Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 Ascieir er ekki til sölu - segír Höeness viö belgísk og ítölsk félög BAYKKN Miinchen hefur að undanförnu fengið tilboð í Asgeir Sigurvinsson en l'li Höeness, framkvæmdastjóri félagsins, hefur vísað þeim öllum á bug og sagt að Ásgeir væri ekki til siilu. Samkvæmt fréttum í þýzkum blöðum eru tilboðin frá belgískum og ítölskum félögum. Það hefur vakið undrun margra framámanna í evrópskri knatt- spyrnu hve lítið Asgeir hefur fengið að leika með Bayern að undanförnu. Fyrrgreind félög hafa væntanlega gert sér vonir um að Ásgeir væri til sölu vegna þess en Höeness hefur nú tekið af öll tvímæli. Ásgeir er ekki til sölu og honum er ætlað hlutverk í fram- tíðarliði Bayern. Ástæðan fyrir því að Ásgeir fær lítið að leika með er sú að þjálfara félagsins, Cernai, virðist vera eitthvað í nöp við hann. Þessi þjálfari þykir vægast sagt sér- stæður maður, skapstór og orð- Ijótur með eindæmum. Mun vera lítil hrifning með manninn meðal leikmanna Bayern. Ásgeir lék aðeins síðustu 7 mín- úturnar í Evrópuleik Bayern og Benfica í fyrrakvöld. Næsti leikur Bayern er við Duisburg á heima- velli á laugardag og alls er óvíst hve mikið Ásgeir fær að vera með í þeim leik. Enhann segist alveg vera rólegur og bíði þess að hans tími í liðinu komi. — SS. Stjarnan sigraði ÍR örugglega - ÍR-ingar skoruðu ekki mark fyrstu 13 mínútur síðari hálfleiksins en Stjarnan skoraði sjö • l'jálfari Bayern gefur Ásgeiri fá tækifæri. Hann lék aðeins síðustu sjö mínúturnar gegn Benfica frá Portúgal. STJARNAN sigraði IR stórt í 2. deild íslandsmótsins í handknatt- leik í gærkvöldi, en liðin áttust við í Laugardalshöllinni. Lokatölur leiks- ins urðu 22—17, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9—7 fyrir ÍR. Reykjavíkurliðið skoraði síðan ekki mark fyrstu 13 mínútur síðari hálf- leiks, en Stjarnan hins vegar var iðin við kolann, skoraði 7 stykki og gerði út um leikinn. ÍR tókst að minnka muninn um tíma niður í 3 mörk, en örvænting kom í veg fyrir að ÍR- ingar næðu að rétta hlut sinn, því fór sem fór og sanngjarn sigur Stjörn- unnar var í höl'n. Það var lítill munur á liðunum í fyrri hálfleik, talsverð tauga- spenna setti mark sitt á bæði fé- lögin, en gæfumuninn gerði, að Jens Einarsson í marki ÍR varði hreint frábærlega, þar á meðal tvö vítaköst. Mikið jafnræði var með liðunum, til dæmis voru jafntefl- Unglingamót í badminton RKYKJAVÍKURMÓT unglinga í badminton fer fram í íþróttahúsi KR daganna 14. og 15. nóvember. Keppni hefst kl. 13.00 báða dag- anna. Týr 60 ára: Afmæliskveöjur á fjórum fallhlífum Knattspyrnufélagið Týr í Vest- mannaeyjum er 60 ára um þessar mundlr, en félagið var stofnað 1. maí 1921. Unglinga- og barnadans- leikir verða í samkomuhúsinu og á sama stað veglegt afmælishóf á laug- ardaginn. Klukkan 15.00 verður skotið upp hinni svokölluðu Týs- bombu, sem er sérstæð fyrir flestra hluta sakir. Er um meiri háttar flug- eld að ræða, því út úr eldglæringun- um mun spretta 60 fermetra dúkur með afmælisáletrunum. Mun dúkur þessi svífa rólega til jarðar á fjórum fallhlífum. istölur upp í 4—4, en ÍR þó jafnan fyrra liðið til að skora. En síðan náði ÍR dálitlu frumkvæði og komst 2—3 mörkum yfir síðustu 10 mínútur hálfleiksins. Stjarnan fékk tækifæri til að minnka mun- inn í eitt mark úr vítakasti á síð- ustu sekúndunni, en Eyjólfur Bragason mátti horfa upp á Jens verja frá sér meistaralega. En það kom ekki að sök, Stjarn- an hafði jafnað áður en að ein mínúta var liðin af síðari hálfleik og síðan hlóðust mörkin upp, vörn Stjörnunnar þéttist og Höskuldur Ragnarsson í markinu tók að verja ágætlega. Það var ekki fyrr en á 13 mínútu, að ÍR tókst að svara fyrir sig með marki Guð- mundar Þórðarsonar, en hann skoraði öll mörk ÍR utan eitt í síð- ari hálfleik. ÍR saxaði á forskotið, en við ramman reip var að draga þar sem tölur eins og 15—10, 16-11, 