inn- tak. Þau eru flest ef ekki öll gerð í mismunandi efni og á breiðu sviði, sumt er skúlptúr, annað gert með ljósmyndum og ým- isskonar aðrir hlutir koma hér HÞetta er ekki veiga- mikil sýning, en hún er sérlega þokkaleg. Það er ekki mikið um myndræn átök, en natni listamannsins við útfærsluna er ef til vill stundum um of, og því vill vanta þann raf- magnaða kraft, sem svo nauðsynlegur er í slík- um verkum til að þau nái að róta upp í sálar- lífi fólks. £ £ við sögu. Þarna eru líka alls kon- ar mælar og jafnvel hnífapör, eins og þau, sem notuð eru í flugvélum, og enn má nefna, að listamaðurinn hefur gert mynd- ir, sem virðast í nánu sambandi við hljómleika, er hann síðan tengir saman með ljósmyndum af viðkomandi hljómleikum. Það er ýmislegt annað, sem nefna mætti í sambandi við þessa sýn- ingu, en látum staðar numið að sinni. Ég þakka svo fyrir mig og óska Erni Inga til hamingju með þessa sýningu og einkum og sér í lagi með breytinguna sem hlýtur að marka tímamót í listferli hans. þingismenn eiga það einvörðungu við sannfæringu sína og samvizku en geta að sjálfsögðu glatað trausti og stuðningi kjósenda sinna ef þeim falla ekki störf eða stefna þingmanna. En þetta kem- ur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir að stjórnmálaflokkur geti vísað þeim þingmanni úr flokknum sem snú- izt hefur gegn grundvallarstefnu flokksins eða gengið til liðs við aðra stjórnmálaflokka gegn and- stöðu réttkjörinna valdastofnana síns eigin flokks. Aukið flokksræði? Þá hefur heyrzt að með tillögun- um væri verið að auka flokksræði og brjóta mannréttindi. Er það aukið flokksræði og brot á mann- réttindum að vilja gera það skýrt að annað hvort séu menn í Sjálf- stæðisflokknum eða utan hans, að menn skuli hlíta grundvallarregl- um en ganga ur flokknum ella? Er það aukið flokksræði og brot á mannréttindum að ganga út frá því í skipulagsreglum að menn verði að gera upp ágreiningsefni sín innan flokksins en ekki með því að ganga til liðs við andstæð- inga flokksins í einu eða öðru formi og geti ekki valið síðar- nefndu leiðina og talizt eftir sem áður flokksbundnir sjálfstæðis- menn? Handjárn og höggstokkur Sagt hefur verið að tillögurnar gengju út á að handjárna flokks- menn eða leiða þá á höggstokkinn. Sumir hafa talað um aftökur. Hvílíkur misskilningur. Hvílík firra. Halda menn að það þættu eðli- legar og viðunandi leikreglur á knattspyrnusviðinu ef meistara- flokksmaður í KR hæfi að leika með Fram í Reykjavíkurmótinu en sækti áfram æfingar og fundi um leikáætlanir hjá KR? Er líklegt að því yrði haldið fram að verið væri að handjárna leikmenn KR eða leiða þá á höggstokkinn ef þeim yrði gert ljóst fyrirfram að svona löguð framkoma jafngilti úrsögn úr KR? Finnst mönnum sennilegt að það yrði liðið að Guðmundur J. Guðmundsson stýrði áfram samn- inganefnd Verkamannasambands- ins í kjarasamningum ef hann tæki við starfi sem forstóri Eim- skips og tæki síðan sæti í fram- kvæmdastjórn VSÍ? Væri það handjárnun að tilkynna honum að ráðning í forstjórastól hjá Eim- skip jafngilti úrsögn úr Dags- brún? En á þessum vettvangi þykir hæfa að líkja því við handjárnun og aftökur að leggja til af gefnu tilefni að það verði gert ótvírætt í skipulagsreglum flokksins að það varði úrsögn úr Sjálfstæðisflokkn- um að taka sæti á framboðslista í þingkosningum sem keppir við lista Sjálfstæðisflokksins um at- kvæði eða taka sæti í ríkisstjórn sem þar til bærar stofnanir flokksins hafa tekið afstöðu gegn. Tillögurnar ekki afturvirkar Tillögunum er ekki ætlað að vera afturvirkar. Þær myndu því ekki ná til ráðherranna þriggja úr Sjálfstæðisflokknum sem eiga sæti í núverandi ríkisstjórn né þeirra sem sæti tóku á klofnings- listum í síðustu alþingiskosning- um. Tillögunum er fyrst og fremst ætlað að fyrirbyggja að hið sama endurtaki sig í framtíðinni. Tillaga þingflokksins Tillaga þingflokksins um að ákveðið verði í skipulagsreglum flokksins að þingflokkurinn geti sett sér starfsreglur sem flokksráð staðfestir, taka ekki á því vanda- máli sem hér er til meðferðar nema að takmörkuðu leyti. í fyrsta lagi liggur ekki fyrir hvert verða kunni efni þeirra starfs- reglna sem þingflokkurinn setur sér. í öðru lagi er ljóst, að þing- flokkinn brestur vald til að vísa mönnum úr Sjálfstæðisflokknum. Þingflokkurinn gæti að vísu sett sér reglur sem útilokuðu tiltekna þingmenn frá þingflokksfundum, en sú sérkennilega staða kynni þá að skapast, að þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum sem tekið hefðu sæti í ríkisstjórn eða lýst stuðningi við ríkisstjórn sem mynduð væri í andstöðu við ákvörðun landsfundar eða flokks- ráðs eða náð kjöri á klofningslist- um, misstu rétt til aðildar að þing- flokki Sjálfstæðisflokksins, þótt þeir teldust áfram þingmenn Sjálfstæðisflokksins og/eða flokksbundnir sjálfstæðismenn. Nei, slíkt hálfkák dugar ekki, — ef menn vilja taka á þessum málum verður að stíga skrefið til fulls. í þriðja lagi má svo nefna í þessu sambandi, að starfsreglur þing- flokksins, þótt settar yrðu, næðu aldrei til þeirra sjálfstæðismanna sem ekki komast inn á Alþingi en hafa tekið sæti á framboðslistum sem boðnir hafa verið fram gegn framboðslistum Sjálfstæðis- flokksins. Torveldun samkomulags? Loks skal vikið að þeirri rök- semd, að samþykkt fyrirliggjandi tillagna um breytingar á skipu- lagsreglum gæti torveldað sam- komulag innan flokksins. Þetta eru ákaflega skringilegar rök- semdir. Þýðir þetta, að þeir séu til sem vilja geta gert eitthvað svipað á nýjan leik? Á það ef til vill að vera liður í sáttagjörð innan Sjálfstæðisflokksins að þing- mönnum og öðrum skuli frjálst að endurtaka gerðir sínar frá því í fyrra og hitteðfyrra? Ef nú er ekki tilefni og tækifæri til að færa í letur þær grundvall- arreglur sem framtíð Sjálfstæðis- flokksins byggist á, að haldnar verði, hvenær þá? Ég legg því til að framkomnar breytingatillögur við 10. og 55. gr. skipulagsreglna flokkslns verði samþykktar."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.