Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 29 Eftirmáli við opið bréf EftirOddA. Sigurjónsson Þann 27. okt. þ.á. birtist í Mbl. grein eftir Ingólf Þorkelsson, skólameistara í Kópavogi, sem nefndist „Menntaskóli í Kópavogi" í formi opins bréfs til Kópa- vogsbúa. Með því að undirritaður kom nokkuð við þessa sögu á sínum tíma, og ýmislegt virðist í þessu opna bréfi skólameistarans, sem ekki er beint eftir forskrift Ara fróða, um að skylt sé að hafa það, sem sannara reynist, þykir mér einsætt, að leggja hér nokkur orð í belg. Ingólfur skólameistari heldur því blákalt fram, og það er reynd- ar ekki í fyrsta skiptið, að Menntaskólinn í Kópavogi hafi fyrst verið settur þann 22. sept. 1973. Vorkunnarlaust ætti honum að vera að vita betur. Hið sanna í málinu er, að menntaskólinn var fyrst settur haustið 1972, þá í hús- næði Víghólaskóla. Þetta er ekk- ert laumuspil, enda gert í umboði og viðurvist menntamálaráðherra, Magnúsar T. Ólafssonar, sem hafði falið mér með setningar- bréfi, stjórn skólans það skólaár. í bréfaskiptum, sem farið höfðu milli ráðherra og fræðsluráðs Kópavogs, er þess getið, að líklega yrði farið fram á hliðstæða að- stöðu fyir skólann næsta skólaár, og að auki einnig fyrir nýjan I. bekk, auk kennslu II. bekkjar nemenda. Engin leið var fyrir Víghólaskóla að verða við þessu, vegna skorts á húsrými. Því var horfið að því ráði, að fá hinum nýja menntaskóla húsrúm í Kópa- vogsskólanum, þar sem hann er enn, og Ingólfur var skipaður skólameistari. Ingólfur skólameistari lýsir að- komu sinni að starfinu á þá leið, að skólinn hafi ekki haft neina nemendur, enga kennara, og ekk- ert endanlegt húsnæði. Var furða þótt maðurinn væri áhyggjufull- ur? En, sem betur fór leystust þessi mál af mikilli skyndingu, þegar hann kom til, og hafði „snúið sér ótrauður að því", sem gera þurfti. Verður að telja þetta einkar skörulega af sér vikið! Vissulega hefði hann mátt klaga sína nauð, ef þessi framsláttur hans væri ekki mestmegnis hinn nafnkunni „Tímasannleikur". I fyrsta lagi gat hann treyst á milli 50—60 nemendur frá fyrra ári skólans, í II. bekk, og vitað var, að þó þeir hefðu sótt um aðra skóla, meðan allt var í óvissu um, hvern- ig nám réðist, var ljóst að þeim myndi verða vísað heim í heima- byggð, þegar þar væri fenginn botn í framhald skólans. Sama máli gegndi um verðandi I. bekk- inga. Þeir höfðu einnig sótt um vist í öðrum menntaskólum, vegna sömu óvissu um framvindu mál- anna í heimabyggð. Hafi hinn nýi skólameistari gengið þess dulinn, hvernig að- stæðurnar voru um nemendaöfl- un, hafa það verið heimatilbúin vandræði. Svipuðu máli gegnir um húsrými til skólahaldsins. Annað húsrými en skólinn fékk, og notar raunar enn, var ekki á lausu í Kópavogi. Hitt má vel vera, að Oddur A.Sigurjónssón „Ýmislegt, sem ekki er beint eftir forskrift Ara fróða, um að skylt sé að hafa það, sem sannara reynist." samningar um það hafi eitthvað dregizt, af því að barnaskólinn þurfti nokkuð að þrengja að sér, vegna leigjendanna. Það mun þó hafa gengið árekstra- og áfallalít- ið, og ekki þurft neinar svefnlaus- ar nætur skólameistara til! Öllu lakari er fullyrðing hans um algert kennaraleysi. Tveir kennarar voru til reiðu, að fylgja annars bekkjar nemendunum til hans úr Víghólaskóla, og þar voru þeir enn, þegar fyrstu stúdentarn- ir voru útskrifaðir, hvað sem nú er. Auðvitað þurfti fleiri kennara, en ekki var leitað langt eftir þeim öllum. Ekki vil ég á neinn hátt troða skóinn ofan af Ingólfi skólameist- ara. Hans er víst ekki of mikið, fremur