Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 Skáldsaga um stóriðju ... Bokmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum: JÖRVAGLEÐI, skáldsaga Útg.: Örn og Örlygur 1981 Sögusviðið er sennilega sveit fyrir norðan og þar er allt á niður- leið, í félagsheimilið kemur ekki hræða lengur, því í nágrannasveit- inni er boðið upp á betra, það eru hafnar umræður um virkjun Jöklamóru, þá myndi byggðarlag- ið rísa úr öskustónni. Um virkjun- ina verða heitar umræður, þar takast á yngri menn og atorku- samir, sem eiga að vísu það yfir- leitt sameiginlegt að vera heldur flumbrulegir og bragðvísir, þó ekki allir vel gefnir — og eldri bændurnir sem hafa fastheldnari skoðanir, framfarir skulu ekki keyptar á hvaða verði sem er. Fé- iagsheimilið er ekki sízt snar þátt- ur í þessu öllu, það verður að gera upp félagsheimilið og lokka borg- arbúana til að sækja þar ball um peningahelgina og er ekki beitt sérlega huggulegum ráðum til að ná því markmiði. Auk þess verður sennilega sett upp prjónastofa og bifreiðaverkstæði. Svo líður fram bókin og undir lokin munu and- stæðingar virkjunarinnar hafa látið undan síga fyrir málflutningi yngri gasprara, Orkustofnunar- manna og þeirra frá RARIK. Á fundi í bókarlok greinir oddvitinn frá niðurstöðunum og þeir eldri hafa farið halloka. Þegar langt er komið í ræðunni, hnígur oddvitinn út af, andaður, við harm við- staddra. Páll á Gjábakka lýsir þessu svo: „Honum hafði aldrei dottið í hug, að menn eins og oddvitinn gætu dáið."(!) Allmargt fólk kemur við sögu í þessari bók, húsvörðurinn Geir og kona hans eru fyrirferðarmikil, án þess að maður átti sig svo sem að marki á því hvers vegna. Gömlu bændurnir fá allir mildari með- hóndlun hjá höfundi en yngri galgoparnir, Steinn Ægir til að mynda er augsýnilega afleitur persónuleiki og lítið á því að byggja að leggja framtíð sveitar- innar í hans hendur. Bók Guðmundar Halldórssonar Guðmundur Halldórsson á væntanlega að lýsa átökum nú- tímakynslóðarinnar við hina eldri um skipan mála í landinu, einkum með tilliti til stóriðju. Þetta mál hefur verið mjög í brennidepli hér um langa hríð og kannski ekki undarlegt, þótt því fari að skjóta upp kollinum sem þræði í skáld- sögu. Til þess að vera áhugavert er ekki alveg nóg að höfundi finnist það vera áhugavert, það þyrfti að búa efnið í þau klæði, sem Guð- mundur Halldórsson ræður ekki yfir, að minnsta kosti ekki í þess- ari bók. Þættir eftir Hvolsbónda MÓÐSÖGUR OG ÞÆTTIR ÚR MÝRDAL Eyjólfur Guðmundsson frá Hvoli skráði. Þórður Tómasson frá Skóg- um bjó til prentunar. Útg.: Örn og Örlygur 1981. Þetta er fjarska yfirlætislaus bók, gefin út mörgum árum eftir lát Eyjólfs frá Hvoli, sem mér finnst að hafi skrifað einna feg- urst mál, myndríkast og hreint. Mér er í minni, þegar ég las bæk- urnar Afi og amma, Pabbi og mamma og Lengi man til lítilla stunda, þar sem sagði frá lífsbar- áttunni í Mýrdal og nágranna- sveitum á síðustu öld og fram á þessa. Þegar ég las þessar bækur, var drjúgur tími liðinn frá útkomu þeirra, en ég var um þær mundir Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir einkum í Beverly Gray-bókum og öðru af þeim toga. Einhverra hluta vegna var