Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 31 Þriú vítaköst mistókust hiá íslenska liðínu ílokin „ÞVÍ MHH'R þá datt botninn úr leik okkar undir lokin, en fram að því hafði rússneski björninn ekkert ráðið við snilldarleik strákanna. Við höfðum örugga forystu í leiknum eftir fyrri hálfleikinn, 11—9. Komumst síðan í 13—9, en þá fór að síga á ógæfuhliðina og við töpuðum leiknum 21—17," sagði Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari, er Mbl. ræddí við hann í gær kvöldi eftir leik íslenska landsliðsins gegn því rússneska á handknattleiks- mótinu í Tékkóslóvakíu. ísland— Rússland 17:21 Að sögn Hilmars átti íslenska liðið sérstaklega góðan fyrri hálf- leik. Þá var góður hraði í sóknar- leiknum. Leikkerfin gengu vel upp og varnarleikurinn var sterkur. Um tíma í fyrri hálfleik var fimm marka munur, íslenska liðinu í hag, er staðan var 11—6. Islenska Iiðið skoraði tvö fyrstu mörkin í síðari hálfleiknum og allt virtist stefna í sigur. En þá fór að síga á ógæfuhliðina. Þorbergur Aðalsteinsson varð fyrir því óhappi að meiðast og varð að yfir- gefa völlinn. Þreytan fór að segja til sín og smátt og smátt tókst hinum sterku rússnesku leik- mönnum að minnka forskotið og náðu forystunni, 15—14. Allt var samt í járnum og þegar aðeins 9 mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn, 17—17. Síðustu 9 mínútur leiksins skoruðu rússn- esku leikmennirnir fjögur mörg gegn engu. íslenska liðið missti al- veg taktinn í leiknum. Þrjú víta- köst fóru forgörðum, Kristjáni, Páli og Sigurði Gunnarssyni mis- tókst að skora. í kvöld leikur ís- lenska liðið gegn Ungverjum. Mörk liðsins í gær skoruðu þess- ir leikmenn: Steindór 5, Kristján 3, Páll 3, Þorbergur 2, Ólafur 2, Sigurður G. 1 og Þorbjörn 1. Einar Þorvarðarson var lengst af í markinu og varði 10 skot. Þ.R. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Fram slapp fyrir horn 8ÍÍ86 FRAMARAR sluppu eiginlega með skrekkinn er þeir sigruðu stúdenta með 86 stigum gegn 81 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í íþróttahúsi Kennara- háskóians í gærkvöldi. Stúdentar söxuðu jafnt og þétt á gott forskot Framara á síðustu mínútum leiksins og voru óheppnir að skora ekki fleiri stig. Stúdentar höfðu frumkvæðið fyrstu mínútur leiksins, sem hófst um tíu mínútum of seint. Fyrstu tíu mínúturnar var leikurinn jafn og spennandi, þó lítið skorað, enda léku bæði liðin góðan varnarleik. En þegar um 15 mínútur voru af leik, mynduðust gloppur í vörn stúdenta og Framarar sigu framúr. Bæði liðin léku hratt og -skemmtilega lengst af í fyrri hálfleik, en að honum loknum var staðan 43 stig gegn 35 fyrir Fram. IS- Fram Framarar breikkuðu fljótt bilið í seinni hálfleik og lengst af var 12 til 14 stiga munur. Áfram léku lið- in öflugan varnarleik og knöttur- inn gekk jafnan hratt á milli manna í sókninni, en býsna mörg körfuskot fóru nú forgörðum. Síðustu tíu mínúturnar riðlaðist annars ágætur leikur Framara, enda misstu þeir þá tvo af sínum beztu mönnum út af, þá Símon og Þorvald. Á sama tíma sóttu stúd- entar í sig veðrið og munaði þar einna mest um ágæta hittni þeirra Dennis McGuires og Bjarna Gunnars, sem skoraði hvert stigið af öðru í seinni hálfleik, en ekkert í þeim fyrri. Hljóp skrekkur i Framara er stúdentar sigu á, en þeir sluppu þó með hann, eins og fyrr segir. Hjá Fram stóðu þeir Guðsteinn, Þórir og Símon upp úr og aðrir leikmenn áttu góða spretti, svo sem Brady, sem oft fékk þó dæmda á sig óþarfa hluti, svo sem skref, ruðning o.þ.h. Þap var ef til yill meiri heildar- svipur yfir liði ÍS, þar áttu Gísli, Árni, Bjarni Gunnar, Ingi og Al- bert nokkuð jafnan og góðan leik og McGuire er í sókn. Með meiri heppni í körfuskótum gæti liðið mun betur. Stigin í leiknum skoruðu ann- ars: FRAM: Guðsteinn 11, Símon 16, Brazy 25, Þorvaldur 7, Björn M. 5, Þórir 12, Ómar 5 og Hörður 5. ÍS: Gísli 9, Árni 12, Bjarni Gunnar 19, Ingi 4, McGuire 30, Albert 4 og Jón3. • Steindór Gunnarsson átti snilldarleik í gærkvöldi, skoraði fimm mörk ag lék vel í vörninni. Einkunnagjðfin Fram: Guðstcinn Ingimarsson 7 Símon Olafsson 7 Þorvaldur Geirsson 7 Björn Magnússon 6 Þórir Einarsson 8 Ómar Þráinsson 6 Hörður Arnason 6 Björn Jónsson 5 IS: Gísli Gíslason 7 Árni Guðmundsson 7 ltjurni Gunnar Sveinsson 7 Ingi Stefánsson 6 Birgir Rafnsson 5 Albert Guðmundsson 7 Jón Óskarsson 5 Þorbergur meiddist Staðan í 2. deild STADAN í 2. deild er nú sem hér segir: ÍR Stjarnan Fylkir Þór Ve. Ilaukar ITBK Týr UMFA 3 0 1 80—70 3 0 1 95—85 85—83 78—79 1 2 2 0 I I •1 4 1 1 1 69—64 3 1 1 1 59—59 3 1 0 3 83—% 2 0 2 2 75—88 2 „VXi FINN anzi mikið til í óxlinni eins og er. Ég fékk mikið högg á öxlina og varð að yfirgefa völlinn. Það er alveg Ijóst, að ég lcik ekki handknattlcik cða æfi næstu vik- una," sagði Þorbergur Aðalsteins- son í gærkvöldi, en hann varð fyrir því óhappi að meiðast í leiknum gcgn Rússum í gærkvöldi. Var það mjög slæmt fyrir íslcnska landsliðið og ckki síður ef þetta á eftir að setja strik í Evrópukcppni Víkings, sem er skammt undan. - ÞR ¦Hjf um aftur til afgreiöslu 1100 X 20 snjódekk MIÖG IIAGS1YETT VERD Handknattielkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.