Morgunblaðið - 13.12.1981, Page 39

Morgunblaðið - 13.12.1981, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 39 kunnug fjölskyldunni, og eignaðist vináttu þeirra. Fyrir það verð ég ávallt þakklát. Nú er kær vinur kvaddur. Guð blessi hans göfugu sál. Kæra frú Gertrud, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar. Bryndís Bjarnadóttir. Flestir kannast við hve andblær umhverfis getur orkað sterkt á þá. Niðurdregnir verða menn í drunga og dimmviðri, glaðir á góðviðris- dögum. Smáljósgeisli getur á skammri stundu breytt drunga og deyfð í andhverfu sína, birtu og gleði. Líkt er þessu farið um sam- skipti og sambúð manna í milli. Þar er ekki alltaf blíðublær. Smá- glettni og hógvær gamansemi get- ur þá stundum svipt burt drunga- legum skýjum svo loft hlýnar og lund kætist. Þeir menn sem yfir slíku búa verða krydd mannlífsins og gera tilveruna bærilegri en ella. Einn slíkra manna, sem flutti með sér gleði og lífgaði upp þar sem hann fór, var séra Friðrik A. Friðriksson, fyrrum prestur og prófastur á Húsavík. En hann lést að Sjúkrahúsi Húsavíkur 16. nóv. sl. á 86. aldursári. Friðrik Aðalsteinn Friðriksson fæddist að Lágholti við Reykjavík 17. júní 1896. Foreldrar hans voru Friðrik, síðast dyravörður í ís- landsbanka, Ólafsson og Ketilríð- ur Sigurbjörg Friðgeirsdóttir. Þau hjón eignuðust saman 4 börn. Þegar séra Friðrik var barn að aldri slitu foreldrar hans sam- vistir og ólst hann upp hjá móður sinni, oft við þröngan kost. Móðir hans var fötluð en vann fyrir heimilinu með fatasaumi m.a. Snemma bar á námfýsi séra Friðriks og settist hann í Mennta- skólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1916. Dvaldi á skóla- árum hjá föður sínum. Guðfræðiprófi lauk séra Friðrik frá Háskóla íslands 1921. Gerðist sama ár prestur íslenskra safnaða í Vesturheimi, fyrst í Vatnabyggð- um, Saskatchewan, Canada, en síðan í Blaine, Washington. Vest- an hafs þjónaði hann til ársins 1933 er hann gerðist prestur á Húsavík, S-Þing., þar sem hann þjónaði til 1962. Lét þá af störfum af heilsufarsástæðum. Arið 1964 tók hann að sér að vera prestur að Hálsi í Fnjóska- dal. Lét þar af starfi 1972. Fluttist þá til Húsavíkur og átti þar heim- ili til hinstu stundar. Það var með nokkurri eftir- væntingu sem Húsvíkingar biðu síns nýja prests er þeir kusu sér árið 1933. Úr fjarlægð hafði hann sótt um embættið er það losnaði. Óséðan höfðu Húsvíkingar kosið hann. Hvers mátti af þessum manni vænta? Var þetta ekki happdrætti? I Húsavíkurkirkju hagar svo til að þar er enginn predikunarstóll. Við ræðuflutning stendur prestur við útskorið bókarlíki, fest á brík. Þar á leggur prestur blöð sín sem hann les af. Hefir prestur þar meira svig- rúm en í lokuðum ræðustól og blasir betur við söfnuði. Ræður nýja prestsins þóttu nystárlegar, vöktu athygli og um- ræður fyrir efni og stíl. Málið var fágað, nýr tónn sleginn. En flutningur ræðunnar vakti ekki síður athygli. Ýmsum fannst er á hlýddu að um leikræna tján- ingu væri að ræða. Hver maður, sem mál flytur, hefir sinn hátt á. Séra Friðrik lagði sig mjög fram við flutning ræðu sinnar. Vafalítið hefir hann að einhverju leyti orðið þar fyrir áhrifum af dvöl sinni vestan hafs. Til áherslu beitti hann gjarnan handahreyfingum, sveigði líkam- ann, lyfti höfði, hvessti augun á söfnuðinn, varpaði gjarnan fram spurningum, síðan þögn. Og áfram haldið og þá breiddist bros um andlitið, andstaða hins hvassa augnatillits áður. Mun þetta hafa verið gert til að magna flutning og áhrif ræðunnar. En í raun var þetta orðið hluti af persónu sr. Friðriks, einkenni sem svo oft spegluðust í lífi hans — gleði og gamansemi — með undirstraum djúprar alvöru — flutt með sér- stæðum og minnilegum hætti. Ekki hafði séra Friðrik lengi starfað sem prestur á Húsavík þegar