Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 17 r handtekinn Sovétmanna tfvfetfar ft« Nordfolo símamynd. urinn, sem um tíu ára skeið hefur verið í og séð um að kosta að nokkru áróðurinn gegn glýsingakostnað friðarhTeyfingarinnar svoköll- í Berlingske Tidende seg- ir í dag, eitt af verkum Herlöv Petersens fyrir KGB hafi verið að koma á framfæri við sendiráð Norður-Kóreumanna í Kaupmannahöfn bréfi, þar sem skýrt var frá leyni- legum samningaviðræðum Bandaríkjamanna og Kín- verja. Látið var líta út fyrir, að bandarískir emb- ættismenn hefðu skrifað bréfið en það hefði hins vegar verið samið af KGB-mönnum, sem vildu með því hræða Norður- Kóreumenn, sem gera sér jafn dælt við Kínverja og Rússa, til að halla sér meira að Sovétmönnum. Danska lögreglan telur einnig, að Arne Herlöv Pet- ersen hafi verið eins konar „ráðningarstjóri" fyrir KGB, þ.e.a.s, fylgst með því hvaða rithöfundar og lista- menn væru fúsir til að taka þátt í ýmsum aðgerðum, sem þjónuðu hagsmunum Sovétmanna. Danska lögreglan hefur fylgst með Herlöv Petersen FOMTIKEN fm Kendt forfatte fængslet i ? spion-affœre ttantte kunalnefp rtý^y J^,r W*íííS* Datis* vara&en** ,*,•*«••**" \i*m?*£* Nordroto-símamynd. Handtaka rithöfundarins Arne Herlev Petersen var forsíðuefni allra danskra blaða í gær. Annað eintakið af Berlingske Tidende er frá því í fyrradag þegar skýrt var frá brottrekstri annars sendiráðsritara sovéska sendiráðsins í Kaupmannahöfn. í hálft annað ár og á þeim tíma hefur hann átt 23 fundi með Vladimir Merk- oulov, sovéska KGB-mann- inum, sem vísað hefur verið úr landi. Vladimir Merkoulov kom til starfa í sovéska sendi- ráðinu í Kaupmannahöfn árið 1977, og'tók þá við af Stanislav Tsjebotok, sem fluttur var til Óslóar og seinna var sagður KGB- njósnari með þá sérgrein að koma mönnum hliðholl- um Rússum inn í pólitíska hópa og friðarhreyfingar. Merkoulov hafði svipuðu hlutverki að gegna. Hans sérsvið voru þær hreyf- ingar, sem barist hafa fyrir úrsögn Dana úr Atlants- hafsbandalaginu, gegn Nato-herstöðvum og fyrir því, að Norðurlandabúar skuldbindi sig til að hafa aldrei kjarnorkuvopn á landi sínu. Að sögn dönsku lögreglunnar er sannað mál, að Merkoulov hafi út- vegað ýmsum vinstrisinn- uðum hópum fjármagn og kostað áróðursherferðir þeirra i fjölmiðlum og ann- ars staðar. Matthías Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra: Hvorki rekstrargrundvöllur fyrir útgerð né fískvinnslu -togari, afhentur á næsta ári, þarf að fiska 16.500 Iestir lil að geta staðið við fjárhagslegar bindingar í UMRÆÐUM utan dagskrár á Alþingi um sjávarútvegsmál, sem fram var haldið seinnipart mið- vikudags, tók Matthías Bjarnason (S), fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra til máls ásamt fleirum. Fá- mennt var á þingfundi og hóf Matthías mál sitt með því að óska nærveru einhvers ráðherra og al- þýðubandalagsfulltrúa, sagði fjar- veru þeirra hugsanlega benda til þess að þeir væru að gefast upp á stjórn landsins og að svo hefði mátt vera fyrr. Þá taldi hann að ekki væri rétt af þeim, sem réðu gangi mála að draga upp ósanna mynd af ástandinu í sjávarút- vegsmálum eins og gert