Alþýðublaðið - 17.06.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.06.1931, Blaðsíða 2
9 ALÞÝÐUBfcAÐIÐ Kosnlngaúrslltln. Jénas , verður ráðherra. Verkamenn i dellu á Þelnnillrk í Merepl, Framsóknarflokkurinn ' átti 19 j þingmienn í þinginu, sem rofið | var. Við þessar kosningar hafa j Framsöknarmenn unnið fjögur þingsæti: Dali (Jónas Dorbergs- son útvarpsstjóri), Barð&strand- arsýslu (Bergur Jónsson sýsilu- ima'ður), annað sætið í Rangár- valiasýslu (séra Sveinbjörn Högnason) ;og annað sætið í Skagafirði (Steingrnnur Stein- þórsson skólastjóri á Hóium). Framsókn hefir því 23 þingsæti af 42 og fær því öruggan meiri hluta í ne'ðri deild: 16 gegn 12. ten í efri deild verða 7 Framsókn- armenn gegn 6 íhaldsmönnuim og einu-m Alþýðuflokksmanni (J'óni j Baldvinssyni), svo andstöðuflokk- j ar stjórnarinnar þar geta feit mál ! fyrir henni, ef hún fer með mikl- ar öfgar. Framsóknarmenn eiga ekki nema tvo iandkjörna þingmenn Hosningaríiar. Suður-Mulasýsla. Þar voru kosnir frambjóðend- ur „Framsóknar“-f]okksins, Sveinn Olafsson í Firði með 854 atkvæðum og Ingvar Pálmason með 845 atkv. Frairrájóðendur Aiþý'ðuflokksins fengu: Jónas Guðmundsson 455 atkvæði og Arnfinnur Jónsson 421. Fram- bjóðendur ihalds.fi. fengu: Magn- ús Gíslason 675 og Árni Pálsson 618. No ður-MúIasýsla. Þar voru og kosnir frambjóð1- endur , „FramiSÓknar“-fiokks(ins, Halldór Stefánsson með 619 at- kvæöum og Páll Hermannsson mie'ð 611. Frambjóðendur Ihalds- flokksins fengu: Árni Jónsson frá Múla 313 atkv. og Árni Viltijálms- son læknir 307. Dalasýsla. Þar ivar Jónas Þorbergsson. frambjóðandi „Framsóknar“- flokks.ins, kosinn með 382 atkv. Sigurður Eggerz, franibjóðandi 1- haldsfiokksins, fékk 308 atkv. Ó- gild atkvæði og auðir seðlar voru samtals 23—25. Gullbiingu- og Kjósar-sýsla. Þar v,ar Ólafur Thors, fram- bjóðandi ihaldsflokksins, kosinn með 1039 atkvæðum. Dr. Guð- brandur Jónsson, frambjóðandi Alþýðuflokksins, fékk 101 atkv. Séra Brynjólfur Magnússon, fram- bjóðandi „Framsöknar“-flokksins. fékk 368 atkv. Barðastrandasýsla. Þar voru atkv. talin í nótt. Var Berger Jónsson sýslumaður. af 6 og þurfa að geta kosið 6 mienn (í sameinuðu þipgi) upþ í efri deild til þess a'ð geta haft þar imeiri hluta (8 af 14), en til þiesis að geta kosið 6 þurfa þeir að hafa 27 þingmenn (en hafa ekki nerna 23). Hverjir verða ráðherrar? Ekki þarf að efa, að Tryggvi Þór- hallsson verður forsætisráðherra áfram, og ekki heldur að Jónas verður aftur ráðherra. Þa'ð er að eins u:m þriðja manninn, sem v,afi er. Fullyrt er, að Sigur’ður j Kristinsson miuni meta forstjóra- j stöðuna í Sambandi ísl. sam- vinnuféiaga meira en ráðherra- sætið og því hverfa úr því. Þá er ekki nema um tvo menn aðra að ræða: Einar Árnason, er var fjármálaráðherra, og Ásgeir Ás- geirsson, og er óvíst, hvor þeirra það verður. frambjóðandi „Framsóknar“- flokksins, feosinn með 747 at- kvæðum. Árni Ágústsson, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins, fókk 61 atkvæði. Hákon Kristófersson í Haga, frambjóðandi íhalids- flokksins, fékk 332 atkvæði. Ó- giid urðu 22 atkvæði. Auðir 3 seðiar. > Eru þá söniiu þingmenn fyr- ir Múlasýslur og Guilbringu- og Kjósar-sýslu ;og voru síðasta kjörtimabil, en aðrir fyrir Dali og Barðiastrandarsýslu. Talning atkvæða. í dag verður talið í Borgar- fjarðiarsýslu. f Norður-Þingeyjar- sýslu mun verða talið annaðhvort í dag eða á morgun. f Norður- isafjrðarsýslu og Strandasýslu verður talið á morgun. Hræsni — eða hvað? í reglugerð, sem borgarstjóri hefir nýlega gefið út, er fólk á- mint um það, að fara sþarlega með vatn og láta það ekki renha að óþörfu. Hvers vegna er þá leyft að þvo götur og hús í imið'- bænum - úr vatni, þegar við Austurbæjarmenn erum vatns- iausir? Slíkt átti sér stað í Imiorg- un, t. d. hjá símastöðinni. — Við eigum heimtingu á því, sem er- um vatnslausir mestallan dag- inn, að fólk í miðbænum og annars staðar þar, sem vatn er, eyði því ekki að óþörfu. EÖa var 'Jretta hræsni hjá borgarstjóra og ekkert aninað? 