Morgunblaðið - 19.12.1981, Síða 5

Morgunblaðið - 19.12.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 5 Ottast var um þrjár rjúpna- skyttur um tíma ÓTTAST var um þrjár rjúpnaskyttur í fyrrinótt, er þær komu ekki til síns heima á fyrirfram ákveðnum tíma. Mennirnir þrír, sem voru á veiðum efst í Hrunamannahreppi, komu fram undir hádegisbilið í gær, heilir á hufi. Bíll þeirra hafði bilað og þeir því tekið það ráð, að ganga áleiðis til byggða. Leit var þegar hafin af nokkrum björgunarsveitum og skipulagning víðtækrar leitar var komin vel á veg er þeir komu fram. Athugasemd frá Flugleiðum: Osanngjörn og ósönn ummæli Morgunblaðinu barst f gær eftir farandi athugasemd frá Flugleiðum: Vegna ummæla Steinars Berg ís- leifssonar í Mbl. 18. desember, þess efnis að hann treysti ekki fraktflugi Flugleiða skal eftirfarandi tekið fram: Þrátt fyrir tafir erlendis vegna óveðurs að undanRirnu hefur Flug- lciðum tekist að koma öllum vörum, er pantað hefur verið rými fyrir, til íslands í tæka tíð, þar með taldar vörur, sem Steinar Berg hafði pant- að flutning fyrir hjá íscargo, sem svo felldi niður ferðir sínar til íslands um tíma. Sl. miðvikudag hafði Steinar Berg ísleifsson samband við Pétur Esrason í fraktdeild Flugleiða og spurði hvort hægt væri að fá flutt- ar 2 lestir af hljómplötum daginn eftir. Þar sem nærri fullbókað var í fraktrými var ekki hægt að lofa slíku, en honum boðið rými nk. sunnudag. Augljóst er að varðandi frakt og sæti í flugvélum er nauð- synlegt að sýna nokkra fyrir- hyggju, einkum á mesta annatíma fyrir jólin. Flestir innflytjendur sýna sjálfsagða forsjálni og bóka vörur með góðum fyrirvara. Flugleiðir hafa að undanförnu sent sérstakar vöruflutningavélar til Bretlands og Danmerkur tvisv- ar í viku til að flytja vörur, sem ekki komast með áætlunarfluginu og tryggja þannig að vörur komast til íslands jafnóðum og þær berast afgreiðslum ytra. Fyrir því eru ummæli Steinars Berg ísleifsson- ar í Mbl. í gær ósönn og óréttmæt og í hæsta máta ósanngjörn í garð starfsfólks fraktdeildar Flugleiða. Opið til tíu í kvöld í KVÖLD eru verslanir almennt opnar til kl. 22 eins og verið hefur undanfarin ár síðasta laugardag fyrir jól. Eftir helgina er síðan opið eins og venjulega, en á Þor- láksmessu er enn opið frameftir og þá til kl. 23 að kvöldi. Laugavegi lokað milli kl. 13 og 19 I DAG verður Laugavegi lokað frá kl. 13 til 19 fyrir allri umferð nema strætisvögnum. Verzlanir verða opnar til kl. 22 í kvðld. Á Þorláksmessu verður Laugavegin- um lokað á sama tíma fyrir allri umferð nema strætisvögnum. Verð 213.- Verð 295.- Verð 226.- Jólagjafir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.