Morgunblaðið - 06.11.1981, Side 24

Morgunblaðið - 06.11.1981, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 Jón Kaldal Jóns son — Minning Fæddur 24. ágúst 1896 Dáinn 30. október 1981 í dag er kvaddur höfðinginn Jón Kaldal Jónsson. Mér er ljúft að minnast þessa mikla vinar míns og samferðamanns. Um 1950 flutti ég mína litlu starfsemi að Lauga- vegi 11, á næstu hæð fyrir neðan ljósmyndastofu hans. Þá fljótlega kynntumst við, hægt í fyrstu, en smám saman þróaðist kunn- ingsskapur okkar í einlæga vin- áttu og mun vart hafa liðið sá dag- ur að við hittumst ekki allt til brunans á Laugavegi 11, 21. maí, 1963. Þegar ég fluttist að Klapp- arstíg eftir brunann var stutt á milli góðbúanna, enda áttum við mörg sameiginleg áhugamál. Ljósmyndastofa Jóns Kaldal að Laugavegi 11 var frægust allra ljósmyndastofa á landinu og var Jón heimsfrægur ljósmyndari, sem tók þátt í mörgum ljósmynda- sýningum víða um heim og vann til verðlauna. Merkilegt var hversu frum- stæða ljósmyndavél Jón notaði við sitt starf, og að ég best veit sömu vélina allt frá upphafi síns starfsferils. Vélin var svokölluð plöntuvél á stóru og þungu „tréstatívi". Var hægt að hækka og lækka vélina með mikilli sveif. Voru tennur þær sem þetta framkvæmdu orðnar það slitnar að erfitt reyndist að stilla vélina af nákvæmni. Það þótti mér mikill heiður þegar ég fékk að smíða nýtt tannhjól í þetta tæki og gera við „statívið", að öðru leyti. Ljósmyndastofán var sannkallað „menningarhreið- ur“ því þangað komu flestir at- gerfismenn þjóðarinnar, bæði til að fá af sér „portrett" og blanda geði við meistarann sjálfan. Einn af tíðum gestum Jóns var Jóhannes Kjarval, en þeir voru miklir vinir. Læt ég eina sögu um okkar kynni fylgja hér með. Kjarval hafði oftlega minnst á að við Jón kæmum úr „Laugunum". Var það fastmælum bundið að við kæmum morgun einn. Þegar við komum að „húsi“ hans sem þá var uppi á lofti í Blikksmiðju Breið- fjörðs, kom höfðinginn til dyra óklæddur nema í föðurlandinu, og bauð okkur inn. Settist hann á svefnbekk sinn og tók okkur tali. Að nokkurri stund liðinni, þegar við vorum farnir að ókyrrast og vildum komast í vinnuna, stendur meistarinn upp, fer að leita um vinnustofuna að einhverju til að bjóða okkur, fer undir svefnbekk- inn, dregur fram lögg í cogniac- pela og segir sigri hrósandi „fáið ykkur strákar." Þetta var aðeins lítil „rnynd" af þessum tveimur „nestorum" íslenskrar myndlistar, en þeir voru á þessum árum, hvor á sínu myndlistarsviði. Jón Kaldal skapaði ómetanleg- an þjóðarauð með myndatökum sínum af þjóðinni um áratuga- skeið. Ómetanlegt er hve tiltölu- lega lítið skemmdist af plötusafni hans af reyk og vatni í brunanum, sem ég gat um hér að framan. Andrúmsloftið á vinnustofu Jóns var óviðjafnanlegt, seiðmagnað og spennandi allt í senn. Maður drakk í sig einhverja kennd af un- un og virðingu fyrir Jóni sjálfum og umhverfinu, sem hann skapaði. Sífellt var mikið að gera og hvers manns vanda varð Jón að leysa hvort það var á vinnutíma eða utan hans. Vann hann með ólík- indum langan vinnutíma og mun slíkt fágætt í dag. Gafst því ekki