Morgunblaðið - 19.12.1981, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.12.1981, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 Frystihús f Keflavík og Njarðvík: Starfsfólki sagt upp vegna hráefnisskorts FRYSTIHÚSIÐ KeBavík hf. í Kefla vík sagði í vikunni upp milli 60 og 70 starfsmönnum sínum vegna hráefn- isskorLs. Var síðasti vinnsludagur þar á miðvikudag og tjáði Kristján Pétursson verkstjóri Mbl., að búist væri við að vinna gæti hafist á ný eftir áramót. I»á var einnig sagt upp starfsfólki hjá hraðfrystihúsinu Sjöstjörnunni hf. og hefst vinna þar 4. janúar. Kristján Pétursson sagði að tog- ararnir Ólafur Jónsson og Sveinn Jónsson væru nú á veiðum og kæmu inn rétt fyrir jólin og gæfist þá ekki tími til að vinna afla þeirra. Eftir jól yrði hann orðinn of gamall og því færi hann í herslu og bjóst hann við að afli kæmi næst til vinnslu uppúr áramótum svo framarlega sem semdist við sjómenn. Gunnþór Kristjánsson verkstjóri hjá Sjöstjörnunni tjáði Mbl. að nokkrum konum hefði ver- ið sagt upp þar sem enginn afli bærist á land fyrr en eftir áramót. Dagstjarnan er í landi og fer ekki á veiðar fyrr en eftir áramót. Karlmenn væru hins vegar við málningar og önnur störf fram yf- ir áramót. Gunnþór sagði fólk eiga að koma til vinnu 4. janúar, en þó væri ekki vitað hvort róðrar væru þá hafnir. Iðnaðarráðherra um Blönduvirkjun: Engrar jákvæðrar niðurstöðu að vænta í samningum „l»AÐ ER mikið áhorfsmál hvort ríkisstjórnin á að vera með frekari áþreifingar í samningaviðræðum við norðanmenn um virkjun Blöndu, því það er mjög langt frá því að eitthvað í átt við samkomulag liggi fyrir og engrar jákvæðrar niðurstöðu er að vænta þótt það verði reynt,“ sagði lljörleifur Guttormsson iðnaðar ráðherra í Fréttaspegli í sjónvarpinu í gærkvöldi þar sem mikil rimma varð milli Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra, Pálma Jónssonar landbúnaðarráðherra og Páls Pét- urssonar alþingismanns. Hnakkrif- ust stjórnarsinnar og báru brigslyrði á hvern annan. Pálmi Jónsson landbúnaðar- ráðherra svaraði í upphafi spurn- ingum um svör norðanmanna við tilboðum ríkisvaldsins, en að því loknu sneri Hjörleifur upp á sig og kvaðst hafa talið eðlilegt að hann sem iðnaðarráðherra hefði svarað þessu. Kvaðst hann hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þau svör sem norðanmenn hefðu gefið um mögulega virkjun Blöndu og það væri ekki aðeins meirihluti viðkomandi hreppa sem væri and- vígur tilboði ríkisvaldsins heldur aðal hreppurinn þar sem virkjun- in ætti að standa. Páll Pétursson kvað Pálma hafa talað um óáreiðanlegan frétta- flutning af samþykktum heima- manna, en hann kvaðst alls ekki sammála fréttaflutningi Pálma af afgreiðslu mála, málinu hefði ver- ið hafnað á mismunandi forsend- um í fjórum hreppum af sex, enda vildu bændur bjarga miklu landi þarna frá eyðileggingu, landi sem væri stærra en það land sem Reykjavíkurborg stendur á. Hjörleifur vék að bótagreiðslum sem heimamönnum hefðu verið boðnar og sagði að þar væri ríkis- valdið komið út á yztu nöf, því eins og mál stæðu í dag væri um að ræða upphæð sem næmi 5% af virkjunarkostnaði og að auki ár- legt viðhald á girðingum, vegum og ræktun lands. „Nú vilja þeir fá meira í sinn hlut með frekari virkjun," sagði Hjörleifur, „en Norðurland vestra hefur nú fengið tækifæri til þess að sameinast um þetta mál með sanngjörnum bóta- greiðslum." Hins vegar kvað iðn- aðarráðherra ekki skipta megin máli í hvaða röð yrði virkjað, því