Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiöslunni er 83033 2ttt»rjjimMíifoífo w&^fatoib Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 FOSTUDAGUR 6. NOVEMBER 1981 Fór of geyst í hringtorgi ALLIIARÐUR árekstur varð í Eskihlíð skömmu eftir kl. 16 í gær. Volvo-birreið, sem ekið var úr Eskitorgi og niður Eskihlíð, lenti á VW-bifreið á leið suður Eskihlíð. Volvo-birreiðinni mun hafa verið ekið of hratt úr hringtorginu, þannig að ökumaður náði ekki beygjunni og fór yfir á rangan veg- arhelming, með þeim afleiðingum, að bifreiðin lenti á VW-bifreiðinni. Kona og barn í VW-bifreiðinni voru Dutt í slysadeild en meiðsli þeirra munu ekki alvarleg. Öku- mann og farþega í Volvo-bifreið- inni sakaði ekki, en þeir voru í bílbelti. Mynd Mhl. Júlíus. Sáttatillaga eða skammtfmasamiiing- ur bankamanna? SAMNINGANEFNDIR banka, sparisjóða og bankamanna hafa ver ið boðaðar á fund hjá sáttasemjara klukkan 9 árdegis. Verði lögð fram sáttatillaga í kjaradeildu banka- manna verður sáttanefndin að leggja hana fram í dag. Hins vegar voru í gærkvöldi taldar nokkrar Ifk- ur á, að samninganefnd banka og sparisjóða legði fram samningstil- boð á fundinum í dag og gilti sá samningur í nokkra mánuði. Rætt hefur verið um 2,5% launahækkun í slíkum skammtímasamningi. Sáttanefndin í kjaradeilu bankamanna hefur unnið að gerð sáttatillögu undanfarna daga og samkvæmt upplýsingum Mbl. var lokið við gerð hennar í gærkvöldi. I henni mun vera rætt um 7—8% kauphækkun á tveggja ára samn- ingstíma. Kæmu launahækkanir í fjórum áföngum á tímabilinu, fyrst2%,þál'/2' og loks 1 '/2 %. síðan aftur 2% „Tankvél" til reynslu á Keflavíkurflugvelli - andsvar við auknum umsvifum sovéskra hervéla VARNARLIÐIÐ á Keflavíkur- flugvelli hefur með samhykki utanríkisráðuncytisins fengið hingað til lands í tilraunaskyni, til að byrja með, eldsneytisgeymavél af gerðinni KC-135. Hefur þessi nýja „tankvél", sem er af gerðinni Boeing 707, með 4 manna áhöfn, sést á Keflavíkurflugvelli undan- farna daga. Að sögn Alþjóðaher- málastofnunarinnar í London eiga Bandaríkjamenn 615 flugvélar af þessari gerð, en hlutverk þeirra er að hlaða orrustuþotur og aðrar flugvélar eldsneyti á flugi. Hér á landi eru það Fhantom-orrustu- þotur og AWACS-ratsjár- og stjórnvélarnar, sem KC-135 „tankvélin" þjónar. Orrustuþoturnar hafa það hlutverk að fljúga í veg fyrir sov- éskar hervélar, sem nálgast ís- land, og AWACS-ratsjárvélarn- ar halda uppi eftirliti með ferð- um sovésku vélanna. Sam- kvæmt heimildum Morgunblað- sins þykir það hafa sýnt sig við síaukin umsvif sovéska hersins í lofti í nágrenni landsins, að full þörf væri á því að auka flugþol orrustuvélanna. Sovéskar sprcngju- og eftirlitsvélar af svonefndri Bear-gerð hafa til daímis svo mikið flugþol, að þær KC-135, velli. .tankvél" eins og sú sem nú <r í tilraunaskyni á Keflavíkurflug- < l.jósm. Kaldur Sveinsson.) notið aðstoðar KC-135 „tank- véla" áður, eins og til dæmis þeg- ar liðsauki barst til Keflavíkur- flugvallar í haust í tengslum við heræfingar. Phantom-orrustu- þotur, sem hingað komu þá frá Texas, fengu eldsneyti í lofti frá KC-135 vél. Þá hefur björgun- geta haldið kyrru fyrir í ná- grenni landsins nógu lengi til að orrustuþoturnar verða oftar en einu sinni að snúa aftur til Keflavíkurflugvallar til . að birgja sig upp af eldsneyti. Með hliðsjón af því, að oft skiptir snögglega um veður hér á landi og Keflavíkurflugvöllur er eini völlurinn, þar sem orrustuvél- arnar geta athafnað sig, eykur það svigrúm vélanna og öryggi til mikilla muna, að með aðstoð „tankvélarinnar" er unnt að lengja flugtíma þeirra. Kom það fram hjá heimildamönnum blaðsins, að með tilkomu „tankvélarinnar" ykist í senn öryggi landsins og flugmann- anna, sem gæta þess í lofti. Varnarliðið hefur á stundum arsveit varnarliðsins haft yfir „tankvél" af Herkúles-gerð að ráða en án hennar hefðu þyrlur sveitarinnar t.d. ekki getað farið jafn langt á haf út við björgun- arstörf svo sem