Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 279. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Gestapo, Gestapo — þannig er kommúnisminn í framkvæmd“ — hrópaði fólk á götum Varsjár að hermönnunum — Vaxandi andstaða og víðtæk verkfóll 18. deNember. AP. „GESTAPO, Gestapo" og „þannig er kommúnisminn í fram- kvæmd“ hrópaði fólkið, einkum ungmenni, til hermannanna, sem beittu táragasi og kylfum gegn mótmælendum á götum Varsjár í gær. Fréttir fara nú af vaxandi andstöðu í landinu og er sagt, að víðtæk verkföll séu í kolanámahéruðunum. Afstaða kaþólsku kirkj- unnar fer harðnandi og krefst hún þess, að Lech Walesa verði látinn laus en talið er, að hann sé nú í fangelsi fyrir utan Varsjá. Pólskir hermenn á verði á götu í Gdansk. Myndin var tekin sl. mánudag, á öðrum degi eftir að pólski kommúnistaflokkurinn beitti fyrir sig hernum til að kveða niður vonir landsmanna um frelsi og mannréttindi í landinu. AP-s(m»mynd. Reagan hegnir fsraelsstjórn U ashington. 18. desember. AP. Lögreglumenn og hermenn beittu' táragasi og kylfum gegn miklum fólksfjölda, einkum ungmennum, sem safnast hafði saman fyrir utan Kirkju hins heilaga kross. Fólkið hrópaði „Gestapo, Gestapo" og „þannig er kommúnisminn í fram- kvæmd" að hermönnunum, sem réðust þá á fólkið. Margir leituðu inn í kirkjuna en þeir voru dregnir út og barðir á tröppunum. Annar hópur fólks fór eftir aðalgötu Varsjárborgar, söng þjóðsönginn og hrópaði „Pólland, Pólland" en óeirðalögreglan lét fljótt til skarar skríða gegn honum. Margt manna safnaðist einnig saman á Sigurtorg- inu í Varsjá þar sem er minnis- merki um Stefan Wysynski kardin- ála en þar voru fyrir þúsundir her- manna, sem beindu byssum að fólk- inu. Fréttir eru um víðtæk verkföll í kolanámahéruðum Póllands og er Kosningabanda- lagið hlyti helm- ing atkvæða lx>ndon, 18. desomber AP. KOSNINGABANDALAG jafnað- armannaflokksins nýja, sem stofn- aður var fyrir níu mánuðum, og Frjálslynda flokksins nýtur nú stuðnings helmings bresku þjóðar innar segja niðurstöður skoðana- könnunar, sem birt var í Bretlandi í dag. Skoðanakönnunin var gerð á vegum Gallup-stofnunarinnar og þar kemur fram, að jafnaðarmenn hafa tvöfaldað fylgi sitt frá því i september en Ihaldsflokkur og Verkamannaflokkur hafa hins vegar minna fylgi en nokkru sinni frá lokum síðari heimsstyrjaldar. í könnuninni voru kjósendur spurðir um afstöðu sína til flokk- anna. 36% kváðust mundu styðja jafnaðarmenn, 14,5% frjálslynda, 23,5% Verkamannaflokkinn og 23% íhaldsmenn. sagt, að námamenn hafist víða við niðri í námunum og séu reiðubúnir að veita viðnám ef á þá verði ráðist. Námurnar eru umkringdar her- mönnum en talið er að þeir þori ekki að ráðast til atlögu af ótta við, að námamennirnir fylli þá námurn- ar vatni. Heimildir innan Samstöðu segja frá verkföllum í öllum héruð- um Póllands og eftir ferðamanni, sem kom til Belgtu í dag, er haft, að 30 verkamenn hafi verið drepnir þegar herinn gerði árás á verk- smiðju í Wroclaw í Suður-Póllandi. Annar ferðamaður sagði, að sums staðar hefði fólk þann hátt á að mæta til vinnu stundvíslega en sitja auðum höndum allan daginn þar til vinnutíma lyki. Afstaða kaþólsku kirkjunnar fer nú harðnandi. Yfirmenn hennar krefjast þess, að Lech Walesa verði látinn laus og ef ekki verði að því gengið muni prestar hennar hefja beinan áróður gegn stjórnvöldum úr ræðustólum kirknanna. Frönsk fréttastofa flutti þær fréttir í dag, að Walesa væri í fangelsi fyrir utan Varsjá