Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 Alyktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál: Sjálfetæðisflokkurinn fylg- ir ábyrgri utanríkissteíhu Ný kynslóð vill virkari þátttöku í vörnum landsins Á ráðstefnu málefnanefndar Sjálfstæðisflokksins um utanrík- ismál, sem haldin var dagana 16. og 17. október 1981 undir yfir- skriftinni „Utanríkisstefnan og Sjálfstæðisflokkurinn" var stað- fest samheldni sjálfstæðismanna í utanríkismálum. Fyrir frumkvæði þeirra hafa Islendingar þorað að taka afstöðu í utanríkismálum, reynslan hefur sýnt, að þeir hafa tekið rétta afstöðu sem grundvall- ast hefur á norrænu samstarfi, þátttöku í starfi Sameinuðu þjóð- anna og varnarsamstarfi vest- Vænna þjóða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið sjálfum sér samkvæmur í utanríkismálum. Hann fylgir ábyrgri utanríkisstefnu, sem í senn tekur mið af brýnum hags- munum íslands og þeirri þróun, að þjóðirnar verða hver annarri háð- ari. í hugmyndabaráttunni á al- þjóðavettvangi er afstaða Sjálf- stæðisflokksins skýr, hann berst fyrir mannréttindum og frelsi þjóða og einstaklinga til að ráða málum sínum án íhlutunar stór- velda. Sjálfstæðisflokkurinn berst gegn útþenslu heimskommúnism- ans og varar við tilraunum áhang- enda hans bæði utan og innan landamæra Isiands til að koma hér á landi á því þjóðskipulagi, sem hneppir þjóðir í fjötra, stefnir að því að uppræta menningu þeirra, lítur á kristna trú sem andstæðing og breytir blómlegum byggðum í fátækrahéruð í nafni Marx og Leníns. Landhelgismálið Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið aflvaki þjóðarinnar í sókn hennar eftir yfirráðum yfir auð- lindum í hafinu og á hafsbotni. Öll þýðingarmestu skrefin í landhelg- isbaráttunni hafa verið tekin að frumkvæði sjálfstæðismanna eins og staðfest hefur verið í barátt- unni fyrir 200 mílna yfirráðunum. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að staðinn verði vörður um það, sem áunnist hefur að þessu leyti. Af hyggindum og festu verði tekist á við þau ágreiningsmál, sem enn eru óleyst, þar með talin hafs- botnsmálin, og það haft að leið- arljósi að fórna ekki meiri hags- munum fyrir minni í bráð og lengd. Með hliðsjón af hinu víð- feðma yfirráðasvæði Islendinga, sem er á hafinu um 7 sinnum stærra en landið sjálft, er brýnt að stjórnmálalegar forsendur ráði mótun þeirrar stefnu, sem fylgt verður í starfi Landhelgisgæsl- unnar. I því tilliti er nauðsynlegt að hafa hugfast, að eftirlit gæsl- unnar teygir sig yfir svæði, sem skiptir mjög miklu í hernaðarlegu tilliti. Gfnahagsmál og viðskipti Alþjóðasamvinna um efna- hagsmál verður sífellt þýðingar- meiri. Aðild Islands að Fríversl- unarsamtökum Evrópu (EFTA) og viðskiptasamningur landsins við Efnahagsbandalag Evrópu tryggja landsmönnum greiðan að- gang að mikilsverðum mörkuðum. Islendingar eru í hópi þeirra þjóða, sem einna mest eru háðar viðskiptum við önnur lönd. Það ætti því að vera höfuðmarkmið ís- lendinga að standa vörð um al- þjóðlegt viðskiptafrelsi og sjá til þess, að það verði ekki skert með innflutningstakmörkunum, tolla- hindrunum eða öðrum slíkum tálmunum. Fáum þjóðum er brýnna að standa vörð um þessi atriði en Islendingum. Hafa ber í huga, að það kann að vera hættulegt að vera um of háð- ur einum aðila um mikilvæg að- föng eins og olíu. Sérstaklega verður þetta varasamt, þegar sá aðili, sem við er skipt, fylgir stefnu, er miðar að því að nota viðskipti, menningartengsl, vís- indasamvinnu og hernaðarmátt með samræmdum hætti í því skyni að auka áhrif sín og völd um víða veröld. I viðskiptum við Sov- étríkin er nauðsynlegt að taka