það munaði aðeins árum. Páll Pétursson svaraði iðnað- arráðherra og sagði að það þýddi ekki að vera að stanga vegginn lengur, úrslit lægju fyrir í atkvæðagreiðslum heimamanna og síðan hvatti hann Pálma Jóns- son til þess að hjálpa til við að leysa málið í stað þess að hanga á því sem upp úr stæði í ágreiningi. Taldi hann norðanmenn geta beð- ið sársaukalaust í 3—4 ár eftir virkjun Blöndu á meðan mál væru undirbúin. Pálmi kvað engan vita hvenær Blanda yrði virkjuð ef ekki nú, öll orkunýting færi eftir hagkvæmum samningum um stóriðju og kvað hann virkjun Blöndu allt eins geta dregist til aldamóta ef ekki yrði ráðist í virkjunina nú. Hvatti hann til frekari samningavið- ræðna í jólaleyfi þingmanna, en ekki kvaðst hann aðspurður úti- loka eignarnám lands til fram- kvæmdanna. Ólafúr Hansson látinn Olafur Hansson ÓLAFUR Hansson prófessor lést á Landspítalanum í Reykjavfk í gær 72 ára að aldri. Eftir háskólanám erlendis kenndi hann í MR og síðar við Háskólann frá árinu 1951. Ólafur Hansson var fæddur í Reykjavík 18. september 1909. Tók hann stúdentspróf í Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1925 og nam við háskólana í Osló og Berlín árin 1928 til 1933 og lauk cand. mag. prófi í landafræði, þýsku og sögu frá Oslóarháskóla. Ólafur var í tvö ár skólastjóri Gagn- fræöaskólans í Neskaupstað, árin 1936 til 1952 kenndi hann við MR og síðar við háskólann þar sem hann gegndi prófessorsembætti. Ólafur Hansson skrifaði kennslu- bækur í mannkynssögu og bækur um landafræði og var ritstjóri bókanna Lönd og lýðir. Eftirlif- andi kona hans er Valgerður Helgadóttir. Ljóxm.: Arnór. Fagranesið í Vigur Mjólkurflutnihgar og aðdrættir lífsnauðsynja eru með ólíku sniði yfir vetrarmánuðina við Isafjarðardjúp en annars staðar á landinu. Meðfylgj- andi myndir voru teknar við bryggju í Vigur fyrir nokkru og má sjá bændur handlanga mjólkurbrúsa og kjöLskrokk niður í skipið. Það óhapp varð rétt fyrir utan eyjuna, að Fagranesið tók niðri og sat fast á skeri og sat þar í 20—30 mínútur. Aðfall var og losnaði skipið af sjálfsdáðum. Mikið tap á fískiskipa- tryggingum „ÞAÐ er Ijóst að um umtalsvert tap verður að ræða á fiskiskipatrygging- unum á þessu ári,“ sagði Gunnar Felixson aðstoðarforstjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar þegar Morgun- blaðið ræddi við hann, tryggingafé- lögin eru með fiskiskip stærri en 100 rúmlestir í tryggingu, minni skip eru tryggð hjá Samábyrgð íslands. Gunnar sagði, að það sem ylli fyrst og fremst tapinu væru að tveir alskaðar hefðu orðið á árinu, Sigurbára strandaði og Reynir sökk. Þá sagði hann, að hið slæma tíðarfar hefði gert það að verkum að fjöldi smærri óhappa hefði aukist mikið. Ennfremur sagði Gunnar, að iðgjöld hefðu í raun stöðugt lækkað undanfarin ár, hækkun þeirra hefði ekki verið í neinu hlutfalli við verðbólguna. Jólaleyfi Alþingis Forsætisráðherra Gunnar Thoroddsen lagði í gær fram til- lögu til þingsályktunar um að fundum þingsins verði frestað frá deginum í dag, 19. desember, eða síðar ef henta þykir, enda verði það kvatt saman á ný eigi síðar en 20. janúar 1982. Sjómenn boða verkfall 26. desember: Náttúrufræðingar til sjós fá 33,3% óþægindaálag Ríkid hefur gefið tóninn og við þurfum að skoða þetta betur, segir Guðmundur Hallvarðsson lSJÓMANNASAMBAND íslands boðaði í gær til verkfalls sjómanna á bát- um og togurum frá og með 26. desember, öðrum í jólum. Félög sjómanna á Suður, Vestur og Norðurlandi hafa fjallað um kjaramálin