Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 Skrefatalning - frínúmer: 25% söluskattur ofan á 85% aðflutningsgjöld Steingrímur Hermanns- son, rádherra símamála, greindi l'rá því á Alþingi sl. fimmtudag, að ríkisstjórnin fjallaði nú um tillögur frá sér, þess efnis, að fólk geti hringt í tíu opinberar þjón- ustu- og afgreiðslustofnanir l'yrir sama gjald, hvaðan af landinu sem væri hringt, þ. á m. Stjórnarráðið, Al þingi, Tryggingastofnun, Húsnæðisstofnun og Fram- kvæmdastofnun. í þessari umræðu urðu harðar deilur um skrefatalningu, sem ýms- ir þingmenn töldu óréttlát- ustu leiðina til jöfnunar á símakostnaði. Stjórnsýslustofnanir Árni (iunnarsson (A) beindi þeirri fyrirspurn til ráðherra, hvað liði framkvæmd þingsálykt- unar Alþingis frá fyrra ári um frísíma stjórnsýslustofnana eða aðra jðfnun á símakostnaði þeirra þjóðfólagsþegna, sem til slíkra stofnana þyrftu að leita. Ráðherra sagði þessi mál hafa verið í kostn- aðar- og tæknilegri könnun. Hægt væri með svokallaðri 07-leið að koma 10 slíkum stofnunum í sam- band við kerfi, sem þann veg væri gert, að ná mætti í stofnanirnar fyrir sama gjald, hvaðan sem hringt væri í þær af landinu. Þyrfti þá fyrst að hringja í 07, síðan í svæðisnúmer og loks í númer stofnunar. Ef fleiri en 10 stofnanir tengdust þessu kerfi hefði aukið á símakostnað al- mennings, en einnig kæmu til há aðflutningsgjöld til ríkisins af öll- um aðföngum símans. Hér væri nærtæk leið til hækkunar á síma- kostnaði, sem ríkisstjórn væri í lófa lagið að lagfæra, ef vilji stæði til. Rökstuðningur með skrefatalningu Steingrímur Hermannsson, síma- málaráðherra, Ólafur Þ. Þórðarson (F) og Alexander Stefánsson (F) vörðu skrefatalningu og töldu ítrekuð „upphlaup" Reykjavíkur- þingmanna, hennar vegna, fjand- samleg strjálbýli. Magnús H. Magnússon (A) taldi kosti skrefa- talningar m.a. þessa: 1) Notkun réði gjaldi, 2) þessi leið hefði kosti varðandi nýtingu síma í tengslum við tölvur, 3) hún dragi úr álagi á kerfið, 4) minnkaði óþarfa notkun. Því mætti heldur ekki gleyma að símagjöld í Reykjavík spiluðu inn í hinn svokallaða vísitöluleik. Strjálbýlið í dag greiddi í dag um- fram það sem því bæri, svo leið- réttingar væri þörf. MHM sagði aðflutningsgjöld af aðföngum síma vera 85%. Þessi ríkisskattur væri síðan sóttur með 25% álagi, skattur á skatt, til notenda sím- ans, svo klókt væri skattakerfi stjórnvalda. þyrfti að setja enn eitt 0 framan við tölustafinn 7 sem væri veru- lega dýrara. Mál þetta væri nú í athugun hjá ríkisstjórn, m.a. hvern veg greiða ætti stofn- og rekstrarkostnað, sem af leiddi, en hann vonaðist til, að ákvörðun væri á næstu grösum. Hart vegið að skrefatalningunni Jóhanna Sigurðardóttir (A), Frið- rik Sophusson (S) og Birgir ísl. (iunnarsson (S) gagnrýndu með- ferð símamálaráðherra á skrefa- talningarmálum. Enginn væri andvígur jöfnun símakostnaðar, sögðu þau efnislega, en fleiri leiðir vóru til þess en skrefatalning, svo sem hækkun á umframgjöldum (gjaldskrárhækkun umfram- skrefa) til lækkunar á langlínu- samtölum sem væri mergurinn málsins. Öll lögðu þau áherzlu á, að notendur símans hefðu átt að fá að velja á milli þessara leiða í skoðanakönnun. Birgir sagði þetta óréttlátustu leiðina, ekki sízt vegna þess, að hún bitnaði fyrst og fremst á fólki sem væri háð síma, óldnu fólki, sjúku og af öðrum ástæðum heimabundnu, sem ekki ætti annan kost en