mið af þessari staðreynd og því, að einu mikilvægu tengsl þeirra við ísland eru á viðskiptasviðinu. Þessum tengslum mun Sovét- stjórnin ekki fórna ótilneydd held- ur laga sig að þeim kröfum, sem til hennar eru gerðar, og auðvitað ganga á lagið ef íslendingar láta eins og þeir eigi einskis annars úr- kosti en versla við hana. Sjálfstæðisflokkurinn vill að ís- lendingar gerist aðilar að Al- þjóðaorkustofnuninni (Internat- ional Energy Agency) eins fljótt og kostur er. Aðild að stofnuninni mun veita landsmönnum trygg- ingu gegn alvarlegum olíuskorti og jafnframt aðgang að mikilvæg- um upplýsingum um olíumarkaði og rannsóknum á sviði orkumála. Harðlega ber að átelja, hvernig núverandi ríkisstjórn hefur tafið framgang þessa máls, þótt frum- varp um inngöngu íslands í þessa stofnun hafi verið tilbúið í tæp tvö ár. Saniskipti viÖ þróunarlöndin Vegna hinna almennu frjáls- lyndu mannúðarviðhorfa, sem setja svip sinn á stefnu Sjálfstæð- isflokksins, hefur flokkurinn sér- stökum skyldum að gegna við mót- un skynsamlegrar stefnu gagnvart þróunarríkjunum. Aðstoð Islands við þessi ríki hefur verið hlut- fallslega lítil, undanfarin ár hefur árlegt framlag til þessara mála numið 0,05 til 0,06% af þjóðartekj- um. íslendingar hafa þó skuld- bundið sig meðal annars í lögum frá Alþingi, að stefna að því að 1% af þjóðartekjum verði varið til að sinna aðstoð við þróunarlöndin. Af siðferðilegum ástæðum ber íslendingum skylda til að gera það, sem í þeirra valdi er, til að koma í veg fyrir, að meðbræður þeirra í öðrum löndum og álfum svelti eða líði skort á annan hátt. Jafnframt skal til þess litið, að hagsmunir Islendinga og þróunar- þjóða falla saman með margvís- legu móti. Áhrifum sínum á al- þjóðavettvangi eiga íslendingar að beita til að efla stuðning við þróunarlöndin og standa þar með einnig vörð um grundvallaratriði viðskipta- og athafnafrelsis. Meta á hverju sinni, hvaða leið er heppilegust og skilar mestum árangri fyrir þróunarríkin og nýt- ir best fjármagn og mannafla af Islands hálfu. I því efni mun reynslan af aðstoð Islands við Grænhöfðaeyjar vafalaust verða stefnumarkandi. Samhliða því sem ríkisvaldið hefur þá forgöngu, sem hæfileg og eðlileg er miðað við skipan þróunaraðstoðar á al- þjóðavettvangi, skal með ráðum og dáð hlúð að starfi þeirra aðila og félagasamtaka sem starfa að þróunaraðstoð. Orkumál og stóriðja Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þeirri stefnu, að íslendingar eigi hverju sinni að ákveða, hvernig haga skuli hlutdeild útlendinga i orkufrekum iðnfyrirtækjum hér á landi. Þessi stefna tryggir, að ekki verði reistar óeðlilegar hindranir gegn eðlilegri samvinnu við út- lendinga, þar sem það er talið æskilegt með hliðsjón af skyn- samlegri nýtingu orkulinda. Þau mörgu stórverkefni, sem bíða úr- lausnar í orkumálum, verða ekki fullnumin nema með víðsýnni samvinnu við útlendinga — raunsæ byggðastefna verður ekki framkvæmd nema hún sé beinn þáttur í skynsamlegri og hleypi- dómalausri utanríkisstefnu. Samskipti austurs og vesturs — afvopnunarmál Sjálfstæðisflokkurinn varar eindregið við þeim háværu rödd- um, sem segjast tala í nafni friðar og krefjast þess, að með einhliða yfirlýsingum skuldbindi Vestur- lönd sig til að búast ekki til varnar gegn hernaðarmætti Sovétríkj- anna. Þeir, sem slíkar kröfur gera, eru að kalla á hinn sovéska frið, þar sem kjarnorkuveldið í austri fær öllu sínu framgengt með því einu að færa til eldflaugar sínar og ógna með þeim. Eina skynsamlega leiðin út úr vígbúnaðarkapphlaupinu er að samkomulag náist um gagn- kvæma takmörkun á vígbúnaði og afvopnun stig af stigi undir ná- kvæmu