Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 f!í>ir$«#I&$itð> Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur: Aoalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Flugleiðir og einkarétturinn Oll saga íslenskra flugmála einkennist af áræði. Frumherjarnir létu ekkert aftra sér og á Atlantshafsflugleiðinni vildu Loft- leiðamenn ekki sætta sig við að vera bundnir af neinum, þeir höfn- uðu fyrirskipunum frá alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA, og fóru sínu ótrauðir fram. Milli Loftleiða og Flugfélags Islands myndaðist óneitanlega nokkur spenna, jpegar Loftleiðamenn vildu auka hlut sinn í Evrópufluginu. Kom að því, að fyrir frumkvæði stjórnvalda var gengið til sameiningar þessara tveggja félaga í eitt, Flugleiðir. Ekki hefur farið fram hjá neinum, að Flugleiðamenn telja það aðför að sér og hagsmunum sínum, ef Arnarflug tekur upp áætlun- arflug til Evrópulanda. Samgönguráðherra Steingrímur Her- mannsson hefur nú veitt Arnarflugi leyfi til Evrópuflugs, sam- keppni er aftur að hefjast í utanlandsfluginu, þó þannig að flugfé- lögin munu ekki fljúga bæði til sömu borga. Tilvist Flugfélags Islands og Loftleiða afsannaði raunar réttmæti þeirrar skoðunar á sínum tíma, að aðeins eitt flugfélag gæti þrifist í áætlunarflugi til útlanda frá íslandi. Líklega er það ekki tilviljun, sem ræður því, að Flugleiðir halda ekki að öllum jafnaði úti ferðum til þeirra borga í Þýskalandi, sem Arnarflug ágirnist. Flugleiðum hefði og verið innan handar að taka upp loftferðir til Ziirich í Sviss, ef félagið hefði talið það borga sig. Takist Arnarflugi að reka flug til þeirra staða, sem Flugleiðum finnast ekki álitlegir fyrir sig, hlýtur það fyrst og fremst að koma þeim til góða, sem fyrirtækin eru stofnuð til að sinna, farþegunum. Loftleiðamenn börðust ekki gegn IATA, af því að þeir vildu koma Pan American eða TWA á kné, heldur af því að þeir vildu láta samkeppni dafna til hagsbóta fyrir farþegana. Gleymi flugfélög því, að þau eru stofnuð vegna farþeg- anna, er illa komið. Vilji farþegar ekki ferðast með Arnarflugi til þeirra staða, sem félagið flýgur, lognast starfsemi þess út af. Það er af þessum einföldu ástæðum, sem Morgunblaðið telur skynsamlegt að verða við beiðni Arnarflugs um rétt til áætlunar- flugs til útlanda. Gera verður sömu kröfur til þess og Flugleiða, sömu skilyrði verða að gilda um félögin bæði. Síðan á það að vera undir félðgunum sjálfum komið, hver framvindan verður, og þar eiga úrslitavöldin að vera í höndum viðskiptavinanna, farþeganna. Fiskur undir steini? Fátt ætti að sýna mönnum betur en afskipti þeirrar ríkisstjórn- ar, sem nú situr, hve hættulegt það er fyrir viðkvæman atvinnurekstur eins og farþegaflug að eiga allt sitt undir ríkisvald- inu. Hinn svarti blettur á málefnum Flugleiða og Arnarflugs kemur í ljós, þegar litið er til afskipta opinberra aðila með samgönguráð- herra Steingrím Hermannsson í broddi fylkingar. Hér á þessum stað skulu ekki rakin helstu æviatriði Arnarflugs eða hvernig Flug- leiðir hafa komið þar við sögu og hvers vegna, öðrum stendur það nær