17/6. ’31.' S. G. Laugardaginn 29. maí fóru verkamenn úr borgunum S.kien og Porsgrund kröfugöngu til Menstad til mótmæla gegn því, að Norsk Hydro, fassavinslufé- lagið Imikla, notar verkfalls- brjóta þar við útskipun í Men- stad. Þar eð verkfallsbrjótarnir voru ekki að heldur látnir ’nætta vinn- unni, voru kröfugöngur hafðar á ný þriðjudaginn 2. júní frá báð- um ofannefndum borgum. Mætt- ust kröfugöngurnar þar sem Borgarstaðir heita, og voru þá saman komnir 1500 verkamenn og gengu menn í röðum fjórir í hverri röð. Var fyrst komið að þar, sem skipadráttarbraut er, og hafði verið sagt að þar ynnu verkfallsbrjótar, en þeir höfðu verið látnir hætta er heyrðist til kröfugöngumanna, Var þá hald- ið að aðalbryggjunni, en þar voru a'ð sögn 20 verkfalisbrjótar við vinnu. Á leiðinni þangað var kamið a'ð girðingu og var iokað hliðið á hienni. Kröföust forirlgjar verka- manna þess af yfirmanni lög- neglunnar, að hliðið væri opnað, en því var ekki sint. Var þá spyrnt við þvi og lét það eftir undan þunga fjöldans, og var nú frjáls aðgangur að hafnarsvæð- inu og varð þar þegar svart af fólki. Höfðu verkfailsbrjótar hætt vinnunni og fiestir komist inn í litið hús, er þarna var, og var lögregiuiið þar í bak og fyrir, en aðrir verkfalisbrjótar, þeir, sem ekki höfðu komist þangað, höfðu falið sig hér og þar. Viidu kröfugöngumenn komast inn í húsið tii verkfallsbrjótanna, en lögregian reyndi að hindra. Varð það þó að samkomulagi að kröfugöngumenn fengju að tala við verkfallsbrjótana, en verkamannafélagsstjórnirnar á- byrgðust að þeim yrði ekki mein gert. Var nú slegið þarna upp fundi og voru verkfallsbrjótarn- jir hafðir í ;m.iðið og var nú reynt að koma samkomulagi á um að vinna hætti. En meðan á því stóð var ait af verið að koma með nýja og nýja verkfallsbrjóta, og varð hávaði og hlátur i hvert sinn er komið var með einhvern þeirra, en þeir fundust í kjöllur- um, á kömrum og í skúmaskot- um. Var ákveðið að halda fund næsta dag tii þess að reyna að ná frekara samkomuiagi, og var nú skilið við verkfallsbrjótana, sem lofuðu að senda fulltrúa til Borgarstaðar næsta dag. Ríkti þarna hinn strangasti verka- mánnaagi, og gerði enginn öðru- vísi en félagsstjórnirnar fyrirskip- uðu. Var því verkfallsbrjótum elvkert mein gert, en margt ó- þvegið orð fengu þeir í eyra. Gengu kröfugöngumenn nú aftur til borga sinna. Næsta dag þegar Arthur Ber- by, formaður í Heröia verka- mannafélagi, var á leið til stefnu þeirrar, er sett hafði verið á Borgarstað, var hann handtekinn af iögregiunni, en hann er einn af þeim, sem stjórnað höfðu kröfu- göngunni. Komu hinir fulltrúar verkamanna á stefnuna, en full- trúar verkfallsbrjóta komu ekki. Eri af Berby er það að segja, að þeir 8 lögreglumenn, er tóku hann höndum, létu hann upp í bifreið og fóru með riann til Larvik, því þeir þóttust ekki geta: haldið honum nær hcirnkynnun- um. Eftir stutta dvöl þötti yfir- völdunum ótrygt að hafa hann í Larvik, og var hann fiuttur til Oslóar og látinn þar í fangelsi.. Brugðust verkamenn ekki vel við þessu, sem von er, og var nú ákveðið að haida útifund 4. júní í Porsgrunn, og ætluðu verkamenn í Skien að ganga þangað kröfugöngu og taka þátt í fundinum. En er funduriim hafði /Verið auglýstur bannaði lögreglustjórinn á Þelamörk að halda hann, svo og kröfugöng- una frá Skien. En verkamanna- félögin samþyktu að hafa bann þetta að engu. (Verður sagt frá hvað svo skeðií og nánari gangi þessa máls í blaðinu á rnorgun.) Stlómarskifti í Ansturríki? Vínarborg, 16. júní. U. P. FB. Winkler innanrikisráðherra befir sagt af sér vegna þess, að flokk- ur hans, landbúnaðarflokkurinn, sé snúinn gegn stjórainni. Búist er við, að öll stjórnin segi af sér í dag eða á morgun. Kafbátnr Wilkins. Washington, 16. júní. U. P. FB. George Rock varaflotaforingi, skipstjóri á herskipinu Washing- ton, hefir farið fram á það, að sendir verði dráttarbátar til að draga „Nautilus', til hafnar, því það taki vikutíma ella dg að eyða þeim tíirna komi í bága við sigiingaráðagerðir herskipsins. Flotamálaráðuneytið befir far- ið fram á það við útgerðarmenn „Nautilus“, að fengin verði drátt- arskip til þess að draga hann til Queenstown í írlandi. V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.