símann til sambands við umhverfið. Söluskattur og aðflutningsgjöldv Halldór Blöndal (S) benti á þá staðreynd, að einn af hinum svo- kölluðu vinstrisköttum væri sölu- skattur á símagjöld, sem mjög Tölvusneiðmyndatæki Landspítala: Tolleftirgjöf ekki ákveðin - Aðalbúnaður kemur í marz 1982 Svavar Gestsson, heilbrigðisráð- herra, skýrði frá því í svari við fyrir- spurn Þorvaldar Garðars Kristjáns- sonar (S), að tölvusneiðmyndatæki af fullkomnustu gerð hefði nú verið pantað til Landspítala íslands. Fob- verð tækisins væri tæpar 6 milljónir nýkróna, aðflutningsgjöld og annar kostnaður um 4,8 milljónir, geisla- Þingfréttir í stuttu máli Fjárfestingar- og lánsfjáráætlun: Nær fjárlagafyrirvari Fram- sóknar til lánsfjáráætlunar? Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra mælti í gær fyrir fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir árið 1982, scm fylgir frumvarpi til fjárlaga. Hulli hann örstutta framsöguræðu. I.árus Jónsson (S) og Sighvatur Kjörgvinsson (A) beindu nokkrum fyrirspurnum til forsætisráðherra varðandi fyrirvara einstakra ráð- herra við fjárlagafrumvarp og um- mæli einstakra ráðherra um hugs- anlega gengislækkun, sem þeir sögðu ganga nokkuð á víxl. Spurningar til ráðherra Lárus Jónsson (S) sagði fjár- málaráðherra hafa fjallað svo um reiknitölu fjárlaga, 33%, að hún væri nánast tilbúin töluleg við- miðun, en Tómas Árnason, við- skiptaráðherra, hefði túlkað hana sem stefnumark. Hver er skoðun forsætisráðherra á gagnstæðum fullyrðingum þessara ráðherra? Eru það fleiri ráðherrar en fram- sóknarráðherrar, sem hafa gert fyrirvara við fjárlagafrumvarp, og ná þessir fyrirvarar einnig til fjárfestingar- og lánsfjáráætlun- ar? Þá vildi Lárus fá svar við þeirri spurningu, hvort ætlunin væri að leggja nýjan skatt á raf- orkuneytendur, en í lánsfjáráætl- un væri talað um gjald á „raforku- sölu eftir stofnlínum". Hinsvegar er ekki þennan tekjustofn að finna í fjárlagafrumvarpi. Hvað veldur? Sighvatur Björgvinsson (A) taldi að yfirlýsingar ráðherra um 40% verðlagsvöxt frá upphafi til loka árs, sem og verðlagsforsend- an 33% milli ára 1981 og 1982, væri í raun fyrirheit um visst þak á hækkun erlends gjaldeyris næstu misseri. Hann spurði hvort það stæðist, sem bæði forsætis- ráðherra og sjávarútvegsráðherra hefðu látið hafa eftir sér, að gengi yrði ekki breytt það sem eftir lifði ársins? Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, sagði engan ráðherra hafa staðhæft stöðugt gengi til ára- móta. Fréttafrásagnir um aukn- ingu erlendra lána væru og mjög ýktar, nánast sjónhverfingar, í raun væri hún um 50%. Sverrir Hermannsson (S) varaði við þeirri áráttu stjórnvalda, aö vísa fjárfestingarsjóðum, stofnun- um og fyrirtækjum á erlendar lán- tökur, til að rísa undir skuldbind- ingum, en erlend skuldasöfnun stefndi í óefni, hvað sem liði af- sökunum fjármálaráðherra. Hann sagðist fygljandi kaupskyldu líf- eyrissjóða, jafnvel að binda ákveð- ið hlutfall í lög, en þar mætti ekki fara yfir 40% markið. Albert Guðmundsson (S) kvað bankaráð Utvegsbanka senn myndi stöðva sjálfvirk lán, sem byggðust á því, að bankinn þyrfti að taka lán í Seðlabanka á okur- vöxtum, þrátt fyrir inneign, bindi- skyldu, í sömu stofnun á lágum vöxtum. (Sjá frétt á öðrum stað í blaðinu í dag.) Greint verður frá framhaldi þessarar umræðu síðar. íþróttamannvirki á Laugarvatni Er hér var komið var