eftirliti. Oftar en einu sinni hefur sýnt sig að þjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa ekki getað þokað Sovéttmönnum að viðræðuborðinu fyrr en þær hafa sýnt staðfestu og tekið til við að svara hinum sovéska vígbúnaði í sömu mynt. Ákvörðun um slíkt var einmitt tekin af utanríkis- ráðherrum Atlantshafsbandalags- ríkjanna í desember 1979, þegar ákveðið var að snúast gegn SS-20-kjarnorkueldflaug Sovét- manna, sem einvörðungu er miðað á Evrópuríki. Hinir svonefndu talsmenn friðar í Vestur-Evrópu hafa einmitt lagst mest gegn þess- ari ákvörðun Atlantshafsbanda- lagsins og reyna að hnekkja henni, þótt hún hafi leitt til þess að Sov- étmenn segjast nú tilbúnir til að taka upp viðræður um Evrópu- eldflaugar sínar. Hitt er eins víst að Sovétstjórnin ætli sér það eitt að draga viðræður á langinn í von um að hin svokallaða friðarhreyf- ing fái því framgengt að með ein- hliða yfirlýsingum afsali vestræn- ar ríkisstjórnir sér því sem þær myndu ekki annars láta af hendi nema gegn sambærilegu skrefi af hálfu Kremlverja. Á undanförnum tíu árum sem kennd hafa verið við slökun í sam- skiptum austurs og vesturs hafa Sovétmenn verið að færa út kví- arnar með öllum tiltækum ráðum bæði fyrir tilstyrk annarra (Kúbu- manna og Víetnama) og grímu- laust í Afganistan. Það er því fyllsta ástæða til að sýna fulla varúð þegar viðræðuþráðurinn er tekinn upp að nýju. Varnar- og öryggismál Með aðildinni að Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamningn- um við Bandaríkin hefur ísland skipað sér í sveit þeirra þjóða, sem eru tilbúnar til að verja frelsi sitt og þjóðskipulag. Aðstaðan, sem Atlantshafsbandalagið hefur á ís- landi, er ómetanleg sameiginleg- um vörnum bandalagsins. Frá ís- landi er fylgst með ferðum her- skipa Sovétríkjanna ofansjávar og neðan og umsvifum flughers þeirra á norðurslóðum. Allt er þetta gert í samvinnu við sams konar stöðvar í Noregi og á Stóra- -Bretlandi. Sú þekking, sem með þessu fæst, er ómetanleg. Enn mikilvægari er þó sú skýra viðvör- un, sem ísland og Atlantshafs- bandalagið fá um hugsanleg árás- aráform Sovétríkjanna vegna þessa eftirlits. En slík viðvörun mundi fást, þegar vart yrði við breytingar og aukningu á ferðum herskipa og kafbáta Norðurflot- ans. Viðvörunin mundi gefa Atl- antshafsbandalaginu ráðrúm til gagnaðgerða, sem gætu, ef vel tækist til, komið í veg fyrir styrj- öld en það er að sjálfsögðu höfuð- markmið Atlantshafsbandalags- ins. Eftirlitið sem rekið er frá Is- landi er einnig mikilvægur þáttur í að viðhalda jafnvæginu milli stórveldanna. Óvissa annars um athafnir hins getur leitt til rangra ákvarðana sem ekki verða aftur teknar. Varnar- og eftirlitsstörfin sem unnin eru frá íslandi, eru því mikilvægur þáttur friðargæslunn- ar í heiminum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt haft það að markmiði að ís- lendingar fái að lifa á Íslandi án afskipta eða yfirgangs annarra. Með þetta að ieiðarljósi hefur ís- land tekið afstöðu í átökum aust- urs og vesturs og skipað sér í flokk frjálsra þjóða. Þessari afstöðu fylgir ábyrgð. Sjálfstæðisflokkur- inn skorast ekki undan þessari ábyrgð heldur vill að undir henni sé staðið með því að sameina ís- lendinga enn betur en hingað til andspænis þeirri hættu er leiðir af auknum hernaðarumsvifum á Atl- antshafi. Andstæðingum land- varna á Islandi hefur alltof lengi verið þolað að móta umræður um öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar. Þessir landvarnaandstæðingar eru nú einangraðri en oft áður og þá aðstöðu eiga talsmenn íslenskr- ar varnarstefnu að nýta til hins ýtrasta. Islensk varnarstefna hlýtur