Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 1 1-2* j, pessum -tveim \j\'rb\st koma Vel SflmQn." er... .. .aö hugga hvort annað í sárri sorg. TM Reg U.S. Pat. Ott.-all rights raserved * 1981 Los Angeles Tlmes Syndícate Með morgunkaffinu Svaka barmur esilegur hnjákollur Þér báðuð mig að láta yður vita, frú meina, ég meina en hann er hættur að rigna! HÖGNI HREKKVISI PA5SA6U 7ÆPAPÍP/ ‘ "r ol. h>>' !• < 0 /íjasa/ &0zjg/r A 7%A//t/ Spennið beltin - það tek- ur ekki nema augnablik Ingjaldur Tómasson skrifar: „Komið hafa fram tvö sjónarmið um nytsemi öryggisbelta í bílum, í því skyni að draga úr hinum gífur- lega slysahryllingi götunnar. Sumir fullyrða að beltin komi að litlu leyti í veg fyrir slys og geti jafnvel verið hættuleg í vissum tilfellum. Það er líka talað um að verið sé að hefta frelsi manna með því að lögleiða notkun öryggisbeltanna. En menn verða bara að gera sér ljóst að nú- tíma þéttbýlisumferð krefst strangra og skýrra umferðarlaga, sem allir ökumenn eru tvímæla- laust skyldir að hlýða. Segja má að eiturlyfjasali skuli fá nægan tíma í útvarpi til að reyna að hvítþvo sig af glæp sínum. Og fjandinn þakki, þótt löggæslan neyddist til að yfir- heyra gemlinginn um glæpastarf hans. Og ekki dettur yfirvöldum í hug að kynna almenningi andlit og nöfn þessara óþokka, svo að ungt fólk, sem enn er laust við eiturfárið, geti varað sig á þeim. Fyrir um þremur árum fluttu bæði fyrrv. forseti og forsætisráð- herra nýársræður sínar og lýstu þar hinu mikla vínneysluböli þjóð- arinnar. Og nú nýlega gáfu flestir æðstu leiðtogar okkar út þá yfirlýs- „Ég tel, að með því að spenna beltin, verði menn fyrir sálrænum áhrifum, þannig að beltin kalli fram þá ábyrgðartilfinningu, sem aldrei má víkja úr huga bílstjórans." allt sé komið undir framkvæmd laganna. Eg hefi margsinnis bent á, að umferðaryfirvöld hafa stórlega brugðist þeirri skyldu að sjá um eins og frekast er mögulegt, að far- ið sé eftir umferðarlögunum, og að umferðarníðingar sæti tafarlaust það þungum refsingum, að þeir sjái að það borgi sig ekki að böðlast áfram í umferðinni án minnsta til- lits til annarra vegfarenda. Og svo er það „blessað" vínið og fíkniefnin. Það var svo sannarlega táknrænt um vesaldóm yfirvalda, þegar einn eitursalinn lýsti því yfir, að hann seldi mikið magn eiturlyfja og hefði fjöldamarga „fastakúnna", og blessaður ráðherrann sem nærstaddur var gat ekkert sagt annað um þetta: „Þú ættir bara að skammast þín, góði.“ Eg held nú að ráðherrann sjálfur hefði ekki síður átt að skammast sín fyrir allan undanslátt og ræfildóm yfirvalda gegn hinum þjóðhættulegu glæpa- mönnum, sem standa fyrir stór- auknum innflutningi, dreifingu og sölu fíkniefna og áfengis. Eg vil af alhug þakka Starra grein hans í Velvakanda 23. október um þessi mál og tek mér bessaleyfi til að endurtaka það helsta úr henni. Starri telur að þjóðin sé að verða andlega sljó fyrir miklu and- legu ómeti (ofbeldi), sem fjöimiðl- arnir flytja í tíma og ótíma. Já, það er svo sannarlega hastarlegt, að af- brotagemlingur eins og fyrrnefndur ingu að áfengið og afleiðingar þess væri nú orðið eitt ískyggilegasta böl þjóðarinnar og tafarlaust þyrfti að grípa til róttækra aðgerða gegn því. Síðan hefir ekki heyrst um minnstu viðleitni þessarar fríðu sveitar gegn þjóðarbölinu. Og svona er þetta, því miður, um öll þykjustusamtökin gegn vín- og vímuflóðinu. Það er hóað saman talráðstefnum með kaffidrykkju vítt og breitt um land- ið. Síðan