nú á dögunum, þegar rússneskir sjómenn þurftu að komast undir læknis- hendur. Fyrr á árinu kom það fram í erindi, sem Richard Martini, þá- verandi aðmíráll á Keflavíkur- flugvelli flutti, að ferðir sov- éskra flugvéla í nágrenni ís- lands ykjust jafnt og þétt ár frá ári. I júní síðastliðnum flugu Sov- étmenn í fyrsta sinn nýjustu og fullkomnustu sprengjuvél sinni af svonefndri Backfire-gerð vestur fyrir nyrsta odda Noregs og suður á móts við Lófóten. Ný útflutningsgrein? Sjór til drykkjar EYRARFOSS, skip Eimskipafé- lags íslands, flutti nokkuð sér- stæðan farm ný nýlega til Pýzka- lands. Var þar um að ræða 20 þús- und lítra af sjó, sem nota á til drykkjar á heilsuhæli í l'ýzka landi. Frá þessu segir svo í frétta- bréfi Eimskipafélagsins undir fyrirsögninni „Ný útflutnings- grein?": „Nokkuð sérstæður farmur fór nýlega til Þýzka- lands með Eyrarfossi. Á heilsu- hælum, sem fyrirtækið „Bio Maris" rekur, drekka menn sjó sér til heilsubótar. Fyrirtækið hefur hingað til notað Norður- sjó, en mengun hans er nú talin ofar hættumörkum. Því er verið að leita á önnur mið, þar sem sjór er hreinni. Sjónum, um 20 þúsund lítrum, var dælt upp í tankgám á leið frá íslandi til Færeyja og var hann losaður í Hamborg, þar sem hann mun rannsakaður með tilliti til mengunar. Reynist sjórinn nægilega hreinn, verður honum tappað á flöskur og dreift á heilsuhælin. Sjórinn er drukkin blandaður með vatni." Sovéskir kafbátar: Kjarnorkuknúnum fjölgað um 120% I llíDI \1 kjarnorkuknúinna sovéskra kafbáta á svæðinu í kringum ísland hefur fjölgað um meira en 120% frá árinu 1976, að sögn Mik Magnússonar blaðafulltrúa varnarliðsins á Keflavfk- urflugvelli. Kafbátaferðum sovézka flotans í heild, jafnl kjarnorkuknúinna sem annarra, hefur á sama tíma fjölgað um 63%. Félag íslenzka prentiðnaðarins: Sprengja í loftskeyta- stöð í Grindavík? TOKKENNILEÍil R hlutur fannst síðdegis í gær í einni af rjarskiptastöðvum varnarliðsins, sem staðsett cr við Grindavík. Talið var að hér gæti verið um sprengju að ræða, húsið því rýmt og sprengjusérfræðingar kallaðir i vettvang. Kkki fengust upplýsingar um stærð eða gerð hlutarins og var málið enn í rann sókn í gærkvöldi. Mik Magnússon blaðafulltrúi varnarliðsins staðfesti í viðtali við Mbl. í gærkvöldi, að torkennilegur hlutur hefði fundist, sem talið var að allt eins gæti verið sprengja. Engin sprenging hefði þó orðið né slys á mönnum. Hann sagði málið enn í at- hugun og því ekki hægt að gefa nán- ari upplýsingar. Atkvæðagreiðsla um verkbann í dag A FUNDI í Félagi íslenzka prentiðnaðarins sem haldinn var í gærkvöldi var samþykkt að hefja allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um boðun verkbanns á meðlimi þeirra félaga sem nú þegar hafa boðað verkfall eða aflað sér verk- fallsheimildar, þ.e. Félags bókagerðarmanna og Blaðamanna- félags íslands. Hefjist verkbannið frá og með 17. nóvember, ef samþykkt verður. Félag bókagerðarmanna hefur boðað til verkfalls 14. nóvember nk., en Blaðamannafélagið hefur aflað sér verkfallsheimildar. At- kvæðagreiðsla um hvort boða skuli til verkbanns stendur yfir til kiukkan 10 í kvóld og verða at- kvæði þá talin. Fundurinn í gær fól stjórn og samninganefnd FÍP, ef hún á síð- ari stigi telur það nauðsynlegt, að fara þess á leit við sambands- stjórn Vinnuveitendasambands íslands að boða frekari verkbönn á aðra starfsmenn fyrirtækja inn- an FÍP. Þá lýsti fundurinn „furðu sinni á ótímabærri verkfallsboðun Fé- lags bókagerðarmanna, sem nú þegar hefur tafið samningavið- ræður", eins og segir í ályktun fundarins. þar gegir einnig. j^ framt vekur fundurinn athygli á því, að kröfur FBM voru ekki að fullu lagðar fram fyrr en 2 dögum fyrir boðun verkfalls. Til þess að draga úr tjóni atvinnufyrirtækja í prentiðnaði og jafnframt til að tryggja að þau geti hafið starf- semi að nýju að lokinni vinnu- stöðvun, er félagið knúið til að grípa til varnaraðgerða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.