og líklega þó helst flokksbræðrum samgönguráðherra, sem sýnast eiga þann draum, að geta létt af sér áhyggjum vegna erfið- leika hjá kaupfélögum og frystihúsum SÍS með því að svífa um loftin blá í SÍS-flugvél hjá SÍS-flugfélagi. Sú spurning vaknar, hvers vegna Steingrímur Hermannsson get- ur ekki látið hjá líða, um leið og hann býr sig undir að veita Arnarflugi flugleyfi, að veitast að stjórnendum Flugleiða og félag- inu í heild. Hvað var samgönguráðherra að fara, þegar hann bætti þessari setningu við lýsingu sína í útvarpsræðu á bjartari framtíð Flugleiða: „Spurningin er hvort sá lífsneisti sé enn þá til hjá forráðamönnum félagsins (Flugleiða, innsk. Mbl.) sem nauðsynlegur er til að þetta megi takast. Þeirri spurningu læt ég ósvarað." Að loknum þessum dylgjum fer sjálfur samgönguráðherra að tala um „úreltar flugvélar" Flugleiða, „mistök í bókun og fleira sem óþolandi er" að hans mati í rekstri fyrirtækisins. Hvers vegna lagði Stein- grímur Hermannsson sig fram um það síðsumars 1980, að svo „lélegt" fyrirtæki skyldi halda áfram að fljúga yfir Norður- Atlantshaf? Eru þessi orð sjálfs samgönguráðherra til þess fallin að treysta stöðu Flugleiða út á við? Voru þau mælt til að hjálpa ríkisstjórn Luxemborgar að fá samþykkta áframhaldandi fjárhags- aðstoð við Atlantshafsflug Flugleiða á næsta ári? Það kemur svo úr hörðustu átt, þegar formaður Framsóknar- flokksins, þess flokks, sem fram á síðustu vikur, hefur talið það til marks um óskeikula og markvissa flugmálastefnu sína að hafa sameinað Loftleiði og Flugfélag íslands og veitt Flugleiðum einka- rétt í utanlandsflugi, scgir á Alþingi, að fráhvarf frá þeirri stefnu „hreinsi einokunarstimpilinn" af Flugleiðum. Á meðan samgöngu- ráðherra Steingrímur Hermannsson finnur ekki skynsamlegri rök fyrir gerðum sínum í flugmálum, er ekki nema von, að marga gruni, að þar liggi framsóknarfiskur undir steini. Danskur rithöfundur fyrir njósnir í þágu S Sá um að borga auglýsingakostn- að „friðarhreyfingarinnar" með peningum frá KGB Kaupmannahófn, 5. nóv. Frá frétUriUra Mbl., Ib Björnbæk og AP. ARNE Herlöv Petersen, kunnur danskur rithófundur, sem staðið hefur framarlega í „Friðarhreyfingunni" svokölluðu, var handtekinn í gær af dönsku lögreglunni og gefið að sök að hafa verið útsendari KGB, sovésku leynilögreglunnar um tíu ára skeið. Hann var handtekinn daginn eftir að dönsk stjórnvöld skýrðu frá því að öðrum sendiráðsritara sovéska sendiráðsins hefði verið vísað úr landi fyrir þremur vikum. Eftir því sem heimildir innan dönsku lögreglunnar segja, er A.H. Petersen sakaður um að hafa unnið fyrir KGB-menn í sendi- ráði Sovétmanna í Kaup- mannahöfn síðustu tíu ár- in, eða allt frá 1970. Frá 1977 í samvinnu við Vlad- imir Merkoulov, sovéska sendiráðsritarann, sem vís- að var úr landi, og þar áður við fyrirrennara hans í embætti. Kona Herlöv Pet- ersens, Inger Gorm Knud- sen, var einnig handtekin en látin laus aftur gegn því að hún héldi kyrru fyrir á Fjóni þar sem þau hjónin búa. Hún fær þó ekki að dvelja í húsi þeirra á Langalandi vegna þess, að lögreglan hefur það til