Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 25 Áslaug Stephensen Selfossi - Minning Fædd 23. aprfl 1895. Dáin 30. október 1981. í dag verður gerð frá Selfoss- kirkju útför frú Áslaugar Stephensen. Hún andaðist árla morguns föstudaginn 30. október sl. á heimili sínu Hlaðavöllum 5 þar í bæ. Hún hafði kennt van- heilsu að undanförnu. Áslaug fæddist að Mosfelli í Mosfellssveit 23. apríl 1895 og var því á 87. aldursári þegar hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Eiríksdóttir, bónda að Karlsskála við Reyðarfjörð Björnssonar, og konu hans Sigríð- ar Pálsdóttur og séra Ólafur Stephensen, Magnúsar bónda í Viðey, Ólafssonar dómsritara í Viðey Stephensen og konu hans Áslaugar Eiríksdóttur, sýslu- manns Sverrisen, þá prestur að Mosfelli í Mosfellssveit og síðar að Bjarnarnesi í Hornafirði og pró- fastur í A-Skaftafellsprófasts- dæmi. Var Áslaug þriðja í röðinni af níu börnum þeirra hjóna sem upp komust. Af systkinum Ás- laugar eru á lífi Stephan, kaup- maður og systurnar Helga, Elín og Ingibjörg. Aslaug ólst upp á heimili for- eldra sinna í hópi góðra systkina og naut þeirrar menntunar sem börn og unglingar fengu í þá daga. Hún kvæntist 5. júlí 1918 í ráð- húsi Kaupmannahafnar unnusta sínum Jóni Pálssyni frá Þingmúla í Skriðdal. Jón hafði þá lokið emb- ættisprófi í dýralækningum frá Dýralækna- og landbúnaðarhá- skólanum í Kaupmannahöfn. Mik- ill harmur er nú að Jóni kveðinn á 91. aldursári að missa lífsförunaut sinn eftir 63 ára farsæla sambúð. Við heimkomuna frá Danmörku fékk Jón veitingu fyrir embætti dýralæknis á Austurlandi með búsetu á Reyðarfirði. Bjuggu þau Áslaug þar í 15 ár eða til ársins 1934 að Jóni var veitt embætti dýralæknis á Suðurlandsundir- lendi. Það sama ár fluttu þau til Selfoss. Segja má að á Selfossi hefjist æfistarf þeirra hjóna. Þau voru ein af frumbyggjum staðar- ins. Þar festu þau rætur. Fyrstu árin bjuggu þau í leiguhúsnæði í gamla Bankanum við Austurveg uns þau festu kaup á eigninni Hlaðir og fluttu þangað. Síðar þegar umsvif minnkuðu byggðu þau hús í landi Hlaða, sem þau bjuggu í síðan. Umdæmi Jóns á Suðurlandi spannaði yfir Árnes- sýslu, Rangárvallasýslu, V.-Skaftafellsýslu og Vestmanna- eyjar allt til ársins 1950 að því var skipt. Eins og nærri má geta þurfti hann oft að vera fjarver- andi frá heimilinu dögum saman vegna starfa sinna. Kom þá í hlut Áslaugar að stjórna hlutunum heima, gefa ráð í minni háttar til- fellum og afgreiða lyf. Fórst henni þetta vel úr hendi og var að orði haft hve vel hún hefði sett sig inn í starf Jóns, enda voru þau jafnan samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Synir Áslaugar og Jóns eru: Garðar skógarVörður, kvæntur Móeiði Helgadóttur frá Birtinga- holti. Ólafur framkvæmdastjóri, kvæntur Hugborgu Benediktsdótt- ur frá Sauðhúsum í Dölum. Páll tannlæknir, kvæntur Svöfu Þor- steinsdóttur frá Hellu á Rangár- völlum og Helgi bankastjóri á Akranesi, kvæntur Höllu Teits- dóttur frá Eyvindartungu í Laug- ardal. Þau ólu upp Steinunni Helgu, dóttur Ragnheiðar Stephensen, systur Áslaugar, og Sigurðar Kristinssonar. Maður hennar er Halldór Jónsson, verkfræðingur. Afkomendur þeirra eru nú 39. Ég sem þessar línur rita kom sem sumarstrákur til Áslaugar og Jóns á fyrsta