Morgunblaðið - 02.12.1981, Síða 28
60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
Fljótur inn í kústaskápinn, maður- Trúóir þú því, að pabbi væri milli
inn minn er að koma upp stigann, eða hvað?
heyri ég!
HÖGNI HREKKVlSI
Þá mundi glaðna
yfir Austurstræti
3041-7488 skrifar:
„Hinn 27. okt. skrifar 0545-0098
í Velvakanda og kvartar undan því
hve eigendur húsa við Austur-
stræti haldi framhliðum húsa
sinna illa við.
Ekki ætla ég að svara fyrir hús-
eigendur við Austurstræti, en ég
er vel kunnugur þeim erfiðleikum
sem sérstakur skattur á skrif-
stofu- og verslunarhúsnæði hefur
bakað eigendum fasteigna af
þessu tagi. Þessi skattur, sem
meir en tvöfaldar eignaskattinn,
hefur gjörsamlega útilokað að eig-
endur geti haldið húsum sínum
við.
Verslunarrekstur hefur al-
mennt gengið illa og hefur ekki
getað tekið þennan skatt á sig í
formi hærri húsaleigu. Eigendur
þessara fasteigna hafa því setið
uppi með skattinn án þess að hafa
tekjugrundvöll til að greiða hann.
Niðurstaðan hefur því orðið hrein
eignaupptaka.
0545-0098 ætti því að beina
spjótum sínum að alþingis-
mönnum, sem nota vald sitt til
þessarar illgirnislegu fjárkúgun-
ar. Ef það mætti verða til þess að
fá þessari illræmdu skattheimtu
aflétt, er ég viss um að glaðna
mundi yfir Austurstræti og víð-
ar.“
Réttur þinn:
Endursýnið þættina
fyrir gamla fólkið
Ellilífeyrisþegi skrifar:
„Undanfarin miðvikudagskvöld
hafa verið fluttir í sjónvarpinu
þættir um tryggingamál. Hafa þeir
verið mjög fróðlegir, en ég veit um
margt gamalt fólk, sem misst hefur
af þeim vegna þess hve seint þeir
hafa verið á kvöldin. Þess vegna
langar mig að stinga upp á því,
hvort sjónvarpið sæi sér ekki fært
að endursýna þá t.d. á laugardags-
og sunnudagseftirmiðdögum.
Sérstaklega vil ég vekja athygli á
hve áheyrilegur flutningur Mar-
grétar Thoroddsen var. Maður
missti ekki af einu einasta orði.“
Þessir hringdu . . .
Réttast að gæta
sín á mynd-
lampaábyrgðinni
Ásta Jóhannsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Ég ráðiegg öllum, sérstaklega
öldruðu fólki og ungu fólki sem
er nýbúið að stofna heimili sín,
svo og öðrum sem hafa litla
peninga á milli handanna, en
eiga samt sjónvarpstæki, að
láta ekki ábyrgðartíma tækj-
anna líða án þess að láta yfir-
fara þau, því að þarna eru mikl-
ir peningar í húfi. Ég keypti
fyrir þremur árum og tveimur
mánuðum litatæki hjá fyrir-
tækinu Nesco og nýlega gaf
myndlampinn sig í tækinu,
tveimur mánuðum eftir að
ábyrgð rann út. Þeir dæmdu
sjálfir hjá Nesco að tækið hefði
verið gallað frá upphafi, og
einnig annað tæki sem komið
hefði á sama tíma, en samt
vildu þeir engar bætur bjóða og
lítið fyrir mig gera annað en
skipta um myndlampa í tækinu,
en það hefði kostað mig milli 7
og 8 þúsund krónur. Þeir lánuðu
mér svart/ hvítt tæki og sögðu
að mitt tæki fengi ég að öllum
líkindum ekki fyrr en í vor, ef
senda ætti myndlampann til
víðgerðar erlendis. Af þessu
sést glögglegga, að það er betra
að athuga sinn gang áður en
ábyrgðartíminn er liöinn, til
þess að hafa réttinn örugglega
sín megin.
ísfirðingur skrifar:
„Velvakandi.
Nú hefir kvikmyndin um Gísla
kappa Súrsson verið sýnd í
Reykjavík í heilan mánuð eða
meira við frábærar undirtektir.
Hvenær eigum við hér á lands-
byggðinni von á að sjá öll herleg-
heitin því margir eru að vonum
orðnir langeygir eftir kvikmynd-
inni og þá ekki sízt þeir sem eru
aldir upp á söguslóðum Gísla sögu.
Hvenær megum við því til dæmis
vænta hennar hingað vestur á ísa-
fjörð? Eða þurfum við kannski að
bregða okkur suður til að berja
hana augum?“