síðustu daga og samþykkt verkfallsboðun. Sjómenn á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum fjalla væntanlega um verkfallsboðun um helgina. sjóinn vinnu sinnar vegna. Við höfum oft verið með kröfur vegna fjarvista sjómanna frá heimilum sínum, en ekki náð sama árangri og náttúrufræðingar. Nú hefur ríkið gefið tóninn og við ættum, held ég, að skoða þetta betur," sagði Guðmupdur Hallvarðsson. Sjómenn á Vestfjörðum eru ekki innan SSÍ, að ísafirði undanskild- um, en þó þeir hafi ekki boðað til verkfalls, þá hafa bæði sjómenn og útgerðarmenn vestra tilkynnt að róðrar hefjist ekki eftir áramót nema fiskverð liggi þá fyrir. Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur, sagði að sáttafundurinn í gær hefði verið árangurslaus. Ut- gerðarmenn hefðu hækkað kaup- tryggingu sjómanna um 3,25% í framhaldi af ASÍ-samningunum, en væru ekki til viðræðu um kröfugerð Sjómannasambandsins. „Annars er það spurning hvort við sjómenn erum ekki á alrangri braut með kröfugerð okkar þegar maður lítur á samninga, sem ríkið hefur gengið á undan með að gera,“ sagði Guðmundur Hall- varðsson. „Fyrr á þessu ári samdi ríkið við Starfsmannafélag ríkis- stofnana vegna náttúrufræðinga og fá þeir nú 33,3% óþægindaáiag þegar þeir þurfa að bregða sér á Albert Guðmundsson: Of mikið að 80% tekn anna fari í rekstur VII) umræður um fjárhagsáætlun borgarinnar, sem fram fóru á fimmtudagskvöld, gagnrýndi Albert Guðmundsson borgarfuíltrúi Sjálf- stæðisflokksins fjárhagsáætlun meirihlutans harðlega. Sagði hann að það hræddi menn, sem lesa mætti á milli línanna í áætluninni, frekar en það sem í henni stæði. Þá gagnrýndi Albert harðlega hve rekstrarkostnaður borgarinn- ar væri mikill og sagði hann að rúm 80% tekna færu í rekstur. Þá væri ekki gert ráð fyrir nema rúmlega 19% tekna til eignabreyt- inga og væri það of lítið. Þá sagði Albert að fimmtungur þessara 19%, sem ætluð væru til eigna- breytinga, væru refsivextir vegna vanskila, — hvað myndi gerast.ef fólk færi að standa í skilum? spurði hann. í ræðu, sem Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar hélt á fund- inum, kom fram aö hann teldi að líkja mætti ræðu Davíðs Oddsson- ar við barnagælu sem hann kvaðst hafa lært i æsku. Er hún á þá leið að karl og kerling áttu sér kálf, og þá er sagan hálf, hann hljóp út um víðan völl og þá er sagan öll. Albert Guðmundsson sagði í sinni ræðu að þessi orð ættu frem- ur við núverandi meirihluta borg- arstjórnar og mætti taka barna- gælu Sigurjóns sem kveðjuorð hans og meirihlutans, enda væru þessi orð viðeigandi um hann! Lánsfjáráætlun frestað FJÁRF’ESTINGAR- og lánsfjáráætl- un fyrir árið 1982 verður ekki af- greidd frá Alþingi fyrir jólaleyfi. Langir fundir voru um áætlunina í efri deild á fimmtudag og var hún afgreidd til neðri deildar aðfaranótt föstudags. Fjármálaráðherra, Ragnar Arn- alds, flutti ræðu fyrir áætluninni í neðri deild í gær. Síðan var um- ræðum um hana frestað vegna þriðju umræðu um fjárlög. Á kvöldfundi tók Matthías Á. Mat- hiesen (S) til máls um fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlunina og sagði meðal annars, að markmið hennar væru með öllu óraunhæf. Var málinu síðan vísað til annarr- ar umræðu og nefndar og mun að því stefnt, að áætlunin verði af- greidd fyrir lok janúar á næsta ári. Þess má geta, að lögum sam- kvæmt ber að afgreiða fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlun fyrir áramót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.