umræðu frestað, enda biðu tugir Laugvetn- inga á áheyrendapóllum nýs máls. Baldur Óskarsson (Abl) flutti síð- an framsögu fyrir tillögu til þings- ályktunar um íþróttamannvirki á Laugarvatni og framtíð Laugar- vatris sem menntaseturs. Tillagan felur í sér að ríkisstjórnin skuli nú þegar sjá svo um að hafist verði handa við byggingu fyrirhugaðra íþróttamannvirkja á Laugarvatni, sem samþykkt vóru af mennta- málaráðneytinu í júní 1980, til að tryggja starfsemi Iþróttakennara- skóla íslands og annarra skóla á Laugarvatni og um leið framtíð Laugarvatns sem mennta- og menningarseturs. Miklar umræð- ur urðu um málið. Staðgreiðsla skatta Fram hefur verið lagt á Alþingi stjórnarfrumvarp um staðgreiðslu skatta. Frumvarpið spannar 9 greinda skatta: tekjuskatt, útsvar, kirkjugarðsgjald, sóknargjald, launaskatt, lífeyristryggingagjald, slysatryggingagjald, atvinnuleys- istryggingagjald og iðgjöld skv. ákvæðum laga um hollustuhætti á vinnustöðum. 60 gr. frumvarpsins hljóðar svo: „Lög þessi koma eigi til fram- kvæmda fyrr en Alþingi hefur sett sérstök lög um gildistöku þeirra." í greinargerð segir m.a. um þetta ákvæði: „í frumvarpinu er gert ráð fyrir því, verði það að lögum, að sérstaka ákvörðun Alþingis þurfi til að þau öðlist gildi og komi til framkvæmda. Er þetta nýmæli í íslenzkri löggjöf en hefur tíðkast nokkuð með grannþjóðum vorum." planskerfi, sem fylgdi, kostaði 1,1 milljón fob og aðra milljón í gjöldum og kostnaði. Samtals væri verð þessa tækis 12,7 m.kr. Hér er um að ræða tæki sem valdið hefur byltingu í sjúkdómsgreiningu víða um lönd og sagði ráðherra, að það ætti að geta þjónað landsþörf á sínu sviði um næstu tíð. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) beindi þeirri fyrirspurn til ráðherra, hvað liði gjafaloforði ríkisstjórnar á tölvusneiðmynda- tæki til Landspítala, sem gefið hafi verið á 50 ára afmæli þeirrar stofnunarinnar, en Þorvaldur flutti á sínum tíma breytingartil- lögu við fjárlög um fjármögnun kaupa á tækinu. Hvenær var tæk- ið pantað, spurði hann, og hvenær verður það afhent? Ráðherra hvað ýmsa kaupmögu- leika hafa verið kannaða eftir út- boð og hefði niðurstaðan orðið pöntun á bandarísku tæki, en að- albúnaður þess væri væntanlegur í marz 1982, er lokið væri þjálfun tæknimanna, sem fram færi í Bandaríkjunum. Ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um hvort að- flutingsgjöld yrðu felld niður, enda skipti það máske ekki höfuð máli þegar ríkisstofnun ætti í hlut. Ráðherra sagði höfuðskanna Borgarspítala ekki hafa verið keyptan í samráði við heilbrigðis- ráðuneyti, en miklu máli skipti, að nýta það fjármagn vel, sem varið væri til heilbrigðisþjónustunnar, með eðlilegri samræmingu. Nokkrar umræður urðu í fram- haldi af upplýsingum ráðherra. Pétur Sigurðsson (S) sagði það skipta máli, hvort sú stefna yrði tekin upp, að gefa eftir aðflutn- ingsgjöld af nauðsynlegum tækja- búnaði heilbrigðisstofnana. Marg- ir vildu taka þátt í öflun slíkra tækja, en ofbyði að þurfa að greiða hátt í kaupverð þeirra í ríkishítina í leiðinni. Þingmenn vóru sammála um, að nauðsynlegt væri að hamla gegn umframeyðslu og óhagsýni í fjárráðstöfun til heilbrigðismála, svo nauðsynlegur sem þessi þáttur þó væri, en sýnd- ist sitt hverjum um skattheimtu af þessum tækjabúnaði sem og hvernig réttlátri stjórnsýslu yrði við komið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.