Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÖVEMBER 1981 Schmidt heitir hollustu við Bandaríkjamenn Bonn, London, Wa.shington, 5. nóvember. Al*. HELMUT Schmidt, kanzlari Vest- urPýzkalands, sagði í sjónvarpsvið- tali í dag, að vinátta Bandaríkja- manna og V-Þjóðverja væri styrk og hét hann því að efla hana. Sagði Schmidt við sama tækifæri, að ekki væri raunhæft að líta á Sovétmenn sem sérstaka óvini V-Þjóðverja. Tíu krónur í klósettsgjald Osló, 5. nóvember, frá Jan Erik Laure fréttaritara Mbl. OSLÓARBORG hefur ákveðið að innheimta tíu króna gjald af öllum þeim er koma inn á náðhús borg- arinnar á næsta ári, að því er fram kemur í fjárlögum fyrir næsta ár. Sennilega verður hvergi jafn dýrt að skreppa á salerni og velta menn vöngum yfir því hvort borgarsjóður sé virkilega það illa að krepptur að skatt- heimta af þessu tagi sé nauðsyn- leg, þar sem að auki verður grip- ið til ýmissa annarra hækkana. Af þessum sökum er rétt að ráðleggja Islendingum, sem hyggja á Oslóarferð á næsta ári, að ganga örna sinna á hóteli sínu eða hjá kunningjafólki. hd LQrange Eldsneytislokar, dísur og dæluelement í flestar gerðir skipa- og bátavéla svo og dieselbíla og vinnuvélar. Vestur-þýsk gæðavara. Atlas hf Grófinni 1. — Sími 26755. Pósthólf 493. Rpykjavík. LEGUKOPAR Legukopar og fóöringar- efni í hólkum og heilum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals efni. tlashf rófinni 1. — Simi 26755. ósthólf 493. Rpykjavik. Schmidt lætur þc.ssi ummæli falla aðeins þremur vikum fyrir væntan- lega heimsókn Brezhnevs, forseta Sovétríkjanna, til Bonn og á sama tíma sem fram fara f landinu mót- mælaaðgerðir er beinast gegn áætl- unum Atlanlshafsbandalagsins um Evrópu. Schmidt sagði, að ummæli Reagans Bandaríkjaforseta fyrir skömmu um að mögulegt væri að kjarnorkustríð stórveldanna yrði háð í Evrópu, hefðu verið stórlega rangtúlkuð og færð úr samhengi. Varði Schmidt ummæli Reagans og sagði, að varkárni og viðbúnað- ur væru nauðsynleg þegar varnar- málin væru annars vegar. Vegið hefur verið að Schmidt á pólitískum vettvangi fyrir afstöðu og fylgi hans við áætlanir NATO um staðsetningu meðaldrægra kjarnorkuflauga í Evrópu. Schmidt sagði í sjónvarpsviðtal- inu, að nauðsynlegt væri að vega upp á móti sovézkum kjarnorku- flaugum, en lét í ljós von um að vígbúnaður yrði takmarkaður í Blaðaverkfall á Italíu Mílanó, 5.nóvember. Al*. TVÖ stærstu blöð Ítalíu, Della Sera og Gazzetta dello Sport, komu ekki út í dag vegna verkfalls blaðamanna og prentara. Efnt var til verkfallanna til að mótmæla áformum Rizzoli-blaðasamsteyp- unnar um að loka eða selja þrem- ur dagblöðum og einu tímariti. Allt frá því samsteypan tilkynnti þessi áform sín fyrir tveimur vik- um, hefur verið efnt til skæru- verkfalla á hinum ýmsu blöðum og tímaritum hennar. væntanlegum viðræðum Banda- ríkjamanna og Rússa. Brezka friðarnefndin og útvarp- ið í Moskvu lýstu því yfir í dag, að ummæli Alexander Haigs, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, í þingræðu í gær, um að ef til kjarn- orkustríðs stórveldanna kæmi, yrði það líklegast háð í Evrópu, yrðu til þess að efla friðarhreyf- inguna í Evrópu. Haig sagði, að kjarnorkuátök Rússa og Bandaríkjamanna kynnu að verða takmörkuð við Evrópu. „Ef svo slysalega vildi til, að átök við Rússa brytust út, yrðum við að reyna að koma því þannig í kring, að átökin yrðu sem takmörkuð- ust,“ sagði Haig. Hann sagði ennfremur, að ef átök með venju- legum vopnum brytust út í Evr- ópu, kæmi til greina undir vissum kringumstæðum að skjóta kjarn- orkuflaug, Rússum til viðvörunar. Kona úr skæruliðasveitum Habres við þvotta með Ak-47 sjálfvirkan riffil sér __________ við hlið. Brottflutningur frá Chad f fullum gangi París, 5. nóvember. Al*. LÍBÝSKAR hcrsveitir eru óðum að hverfa frá austurlandamærum ('hads og höfuðborginni N’djamena, að því er haft er eftir yfirmanni her- afla ('hads. Talið er að um tíu þúsund líb- ýskir hermenn hafi verið í Chad þegar brottflutningur þeirra hófst þaðan í vikunni. Líbýumenn sendu lið til Chad í desember síðastliðn- um að beiðni Goukoni Oueddei forseta og aðstoðuðu