Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 15 Vinningur innan seilingar hjá Korchnoi EE3 Jóhann Hjartarson 13. einvígisskák Hvítt: Korchnoi Svart: Karpov Drottningarbragð. 1. c4 — e6, 2. Rc3 — d5, 3. d4 — Be7, 4. cxd5 — exd5. Hér bregður Korchnoi út af framhaldi fyrri skáka. Áður lék hann ætíð 4. Rf3. 5. Bf4 — c6, 6. e3 — Bf5, 7. g4! Þessi hvassi leikur vakti fyrst athygli er Botvinnik beitti hon- um gegn Petrosjan í heims- meistaraeinvígi þeirra kappa 1963. 7. — Be6, 8. h3 — RÍ6, 9. Bd3 — c5, 10. Rf3 —Rc6, 11. Kfl. Þessi óvenjulegi leikur er sá besti í stöðunni því eftir 10. 0-0 — h5, 11. g5 — Re4 stendur svartur betur. 11. — 0-0, 12. Kg2 — Hc8,13. Hcl — He8, 14. dxc5. Korchnoi afræður að létta spennunni á miðborðinu til að gera menn sína virkari. 14. — Bxc5, 15. Rb5 — Bf8, 16. Rfd4 — Rxd4, 17. Hxc8 — Dxc8, 18. exd4 — Dd7. Hvítur hefur náð rýmri stöðu og stendur nokkru betur. Með næsta leik sínum tekst Korchnoi að framkalla bakstætt peð í stöðu andstæðings síns. 19. Rc7 — Hc8, 20. Rxe6 — fxe6. 21.Hel. Korchnoi beinir spjótum sín- um að peðinu á e6. 21. — a6, 22. g5 — Rc4, 23. Dg4! — Bb4, 24. He2 — Hf8, 25. f3. Korchnoi þjarmar stöðugt að andstæðingi sínum. - 25. — Df7, 26. Be5 — Rd2. Karpov reynir að fara í gagn- sókn, en hún er of seint á ferð- inni. 27. a3 — Rxf3, 28. g6! — hxg6, 29. Bg3. Betra en 29. axb4 — Rel+, 30. Hxel - DÍ2, 31. Khl - Dxel, 32. Dgl - Dd2!, 33. Dxg6 - Ddl, og svartur nær þráskák. 29. — Be7, 30. Hf2 — Rel+, 31. Khl. Svartur kemst nú ekki hjá liðstapi. 31. — Dxf2, 32. Bxf2 — Rxd3, 33. Dxe6+ — Hf7, 34. Bg3 — Rxb2, 35. Dxd5 — Bf6, 36. Bd6 — g5, 37. Db3. Tímahraksleikur, en kemur þó ekki að sök. 37. — Bxd4, 38. De6 — g6, 39. De8+ — Kg7, 40. Be5+ — Bxe5, 41. Dxe5+ — Kh7. w\m, mmmW i IH mm Æm. w§, WM WZifr V-iM Wií& m m m m.///, Hér lék Korchnoi biðleik sem að öllum líkindum verður 42. Dxb2. í fregnum frá Merano hermir að þar bíði menn aðeins eftir uppgjöf Karpovs. Búið að taka við 16.000 lestum af loðnu Akran<*si i>, nóvember. í VIKUNNI sem er að líða var land að úr tveimur loðnuskipum í Síldar og fiskimjölsverksmiðjunni hér á Akranesi. Víkingur AK 100 var með 1320 lestir og Bjarni Ólafsson AK 70 var með 1100 lestir. I dag er verið að landa úr Sigurfaranum AK 900 lest- um. SFA er þá búin að taka á móti 16000 lestum af loðnu á yfirstand- andi vertíð. I'tskipanir hafa gengið eðlilega á afurðum verksmiðjunnar. Togarinn Krossvík AK 300 er hér í höfn í dag með um 90 lestir af blönduðum fiski til vinnslu í frystihúsunum. Atvinna virðist vera næg og eðlileg hér ennþá. Júlíus. TIL ÍSLAI Hádegisverðar- fundur hjá Hvöt Á HÁDEGISFUNDI HvaUr í sjálf- stæðishiisinu Valhiill á morgun kl. 12—14 verður umræðuefnið Að lokn- um landsfundi — næsti áfangi og eru málshefjendur gestir fundarins, þ«r Ragnhildur Helgadóttir, fvrrv. alþm., og Salome Þorkelsdóttir, alþm. Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, gengst nú fyrir fjórum raðfundum um hádegið á laugar- dögum og er þessi fundur annar í röðinni. Laugardaginn 24. okt. var fjallað um breyttar prjófkjörsregl- ur, en 14. og 21. nóv. verður próf- kjörsundirbúningur á dagskrá. í upphafi fundar á morgun verð- ur kosið í uppstillingarnefnd vegna aðalfundar Hvatar, sem er fyrir- hugaður mánudaginn 16. nóv. Á hádegisfundunum, sem eru öllum opnir, eru á boðstólum léttar veit- ingar á vægu verði. Sýning Jakobs V. Hafstein í Ásmundarsal: „Mætti hund- ur heita ef ég kvartaði" Rætt við Jakob V. Hafstein um sýninguna JAKOB V. HAFSTEIN, lögfræðingur og listmálari, sýnir nú í Ásmundarsal. Á sýningunni, sem er á tveim hæðum, eru 70 iuyndir, olíumyndir, vatnslitamyndir, olíupastelmyndir, þurrpast- elmyndir og touchmyndir ásamt blandaðri tækni þessara aðferða allra. „Ég vildi gjarnan gera tniil til að kynna fyrir fjölmiðlum þá aðstöðu sem Arkitektafélag íslands býður listafólki í Ásmundar- sal," sagði Jakob í samtali við Morgunblaðið. „Ég tel salinn hiklaust þriðju beztu sýningaraðstöðuna í höfuðborginni — Ás- mundur Sveinsson myndhöggvari hefur