alltaf tími fyrir tiltektir. Gerðum + Faðir okkar, ÁRNI ÓLAFSSON kaupmaður, Sólvallagötu 27, R. lést aðlaranótt miðvíkudagsins 4. nóvember. Margrét Árnadóttir, Sigríður Árnadóttir, Krístinn Árnason. Eiginkona mín t ELÍSABET HJALTADÓTTIR lést í sjúkraskýlinu í Bolungarvík 5. nóvember sl. Einar Guöfinnsson. Maðurinn minn HALLDÓRJÓNSSON Hrannargötu 10, fsafirði, andaöist i sjúkrahúsi isafjarðar, fimmtudaginn 5. nóvember. Kristín Sv. Guðfinnsdóttir. t Útför eiginmanns m/ns, fööur, tengdafööur og afa ÞORÐAR STEFÁNSSONAR, verkstjóra, Hávallagötu 11, *“>-.fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 9. þ.m. kl. 3. e>r sem vildu minnast hans vinsamlegast láti Slysavarnafélag islands njóta þess. Hilma Stefánsson, Leila Stefánsson, Frank Stefánsson Anna Bjarnadóttir, og barnabörn. við grín hvor að öðrum og fullviss- uðum okkur um að: „allir hlutir eru á einhverjum stað“. Vinnu- stofan var ógleymanleg. Jón var Húnvetningur að ætt og skal ekki rakið hér, en ekki duldi hann það að til skagfirskra ætti hann að telja. Ef satt er sem sagt er um Skagfirðinga sem söngmenn og hestamenn, þá var Jón gæddur þessum hæfileikum betur en flest- ir af mínum samferðamönnum. Eftir að við fórum í hesta- mennsku saman, þá eru þær stundir mér ógleymanlegar. Kom þar hvortveggja til, félagsskapur hans, glaðvært geð og sönghæfi- leiki, og frábær kunnátta á hest- um. Segir það nokkuð um hæfi- leika hans í því efni að engum manni hefi ég kynnst, sem staðið hefur honum framar í því, ekki einu sinni í heimabyggð minni, Skagafirði. Jón var ungum sem öldnum fyrirmynd og meðan ísland elur landi sínu slíka syni skal ekki ör- vænta „þó endrum og sinn gefi á bátinn". Með stolti getur fjöl- skylda hans minnst þessa trausta ættföður. Nú þegar leiðir skilja að sinni í hérvist, þá bið ég skaparann þess að við eigum eftir að hittast aftur á öðru tilverustigi og blanda geði sem fyrr. Fjölskylda mín og ég erum inni- lega þakklát fyrir að hafa átt hann að vini. Guð blessi minningu hans. Ottó A. Michelsen Kveðja frá ÍR-ingum í dag kveðja ÍR-ingar hinstu kveðju fyrrverandi leiðtoga sinn og heiðursfélaga. Jón Kaldat fæddist í Stóradal í Húnavatnssýslu 24. ágúst 1896. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, bóndi og kona 'hans Ingibjörg Gísladóttir. Árið 1940 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni, frú Guðrúnu Sigurðardóttur, Sigurðs- sonar járnsmiðs í Reykjavík og konu hans Dagmar Finnbjörns- dóttur. Þau Jón og Guðrún eignuð- ust þrjú mannvænleg börn, Jón, Dagmar og Ingibjörgu, sem öll eru á lífi. Eftir að Jón fluttist til Reykja- víkur hóf hann strax að stunda íþróttir hjá ÍR, en nokkru síðar fer hann til náms í Kaupmanna- höfn og gekk þá til liðs við AIK- íþróttafélagið. Hann háði marga keppnina erlendis undir merki þess félags og svo fór að Danir völdu hann til þátttöku í Olympíu- leikunum í Antwerpen 1920. Jón var frábær íþróttamaður og sannaði það í keppni heima og er- lendis með óteljandi sigrum. Of langt mál yrði að skýra frá öllum hans sigrum á hlaupabrautinni en þess má þó geta að hann átti ís- landsmet í 3 km hlaupi í