hefði ver- ið, segja yrði sannleikann um- búðalaust og benti hann á ósam- ræmi í ræðum forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra og sagði mikla breytingu orðna á málflutn- ingi stjórnarsinna frá því um síð- ustu áramót. Þá hefði forsætis- ráðherra sagt fiskvinnsluna rekna með 3,5% hagnaði, en nú þyrfti að koma henni upp fyrir núllið. Samt hefði hann í stefnuræðu sinni talið ástandið í þessum málum gott. Hann hefði lýst ástandi fisk- vinnslunnar í tveimur setningum: „Skreiðar- og saltfiskverkun eru reknar með verulegum hagnaði. Afkoma frystingarinnar er litlu lakari." Hvað væri hann að gera með þessu annað en að fela stað- reyndir? Matthías sagði síðan að núverandi stjórn væri komin langt fram úr krötum hvað hávaxta- stefnu varðaði, þrátt fyrir að hún hefði fordæmt þá fyrir slíka stefnu. Nú væru öll lán verðtryggð og auk þess hefði þóknun banka hækkað gífurlega. Sagt væri að þess vegna væri nóg fé í bönkum, en þó fengjust ekki lán úr þeim. Þá hefði svo farið að fiskverðs- hækkun hefði aðeins orðið 5% í stað 9% til allra annarra lands- manna og með því væri verið að veitast að sjómönnum og útgerð- armönnum einum. Vegna þessa alls væri nú svo komið, þrátt fyrir góðæri, að hvorki væri rekstrar- grundvöllur fyrir fiskvinnslu né útgerð. Tók hann dæmi um togara, sem nú væri í smíðum og yrði af- hentur á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Til þess að hægt yrði að standa í skilum með afborganir og vexti þyrfti skipið að fiska 16.500 lestir. Slíkt væri auðvitað óframkvæmanlegt. Til þess að leiðrétta rekstrargrundvöllinn þyrfti sameiginlegar aðgerðir, byggðasjóður gæti ekki aukið út- lán á meðan framlög til hans minnkuðu og að greiða þyrfti niður lán á þeim skipum, sem verst væru sett. Þá sagði hann að gengi yrði að skrá rétt, til að eðli- legt verð fengist fyrir afurðir, en svo væri ekki nú. Að lokum þakk- aði Matthías sjávarútvegsráð- herra, Steingrími Hermannssyni, fyrir að hlusta á svona mikilvægar umræður og bað hann að skila kveðju til hinna ráðherranna, hvar sem þeir væru. Stefán Valgeirsson (F) sagðist ekki kannast við það að framsókn- armenn hefðu leynt þjóðina stöð- unni í þessum málum og það væri allra alþingismanna að leysa vandann. Sagði hann verðbólguna mestu valda í þessum erfiðleikum og að stjórninni hefði verið það ljóst að, þegar verðtrygging lána hefði verið ákveðin, að útgerðin þyldi hana ekki nema verðbólgan kæmist niður fyrir visst mark. Það hefði ekki tekizt og því væri meðal annars svona komið nú. Þá sagðist hann hafa orðið fyrir vonbrigðum með það hvernig stjórnin hefði tekið á málefnum þeirra fyrirtækja, sem ekki hefðu skuldað opinberum sjóðum og tók þar Jókul á Raufarhöfn sem dæmi og stöðu ullariðnaðarins. Þá sagði hann enga fjármuni vera í bönk- unum, þeir hefðu allir nema einn verið í skuld við Seðlabankann um síðustu mánaðamót. Þá sagðist hann vilja leggja þá spurningu fyrir forsætisráðherra, sem því miður væri fjarverandi, hverjir væru að fjalla um málefni Rauf- arhafnar. í því máli hefði nánast ekkert verið gert og slík vinnu- brögð, að neita fyrirtæki, sem hefði nægilega góða eignastöðu til