en annarra dauðlegra manna. En ég get ekki annað séð, en þessar sífelldu yfirlýsingar hans um óbærilegt ástand, þegar hann tók við Menntaskólanum í Kópavogi, eigi ekki við rök að styðjast. Mér virðist, að þetta sé frekar talsverður snertur af því, sem Danir kalla „Fikse Ideer". Svo má auðvitað vera, að hann telji sig þurfa að grunnfesta það hjá Kópavogsbúum, að hann hafi gripið til sama ráðs og Pompejus forðum, er hann taldi sig aðeins þurfa að stappa fæti í jörðina, svo upp sprytti her manns tilbúinn til fylgdar við höfðingjann! Vitað er, að Ingólfur hefur BA-próf í mannkynssögu, hvað sem öðrum háskólaprófum hans líður. En varla hefur hann þó þurft að stappa fast í foldina, til annars en að ráða slæðing af kennurum. Hér verður nú brátt látið staðar numið. Þessar Hnur eru ekki fest- ar á blað af löngun til að munn- höggvast, nema síður sé. Hvernig á því stendur, að hann klifar stöð- ugt á allskonar rangfærslum um upphaf Menntaskólans í Kópavogi, get ég ekki skilið. En mér þykir að rétt eigi að vera rétt, og stakk því niður penna, til að leiðrétta það fáránlegasta af framslætti „meist- arans". Smávegis kusk læt ég líða um dal og hól, nema frekara tilefni gefist. Tveir aðilar seldu frímerki úr landi TVEIR aðilar seldu frímerkt iim slög úr landi í frímerkjamálinu svokallaða, en í vor var maður úr skurðaður í gæzluvarðhald vegna málsins. Umslögum úr safni Tryggva Gunnarssonar í vörzlu Seðlabankans var stolið og erf- ingjar Þorsteins Þorsteinssonar, fyrrum hagsýslustjóra, hafa kraf- ist rannsóknar vegna umslaga sem talin eru hafa horfið úr dán- arbúinu. Þeir aðilar sem seldu umslög úr landi voru Frímerkjamið- stöðin og Frímerkja- og mynt- verzlun Magna. Frímerkjamið- stöðin tilkynnti Seðlabankanum þegar ljóst var að keypt höfðu verið umslög úr safni Tryggva úr safni Seðlabankans og kærði Seðlabankinrímálið. Tvö umslóg sem fara áttu á uppboð í Sviss í lok október voru tekin af upp- boðsskrá vegna fyrirspurna ís- lenzkra yfirvalda. Hefur stolið um 100 bflum MAÐUR sá, sem varð valdur að al- varlegu umferðarslysi á gatnamótum Ilöfðabakka og Vesturlandsvegar fyrir skömmu, er þrír bílar lentu sam- an í geysihörðum árekstri, hefur á sjö ára ferli sem bflaþjófur, stolið um 100 bflum. Þrettán ára gamall stal hann fyrsta bflnum. Þegar hann varð valdur að árekstrinum á mótum Vesturlands- vegar og Höfðabakka, ók hann yfir gatnamótin á rauðu ljósi. Hann var undir áhrifum áfengis. Ung kona liggur nú mikið slösuð í Borgar- spítalanum, margbrotin á báðum fótum og mjaðmargrindarbrotin og auk þess hiaut hún aðra áverka. Sex voru fluttir í slysadeild eftir árekst- urinn. Skömmu áður en pilturinn varð valdur að árekstrinum, hafði hann verið látinn laus úr fangelsi. Hann fékk skilorðsbundna náðun eftir að hafa afplánað %hluta 2 ára fang- elsisdóms. Þegar hann var látinn laus átti hann eftir að afplána 191 dag. Pilturinn var fluttur á sjúkra- hús eftir áreksturinn en fór þaðan í heimildarleysi. Hann hefur verið handtekinn og situr nú inni á Litla Hrauni, þar sem hann braut skil- yrði náðunarinnar. f9Franska eldhúsið « Kjölur sf. hefur nú hafið sölu á eldhús- og baðinnréttingum frá Henri Fournier, Frakklandi. Innrétt- ingarnar eru sérlega vandaðar og glæsi- legar og eru nokkrar þeirra til sýnis í hús- næði okkar, Borgar- túni 33, Reykjavík. Opið laugardaginn 7. nóvember frá kl. 10—16. Opið sunnudaginn 8. nóvember frá kl. 14—16. Bp*^"""*^] mmmO^^^^^S ^^í 1 KJÖLUR sf. Borgartúni 33. Sími: 21490 — 21846.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.