nærri 30 ár eða til ársins 1952. Hann varð að hætta keppni á hátindi frægðar sinnar vegna veikinda og þá í blóma lífsins. Jón unni íþróttum allt sitt líf og starfaði mikið að framgangi þeirra, var varafor- maður Iþróttasambands íslands og síðar Heiðursfélagi sambands- ins. Eftir að hafa setið í stjórn ÍR um árabil varð hann formaður jafnframt því sem hann var for- maður fyrstu Kolviðarhólsstjórn- ar, en hann var einn aðalhvata- maður þess að Kolviðarhólsjörðin var keypt 10. apríl 1938. Skíða- deild félagsins telur þennan dag stofndag sinn og má því segja að hann hafi verið fyrsti formaður deildarinnar 1957. Oft var sóttur fróðleikur og aðstoð til Jóns upp á Laugaveg á ljósmyndastofuna og fengin þar góð úrlausn mála. Skíðadeildin sæmdi Jón Gullskíði deildarinnar er það var veitt í fyrsta sinn 1963. Mér hlýnar um hjartaræturnar þegar ég minnist Jóns, er hann leit upp úr vinnu sinni og horfði yfir gleraugun á gestkomandi, með sinn sérstæða góðlátlega kímni- svip. Þennan svip þekkti ég orðið gjörla, sá strax hvort í honum var stríðni, ef honum þótti eitthvað hafa mistekist hjá okkur, eða hvort var velþóknun í svipnum yf- ir vel unnu starfi. Jón var mikill listamaður í sínu fagi og þjóð- kunnur fyrir „portret" sín og liggja eftir hann frábær listaverk á sviði ljósmyndunar. ÍR-ingar minnast félaga sem aldrei brást og var einn af hornsteinum félags- ins, dugmikils manns er óf og spann sögu félagsins jafnt á keppnisbrautum og í félagsstarfi. Við ÍR-ingar sendum frú Guðrúnu og börnunum innilegustu samúð- arkveðjur. Þórir Lárusson, formaður ÍR. Kveðja frá Formannafélagi ÍR Þegar við í dag stöndum yfir moldum Jóns Kaldals kemur margt upp í hugann frá gamalli tíð. Hann kom ungur hingað til Reykjavíkur til náms á ljósmynd- un, eða árið 1915, og gekk þá þegar í ÍR og byrjaði iðkunn íþrótta af fullum krafti hjá félaginu. Strax í upphafi hneigðist hugur hans til frjálsíþrótta og útiveru og sumar- daginn fyrsta 1916, er fyrsta víða- vangshlaup ÍR er háð, verður hann sigurvegari. Næsta ár endur- tekur sagan sig, hann verður sig- urvegari í það sinn líka. Árið 1918 hverfur hánn af landi burt til frekara náms í fagi sínu, Ijósmyndun, og svo vill til að brottför farkosts ber uppá sumar- daginn fyrsta, en Jón hafði skráð sig til keppni í víðavangshlaupinu t Maöurinn minn. ♦ JÓN KALDAL, Ijósmyndari, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 6. nóvember kl. 10.30. Guórún Kaldal. Bróðir minn og mágur, RAGNAR BENJAMÍNSSON, bifvélavirki, Njólsgötu 29 b, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu, mánudaginn 9. nóv. kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afbeöín, en þeim sem vlldu minnast hans er bent á Hjartavernd. Óskar R. Magnússon, Sigrún Ágústsdóttir. þann dag, en að sjálfsögðu þurfti frá því að hverfa. Á Kaupmannaárum sínum ger- ist hann virkur þátttakandi á hlaupabrautinni og kemst í fremstu röð hlaupara Norður- landa og vinnur til margra glæstra verðlaunagripa, en 1923 leggur hann hlaupaskóna á hill- una vegna sjúkleika sem háði hon- um æ síðar. Þegar hann er fullnuma í fagi sínu 1925 snýr hann