Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLADIÐ, FOSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 23 Oddrún Elísdótt- ir - Minningarorð Fædd 28. júní 1914. Dáin 31. október 1981. „Kallið er komið komin er nú slundin vinaskilnamir viðkvsm sdind. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðasta blund." Æviskeið tengdamóður okkar er nú á enda. Okkur langar að minn- ast hennar með nokkrum fátæk- legum orðum, því þó að minn- ingarnar streymi fram, verða þær ekki allar festar á blað. Dodda, eins og hún var oftast kölluð af vinum og vandamönnum, fæddist 28. júní 1914 á Húsavík, Borgarfirði eystra, dóttir hjón- anna Guðbjargar Gísladóttur og Elísar Guðjónssonar. Þar ólst hún upp í stórum systkinahópi. Síðar flutti fjölskyldan til Seyðisfjarð- ar. Ung að árum fór Dodda suður til Reykjavikur og kynntist hún þar tengdaföður okkar Pétri Gíslasyni, múrarameistara, ætt- aður frá Meðalnesi, Fellum. Þann 18. september, árið 1937 gengu þau síðan í hjónaband og byrjuðu búskap sinn að Njálsgötu 110, en árið 1950 festa þau kaup á Nökkvavogi 14, þar sem heimili þeirra hefur verið síðan. Dodda og Pétur eignuðust 3 börn, Hörð Gísla, f. 8. október 1937, kvæntur Gyðu Gunnlausdóttur, búsett í Reykjavík, — Sigurð Þór, f. 13. október 1944, kvæntur Árníu Dúa- dóttur, búsett á Húsavík, og Bellu Hrönn, f. 22. nóvember 1951, gift Brynjólfi Sigurðssyni, búsett í Reykjavík. Barnabörn þeirra Doddu og Péturs eru orðin sex og eitt barnabarnabarn. Margs er að minnast úr Nökkvavoginum þar sem við öll áttum svo sannarlega okkar annað heimili, því þar var okkur tekið opnum örmum og með mikilli hjartahlýju sem einkenndi tengdamóður okkar. Þar var oft margt um manninn enda gestrisn- in í heiðri höfð. Dodda var hreinskilin og óhrædd að segja sína meiningu og ætlaðist til hins sama af öðrum, en hún var réttsýn og leit á málin frá öllum hliðum, enda voru mörg vandamálin leyst fyrir hennar tilstilli. Barnabörnin áttu ekki síður gott athvarf í ömmufaðmi og sakna hennar sáran, því margar voru sögurnar sagðar og vísurnar sungnar og best var að láta ömmu hugga ef eitthvað bjátaði á. Dodda var ötull félagi í Kvenfé- lagi Langholtssafnaðar og starfaði þar af miklum áhuga og dugnaði og var kirkjubyggingin henni mik- ið áhugamál. Síðastliðið vor vorum við öll saman í Nökkvavoginum til að halda upp á 70 ára afmæli tengda- föður okkar. Þá var Dodda farin að kenna lasleika, en það aftraði henni ekki frá því að sinna sínum húsmóðurskyldum og sýna vinum og vandamönnum þá gestrisni sem einkenndi heimilið. Við vissum að þetta var henni mikils virði svo og það að hafa alla fjölskylduna sína, sem hún lifði fyrir, saman. Nú síðustu vikurnar vissi hún að hverju stefndi, en aldrei lét hún bugast. Hún var sátt við allt, þakklát öllum, því hún trúði á eilíft líf. Með þakklæti og trega kveðjum vð tengdamóður okkar sem var okkur svo góð, börnunum sínum mikil mamma og barnabörnunum yndisleg amma. Guð styrki tengdaföður okkar sem á um sárt að binda við missi góðrar konu. Blessuð sé minning Oddrúnar Elísdóttur. Tengdabörn. Minning: Þorkell Sigurgeirs- son frá Hellissandi Fæddur 6. febrúar 1890. Dáinn 28. október 1981. Þorkell fæddist að Skarði við Hellissand, sonur þeirra n.erkis hjóna Sigurgeirs Sigurðssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur er