Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 19 Iðnþing íslendinga: Húsgagna- og innréttinga- iðnaðurinn á rétt á leiðrétt- um samkeppnisgrundvelli Á ÖÐRUM degi 39. Iðnþings íslendinga voru til umræðu fjölmörg málefni varðandi iðnrekstur og innlendan iðnað almennt. Þau málefni, sem m.a. var fjallað um voru iðnað- arstefna og iðnþróun, útflutnings- og markaðsmál, íslensk innkaupastefna, efnahags-, verðlags- og skattamál, ríkis- fjármál og fjárveitingar til atvinnuveganna. Á Iðnþingi hafa og verið lagðar ákvörðunum opinberra aðila og ef fram ítarlegar ályktunartillögur varðandi ástand í nokkrum iðn- greinum innan vébanda Lands- sambandsins og um nauðsyn úr- bóta í þeim greinum. Segir þar ni.a.: Húsgagna- og inn réttingaiðnaður Gengisþróun síðustu mánaða hefur bitnað mjög á innlendum iðnaði. Húsgagna- og innréttinga- iðnaður hefur orðið mjög illa úti að þessu leyti þar sem nánast all- ur i'nnflutningur húsgagna- og innréttinga kemur frá löndum Evrópu. Gengi gjaldmiðla helstu innflutningslandanna hefur nán- ast staðið í stað og jafnvel lækkað gagnvart íslensku krónunni, en á sama tíma hafa innlendir fram- leiðendur orðið að taka á sig mikl- ar kostnaðarhækkanir umfram erlenda keppinauta. Iðnþing ís- lendinga lítur svo á, að á meðan ekki er afsannað að þessi iðngrein búi við skekktan samkeppnis- grundvöll að þessu leyti og þegar við bætist sérlega óhagstæð geng- isskráning og slæm rekstrarskil- yrði iðnaðarins almennt, þá sé fullkomlega réttlætanlegt að sam- tök þessarar iðngreinar óski eftir sérstökum aðgerðum, sem geri henni kleift að keppa á jafnréttis- grundvelli. Iðnaður, er byggir á sér- kennum íslensks atvinnulífs Það verður að telja að ásamt markvissri eflingu almenns iðnað- ar sé stórhuga uppbygging orku- vera og orkunýtingariðnaðar þjóð- inni bæði nauðsynleg og hag- kvæm. I slíkri uppbyggingu felast verulegir vaxtarmöguleikar fyrir margs konar verktakastarfsemi, einkum í byggingariðnaði, málm- iðnaði og rafiðnaði. Iðnþing íslendinga álítur hvað mesta vaxtarmöguleika fyrir hendi í þeim iðngreinum sem framleiða fjárfestingarvörur og rekstrarvörur fyrir atvinnuvegina og reisa mannvirki þeirra. Þetta viðhorf hefur að vissu marki verið viðurkennt með góðum stuðningi iðnaðarráðuneytisins við þau iðn- þróunarverkefni sem samtök fyrirtækja í þessum iðngreinum hafa unnið að. Á hinn bóginn eru þær iðngreinar sem hér um ræðir í eðli sínu sambland af fram- leiðsluiðnaði og viðgerðar- og þjónustuiðnaði. Hefur þetta verið látið standa í vegi fyrir umbótum í aðstöðumálum þeirra. Eru starfsskilyrði þessa iðnaðar yfir- leitt allt önnur og lakari heldur en þau sem vöruframleiðsluiðnaður býr við. Iðnþing varar eindregið við því að í einhæfri iðnaðarstefnu leynast sömu hættur og í þeirri einhliða atvinnustefnu sem ríkj- andi hefur verið hér á landi en hún hefur gengið út frá því sem gefnu að meiri nauðsyn væri aí tryKKJa sjávarútvegi og landbún- aði viðunandi starfsskilyrði en öðrum atvinnugreinum. Þingið telur nauðsynlegt að pólitísk sam- staða náist um að allur iðnaður verði framvegis látinn búa við hliðstæð starfsskilyrði. Byggingariðnaður Það er forsenda fyrir lágum byggingarkostnaði og lágu verð- lagi á húsnæði að byggingarstarf- semin sé skipulögð á hagkvæman hátt. Atvinnurekendur í bygg- ingariðnaði eru reiðubúnir að leggja sitt af mörkum til þess að svo megi verða. Hins vegar er byggingarstarfsemin mjög háð til vill í ríkari mæli en annar at- vinnurekstur m.a. vegna þess að þeir hafa úrslitaáhrif um það hvort eða hvenær byggingafram- kvæmdir eru hafnar. Því miður skortir mjög á að opinberir aðilar geri sér ljósar framangreindar staðreyndir og hagi ákvörðunum sínum þannig að þær stuðli að hagkvæmni við byggingarstarf- semi. Raunar hefur byggingar- starfsemi jafnan orðið mjög út- undan í opinberri umræðu um Hluti fulltrúa á 39. Iðnþingi íslendinga. málefni atvinnuveganna, jafnvel virðist fremur litið á hana sem tómstundagaman en alvöru at- vinnurekstur. Iðnþing beinir því þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda að þau viðurkenni byggingar- og verktakaiðnað sem hverja aðra atvinnustarfsemi og búi að honum í samræmi við það og þannig að fremur stuðli að framförum en stöðnun eða aftur- för. Slík hugarfarsbreyting er nauðsynleg eigi byggingariðnað- urinn að geta tekist af fullum krafti á við þau miklu verkefni er bíða hans, jafnt í íbúðarhúsnæðis- málum sem í tengslum við orkuver og uppbyggingu iðnaðar, svo og vegna vaxandi erlendrar sam- keppni almennt. Atvinnurekendur Ljósmynd Mbl. Kristján í byggingariðnaði eru sér fyllilega meðvitandi um að slík framfara- sókn er nauðsynleg og heita full- um stuðningi við raunhæfar til- raunir til úrbóta af hálfu hins opinbera. Þinginu verður fram haldið í dag með almennum þingstörfum og kosningum, og verður pví síðan slitið síðdegis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.