sveitir hans í átökum við sveitir hliðhollar Hiss- ene Habre, fyrrum varnarmála- ráðherra landsins. Hörfuðu sveitir Habre frá N'djamena og einbeittu sér að skæruhernaði í austurhluta landsins með liðveizlu Súdana. Haft var eftir talsmönnum upp- reisnarmanna á þriðjudag, að Habre hefði fyrirskipað einhliða vopnahlé og að þeir væru reiðu- búnir að semja við Oueddei for- seta um lausn deilunnar. Að sögn kunnugra stendur Oueddei gjör- samlega varnarlaus fyrir hugsan- legri árás Habres úr austri eftir að Líbýumenn eru horfnir á brott úr landamærahéruðunum. Hvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík heldur hádegisfund laugardaginn 7. nóv., á morgun, kl. 12—14 í sjálfstæöishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1, 1. hæö. Fundarefni: AÐ LOKNUM LANDSFUNDI - NÆSTIÁFANGI Málshefjendur veröa gestir fundar- íns: Ragnhildur Helgadóttir, fyrrver- andi alþingismaöur og Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaöur. í upphafi fundar fer fram val á upp- stillingarnefnd. Léttar veitingar á boöstólum á vægu verði. Stjórnin Samstaða og pólska stjórnin til viðræðna (•dansk, 5. nóvember. Al*. FULLTRÚAR Samstöðu og pólsku stjórnarinnar munu hefja viðræður í lok næstu viku um efnahags- og þjóðfélagsvanda Þóllands samkvæmt fréttum frá Samstöðu í dag. Samtökin sögðu að stjórnin hefði gefið í skyn að hún væri tilbúin að koma nokkuð til móts við kröfur samtakanna. Opíð laugardaga kl. 9—12 - r ^ r A Bjóðum stoltir PENTAX MV, MV-1, MX, ME-super og LX myndavélar PENTAX linsur, flösh og fylgihlutir. Góð greiðslukjör! Landsins mesta úrval af Ijósmyndavörum td: 35 gerðir myndavéla, 50 gerðir af linsum, 35 gerðir af töskum, 85 gerðir af filterum og um 100 gerðir af filmum ^ —eitthvað fyrir alla! Versliðhjá /f|/ M fagmanninum LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 SÍMI 85811 Samstaða skýrði frá þessu eftir að Lech Walesa, leiðtogi samtak- anna, átti sögulegan fund með Wojciech Jaruzelski, leiðtoga Kommúnistaflokksins, og Jozef Glemp, leiðtoga kaþólsku kirkj- unnar, á miðvikudag. Walesa sagði eftir fundinn að Pólverjar gætu ekki aðeins heldur yrðu þeir að finna lausn á vanda sínum. Stjórnarkreppa í Hollandi Ieyst Haajj, 5. nóvember. A!\ SAMSTEYPUSTJÓRN mið- og vinstriflokkanna dró í dag afsiign sína til baka og er stjórnarkreppunni í Hollandi þar með lokið í bili. Stjórnin sagði af sér fyrir þrem- ur vikum, en í gærkvöldi náðist samkomulag með stjórnarflokk- unum um efnahagsstefnu og féllst Beatrix drottning í morgun á beiðni Andries van Agts um að draga afsögn sína til baka. Glemp sagði við komu sína til Rómar í dag að ástandið í Póllandi væri nokkuð að skána og hann væri bjartsýnn. Pólverjar biðu frétta af fundinum í dag og veltu fyrir sér hvað hann gæti leitt af sér. 150.000 manns voru áfram í verkfalli í suðvestur-Póllandi. Einn ríkisstarfsmaður í Varsjá sagði: „Almáttugur minn, við höf- um ekkert að borða, ekkert að kaupa, en við tölum, tölum og töl- um ... við erum að tala sjálf okkur í gröfina. Það er tími til kominn að eitthvað verði að gert í þessu landi." Óbreytt líðan hjá Kekkonen llelsinki, 5. nóvember. Al\ LÆKNAR Kekkonens Finnlands- forseta skýrðu frá því í vikulegri til- kynningu sinni í dag, að líðan forset- ans væri óbreytt. Hefur forsetinn orðið að halda sig innandyra síðustu vikuna. Næsta tilkynning um líðan forseta verður gefin út að viku liðinni. Geimskot tefst nokkra daga kanaveralhöfóa, 5. nóvember. Al\ ÍTARLEG rannsókn hófst í dag á bilun í vökvakerfi í rafstöðv- um geimskutlunnar Kólumbía, en Ijóst er að næsta tilraun til gcimskots verður ekki gerð fyrr en eftir viku í fyrsta lagi. Fresta varð geimskoti í gær er aðeins 31 sekúnda var til brottferðar. Enn er eftir að ákveða hvenær gerð verður önnur tilraun til geimskots, en af tæknilegum ástæðum verð- ur það ekki hægt fyrr en í fyrsta lagi að viku liðinni. Geimfararnir Joe Engle og Richard Truly sitja ekki auð- um höndum í millitíðinni, heldur æfa lendingu á þotu sem er sérstaklega úr garði gerð til að líkja eftir aðflugi skutlunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.