verið framsýnn maður. "«< Jakob V. Hafstein fyrir framan nokkur verkanna á sýningunni. Það mun hafa valdið „hneyksl- un" hjá menningarvitum þjóðar- innar og nokkrum æsinga- mönnum er ég „braust" inn á Kjarvalsstaði árið 1975. Kjar- valsstaðir og kjallari Norræna hússins, stóru nöfnin í sýningar- aðstöðu borgarinnar, virðast al- veg lokaöir fyrir mér. Ég hef tvisvar sótt um að fá að sýna á Kjarvalsstöðum síðan ég sýndi þar 1975, en fengið neitun í bæði skiptin, skriflega. Jafnoft hef ég fengið neitun frá Norræna hús- inu, munnlega. Þess vegna hef ég þurft að flýja á náðir annarra sýningarsala. — Hvað er langt síðan þú hélst sýningu síðast? Það eru nú um 2 ár síðan ég sýndi Reykvíkingum myndir mínar, en ég stefni að því að halda næst sýningu í október eftir 3 ár. Ég er einmitt að sækja um til Kjarvalsstaða fyrir þá sýningu núna, allt er þá þrennt er. Þrátt fyrir þessar köldu kveðj- ur frá menningarvitunum sem fara með lyklavöldin að menn- ingarlífinu hérna, get ég unað vel við minn hlut. Mér þykir ákaflega vænt um hversu fólkinu virðist líka vel við vatnslita- myndirnar mínar, þær hafa hlotið lof sýningargesta. Vatns- litun hefur lengi verið mitt eftir- læti, kannski m.a. vegna þess hversu erfitt er að fara með vatnsliti svo vel fari. Þessi sýn- ing hefur gengið vel þessa fjóra daga sem hún hefur staðið, 17 myndir hafa selst og fjöldi fólks hefur komið til að skoða sýning- una. Núna í dag komu hingað ung og falleg, nýgift hjón og keyptu dýrustu olíumyndina á sýningunni. Ég mætti hundur heita, ef ég kvartaði yfir þessum viðtökum. Ég er þakklátur öllum sem koma og vilja sjá myndirnar mínar og ekki síður þeim sem vilja eiga þær. — Hvenær byrjaðir þú að mála? „Eg var kornungur, þegar ég byrjaði að gera myndir. Tilsögn hlaut ég hjá mörgum góðum listamönnum á árunum milli 1925 og 1940. Svo málaði ég næstum ekkert um 20 ára skeið, aðeins örfáar myndir sem flestar eru nú glataðar. En eftir að ég kynntist nánar frændum mínum í Danmörku, þeim Carl Schwenn, kennara við Listaaka- demíuna, sem nýlega er látinn, og Sveini Havsteen Mikkelsen, einum þekktasta listamanni Dana í dag, byrjaði ég aftur að mála árið 1965. Hef ég aukið þetta ár frá ári síðan, jafnframt hef ég kynnt mér myndlist á Spáni og lært mikið af því. Eftir 3 ár er ég hins vegar ákveðinn í að hætta alveg að fást við myndlist," sagði Jakob að lokum. LESTUNÍ ^RLcNK/UPrl H0FI AMERÍKA PORTSMOUTH Junior Lotte 9. nóv. Bakkafoss 18. nóv. Junior Lotte 1. des. Bakkafoss 9. des. Junior Lotte 28. des. NEW YORK Bakkafoss 20. nóv Bakkafoss 11. des. HALIFAX Hofsiökull 30. nóv. BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Eyrarfoss 9. nóv. Alafoss 16. nóv Eyrarfoss 23. nóv Alafoss 30. nóv. ANTWERPEN Eyrarfoss 10. nóv Alafoss 17. nóv. Eyrarfoss 24. nóv. Alafoss 1 des. FELIXSTOWE Eyrarfoss 11. nóv. Álafoss 18. nóv. Eyrarfoss 25. nóv. Alafoss 2 des. HAMBORG Eyrarfoss 12. nóv Alafoss 19 nóv Eyrarfoss 26. nóv. Alafoss 3 des WESTON POINT Urrioatoss 13. nóv. Urnóafoss 25. nóv. Urriöatoss 9. des. Urriðafoss 23. des NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 16. nóv. Dettifoss 30. nóv. Dettifoss 14. des. KRISTIANSANO Dettifoss 17. nóv. Dettifoss 1. des. Dettifoss 15. des. MOSS Manafoss 10. nóv. Dettifoss 17. nóv. Manafoss 24. nóv. Dettifoss 1. des. GAUTABORG Manafoss 11. nóv. Dettifoss 18. nóv. Manafoss 25. nóv. Dettifoss 2. des. KAUPMANNAHÖFN Manatoss 12. nóv. Dettifoss 19. nóv. Manafoss 26. nóv. Dettifoss 3. des. HELSINGBORG Manafoss 13. nóv. Dettifoss 20. nóv. Mánafoss 27. nóv. Dettifoss 4. des. HELSINKI Mulafoss 9. nóv. Irafoss 23. nóv. Mulafoss 3 des. RIGA Mulafoss 11. nóv. Irafoss 25. nóv. Mulafoss 5. des. GDYNIA Mulafoss 12. nóv. Irafoss 26. nóv. Mulafoss 7. des. THORSHAVN Manafoss 3. des. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - fram og til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIROI alla þriójudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP . ¦ SIMI '7100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.