lántöku að mati Framkvæmda- stofnunar og Landsbankans, um lán gengju ekki. Halldór Blöndal (S) tók undir orð Stefáns, en taldi að öðru leyti að illa hefði verið til stjórnarinnar stofnað og því væri ekki von á góð- um árangri. Hann sagði ekki vilja hjá stjórninni til að koma fótum undir útflutningsatvinuvegina og slíkt gengi að sjálfsögðu ekki. Þá benti hann á að saltfiskverkun væri nú rekin með tapi, þar sem viðskiptaaðilar okkar gætu ekki lengur miðað kaupverð við dollara og að framleiðsluatvinnuvegirnir gætu alls ekki bætt upp taprekst- ur með lántökum eða gengisfell- ingu vegna verðtryggingar lána. Þá taldi hann það einkennilega af- stöðu, ef það ætti að bitna á fyrir- tækjum að þau skulduðu á vitlaus- um stöðum, það er ekki hjá opin- berum sjóðum. Þessi stefna endaði með því að allt færi á hausinn og þá yrði hinn almenni borgari skattpíndur til að greiða ríkis- t-r.vggð lán. Nú væri ástandið þannig að þóknanleg fyrirtæki fengju fyrirgreiðslu en önnur ekki. Taldi Halldór að breyta yrði skattheimtu til að rekstrar- grundvöllur fyrirtækja næðist, draga yrði verulega úr skatt- heimtu fyrirtækja. Sverrir Hermannsson (S) sagði atvinnuvegina nú þjást af bein- verkjum gjaldþrots, ekki hjöðun- arverkjum eins og sjávarútvegs- ráðherra hefði sagt. Steingrímur hefði einnig sagt að nú þyrfti „kommisar Hermannsson" bara að fara að vinna og úthluta pen- ingum, en það nægði ekki þó hann væri allur af vilja gerður, það væru engir peningar til, sagði Sverrir. Hann sagði að Seðlabank- inn hefði lofað yfirdrætti, en hann nægði aðeins til að bjarga fyrir- tækjum í Skagafirði og Keflavík, önnur fyrirtæki væru að stöðvast. Hann sagðist vita til þess að hjá sex fyrirtækjum næmi hallarekst- urinn nú 7,2 milljónum og hjá 21 fyrirtæki væri tapið 110 milljónir, sem væri meira en ráðstöfunarfé Byggðasjóðs. Þá sagði hann að eins og staðan væri í dag, væri erlend lántaka banvæn leið. Þá vék Sverrir að ráðherra- nefnd þeirri, sem falið hefði verið að leysa vandamál Jökuls á Rauf- arhöfn. I henni ættu sæti 2 SÍS- sósíalistar, Svavar Gestsson og Friðjón Þórðarson og niðurstaðan væri eftir því. Framkvæmdastofn- un hefði verið tilbúin til að ganga í ábyrgð fyrir því, sem Jökull þyrfti, en ekki bólaði þó á neinum raunhæfum úrbótun. Hann sagði ennfremur að nú væri halli í iðn- aði um 10% af tekjum að jafnaði og jafnvel enn meiri hjá sumum fyrir'tækjum. Atvinnulífinu væri að blæða út og atvinnuleysi blasti við. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, svaraði síð- an fyrirspurnum og sagði, meðal annars, að það væri rétt að verð á skreið hefði lækkað, Nigeríustjórn hefði nú ákveðið nýja umboðsaðila og vegna erfiðs efnahagsástands þar hefði verð lækkað í 287 dollara lestin, en menn gerðu sér vonir um að markaðurinn héldist stöðugur. Þá sagði hann saltfisk hafa lækk- að í verði á Spáni, orðið hefði að gefa afslátt frá fyrra verði vegna hækkunar dollarsins. Slíkt hefði enn ekki gerzt í Portúgal, en líkur væru á því að svo yrði. Hann sagði að þó væri búizt við áframhald- andi eftirspurn og því væri enn bjart framundan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.