hingað heim og tekur þá þegar þátt í félagsmál- um enda kosinn í stjórn ÍR sama ár, og starfar þar að stjórnar- störfum meira og minna um 20 ára skeið og þar af formaður all- mörg ár. Félagsmálastörf Jóns Kaldals spönnuðu nokkra áratugi, í ráðum og stjórnum auk þess að vera varaforseti ÍSÍ um árabil. Auk þess innti hann af hendi mörg aukastörfin sem leiðbeinandi og ráðgjafi um íþróttamál í frístund- um sínum. í formannstíð hans varð skíða- deild félagsins til, stórhuga hug- sjón um útivistarsvæði fyrir okkur Reykvíkinga varð að veru- leika. Samvinna fyrstu stjórnar skíðadeildar ÍR, og þá fyrst og fremst Jóns Kaldals, við Valgerði á Kolviðarhóli var með þeim glæsibrag, að við stóðum allt í einu svo til jafnfætis við nágranna okkar á hinum Norðurlöndunum, hvað aðstöðu varðaði. Húsakynni öll endurnýjuð, húsgögn af bestu gerð og aðstaða öll eins og best var á kosið. Brekkur og dalir með nægum snjó, svo til við húsdyrnar, og ekki nóg með það, efnt var til námskeiða með afbragðs erlend- um kennurum sem eiginlega varð kveikjan að áhuga okkar Islend- inga fyrir vetraríþróttum. Þar komu stórhugur, smekkvísi og at- hafnasemi Jóns að miklum notum. Það þyrfti langa grein til að tí- unda allt sem frumherjar íþrótta á þessu landi unnu að, á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þar var Jón virkur þátttakandi og vann öt- ullega að íþróttamáium um ára- tuga skeið. Við IR-ingar kunnum vel að meta hans störf í þágu félagsins og annarra mála sem snerta æsku þessa lands. Þegar við gamlir vinir og félag- ar Jóns kveðjum hann í dag hinstu kveðju, þökkum við honum gömul og góð kynni, vináttu og dreng- lyndi og sendum ekkju hans, Guð- rúnu, og börnum þeirra, innilegar samúðarkveðjur. Vp. Kveðja frá íþrótta- sambandi íslands Jón Kaldal, einn af brautryðj- endum á sviði íþrótta, er allur. Hann hóf íþróttaiðkanir ungur og helgaði sig frjálsiþróttum. Náði hann frábærum árangri. Sigraði hann í flestum langhlaupum hér heima og í Danmörku, þar sem hann dvaldi um skeið við nám. Var hann lengi jslenskur methafi í 3000, 5000 og 10000 m hlaupum og hann náði svo langt að vera meðal keppenda í liði Dana á Ólympíu- leikunum í Antwerpen 1920. En Jón Kaldal var ekki ein- göngu íþróttaiðkandi. Hann tók virkan þátt í félagsstarfi innan íþróttasamtakanna og sinnti þar margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann var m.a. um skeið formaður íþróttafélags Reykjavíkur og varaforseti íþróttasambands ís- lands var hann árin 1943—1945. Fyrir íþróttaafrek og störf í þágu íþróttasamtakanna var Jón gerður að heiðursfélaga íþrótta- sambands íslands árið 1946, en áð- ur hafði íþróttafélag Reykjavíkur veitt honum samskonar viður- kenningu. Með Jóni Kaldal hverfur af sjónarsviðinu mikill persónuleiki sem átti að baki sér glæsilegan íþróttaferil, hér heima og erlendis, og mikilhæfur forustumaður íþróttasamtakanna. Nú þegar Jón Kaldal er kvaddur hinstu kveðju, vottar íþróttasam- band íslands þessum látna heið- ursfélaga sinum þakkir og virð- ingu. Minningin um Jón Kaldal mun lengi lifa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.