Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 Sjómenn á Qlafsvík: „Komið verði í veg fyrir að stjórnvöld haldi áfram að skerða kjör sjómanna* Á MILLI 70 og 80 sjómenn í Ólafs- vík hafa undirritað mótmæli gegn nýju fiskverði. í ályktun, sem þeir hafa sent Morgunblaóinu, segir, að fiskverðsákvörðun, sem gerð hafi verið með atkvæðum fiskkaupenda og fyrir atbeina hins opinbera oddamanns, feli í sér mikla hlut- fallsskerðingu á launakjörum sjó- manna, miðað við aðrar vinnustéttir. „Sjómenn í Ólafsvík skora á aðra starfandi sjómenn í landinu að standa saman og tryggja ekki bara 5% hækkun fiskverðs heldur 15% og þá ekki síður það að koma í veg fyrir, að með atfylgi stjórn- valda verði kjör sjómannastéttar- innar í landinu lækkuð hlutfalls- lega miðað við aðrar stéttir, eins og með hinni nýju fiskverðs- ákvörðun var gerð tilraun til. Það er viðurkennt, að sjómenn Basar Kven- félags Háteigs- sóknar HA/AR Kvenfélags Háteigssóknar til styrktar málefnum kirkjunnar verður að þessu sinni í félagsmiðstöðinni Tónabæ, Skaftahlíð 24, laugardaginn 7. nóvember og stendur yfir frá kl. I4.CM) til 17.00. A bazarnum verður margt fal- legra og eigulegra muna. Konurnar í Kvenfélagi Háteigs- sóknar hafa unnið að því að gera kirkjuna sem best úr garði. I* f RHD ERMETO háþrýstirör og tengi Atlas hf Grófinni 1. — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík. vantar um 20% til þess að ná þeim kaupmætti, sem landverkafólk hefur, en það er von okkar að sjó- menn um land allt standi saman að baki þeim er með samningamál fara í næstu kjarabaráttu og sýni þar með stjórn landsins að þeir 5900 sjómenn sem afla 85—90% þjóðartekna eru uppistaða þjóðfé- lagsins og óskað er eftir að ekki sé litið á þá sem einhverja þurfa- linga á islensku þjóðinni." Akureyri: Fyrstu áskriftar- tónleikar vetrarins KYRSTU á.skriftartónleikar Tónlist- arfélags Akureyrar á nýbyrjuðu starfsári verða í Borgarbíói á Akur- eyri 7. nóvember. Á þessum tónleikum leikur Jon- athan Bager flautuleikari ásamt strengjakvartett, en hann skipa eftirtaldir hljóðfæraleikarar: Laufey Sigurðardóttir og Júliana Kjartansdóttir, fiðla, Helga Þór- arinsdóttir, lágfiðla og Nora Kornblueh, selló. Á efnisskrá er flautukvartett í C-dúr eftir Mozart, strengjakvart- ett eftir Þorkel Sigurbjörnsson, flautukvartett í D-dúr eftir Moz- art og strengjakvartett í a-moll eftir Brahms. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00. Aðgöngumiðar og áskriftarkort að tónleikum vetrarins verða seld í Bókabúðinni Huld og við inngang- inn. Kynlegar ástríð- ur á bókauppboði Klausturhóla KLAUSTUKHOLAK, listmunauppboð (iuðmundar Axelssonar, efna til 87. upphoðs fyrirtækisins nk. laugardag kl. 14.00. Að þessu sinni verða seldar bækur og ýmis prentverk, gömul og ný. Uppboðsskráin skiptist að venju eftir efnum: Ýmis rit, Ijóð og kvæði, rit er lendra höfunda, fcrða- og landfræðirit, fornritaútgáfur og fræði, tímarit, bókfræði og menntir, málfræði, rit ís- lenzkra höfunda, æviminningar og ætt- fræði, þjóðsögur og sagnir, saga lands og lýðs. Það er sérstakt við þetta uppboð, að þar er boðið fram margt smárita Jóhannesar Kjarvals, sem nánast ekki hafa sézt árum saman. Má þar m.a. nefna: Bergmál eftir J.S.K. til Eggerts Stefánssonar söngvara, Rvík 1959; Eimskip fjörutíu ára, Rvík 1966, Ljóðagrjót, Rvík 1956, Þrjú lítil Ijóð, Rvík 1966, Grjót, 1930 og Meira grjót, 1937. Af öðrum einstökum verkum má t.d. nefna: Bergþórssaga eftir Sigur- jón Pétursson á Álafossi ásamt draumamyndum af ýmsum helztu köppum á Íslandi á þjóðveldisöld, Alþingismannatal Spegilsins frá 1930, kver í Ijóðum, nokkur rit eru eftir Þorvald Thoroddsen náttúru- fræðing, en þau eru nú æði sjald- fengin. Einnig má nefna: Privatbol- igen pá Island cftir dr. Valtý Guð- mundsson, Hugur og tunga eftir dr. Alexander Jóhannesson, Ungersvend og Pige (Piltur og stúlka) eftir Jón Thoroddsen, útgefin af J. Lefolii, Flensborg 1877, Nockur gaman- kvæði, útgefin af Páli Sveinssyni í Kaupmannahöfn 1832, hið fáséða ættfræðirit Brynleifs Tobíassonar: Hver er maðurinn? 1,—2. bindi, Göngur og réttir, 1.—5., eftir Braga Sigurjónsson og fleiri og verk Mar- geirs Jónssonar um Torskilin bæja- nöfn, 1.