ári þeirra á Selfossi og dvaldi hjá þeim meira og minna á sumrum á æsku- og upp- vaxtarárum mínum. Á þessum ár- um voru hnýtt vináttubönd sem ekki rofnuðu. Á kveðjustund er mér efst í huga að þakka frænku minni fyrir áratuga órofa vináttu og einstaka velvild hennar í minn garð alla tíð. Mínum aldna vini Jóni Pálssyni og fjölskyldunni allri sendi ég innilegar samúðarkveðjur mínar og minna. Finnur Stephensen Mér er í barnsminni sá atburður þegar Jón bróðir reið í hlað í Tungu, æskuheimili okkar, með sína ungu brúði fyrir 63 árum. Brúðurin bar ættarnafnið Step- Gjöf til Hallgrfmskirkju MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi bréf frá Bygginganefnd Ilall grímskirkju í Reykjavík: í framhaldi af frétt sem Mbl. birti 30. okt. sl., um næsta áfanga Hall- grímskirkju, þ.e. hvelfingar og þak kirkjuskipsins — er vinsamlega óskað eftir því að blaðið birti bréf, sem kirkjunni var að berast, ásamt peningagjöf, frá svissneskum vini og aðdáanda Hallgrímskirkju. Bréfið fylgir hér með í íslenzkri þýðingu, en í því eru góðar óskir og kveðjur til allra landsmanna, sem eflaust munu gleðja marga. — Hér með fylgja 100 svissneskir frankar í byggingarsjóð hins nýja og mikla tákns kristinnar trúar á ís- landi. Vinsamlegast þiggið þetta sem jólagjöf frá mér til kirkju yðar, sem mér finnst dásamleg hugmynd, hvergi annars staðar hef ég heyrt um neitt þessu líkt, að reisa með gjöfum alþjóðar stóra kirkju og nýtt tákn Reykjavíkurborgar og íslands, og það stig af stigi eftir því sem f jár- munir berast. Vinsamlegast metið þessa upphæð sem lítinn stein í hugmyndina dá- samlegu. Næst þegar ég kem til Reykjavíkur mun ég sjá hvernig miðað hefur byggingunni, sem mér finnst svo afar stílfögur. Ég vona líka að Guð launi mér þessa gjöf. Ég er kaþólskur, en mér finnst lúthersk trú afar nátengd minni kirkju og álít lútherska menn vera nánustu vini minnar kirkju — jafnvel nánari en bræður. Ég óska öllum Reykvíkingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og aukinnar velgengni með hina dá- samlegu byggingu Hallgrímskirkju. Hvílík hugmynd, að byggja höfuð- helgidóm með gjöfum heillar þjóðar. Þótt hún sé smá, þá er hún þó svo stór að menningu og siðferði. Yðar einlægur, H.P. Gantenbein junior. hensen, var prestsdóttir og hét Áslaug. Hve bein í baki og tíguleg hún sat í söðlinum er mér enn minnisstætt. Sú mynd sem þá greiptist í huga mér af Áslaugu mágkonu hefur ekki breyst síðan að öðru leyti en því, að af þeirrí grein, sem þar fór hefur vaxið upp laufríkt tré með fríða krónu. Þau Jón og Áslaug voru þá að koma frá Kaupmannahöfn með viðkomu í Gundarfirði, þar sem foreldrar hennar bjuggu þá. Jón hafði þá fengið veitingu fyrir dýralæknisembætti Austurlands með búsetu á Rreyðarfirði, og þangað var förinni heitið. Á Reyðarfirði stóð heimili þeirra í 16 ár. Þar byggðu þau sér hús og kölluðu Tungu og þar fædd- ust drengirnir þeirra fjórir. Dýralæknislaunin voru ekki há á þeim árum en með dugnaði og hagsýni húsmóðurinnar nýttust þau vel, þó aldrei væri af slegið kröfunni um fulla reisn og gestum og gangandi veittur hinn besti beini. Á þessum árum var tíður sam- gangur milli Tungu á Reyðarfirði og Tungu í Fáskrúðsfirði. Þá voru Austfirðir ekki orðnir vegaðir sem nú, heldur var