Alþýðublaðið - 09.09.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.09.1920, Blaðsíða 1
ubla G-efio tit srf AJþýOuflokkiram. 1920 Fimtudaginn 9. september. 206. tölubl rröðaaðferð Islandsbanka. Það hefir margan furðað á.,því, hvernig það mætti ske, að íslands- ^banki ígæti náð í 5°°/° arsgróða. En þeir, sem hafa skift' við bank- ann, skilja þetta. Bankinn fær þennan gróða sinn með óhæfilega háum umboðslaunum, auðvitað að lótöldum þeim gróða, sem bankinn fær með því, að haýa af lands- sjóði gjald það, er honum réttilega ber að gjalda fyrir ótrygðu seðl- ana (menn athugi: 700 þús. kr* í gulli ti! að tryggja með á annan iug milj. kr. £ seðlum!). En það voru umboðslaun bank- ans, sem hér átti að gera að um- talsefni, og skal .hér sýnt lítið •dæmi upp á verzlunaraðferð hans. Maður nokkur átti að borga í foankann rúma 327 franka og hafði upp í það 350 franka ávísun Ihvorttveggja franskir frankar). Nú skyldi margur ætla að 350 frank- ar myndu nægja til þess að borga með 327 franka, en það var langt frá því að svo væri. Bankinn reiknaði sem sé frankana sem hann átti að fá borgaða á 55 au., en frankana 'sem hann tók við á 47 aura! Eftir nokkuð þjark fékst bankinn til þess að gefa 50 aura fyrir frankann, og lét sér þannig nægja aðeins 10 % fyrit að ski/ta. Lauk því viðskiftunum þannig, að maðurinn þurfti að gjalda 350 franka og á sjöttu krónu í hérlendri mynt fyrir rúma 327 franka. Þessi „heiðarlega" aðferð bank- ans, að taka 10 °/o —; eða jafn mikið og rentan er í 15 mánuði — þarf ekki frekari uœmæls hér. Hiíu sýnir það, að fari bankinn á höfuðið, þá er "það samt ekki fyr- ir það, að hann hafi verið of ^anngjarn í viðskiftum. JKýmsli nni þjóðjarðir. Séra Eiríkur Helgason í Sand- felli í Skaftafellssýslu ritar blaðinu: „Kirkju og þjóðjarðir eru, ef ekki langflestar, þá að minsta kosti ffijög margar, í örgustu niðutníðslu, einkanlega held eg að prestssetrin séu í vanrækt, mörg- um jörðum fremur. Þetta er að vísu eðlilegt, með þjóð- og kirkju- jarðir yfirleitt, vegna þess hvernig ábúðarlöggjöfin er hjá okkur, enn sem komið er. Það er ekki hugs- að um annað en ná í afgjaldið. Enginn Ieiguliði hefir tryggingu fyrir því, að afkomendur hans fái öðrum fremur ábúð á jörðinni og á engan hátt er neitt gert til þess, að fá leiguliða til að bæta ábúð- arjarðir sinar. Þetta er nú stórmál út af fyrir sig, og eg ætlaði heldur ekki að fara að tala um það að sinni, heldur mintist aðeins á það vegna þess, að það kemur niður- níðslunni mikið við. Um prests- setrin er það þó ef til vill enn eðlilegra, að þau lendi í vanrækt, þar eru ábúendaskifti tíð, efna- litlir menn taka þar oft við jörð- um, orka þeirra fer í það að koma sér upp viðunandi bústofni, sem oft vill takást misjafnlega, fæstir komast lengra, þótt þeir vildu, og jafnvel þótt þeir gætu gert meira, þá er hvatningin engin til þess að géra það, að minsta kosti ekki frá iandsdrotni. Það er, ef eg veit rétt, alveg einsdæmi, að séra Eggert Pálssyni á Breiða- bólsstað var leyft að gjalda af ábýlisjörð sinni með jarðabótum. Yrði ábúðarlöggjöfinni bréytt nokk- uð verulega, þá þykir mér líklegt að breyting fengist á þessu, en það eru nú víst ekki miklar líkur til að svo vel verði á næstunni. Því hefir mér komið til hugar að úr niðurnfðslunni mætti bæta á annan hátt, sem gæti verið sæmi- lega fljótvirkur og ólíkt brota minni. En það er með þvf, að stofnaður yrði sjóður, sem nefna mætti ræktunarsjóð þjóð- og kirkjujarða. En þegar stofna á sjóð, þá er vitanlega eitt af und- istöðuatriðunum það, að afla hon- um tekna, en hægast væri það, að stofna slíkan sjóð með afgjaldi jarðanna um einhvern ákveðinn (eða óákveðinn) árafjölda. Á síðustu fjárlögum voru af- gjöld af jarðeignum ríkissjóðs á- ætluð 18,000 kr. kvort árið. Ef þetta væri lagt alt, þá yrði sjóð- urinn fljótur að verða nægilega stór til nauðsynlegustu fram- kvæmda, svo sem girðinga á tún- um, engjum eða jörðum, áveitu- fyrirtækja o. s. frv. Húsabygging- ar ættu að vera þessu óviðkorn- andi, eða svo finst mér, að minsta kosti þó fyrstu áratugina. Eg get nú ekki séð að ríkis- sjóði væri það neinn tilfinnanlegur hnekkir, þó hann misti þennan spón úr askinum um nokkura ára skeið, og þó ekki væri annað, þá væri þó að minsta kosti það unnið við þetta, að þessar 18 þús. á ári yrðu ekki notaðar til 'neinnar bölvunar á meðan þær væru lagð- ar í þetta. Það gæti líka verið athugamál hvort ekki væri betra að sjóðnum væru lagðar t. d. 100 þús. í eitt skifti og svo afgjöldin í 5—10 ár' en að hann yrði svo látinn taka til starfa þegar í byrj- un. En nú er smátt um peninga og þvf vafasamt hvort það væri heppilegt. Aftur á móti tel eg það alveg nauðsynlegt, ef þetta t. d. kæmist í framkvæmd, að> ekki væru á ári hverjtt mörgum jörðum veittár mjög smáar upp- hæðir, það yrði aldrei nema kák og til lítils eða einkis gagns. Sérstök, föst sjóðstjórn ætti að hafa umsjón með honum að öllu Ieyti, stjórn Búnaðarfélags íslands gæti líka komið til máia." Bíóin. Gamla Bio sýnir: „Dótt- ir Jafeths". Nýja Bio sýnir: „Pen- ingar herra Árna", eftir sögu Selmwi Lagerlöf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.