Beverly lögð til hliðar um stund og síoan hefur Eyjólfur á Hvoli og allt, sem hann ritaði, haft sérstakt aðdráttarafl hjá mér. Þessi bók, Þjóðsögur og þættir úr Mýrdal, fjallar ekki endilega um fólk vandabundið Eyjólfi, en oft þó menn sem hann hefur þekkt, haft spurnir af eða verið sagt frá fyrir einhverra hluta sak- ir. Þeir, sem hafa gaman af þjóð- legum fróðleik, hljóta að lesa þessa þætti sér til ánægju. Eyjólf- ur frá Hvoli mun hafa verið sjálfmenntaður maður að mestu, í formála Þórðar Tómassonar er þó tekið fram, að hann hafi komizt í Flensborgarskóla og sú þekking, sem hann viðaði þar að sér og veganesti úr foreldrahúsum, dugði honum býsna vel og hann varð barnakennari í sveit sinni og for- ystumaður í félagslífi. í þessum formála segir ennfremur, að ævi- saga Eyjólfs sé til óprentuð. Von- andi er, að einhver útgefandi telji ástæðu til að gefa hana út áður en langt um líður. Auk þess að hafa að geyma fjólda læsilegra og vel skrifaðra þátta, er ágætis nafnaskrá, en slíkar skrár auka jafnan gildi bóka að miklum mun. Vel gert, en samt ekki nóg Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Debbie Harry. Koo Koo Chrysali.s ( IIK 1347. Hér er allt til staðar, mjög góð- ur hljóðfæraleikur, góð verk- stjórn, góðar útsetningar og góð söngkona. Samt er þetta á ein- hvern óskiljanlegan hátt ekki nóg. Eitthvað sambandsleysi er á milli söngsins og undirleiksins. Þetta er svo tilfinnanlegt á köflum að ætla mætti að Debbie hafi sungið með allt öðru fólki en því sem fylgir henni á plötunni. Útkoman er góð- ur söngur sem fellur af tilviljun að undirleiknum við og við. Aðalmennirnir á bak við þessa plótu eru félagarnir úr Chic, Nile Rodgers og Bernard Edwards. Þeir eru þekktir fyrir allt annað en léleg vinnubrögð og ekki bregð- ast þeir hér. Af 10 lögum plótunn- ar eiga þeir 4 og 2 lög eru samin af þeim ásamt Debbie og Chris Stein. Öll eru lögin í svokölluðum „funk"-stíl eins og til dæmis „Rapture" af síðustu plötu Blondie, „Auto American". Það má á vissan hátt segja þessa sóló- plötu Debbiar beint framhald af henni. Þó er varla hægt að kalla þetta sóló frá hennar hálfu, til þess er hlutur Chic-félaganna of stór. Það er ekki nóg með að þeir semji og stjórni upptökum, heldur spila þeir einnig, Rodgers á gítar og Edwards á bassa. Af þessum 10 lögum eru lög Chic-félaganna áberandi betri og er „Backfired" best. Þetta þýðir þó ekki að afgangurinn sé lélegur, þau ná hins vegar ekki þeim gæða- flokki sem lög Rodgers og Edwards eru í. í heildina er þetta ekki svo slæm plata ef frá eru dregin mistökin sem nefnd voru í upphafi. „Koo Koo" er þægileg plata og gaman Væri að heyra hana án söngs. FM/AM Af hátindi vegs og valda Bókmenntir Guðmundur G. Hagalín Ólafur Ragnarsson ræðir við Gunnar Thoroddsen. Útgefandi: Vaka, Reykjavík 1981. Það var árið 1933 að Ásgeir Ásgeirsson bauð sig fram í Vest- ur-ísafjarðarsýslu í fjórða sinn. Af hálfu sjálfstæðismanna var þá þar í kjöri tuttugu og tveggja ára lögfræðingur, Gunnar Thorodd- sen. Við Asgeir vorum í þennan tíma þegar orðnir góðir vinir, og hafði ég safnað atkvæðum hans meðal sjómanna, sem komu til ísafjarðar, en bjuggust ekki við að verða heima á kjördegi. Almennt