þar bjuggu. Hann ólst upp í hópi fimm systkina ásamt einni uppeldissyst- ur. Bræðurnir voru þrír, Sigurjón, Ólafur og Þorkell, afburðaduglegir og eftirsóttir í hin fengsælustu skipsrúm. Systurnar þrjár, María, Guðmundsína og Brynhildur Sveinsdóttir voru jafn eftirsóttar til starfa í landi sakir dugnaðar, svo sem verið höfðu foreldrar þeirra. Þekktastur þeirra systkina var Sigurgeir rakari, er starfaði um áratugi í Mjóstræti 4, Reykja- vík. Þorkell byrjaði ungur sjó- mennsku á áraskipum, síðar á vélbátum og síðustu tólf starfsár- in vann hann ýmis störf við Lóranstöðina á Gufuskálum. 011 störf léku honum í höndum sökum dugnaðar og lagvirkni. Þorkell giftist eftirlifandi konu sinni, Sigurástu Friðgeirsdóttur. Þau hjón voru ákaflega samhent í starfi, bjuggu lengst að Laufási á Hellissandi. Þau eignuðust tólf börn og ólu upp eina sonardóttur, Ástu Gestsdóttur. Nú eru átta börn þeirra á lífi; Guðríður, gift Cyrusi Danilius- syni, búsett á Hellissandi, Frið- geir, giftur Bjarnheiði Gísladótt- ur, búsett á Hellissandi, Kristján, giftur Sigríði Markúsdóttur, bú- sett á Hellissandi, Sigurgeir, gift- ur Sigurbjörgu Björnsdóttur, bú- sett í Rvík, Haukur, giftur Láru Kristjánsdóttur, búsett í Rvík, Gestur, giftur Gerði Ingvarsdótt- ur, búsett í Rvík, Karl, Asta og Lundberg, ógift, búsett í Rvík. Sumar hvert fór Þorkell til handfæraveiða vestur á firði til að vinna fyrir sinni stóru fjölskyldu en réri heiman að haust- og vetrarvertíðir. Þorkell var mjög söng- og músíkelskur, um áratugi lék hann á hljóðfæri á skemmtun- um, jafnan á harmoniku. Sorg og erfiðleikar hafa gist fjölskylduna á Laufási ekki síður en aðra. Það að hafa séð á bak fjórum börnum talar sínu máli. En hlið við hlið hafa þau yfirstigið alla þá erfið- leika er á vegi urðu. Með dugnaði, þreki, starfsemi og sparsemi komu þau upp sínum stóra barnahóp. Þegar veikindin herjuðu á fyrir al- vöru voru flest börnin uppkomin. Frá 13. ágúst 1979 var hann óslitið þungt haldinn á sjúkrahúsum þar til yfir lauk. Þorkeli, mínum góða vini sendi ég hinstu kveðjur með þakklæti fyrir samstarf í æsku og fyrri hluta manndómsára, þá leið okkar lá saman í starfi og aldrei bar skugga á. Lífið er eins og straum- þung elfa er steymir frá fæðingu til grafar, en framundan hin óþekktu eilífðarsvið æðra og full- komnara lífs. Hvort okkar sál- arskip er fært til siglingar um eilífðarhöfin er líklegt að fari eftir því hvernig tekist hefur að stjórna ferð frá upptökum að ósi þessa lífs. Miðað við okkar kynni, þá mun Þorkell sigla sínu sálar fleyí léttan byr um eilífðar höf. Eg votta konu hans, börnum og öllum aðstandendum innilega samúð. Karvel Ögmundsson Fyrirtækin ganga fram hjá íslenskum textilhönnuðum „VIÐ sem vinnum að textil-hönnun erum orðnar afar hvekktar á því, ad íslenzk fyrirtæki skuli sífellt leita til crlendra hönnuða en ganga fram hji samlöndum sínum eins og dæmin sanna," sagði Sigurlaug Jóhannesdól l ir formaður Textilfélags íslands. Sigurlaug sagði ennfremur. „Fyrir nokkru sendi Iðnaðardeild Sambandsins bréf til sænska textil- félagsins Stok, sem er sambærilegt Textilfélagi íslands og bað félagið að benda sér á sænskt fyrirtæki, sem tæki að sér textilhönnun, og sérstaklega fyrirtæki, sem sérhæfði sig í að hanna værðarvoðir og ferða- teppi. Okkur í Textilfélaginu finnst, að Iðnaðardeildin