rannsóknar. Fullyrt er, að Herlöv Pet- ersen hafi í eitt skipti, að minnsta kosti, tekið við 7000 kr. dönskum frá Merk- oulov auk dýrra hljóm- flutningstækja. Peningana hafi hann síðan notað til að greiða fyrir auglýsingar í dönsku blöðunum þar sem danskir rithöfundar og aðr- ir listamenn kröfðust þess, að Norðurlönd yrðu gerð að kjarnorkuvopnalausu svæði. Arne Herlav Petersen, danski rithöfundurinn þjónustu sovésku leynilögreglunnar, KGB, og sé< Atlantshafsbandalaginu í Danmörku og auglýsin uðu. fc* Tvö hundruð manna kór söngfólks úr kirkjukórum í Reykjavíkurprófastsdæmi syngur á hátíðarsamkomunni. Afmælishátíð á kristniboðsári: Hátíðarsamkoma í Þjóð- leikhúsinu á sunnudag A SUNNUDAGINN verður þess minnst í Reykjavíkurprófastsdæmi, að þúsund ár eru liðin frá krislni boði l>orvaldar viðfiirla og Friðriks biskups. Verður af því tilefni hátíð- arsamkoma í Þjóðleikhúsinu kl. 15:30. Guðsþjónustur verða með hefðbundnum hætti nema hvað síð- degismessur hefjast kl. 13:30 í stað 14 til að mönnum gefist kostur á að komast í Þjóðleikhúsið. A hátíðinni er leitast við að bregða upp svipmynd af Þorvaldi víðförla og starfi hans fyrir þús- und árum. Jón Hjartarson leikari tók saman þátt og koma þar fram ýmsar persónur auk Þorvaldar og Friðriks m.a. Ólafur Tryggvason, Þórdís spákona, Koðrán bóndi og spámaður hans úr Gullsteini. Flytjendur eru sex. Þá segir í frétt frá dómprófast- inum að á samkomunni verði sýnt hvernig kristniboð í dag fari fram meðal framandi þjóða. Samband ísl. kristniboðsfélaga annast þann þátt og sýnir Jónas Þórisson kristniboði myndir frá íslensku kristniboði í Kenýa og Eþíópíu. Matthías Johannessen skáld hefur ort hátíðarljóð að ósk Tónmenntasjóðs kirkjunnar og nefnir hann það Sólhjartarljóð (981 — 1981). Flytur það Helgi Skúlason leikari. Biskup íslands hr. Pétur Sigurgeirsson flytur ávarp og sr. Ólafur Skúlason dómprófastur. Tvöhundruð manna kór syngur á samkomunni og skipar hann söngfólk kirkjukóra prófastsdæm- isins. Söngstjórnina annast níu organistar til skiptis: Jón Stef- ánsson Langholtskirkju, Jón G. Þórarinsson Grensáskirkju, Guð- mundur Gilsson Kópavogskirkju, Guðný M. Magnúsdóttir Fella- og Hólasókn, Reynir Jónasson Nes- kirkju, Guðni Þ. Guðmundsson Bústaðakirkju, Orthulf Prunner Háteigskirkju, Olafur Finnsson Seljasókn, Kristján Sigtryggsson Ássókn og söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar, Haukur Guðlaugsson. Hafa þessir söngstjórar æft hinn fjölmenna kór síðustu vikur og Guðrún Tómasdóttir annast radd- þjálfun. Þess má einnig geta að Hið ísl. biblíufélag mun sýna og selja Biblíuna í anddyri Þjóðleikhússins og kynna nýja þýðingu Nýja testa- mentisins. Einnig verður tekið á móti gjöfum til kristniboðs. I tilefni afmælisársins verður efnt til ritgerðar- og teiknisam- keppni meðal fermingarbarna þessa vetrar í samvinnu við fræðsluyfirvöld og skólana í pró- fastsdæminu. Er aðaltilgangurinn að vekja athygli á kristniboði heima og heiman. Öllum er heim- ill aðgangur að samkomunni í Þjóðleikhúsinu, sem hefst kl. 15:30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.