og var sagt, að hann hefði neitað að eiga samstarf við stjórn- völd en farið fram á fund með Jozef Glemp, yfirmanni kirkjunnar. Norska útvarpið skýrði frá því í dag, að 40.000 starfsmenn Sam- stöðu væru nú flestir í fangelsi en hins vegar hefðu þeir verið búnir að koma undan prentvélum og öðrum búnaði af ótta við að til þeirra tíð- inda drægi, sem nú hafa orðið. Viðbrögð vestrænna ríkja við at- burðunum í Póllandi fara harðn- andi með degi hverjum. Vestur- þýska þingið samþykkti í dag ein- róma að hætta efnahagslegum stuðningi við pólsk stjórnvöld þar til herlögum hefði verið aflýst og verkamenn leystir úr haldi og í dag sagði Reagan Bandaríkjaforseti, að það væri barnaskapur að halda, að Sovétmenn hefðu ekki ráðið mestu um ofbeldið, sem pólska þjóðin væri nú beitt. Bandaríkjamenn hafa einnig ákveðið að hætta allri aðstoð við Pólverja á meðan núverandi ástand ríkir. KONALI) KKAGAN forseti ákvað í dag að hætta við að hrinda í fram- kvæmd samningnum við (srael um hernaðar- og hergagnasamvinnu og frestaði samkomulagi í tengslum við þann samning, um nokkra aðstoð við landið, í hefndarskyni við einhliða innlimun Golan-hæða í tsraelsríki. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins, Dean Fischer, skýrði frá ákvörðuninni og sagði að ráðstöfun ísraelsmanna hefði valdið Banda- ríkjastjórn alvarlegum vonbrigð- um, þar sem hún hefði verið gerð þegar stjórnmálakreppan í Pól- landi stóð sem hæst og án þess að banadaríska stjórnin hefði fyrir- fram verið látin vita. Fischer sagði að samkvæmt anda hernaðarsamvinnusamningsins bæri hvorum aðila um sig að hafa hliðsjón af málum sem snertu heildarstefnu hins aðilans í ákvörðunum sínum. „Okkur finnst ekki að staðið hafi verið við anda samningsins með ákvörðun ísraels um Golan-hæðir," sagði hann. Akvörðun Reagans fylgir í kjöl- far þess að Öryggisráðið samþykkti einróma að innlimun Golan-hæða í Israel væri „dauð og ómerk". Bandaríkjamenn greiddu ályktun- inni atkvæði. Hershöfðinginn fangi Rauðu herdeildanna James L. Dozier hershöfðingi. Verona, 18. desember. AP. ÍTÖI.SKl' hryðjuverkasamtökin Kauðu herdeildirnar kváðust í dag hafa bandaríska hershöfðingjann James L. Dozier í haldi í „fangelsi fólksins" og að hann biði þess að verða dreginn fyrir „dómstól al- þýðunnar“. Lögreglan leggur trún- að á þessar yfirlýsingar og fer nú fram mikil leit að hershöfðingjan- um um alla Norðurítaliu. Hringt var í dag til Ansa- fréttastofunnar í Verona og sagði sá, sem hringdi, að hers- höfðinginn væri í haldi hjá Rauðu herdeildunum og að sér- stök tilkynning yrði send um það síðar. Lögreglan hefur kom- ið fyrir vegartálmunum á Norður-Ítalíu og víða gert hús- leit. James L. Dozier er næst- æðsti yfirmaður Bandaríkjahers í Suður-Evrópu. Mannránið fór þannig fram, að fjórir menn, búnir sem pípu- lagningamenn, ruddust inn á heimili Doziers siðdegis í gær, slógu hann með byssuskefti, bundu og kefluðu konu hans og flúðu síðan á braut með fangann í flutningabíl. Einnig tóku þeir með sér skjalabunka úr bóka- safni Doziers. Giovanni Spadolini, forsæt- isráðherra Ítalíu, átti í gær skyndifund með samráðherrum sínum og yfirmönnum leyni- þjónustunnar og í dag var efnt til fundar í þjóðaröryggisráðinu. Talsmaður forsætisráðherrans sagði, að ítalska stjórnin hefði nána samvinnu við Bandaríkja- menn vegna þessa máls og að allt væri gert til að hafa uppi á mannræningjunum og Dozier hershöfðingja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.