ekki söguna meir. Og hver er svo árangur hins mikla og sífellt vaxandi ríkisstofnanabákns, sem á að vera til hjálpar og lækninga fyrir drykkjusjúka? Arangurinn virðist sorglega lítill, enda varla annars von, þegar drykkjumönnum er beinlínis talin trú um það af yfir- mönnum þessara stofnana að þeir séu bara sjúklingar, og að allt sé í lagi, jafnvel sjálfsagt, að fá sér við og við einn lítinn, bara ekki um of! Það er talað um fyrirbyggjandi starf (fínt orð). En er það ekki fyrirbyggjandi að byrgja brunninn áður en þarnið dettur í hann. Hin mikla slysaalda götunnar, sem að miklu leyti stafar af víndrykkju og vímulyfjum, auglýsir óhugnanlegan ræfildóm yfirvalda og engu er iík- ara en þjóðin sé þessu samdauna eða vilji ekki sjá né viðurkenna hin hryllilegu slys sem nær daglega verða hér í borginni. Ráðamenn Reykjavíkurborgar voru að karpa um það, hver hefði verið duglegastur að koma upp sem flestum veitingakrám, þar sem vín flýtur í stríðum straumum til kl. 3 á hverri nóttu. Afleiðingarnar þekkja víst allir, sem annars þora að taka þá áhættu að láta sjá sig að nóttu til í miðborginni, því að segja má, að þar taki ölóður skríll öll völd flestar helgarnætur ársins. Eg hefi margsinnis bent á, að mynda þurfi öfluga samstöðu allra þeirra félaga og afla, sem vilja vinna gegn áfengisbölinu, alstærsta og hættulegasta böli þjóðar okkar nú. Nýjar áhrifamiklar aðferðir verður að finna, nefni miklu strang- ari refsingar gegn brennivínsaf- brotum, stóraukið og harðara eftir- lit með allri umferð, kröfugöngur bindindis- og annarra áhugamanna á áfengisútsölustaði, þegar mesta kaupæðið fer fram, t.d. fyrir stór- hátíðir. Og mörg fleiri áhrifarík ráð mætti finna. Eina raunverulega tilraun til varnar gegn umferðarslysum hafa yfirvöld nú gert með því að lögleiða notkun öryggisbelta í bílum. Von- andi taka nú allir ökumenn þátt í þessari tilraun, með því að temja sér þá reglu að spenna beltin áður en ekið er af stað. Gangsetji fyrst og spenni svo beltið. Það tekur ekki nema augnablik. Ef stór hluti ökumanna hefir hvorki nennu né vilja til að gera þessa útlátalausu tilraun til að reyna að draga úr stríðsógnun um- ferðarinnar, þá er augljóst að þeir kæra sig kollótta um hörmungar þess fólks, sem ýmist hlýtur dauða eða ævilöng örkuml í hinum alltof tíðu stórslysum umferðarinnar. Eg tel, að með því að spenna beltin, verði menn fyrir sálrænum áhrif- um, þannig að beltin kalli fram þá ábyrgðartilfinningu, sem aldrei má víkja úr huga bílstjórans." Hvert stefnir í upp- eldismálum hérlendis? Þórunn Þóróardóttir skrifar: „Tilefni þessarar spurningar er frétt í sjónvarpinu 9. nóv. sl., en þar blasti við landsmönnum sjón, sem óneitanlega fékk marga áhorfendur til þess að hugsa. Umrædd frétt upplýsti, að hópur ungra barna (á leikskólaaldri) hefði farið í kröfugöngu niður að Alþingishúsi með spjöld, þar sem á voru letraðar óskir þeirra og áminningar til alþingismanna. Er ekki full langt gengið, þegar farið er að virkja óþroskuð börn í kröfugöngur? Varla hafa þau átt hlut að umræðum um kröfumar? Er ef til vill verið að kenna þeim hvernig þau eiga að vekja athygli á málefnum í framtíðinni? „Myndrænt" og í fáum orðum á að vekja athygli, að talast við og ef til vill sæta því að bíða lægri hlut eða yfirleitt að bíða, er ekki aðferð nútímafólks, það veit ég, en er samt ekki of langt gengið að gera saklaus börn að aðalpersón- um í svona leik?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.