Morgunblaðið - 19.12.1981, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 19.12.1981, Qupperneq 9
. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 9 „Bach í Skálholti“ - hvalreki á fjörur fagurkera Tónlist Egill Friöleifsson NYLEGA kom á markaðinn hljómplata er ber heitið „Bach í Skálholti" en flytjendur eru þær Manuela Wiesler flautuleikari og Helga Ingólfsdóttir semballeikari. Þær Manuela og Helga hafa nú í nokkur sumur haldið uppi merku menningarstarfi austur í Skál- holti og efnt til tónleika á þeim árstíma, þegar lítið sem ekkert er um slíka starfsemi annars. I fyrstu fór ekki ýkja mikið fyrir framtaki þeirra, en brátt var því veitt eftirtekt, að hér var óvenju vel að verki staðið. Nú er svo kom- ið að það er mörgum sjálfsagt mál að skreppa austur fyrir fjall eina helgi á sumri hverju gagngert til þess að hlusta á þær stöllur, eða aðra þá listamenn er þær kveðja til liðs við sig. Þar hafa mörg ný íslensk tónverk hljómað í fyrsta sinn, og það hefur verið mér alveg sérstök ánægja að fylgjast með því gróskumikla og fagra starfi, sem þær Manuela og Hélga eru frumkvöðlar að. Og það er mér ekkert launungarmál, að ef er- lenda kollega hefur borið að garði að sumarlagi, sem oft kemur fyrir, hef ég gjarnan tekið þá austur í Skálholt til að gefa þeim kost á að kynnast íslenskri tónmenningu eins og hún gerist best um leið og einn helsti sögustaður landsins er skoðaður. Hafa umsagnir þeirra jafnan verið á einn veg, sem sé að við mættum vera stolt af að eiga svo ágæta listamenn. Mikið og verðskuldað lof hefur verið borið á leik og samvinnu Manuelu og Helgu og því er það e.t.v. að bera í bakkafullan lækinn að bæta þar nokkru um. Á það skal aðeins minnst að sumartónleikarnir í Skálholti eru menningarauki sem hver listunnandi ætti að gefa gaum. Þar fer jafnan saman fögur tónlist í fögru umhverfi. Svo aftur sé vikið að hljómplötunni „Bach í Skálholti" eru þar eingöngu verk eftir J.S. Bach eins og titill plöt- unnar gefur til kynna. Þar er að finna tvær sónötur fyrir flautu og sembal, tokkötu í e-moll fyrir sembal og partítu í a-moll fyrir flautu. Leikur þeirra Manuelu og Helgu á þessari plötu stendur fyllilega undir því lofi, sem á þær hefur verið hlaðið. Meðferð þeirra á Bach einkennist öðru fremur af mikilli vandvirkni og alúð, þar sem hver hending og hvert smá- atriði er gaumgæft. Hljóðritun var framkvæmd af Ríkisútvarpinu og er ég ekki sannfærður um að hún standist fyllilega samanburð við það besta sem gerist annar- staðar. Þeir, sem farnir eru að stúdera digitaltækni og aðrar til- færingar, gætu sjálfsagt fundið að ýmsu. Hljómburður í Skálholts- kirkju er alveg sérstaklega góður. Að mínu mati er Skálholtskirkja besta sönghús á landinu. Kamm- ermúsík nýtur sín þar einnig vel, þó bergmál hússins sé e.t.v. full- mikið fyrir hraða kafla. Þetta kemur í ljós t.d. í Corrent-þættin- um í partítunni fyrir flautuna svo dæmi sé tekið. Tónninn er hins- vegar alltaf lifandi og skýr. Ekki er annað að heyra en pressun plöt- unnar hafi tekist mjög vel, sem er mikilvægt atriði þegar um jafn viðkvæma músík er að ræða. Hönnun plötuumslagsins finnst mér umdeilanleg svo ekki sé sterkara að orði kveðið, en sjálf- sagt eru sjónmenntamenn færari þar um að dæma en undirritaður. En hvað um það, í stuttu máli má segja að þessi plata sé hvalreki á fjörur fagurkera, sem unna ómenguðum Bach. JSLENSK BOKAMENNIfeíG ERVERÐMÆTI T7 II 11 JL □E i|li l Stefan Zweig Leyndarmálið og Manntafl Þessar heimsfrægu sögur austurríska ritsnillingsins eru gefnar út í tilefni af aldarafmæli höfundar. Sögurnar eru: LEYNDARMÁLIÐ í þýdingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi og MANNTAFL í þýðingu Þórarins Guðnasonar læknis. BÓKAÍITGÁFA menningarsjóðs OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 — Reykjavík Dómar gagnrýnenda um sögu Jónasar Jónassonar EINBJORN HANSSON: Cndra qh iiiqmhí |í|# W „cngri ctii IIlCU 1 1 IIB\aaa „Jónas Jónasson hefur með þessari bók sent frá sér skáldsögu, sem aö formi er engri ann- arri lík, í hinum þegar allstóra hópi íslenskra skáldsagna ...“ Guömundur G. Hagalln I Morgunblaöinu. „Ég hygg að márgir muni lesa þessa fyrstu skáldsögu Jónasar sér til gamans og jafnvel gagns". Illugi Jökulsson I Tlmanum. „Fyrsta skáldsaga Jónasar Jónassonar er óvenjuleg saga og aólaðandi á sinn furðulega hátt. Persóna hennar á kannski fá skyldmenni í (slenskum bókum, en ég er ekki frá því aó Ein- björn sé skyldur mörgum okkar samt“. Silja Aðalsteinsdóttir. „Og smátt og smátt þokast sagan fram, án alls flausturs, sem vænta mátti, en öruggt, mark- visst að lokapunkti... Jónasi tekst þetta vel — og sagan öólast ris, Ijúfa fegurð ..." Kristján frá Djúpalæk I Degi. Jónas Jónasson fer beinlínis á kostum í ímyndunum Einbjörns . . . Þessi fyrsta skáld- saga Jónasar Jónassonar er skemmtileg af- lestrar, notaleg og einlæg. Áfram Jónas". Gunnlaugur Ástgeirsson I Helgarpóstinum. „Engri annarri lík . íí |j|VAKA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.