18-13 og 20-14 sáust á töflunni, Stjörnunni í hag. ÍR náði þó að minnka muninn í þrjú mörk, 17—20, er Stjörnumenn- misstu einbeitinguna um stund, en lengra náðu fjörbrot ÍR ekki. Lið IR sýndi svipaðar sveiflur og gegn Fylki á dögunum og kann slíkt ekki góðri lukku að stýra. Jens Einarsson varði eins og ber- serkur í fyrri hálfleik, en síðan ekki söguna meir fyrr en rétt und- ir lokin, er hann varði aftur nokk- ur skot í röð. Guðmundur Þórðar- son lék mjög vel, en aðrir gerðu ekki góða hluti nema annað slagið, mistök síðan á milli eða hreinlega ekkfneitt. Stjarnan lék mjög vel í síðari hálfleik, en ekkert sérstak- lega vel hins vegar í þeim fyrri. Varnarleikurinn þó allan tíman betri hlutinn, sérstaklega framan af síðari hálfleik. Athygli vakti, að Gunnar Einarsson þjálfari Stjörn- unnar lék ekki nema fáeinar mín- útur, en það kom ekki að sök. Við- ar hélt spilinu vel gangandi og Eggert ísdal og Eyjólfur Bragason ógnuðu með langskotum sínum. íp_ Magnús Teitsson átti einnig mjög góðan leik, en Stjarnan varð fyrir Stjðmdn áfalli á síðustu sekúndum leiksins, 17:22 Kyjólfur Bragason, Stjörnunni, átti góðan leik í gærkvöldi og skoraði fjögur mörk. Hér reynir Eyjólfur að brjótast í gegnum vörn ÍR. En Sigurður Svavarsson er til varnar. Skólamót í körfuknattleik KKÍ HELDIJR Meistaramót Grunnskóla í körfuknattleik í vetur. Skólar af öllu landinu eiga að geta tekið þátt í mótinu, því keppnisregl- Knattspyrnuþjálfari Þriöjudeildar liö Mývetninga oskar aö ráöa knattspyrnuþjálfara fyrir komandi keppnistímabil. Upplýsingar gefur Kristján í síma 96- 44164, á kvöldin. ur hafa verið einfaldaðar sérstak- lega fyrir það. KKI telur að keppa megi í nær öllum íþróttasölum sem notaðir eru til kennslu. Riðlakeppni sem er bundin við landshluta fer fram á tímabilinu desember-mars, en úrslitakeppni fer fram í lok mars. Keppt verður í þremur flokkum: Yngri flokki pilta 12 og 13 ára, eldri flokki pilta 14 og 15 ára og stúlknaflokki 12—15 ára. Þátttökutilkynningar þurfa að berast Körfuknattleikssamband- inu í síðasta lagi 15. nóvember nk., símleiðis eða bréflega. LjÓHm. Kaynar \\rkson. er Magnús slasaðist illa á fingri og lék grunur á fingurbroti. Er hætt við að Magnús verði illa fjarri góðu gamni á næstunni. MÖRK ÍR: Guðmundur Þórðarson 9, 4 víti, Björn Björnsson, Sigurð- ur Svavarsson og Phillip hinn danski 2 hver, Brynjar Stefánsson og Bjarni Hákonarson eitt hvor. MÖRK STJÖRNUNNAR: Eggert ísdal og Magnús Teitsson 5 hvor, Eyjólfur Bragason 4, 1 víti, Viðar Símonarson 4, 2 víti, Magnús Andrésson og Guðmundur Oskarsson 2 mörk hvor. Leikinn dæmdu Karl Jóhanns- son og Rögnvaldur Erlingsson. Gerðu þeir það nokkuð vel, en eins og venjulega mátti deila um fáein atriði. — gg. KR-ingar ráða Holmbert í gærkvöldi var gengið frá samn- ingi tnilli knattspyrnudeildar KR og Hólmberts Friðjónssonar. Mun Hólmbert taka við þjálfun meistara- flokks KR strax um áramótin. Hólmbert hefur undanfarin ár þjálf- að meistaraflokk Krain og náð góð um árangri með liðið. — ÞR. TBR-mót EINLIDALEIKSMÓT TBR 1981 verður haldið í húsi TBR sunnudag- inn 8. nóvember nk. og hefst það kl. 14.00. Keppt verður í einliðaleik karla og kvenna. Þeir sem tapa fyrsta leik fara í sérstakan aukaflokk. Mótsgjald er kr. 80 pr. mann. Aðalfundur AÐALFUNDUR frjálsíþróttadeildar íþróttafélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 12. nóvember næstkomandi að Hótel Esju. Hefst fundurinn kl. 21.00. Venjuleg aðal- fundarstörf. IR og KR mætast í kvöld KINN leikur fer fram í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í kvöld, ÍR og KK cigast við og hefst leikurinn klukkan 20.00. Keppt verður í fþróttahúsi Hagaskólans. Báðum lið- imiiin hefur gengið illa það sem af er keppnistímabilinu, ÍR þó sýnu verr, en liðið náði þó að vinna sinn síð asta leik. Reikna má með spennandi viðurcign.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.