Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 EINKASTRÍÐ TRAPPS eftir Brian Callison, í þýbinyu Andrésar Kristjánssonar. „Besti spennuhöfundurinn í dag,“ sagði Alistair MacLean Brian Callison hefur skrifað margar sjó- orustusögur úr heimsstyrjöldinni síðari. Og nú er komin ný, hrikalegri en nokkur hinna, EINKASTRÍÐ TRAPPS. Hverjar voru hinar ógeðfelldu endurminningar Trapps? Þetta er á Miðjarðarhafi árið 191+2. Hafn- bann Þjóðverja þrengir hægt og hægt að Möltu- búum og brátt eru öll sund lokuð. Engin fleyta getur siglt áfallalaust um þessar háskaslóðir nema Karon, gamall, ryðgaður og hæggengur kolabrennsludallur. Breski flotinn ákveður því að grípa til hans. — Þessu skipi stjórnar Edward Trapp, maður sem hefur marga hildi háð og áhöfn hans er til alls búin. En Trapp býr yfir ógeðfelldum minningum frá þeim tíma er hann var ungur flotaforingi í heimsstyrjöldinni fyrri. Hvers vegna skyldi hann nú kæra sig um að ganga í strxð fyrir hinn konunglega flota? Eina stríðið sem Trapp ætlar sér að heyja er hans eigið einkastríð. Og í því skyldi öllu kostað til, enda til mikils að vinna ... „Snilldarvel rituð, æsileg saga,“ Daily Telegraph Ef menn vilja lesa æsispennandi og hroll- vekjandi stríðssögur, þá verða þeir ekki sviknir a/EINKASTRÍÐI TRAPPS. En það er rétt að vera við öllu búinn. Það er nefnilega ekki fyrir hvem sem er að lesa Brian Callison, — en örðugra er þó að leggja bækur hans frá sér hálflesnar. EINKASTRÍÐ TRAPPS er ósvikin Callison-bók. Lesandinn mun sannreyna það sem stóð í stórblaðinu Daily Mirror um þessa bók: „Á hverri síðu í þessari bók titra taugar lesandans þegar eldurinn nálgast tundrið ...“ í DULARGERVI eftir Hammond Innes í þýð- ingu Álfheiðar Kjartansdóttur. Hammond Innes kann betur að segja spennandi sögu enflestir aðrir. Hann sviðsetur sögur stnar víða um heim og kynnir sér um- hverfið jafnan mjög rækilega. Hver var skipbrotsmaðurinn? í DULARGERVI gerist í suðurhluta Mar- okkó, þeim landshluta sem Frakkar kölluðu „viðsjárvert svæði“. Sögumaður er staddur í hafnarborginni Tangier. Hann er fyrrverandi smyglari en hyggst nú snúa við blaðinu og ger- ast trúboði. Áður en að því kemur verður hann vitni að því er ókunnum skipbrotsmanni skolar upp á ströndina. Það kemur í Ijós að maðurinn er í fleiri en einum skilningi sloppinn úr mikl- um háska. Hér telur hann sig geta fundið grið- land og myndi sjálfsagt hafa gert það ef ekki hefðufleiri orðið vitni að björgun hans. En þar á meðal eru menn sem eiga ýmislegt vantalað við þennan skipbrotsmann — eða þann sem hann segist vera... „Ef þig langar til að lesa ævintýralega skáldsögu — og hver vill það ekki — þá geturðu hrósað happi að fá þessa í hendur. Nafn Hammond Innes er tryggingin fyrir því. Enginn er honum fremri í að semja slíkar sög- ur.“ (Star.) í DULARGERVI — enn ein hörkuspenn- andi saga frá Hammond Innes ferfram 'ifram- andlegu umhverfi sem verður Ijóslifandi i með- förum höfundar: hér getur allt gerst. Óðar er lesandinn hrifinn inn i dularfulla atburðafléttu og úr henni greiðist ekki fyrr en á síðustu blað- síðu. í DULARGERVI er bók þeirra sem vilja ævintýralegar spennusögur. SENDIBOÐI CHURCHILLS er rituð af Brian Garfield og þýdd af Álfheiði Kjartansdóttur. Söguhetja þessarar bókar er raunverulegur maður og hann er nefndur Kristófer Creighton í sögunni. Sagan byggir á hinni sérstæðu reynslu hans í heimsstyrjöldinni síðari þegar hann ungur piltur gerðist sendiboði Churchills, vann þau verk fyrir leiðtogann sem mest var undir komið og leynt áttu að fara. SENDIBOÐI CHURCHILLS er ógleymanleg saga, — og sönn. „Ein æsilegasta bók ársins, “ sagði stórblaðið Daily Express, „eða hvaða árs sem er...“ Þetta er sagan um það hvað Kristófer Creighton gerði í stríðinu ... Hann byrjaði sem vikapiltur Churchills ... Það byrjaði eins og hvert annað ævintýri. Kristófer var þá aðeins fimmtán ára og komst í kynni við Winston Churchill, roskinn þing- mann sem ýmsir héldu að væri úr leik í stjóm- málum. En það reyndist eitthvað annað ! Kristófer gengur i þjónustu Bangsimons, ugl- unnar og Grislingsins (Churchills), en þannig nefndu þeir sig á dulmáli barnasögunnar frægu. Sjálfur var hann Jakob. ... og endaði sem „kappi“ hans Kristófer hlýtur sérstaka þjálfun til verka sem einungis voru ætluð hinum traustustu og harðfengustu mönnum. Fyrst er hann sendur til Belgíu í njósnaför, örskömmu fyrir innrás Þjóðverja í Niðurlönd, síðan til írlands að fylgjast með kafbátaviðbúnaði Þjóðverja. Þegar hér er komið er hann orðinn „kappi“ Churchills eins og leiðtoginn nefnir hann með tilvísun til Karlamagnúsar. En stríðið heldur áfram og viðfangsefni Kristófers verða æ hrikalegri. Það virðast eng- in takmörk fyrir því hvað lagt er á þennan unga mann... SENDIBOÐI CHURCHILLS er mögnuð stríössaga, æsispennandi og samin af leikni þjálfaðs höfundar. Hún heldur lesandanum föngnum frá fyrstu til síðustu blaðsíðu. Það styður mjög sannleiksgildi frásagnarinnar, að hollenska flotamálaráðuneytið hefur staðfest að hollenskur kafbátur hafi farist á þeim stað og tíma sem sagan segir, en þar kom Kristófer Creighton mjöy við sögu. Jafnframt bregður hún upp afar lifandi og skemmtilegri mynd af Winston Churchill sem á örlagastund axlaði hinar þungu byrðar forystunnar í viðnámi gegn ógnum nasismans og blés bresku þjóðinni baráttukjarki í brjóst þegar verst horfði. Lýs- ingin á honum gefur bókinni sérstakt gildi og ekki síst hennar vegna mun þessi saga lengi lifa í minni lesandans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.