—4. hefti. Að lokum má geta elzta prentaða verks, sem Þórbergur Þórðarson stóð að: Kynlegar ástríður, sögur eftir Edgar Allan Poe, sem prentuð var í Reykjavík 1915, nokkru áður en fyrstu pésar höfundarins sáu dags- ins Ijós. Bækurnar eru til sýnis hjá Klausturhólum nk. föstudag kl. (Fréttatilkynning) Kabarcttdagskrárnar byggjast á stuttum grínatriðum, þar sem víða er komið við: I eldhúsinu, sjónvarpinu, Þjóðleikhúsinu, húsaleiguharkinu, hjá bankastjóra, tannlækni og víðar. (Ljósm.: l>jóðleikhú.síA) Þjóðleikhúskjallarinn: „Kjallarakyöld“ tekin upp að nýju“ KJALLARAKVÖLD í Þjóðleik- húskjallaranum verða tekin upp að nýju nú um helgina, en þá er mat- argestum boðið upp á skemmti- dagskrá í ætt við kabarett á föstu- dags- og laugardagskvöldum, sem e.k. endurgjaldslausa ábót. Var þessari starfsemi hleypt af stokk- unum sl. vetur og þótti gefast vel. Þjóðleikhúsið hefur í þetta sinn fengið til liðs við sig höf- unda útvarpsþáttanna „Ullen- dúllendoff", þau Gísla Rúnar Jónsson, Eddu Björgvinsdóttur og Randver Þorláksson. Hafa þau samið þrjár mismunandi kabarettdagskrár, sem eru hver um sig 45 mínútur að lengd. Tvær þeirra hafa þegar verið æfðar og verða sýndar á víxl fyrst um sinn, ýmist föstu- dagskvöld eða laugardagskvöld, eftir því hvaða sýning er á stóra sviðinu, þar eð af því mótast hvaða leikarar eru lausir. Verð- ur auglýst í blöðum hverju sinni, hvaða dagskrá verður flutt. Væntanlega fer þriðja dagskráin í æfingu fljótlega. Dagskrá I verður frumflutt föstudag, en dagskrá II laugardag. Leikstjóri er Gísli Rúnar Jónsson, en leikendur auk hans eru Edda Björgvinsdóttir, Rand- ver Þorláksson, Helga Bach- mann, Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Þór- hallur Sigurðsson. Þá mun Sig- urður Þórarinsson leika á píanó milli atriða. Ekki verður sami matseðill með dagskrá I og II. Veitinga- maður er Svanur Ágústsson. Margrét H. Magnúsdóttir tekur við stofnskránni úr höndum Patriciu Hand. Akranes: Málfreyju- deild stofnuð FYRIK skömmu var stofnuð sérstök málfreyjudeild á Akranesi og fékk hún nafnið Ösp. Með stofnskrár fundi sem haldinn var 3. október sl. öðlaðist deildin fullt lögmæti innan ITC, Alþjóðasamtaka málfreyja. Stofnforseti deildarinnar á Akranesi er Margrét H. Magnús- dóttir og afhenti Patricia Hand henni stofnskrána. Málfreyjudeildin Ösp er áttunda málfreyjudeildin sem starfar á ís- landi. Bandalag kvenna: Fræðslufundur um félags- og tóm- stundastörf reykvískrar æsku BANDALAG kvenna í Reykjavík efnir til fræðslufundar um félags- og tóm- stundastörf reykvískrar æsku í Kristal- sal llótel Loftleiða næstkomandi laug- ardag, 7. nóv. Hefst fundurinn kl. 9.30 og stendur allan daginn til kl. 16 með hádegisverðarhléi og verða bæði fram- söguerindi og pallborðsumræður. Unn- ur S. Ágústsdóttir, formaður BKK, set- ur fundinn kl. 9.30. Fundarstjóri fyrir hádegi cr Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og eftir hádcgi Elín Pálmadóttir. Erindi hefjast kl. 9.40. Niels Á. Lund, æskulýðsfulltrúi ríkisins, tal- ar um þátttöku ríkis í félags- og tómstundastörfum ungmenna. Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur, talar um félags- og tómstundastörf ungl- inga. Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri, talar um íþrótta- starfsemi og útilíf fatlaðra, Agnes Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar, flytur erindi um fé- lags- og tómstundastarf ungmenna og Stefán Kristjánsson, íþróttafull- trúi Reykjavíkurborgar, erindi um íþróttir og tómstundastarf ung- menna. Eftir kaffihlé kl. 11 talar Karl Rafnsson kennari um félags- og tómstundastarf í grunnskólum Reykjavíkur, Áslaug Friðriksdóttir skólastjóri um viðhorf skólastjóra til félags- og tómstundastarfa í skólum, Konráð Kristjánsson og Berglind Einarsdóttir ræða viðhorf ung- menna til félags- og tómstunda- starfa og Þórunn Gestsdóttir blaða- maður talar um viðhorf foreldris til félags- og tómstundastarfa. Eftir hádegisverð kl. 13.30 verða pall- borðsumræður, sem fyrirlesarar taka þátt í og einnig verða fyrir- spurnir og umræður úr sal. Auk bandalagskvenna eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.