ferðast á hestum, eða bara fótgangandi. Oftast var þá farin Stuðlaheiði, brattur og erfiður fjallvegur. Jón var mikill hestamaður og átti jafnan góða og trausta hesta, enda þurfti hann þess með starfa síns vegna. Þar fylgdi frúin honum fast ef hún var með í för, sat sinn hest í söðli með sömu reisn og þá hún reið í hlað í Tungu hið fyrsta sinn. Svo er það árið 1934 að Jón fær veitingu fyrir dýralæknisembætti Suðurlands með búsetu á Selfossi og flytjast þau Áslaug þá þangað. Þar byggja þau upp sitt annað heimili með ekki minni reisn en verið hafði í Tungu og staðið hefur fram á þennan dag. Mér hefur stundum fundist að vegna starfa Jóns, sem oft var langdvölum að heiman, mætti líkja stöðu Áslaug- ar við stöðu sjómannskonunnar, sem standa verður vörð um heill og hamingju heimilisins í fjarveru húsbóndans og vissulega var því öllu vel borgið í hennar höndum. Við mágafólk Áslaugar þökkum henni þá miklu hamingju og gæfu er hún glæddi líf bróður okkar, fyrir synina fjóra er hún ól inn í okkar fjölskyldu, já, hafi hún þökk fyrir það og svo ótalmargt annað. Allt fram steymir endalaust — eftir meira en hálfrar aldar far- sæla sambúð er erfitt að sjá á eftir tryggðavininum. Og nú þegar lifsklukka bróður míns er farin að tifa inn á tíunda tuginn heldur hann enn góðri andlegri og líkam- legri hreysti, stendur á ströndinni beinn í baki og bíður þess albúinn að almættinu þyki tími til kominn að ljá honum vængi til flugs í þeirri von að lendingin verði í örmum sinnar heittelskuðu brúð- ar. Sigsteinn Pálsson Á þriðjudaginn í fyrri viku var fagurt haustveður, með því allra fegursta sem getur á þessum tíma árs. Þá átti ég leið um Selfoss og leit inn til gamalla gistivina minna, Áslaugar Stephensen og Jóns Pálssonar dýralæknis, eins og minn var vani. Sat ég hjá þeim í góðum fagnaði um stundar skeið og vorum við að spjalla um og rifja upp hitt og þetta frá fyrri tímum eftir hálfrar aldar kunn- ingsskap og vináttu og bar margt skemmtilegt á góma í haustsól- inni, sem brá unaðslegri birtu yfir hlýja stofuna. Þau hjónin léku á als oddi þrátt fyrir háan aldur, hann níræður en hún 86 ára. En skjótt getur sól brugðið sumri, og tæpum þrem sólarhringum síðar var mér sagt lát Áslaugar að t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og úttör mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SKÚLA SIGURDARSONAR, frá Urðarteig Mállrídur Snjólfsdóttir, d»tur,tengdasynir og barnabörn. morgni hins 30. október. Hún varð bráðkvödd um fótaferðartíma. Foreldrar Áslaugar voru þau hjónin Ólafur prestur Stephensen, sonur Magnúsar bónda í Viðey og Áslaugar Eiríksdóttur Sverrisson- ar sýslumanns, og Steinunn Eiríksdóttir Björnssonar bónda á Karlsskála við Reyðarfjörð og Sig- ríðar Pálsdóttur. Þau Ólafur og Steinunn voru atgerfisfólk, bæði fríð sínum, glaðlynd og skaplétt, gekk hvorttveggja ríkulega í ætt til barna þeirra, en þau urðu alls ellefu og tíu komust á fullorðinsár. Eru nú fjögur þeirra á lífi. Áslaug fæddist að Mosfelli í Mosfellssveit árið 1895, þar sem faðir hennar var þá prestur. En hugur Ólafs stóð meira til búskap- ar en prestsverka og því fluttu foreldrar hennar brátt að Lága- felli, þar sem rýmra var um þau. En um það bil tíu árum síðar fluttu þau að Skildinganesi