fyrst að taka mið af hagsmunum Islands og því næst af hagsmun- um frænda og góðra granna. Ef Island yrði gert varnarlaust mundi verða herfræðilegt tóma- rúm á einhverju hernaðarlega mikilvægasta svæði jarðarinnar. Raunar mætti hugsa sér að varn- arlaust Island gæti beinlínis leitt til styrjaldar ef einhver aðili gerði tilraun til að hremma landið. ís- lensk varnarstefna felst í því að Islendingar geri sínar eigin tillög- ur um varnirnar, meti varnarþörf- ina og fyrirkomulag varnanna. Efla þarf almannavarnir meðal annars með bættum samgöngum, og auka skilning á nauðsyn þeirra. Jafnframt þarf að huga að örygg- inu inn á við og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að erlend ríki eða útsendarar þeirra, útlendir eða innlendir, grafi ekki undan öryggi ríkisins og sjálfstæði þjóðarinnar innan frá. Ný kynslóð er að hefja virka þátttöku í íslensku stjórnmálalífi, kynslóð sem fædd er eftir að ís- land varð lýðveldi og hefur alist upp við þær aðstæður að landið sé aðili að Atlantshafsbandalaginu og í varnarsamstarfi við Banda- ríkin. Þessi kynslóð vill ekki að Island sé öllum opið, hún vill frið með frelsi og að gerðar séu ráð- stafanir til að tryggja friðinn og frelsið. Hún vill ekki óbreytt ástand heldur kýs að þjóð sín verði virkari þátttakandi í vörnum landsins og varnarsamstarfi vest- rænna þjóða. Öflug tannverndarstarfsemi með fluorgjöf „Leiðrélting á fluorinnihaldi drykkjarvatns er iiruggasta, áhrifa- ríkasta og ódýrasta aðferð, sem þekkt er til að fyrirbyggja tann- skemmdir," sagði dr. Ingolf Möller frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni m.a. á fundi sem haldinn var um tannvernd sl. þriðjudag. Á fundinum voru m.a. landlæknir, Olafur Ólafs- son, Skúli Johnsen borgarlæknir og fulltrúar frá Tryggingastofnun ríkis- ins, en fram kom að um 20 milljónir króna hafa farið í skólatannlækn- ingar á þessu ári. I ræðu dr. Ingólfs kom einnig fram að Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin hefur hin síðustu 10—15 ár safnað miklum tölfræðilegum upp- lýsingum um tannheilsu í flestum löndum heims. Þessar tölur sýna mikla aukningu tannskemmda í Evrópu, USA, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi nema á þeim stöðum þar sem rekin hefur verið öflug tannverndarstarfsemi með fluor- gjöf (fluor í drykkjarvatni, fluor í matarsalti, fluortöflur, fluorburst- un, fluorskolun o.s.frv.). Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hef- ur þvi hvatt aðiidarríkin til að styrkja tannverndarstarfsemi inn- an sinna vébanda. Fluor var í fyrsta sinn blandað í drykkjarvatn árið 1944 í USA. Síð- an hefur það verið gert í fjölmörg- um löndum, og njóta í dag um 200 milljónir manna góðs af tannvernd í þessari mynd. Þau lönd sem ein- I)r. Ingolf Möller til vinstri og Ólafur Ólafsson landlæknir á fundinum. kum hafa notfært sér þessa aðferð eru USA, Kanada, Ástralía, Nýja- Sjáland, írland, England, Austur- Evrópuríkin og Hong Kong. Nokk- ur ríki, t.d. Colombía, Sviss, Ung- verjaland og Spánn hafa einnig náð góðum árangri með því að bæta fluor í matarsalt, en sú aðferð hef- ur þann kost að þannig næst til allra íbúanna, óháð vatnsveitu og hefur sá árangur sem náðst hefur í þessum löndum sýnt að fluorbæt- ing matarsalts er besta aðferð til tannverndar að frátalinni þeirri aðferð að fluorbæta drykkjarvatn. Fluorbæting drykkjarvatns og matarsalts hefur einnig þá kosti að sérhver einstaklingur nýtur þess alla ævi, en fluorburstun, fluor- skolun, fluorpenslun, fluortann- krem, og fluortöflur er hins vegar eingöngu áhrifaríkt meðan það er notað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.