Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 Lögreglumenn í deilum um vaktafyrirkomulag: Frestur framlengdur Fjármálaráðuneytið framlengdi i gær til I. marz frest lögreglumanna til að koma á nýju vaktafyrirkomulagi, en deilur hafa ad undanförnu staðið um nýtt vaktafyrirkomulag, sem komið var á fyrir skömmu. Mikil óánægja var meðal lögregliimanna með það, auk þess sem það braut í bága við lög og var dregið til baka. „Það er með öllu óútkljáð hvort við höldum okkur við 10 tíma hvíld- arregluna, eins og lög gera ráð fyrir, en það munum við gera ef ekki kem- ur á móti lipurð. Það eru ýmis mál, sem við viljum fá úrlausn á og við ætlum ekki að beygja okkur bóta- laust undir hið nýja vaktafyrir- komulag. Ef ráðuneytið hefur engar frekari tillögur fram að færa, þá eru þessi mál jafn föst og áður," sagði Björn Sigurðsson, formaður Lög- reglufélagsins, í samtali við Mbl. Þann 9. desember kusu lögreglu- menn 20 manna „kröfugerðarráð", sem mun koma saman til fundar í byrjun næstu viku, þar sem ákvörð- un verður tekin um aðgerðir lög- reglumanna. Endurnýjun í bfla- flota ráðherranna FYKIK nokkru fengu landbúnaðai- ráðherra, Fálmi Jónsson, og Alþingi: Milljón kr. til Pólverja Á ALÞINGI hefur verið lögð fratn tillaga um að Alþingi leggi fram eina milljón króna í sér- staka aðstoð við Pólverja, vegna hins alvarlega astands þar í landi af völdum efnahagskreppunnar er þar geisar. Kjartan Jóhanns- son formaður Alþýðuflokksins mælti fyrir tillögunni, og upplýsti að samkomulag hefði orðið um málið milli allra stjórnmála- flokka. Flutningsmenn eru formenn allra flokkanna, auk Kjartans þeir Geir Hallgrímsson for- maður Sjálfstæðisflokksins, Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar- flokksins og Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. dómsmálaráðherra, Friðjón l>órðar son, nýjar bifreiðir, en rfkið pantaði síðastliðið sumar tvær bifreiðir af gerðinni Mercedes Benz 250 fyrir ráðuneyti þeirra. Verð hvorrar bifreið- ar losar 300 þúsund krónur. Bifreið sú, sem ríkið keypti fyrir landbúnað- arráðuneytið, var pöntuð II. maí síð- astliðið sumar, en bifreið dómsmála- ráðuneytisins 15. júni. Fyrr á árinu festi Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra, Chevro- let Malibu og tveimur vikum fyrir gengisfellinguna í ágústmánuði festu tveir ráðherranna kaup á nýj- um bifreiðum. Steingrímur Her- mannsson, sjávarútvegs- og sam- gönguráðherra, keypti Buick Sky- lark og Svavar Gestsson, heilbrigð- is- og tryggingaráðherra keypti Opel Kadett. I umræðum á Alþingi á miðviku- dag er rætt var um stöðvun fisk- veiðiflotans sagði Pétur Sigurðsson m.a. í framhaldi af ræðu forsætis- ráðherra, að brýna nauðsyn bæri til, að ræða forsætisráðherra yrði birt í heild til þess að sjómenn gætu séð hvern hug þessi ríkisstjórn bæri til þeirra á sama tíma og sífellt fjölgaði nýjum ráðherrabílum við þinghúsið þótt sumir vaeru reyndar geymdir í nálægum húsasundum. Jólastemmning í Pennanum Hallarmúla 2 i daq___ VIÐ FÁUM GESTI. Gunnar Bjarnason áritar bók sína „Líkaböng hringir" kl. 15. Pétur Behrens áritar bók sína „Aö temja" kl. 15. Leikspil ársins í Bretlandi „Kensington" veröur kynnt kl. 15. Grýla og Leppalúöi koma í heimsókn kl. 16.30. Þaö er ekkert plat aö plötur fást í Pennanurr. Hallarmúla 2. Ef pú trúir því ekki pá skaltu koma kl. 18.00 og hlusta á Graham Smith og félaga leika lögin af nýju plötunni. Graham mun árita plötu sina á staðnum. Sendum áritaðar bækur og plötur í póstkröfu. Gjörið svo vel að panta í síma 83441. HALLARMÚLA 2 LAUGAVEGI 84 HAFNARSTRÆTI 18 Við tökum upp nýjar vörur daglega OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD •í&t^ i '~JÍ<&^^Fr* Auslurslræti 22. T ^S/^t1 2 hæð simi 85°53 er sérverzlun fyrir konur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.