við Reykjavík. Á þessum stöðum sleit Áslaug barnsskónum. Síðan flutt- ist fjölskyldan vestur í Grundar- fjörð þar sem Ólafur stundaði út- gerð um nokkur ár, og þaðan hleypti Áslaug heimdraganum og hélt til Danmerkur á fyrri stríðs- árunum, en þau Ólafur og Stein- unn brugðu enn búi og fluttu að Bjarnarnesi er Ólafur hóf prest- skap að nýju. Þau Áslaug og Jón Pálsson gengu í hjónaband í Ráðhúsi Kaupmannahafnar í júlí 1918 skömmu eftir að hann hafði lokið dýralæknaprófi. Komu þau heim samsumars og reistu bú á Reyð- arfirði, þar sem Jón var skipaður dýralæknir í Austfirðingafjórð- ungi. Þar bjuggu þau til ársins 1934, er Jón var skipaður dýra- læknir á Suðurlandi, og settust þau að á Selfossi. Á Reyðarfirði fæddust þeim fjórir synir, allir myndarmenn, þeir Garðar skóg- arvörður, Ólafur forstjóri Steypu- stöðvar Suðurlands, PáH tann- læknir á Selfossi og Helgi útibús- stjóri Landsbankans á Akranesi. Eru þeir allir kvæntir og búa þrír þeirra á Selfossi. Áslaug saknaði þess að hafa ekki eignast dóttur og því tóku þau Jón Steinunni syst- urdóttur Áslaugar kornunga í fóstur og ólu hana upp sem eigið barn. Jón Pálsson fékk brátt mjög annríkt í þessu stóra héraði, en Áslaug stóð fyrir stóru heimili. Auk heimilisfólks bjuggu lengi hjá þeim gömul kona, sem hafði fluttst með þeim austan, og Þor- varður Sölvason kaupmaður. Hér við bættist að mjög var gest- kvæmt og öllum vel fagnað. Oft og tíðum var borið á borð fyrir jafn- marga og heimilisfólkið var, og aldrei var skortur á góðum mat eða drykk. Allt fór það vel úr hendi því að Áslaug var svo verk- lagin að af bar. Áslaug var fríð og fönguleg kona svo að eftir henni var tekið á mannamótum, og í samræðum var hún gamansöm og stundum glett- in. Hún hafði gaman af að ræða við fólk, fræðast af því og fræða aðra, ekki hvað síst um einstaka menn og ættir þeirra, og var hún bæði ættfróð og einstaklega ætt- rækin. Hún átti hugmyndina að því, að efnt var til svonefndra Karlsskálamóta, þar sem niðjar Eiríks og Sigríðar í Karlsskála komu saman á fárra ára fresti. Þau mót munu hafa verið ein fyrstu af slíku tagi og orðið flest- um að fordæmi. Þau Jón Pálsson og Áslaug lifou í hamingjusömu hjónabandi í 63 ár. Þau voru mjög samhent í öllu og bjuggu börnum sínum gott heimili. Þá nutu þau og góðrar heilsu alla ævi og eignuðust fjölda vina sakir hlýju, greiðvikni og góðvildar. Minningin um Áslaugu mun lengi lifa meðal alls þess fjölda, sem kynntist henni. Hákon Bjarnason t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, MAGNÚSAR JÓNSSONAR bónda, Ballaré, Elínborg Guömundsdóttir, Óskar Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegt þakklæti til allra sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar og sonar. ÞORSTEINS BIRGIS EGILSSONAR. Hanna María ísaks, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Sólrún Margrét Þorsteinsdóttir, Egill Þorsteinsson, Egill Þorsteinsson, Elínborg Jónsdóttir. Lokað á morgun, föstudaginn 6. nóvember, vegna jaröar- farar JONS KALDAL Ijósmyndara. ARKÓ, teiknistofa, Laugavegi 41. Lokað í dag til hádegis í verslun og vinnustofu okkar vegna jaröarfarar JÓNS KALDAL Ijosmyndara. Ljósmyndaþjónustan sf., Mats Wibe Lund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.