margvísleg félagsstörf hlóð- ust á hann. Tónlistin ólgaði í æð- um hans. Hann gerðist stjórnandi karlakórsins Þryms um 20 ára skeið. Með stjórn sinni á kórnum, smekkvísi í laga- og ljóðavali gerði hann Þrym vinsælan víða um land. Var sönggleði kórsins við- brugðið. Sjálfur samdi söngstjór- inn ljóð og lög, þýddi erlenda texta á íslensku, raddsetti lög. Ferskur blær fór um sönglíf á Húsavík og Þingeyjarsýslu við komu séra Friðriks. Þá stjórnaði hann einnig kirkjukór Húsavíkur um 20 ára skeið. En í öllu söngstarfi sínu átti hann þann bakhjarl sem aldrei brást, eiginkonu sína, Gertrud Estrid Elise. Foreldrar hennar voru Holger Nielsen, ríkisskjala- vörður, Kaupmannahöfn og kona hans, Dagmar fædd Thomsen. Séra Friðrik og Gertrud höfðu gengið í hjónaband 1925. Frú Ger- trud var mjög vel menntuð kona á margan hátt, m.a. í tónlist. Hún varð undirleikari kóranna á hljómleikum þeirra og organisti kirkjunnar um árail. Má segja að þau hjón hafi unnið ómetanlegt starf í húsvísku tónlistarlífi. Sjálfur sagði sr. Friðrik svo frá því, að hann hefði brugðið á það ráð að ná til sóknarbarna með tónlistinni er honum fannst að færri sæktu kirkju en hann æskti. Ekki leið á löngu uns hjónin hófu kennslu við skólana á staðn- um og ræktu þau störf af kost- gæfni og samviskusemi. Margir muna enn í dag notadrjúga kennslu þeirra hjóna. Séra Friðrik varð fyrsti skólastjóri Iðnskóla Húsavíkur er stofnaður var 1944. Hann var formaður skólanefndar um mörg ár. Umdæmisstjóri Rot- aryhreyfingarinnar á íslandi var hann eitt ár. Mörg störf hlóðust á sr. Friðrik sem hér verða ekki rakin. En það gefur auga leið að oft var gest- kvæmt á prestsetrinu. Þangað leituðu margir gestir, innlendir sem erlendir. Mörgu kvabbi þurfti að sinna. Semja texta, þýða ljóð, raddsetja lög, skrautrita skjöl því að maðurinn var listaskrifari og drátthagur vel. Og svo var hann einstaklega bóngóður, átti erfitt með að neita bón sem hann gat veitt. Séra Friðrik var orðhagur vel. Snjall hagyrðingur. Stóð að út- gáfu nokkurra bóka. Má þar til nefna Þingeysk ljóð, Kórlög, Passíusálmalög, Unga kirkjan, Hún Antonía mín og Afmælis- dagabók. Öll sín störf vann hann af mik- illi samviskusemi og verk hans báru vott um listfengi. Auðvitað átti séra Friðrik við sína erfiðleika að etja eins og margir aðrir í sínu lífi og starfi. Það hefir aldrei verið auðvelt verk að vera predikari á íslandi. Marga hluti tók séra Friðrik sér nærri enda hárviðkvæmur í lund. En gneistandi fjör hans, léttlyndi, margvíslegir hæfileikar og áhuga- mál urðu honum mikil uppbót í erilsömu og oft erfiðu starfi. Bjartsýnn, glaður og reifur var hann fram undir hið síðasta. Séra Friðrik og Gertrud eignuð- ust 4 börn. Þau eru Björg, gift Ingvari Þórarinssyni, kaupmanni á Húsavík, séra Örn á Skútustöð- um, kvæntur Álfhildi Sigurðar- dóttur, Aldís, kennari við Hjúkr- unarskóla íslands, var gift Páli Þór Kristinssyni, kaupmanni á Húsavík, sem er látinn fyrir nokkrum árum. Birna, gift Þor- valdi Veigar Guðmundssyni, lækni í Reykjavík. Og að lokum spurningin sem varpað var fram fyrr í þessari grein um happdrættið. Ég hygg, þegar litið er yfir far- inn veg, að flestir muni sammála um að með komu ungu prestshjón- anna á 4. áratugnum hafi Húsvík- ingar hlotið stærri vinning en þeir áttu von á þegar í huga er haft hve mjög þau hjón hafa auðgað menn- ingarlíf á Húsavík og í héraðinu. Við fráfall séra Friðriks votta ég frú Gertrud svo og börnum þeirra hjóna samúð mína um leið og ég þakka gengnum vini tryggð og vináttu um mörg ár. Sigurjón Jóhannesson. BY TRINET BY TRINET Finnskar úlpur meö og án hettu KllZlllt Hafnarstræti 15. Sími 19566. TEPPA- HREINSARAR TEPPA SHAMPOO EGILL ARNASON H.F SKEIFUNNI 3 - REYKJAVÍK - SÍMI 82111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.