hefði átt að sýna okkar félagi jafn mikla virðingu og hinu sænska og senda okkur bréf og spyrja, hvort við gætum útvegað slíkan hönnuð áður en rokið er til að leita til erlendra fagfélaga. Á sam- norrænni ráðstefnu textilhönnuða, sem haldin var í Finnlandi síðastlið- inn ágústmánuð, þá mátti heyra að textilhönnuðir á hinum Norðurlönd- unum eru farnir að undrast yfir því hvers vegna íslenskir aðilar leita sí- fellt til textilhönnuða á hinum Norðurlöndunum, sem hafa þó sam- bærilega menntun og við." Karl Friðríksson hjá Iðnaöardeild Sambandsins hafði þetta um málið að segja: „Við hjá Iðnaðardeildinni höfum iðulega leitað til íslenskra hönnuða og hefur líkað prýðilega við vinnu þeirra. Skýringin á því, af hverju við sækjumst eftir erlendum hönnuðum er sú, að við viljum auka fjölbreytni og markaðsmöguleika framleiðsl- unnar. Erlendir hönnuðir, sem kunnugir eru markaðnum ættu að geta komið með hugmyndir, sem falla vel að þeim markaði, sem við erum að framleiða fyrir, þess vegna leitum við til þeirra, sagði Karl Friðriksson. Anna Júlíana Sveinsdóttir Lára Kafnsdóttir ANNA JULIANA A HÁSKÓLA TÓNLEIKUM ÞKIÐJU Háskólatónleikar vetrarins verða í Norræna húsinu föstudaginn 6. nóvember kl. 12.30. Anna Júlíana Sveinsdóttir sópransöngkona syngur lög eftir Dvorák og Richard Wagner. Lára Rafnsdóttir leikur með á píanó. Tónleikarnir eru ollum opnir og standa aðeins hálfa klukkustund. Samtök áhugamanna um fjölmiölarannsóknir Samtökin efna til fræðslufundar um myndbandabyltinguna að Kjar- valsstöðum laugardaginn 7. nóvem- ber nk. Ráðstefnan ber yfirskriftina: „Myndbandabyltingin: Félagsleg mengun eða þjóðþrif" og hefst kl. 14.00. Fimm menn munu hafa framsögu á ráðstefnunni. Þeir eru Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, Dr. Sigurður Líndal, prófessor, Njáll Harðarson, annar eigandi myndbandafyrirtækisins Video- son, Þorbjörn Broddason, lektor og Haukur Ingibergsson, SÍS. Léttklassík á Hlíðarenda Næstkomandi sunnudagskvöld verður léttkiássískt kvöld á Veitingastaðn- um Hlíðarenda. Gestur kvöldsins verður Magnús Jónsson söngvari ásamt undirleikara Ólafi Vigni Albertssyni. Leikin verða létt og fjörug íslensk og ítölsk lög. Magnús Jónsson verður aðeins þennan eina sunnudag. M1I3DP KXUBB0J11H1NÍ 'AHUGAFOLKS ULVI HARMONIKUTONLIST ^ Klúbbur harmónikuunnenda KLDBBUR er ber heitið Þriðji klúbb- urinn hefur starfsemi sína laugar daginn 7. nóvember með harmónfku- dansleik að Hótel Heklu við Rauðar árstíg. Félagar klúbbsins leika fyrir dansi. Klúbburinn er hinn þriðji hér í borg er einkum höfðar til harmón- íkukuunnenda. Á skemmtikvöldum klúbbsins er ætlunin að einnig verði ljóðalestur, vísnasöngur auk harmóníkuleiks, sem verður hinn rauði þráður starfseminnar. Fé- lagsgjöldum er stillt mjög í hóf. Formaður er Hjalti Jóhannsson. Ungir Hafnfirðingar með myndlistarsýningu llngir hafnfirskir listamenn syna verk sín í húsi Bjarna riddara Sívert- sen, dagana 7. til 15. nóvember nk. Á sýningunni verða m.a. myndir sem sendar voru á vinabæjarmót í Hameenlinna í sumar. Eiríkur Smith mun heiðra sýn- inguna með þátttöku sinni. Tónlist- armenn munu leika tónlist um helgar og mun þá jafnframt boðið upp á kaffiveitingar. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 7. nóvember kl. 14.00. Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.