var þá talið, að Gunnar þessi mundi ekki reynast Ásgeiri skeinuhættur, en ég vissi brátt betur. Af honum fór mikið orð sem slyngum ræðumanni og harð- fengum, en þó prúðum. Og sú varð raunin, að furðu nærri Ásgeiri komst hann, þegar talið var upp úr atkyæðakóssunum, enda hringdi Ásgeir til mín tvisvar meðan á talningu stóð, leizt auð- sjáanlega ekki á blikuna. „Þú átt Flateyri og Súgandafjörðinn eft- ir," svaraði ég í seinna skiptið, dró það af því, að ég þóttist heyra, að illa hefði verið ruglað seðlum í kössunum og byrjað á Auðkúlu- hreppi. Nú, svo fór þá sem fór. En aldrei var Ásgeir hættar staddur nema í haustkosningunum 1942 ... En aðeins tuttugu og þriggja ára varð Gunnar yngstur manna sem til Alþingis hafa verið kjörnir, og árið 1980 varð hann forsætisráðherra, þá eldri en nokkur annar, sem svo hátt hefur komizt á stól valda og vegs á landi hér. Og nú er komin út stærðar bók, sem flytur viðtöl, er Ólafur Ragnarsson hefur átt á síðasta sumri við hinn aldraða, en vel hressa forsætisráðherra. Bókin skiptist í kafla sem hér segir: Sambandsslit og fyrsti gustur- inn, Þýzk mörk og fyrsta forseta- kjörið, Ættir raktar í Barmahlíð, Uppvöxtur og pólitískar rætur, Hjaðningavíg í forsetakjöri 1952, Munaðarvörur og viðreisnarbú- skapur, Farið út úr púðurreykn- um, Forsetakjör með dapurlegum skugga, Orgeltónar og handrita- mál, Heimkoma og heljarstökk, Stjórnarsprenging, Sannfæring, flokksræði og frelsi, Að loknum landsfundi Gunnars og Geirs og loks Stjórnarstörf og svanasöng- ur. Til glöggvunar lesendunum er aftan við samtöl þeirra Ólafs og Gunnars bókarauki, sem hefur að geyma þessi plögg: Stefnuskrá Heimdallar samþykkt 1931, Ræða Gunnars á samnorrænum stúd- entafundi 1952, Forsetakjör er ekki flokksmál, grein Gunnars vorið 1952, Úr ræðu Bjarna Bene- diktssonar á landsfundi 1965, Yf- irlýsing Alberts Guðmundssonar við stjórnarmyndun 1980, Bréf Gunnars til forseta íslands 3.2. 1980, Yfirlýsing Pálma og Frið- jóns um samstarfið við Gunnar 7.2. 1980, Stjórnarsáttmáli ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsens — og Nafnaskrá. Fyrsti kaflinn fjallar um fyrsta gustinn, sem flokkslega lék um Gunnar. Hann var virkur aðili að því rúmlega tvítugur, að Heim- dallur setti á stefnuskrá sína ýmis mál, sem gengu lengra í átt frjáls- lyndis en þau sem áður voru tekin upp í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Og á norrænu stúdentamóti í Kaupmannahöfn sagði hann það berum orðum, að íslendingar hefðu í hyggju sem sjálfstæð menningarþjóð að segja upp sam- bandi sínu við Danmörku — og þar með konungssambandinu — þegar út væri runninn sá tími, sem sambandslögin frá 1918 næðu til. Þetta þóttu að vonum mikil tíðindi í Danmörku og raunar um öll Norðurlönd, og flokksmönnum Gunnars þótti vissulega þessi unglingur gerast furðu framur. Öllum er svo meira og minna kunnugt, að Dönum sárnaði mjög 1944, þegar íslendingar slitu að fullu sambandinu, enda var þá Danmörk enn hersetin af Þjóð- verjum. Lengi síðan var Dönum sárt um þetta, og þegar ég 1949, þá búsettur í Kaupmannahöfn, vildi skýra réttmæti íslenzkra aðgerða í þessu máli, var mér neitað um rúm fyrir grein í blaði danskra jafnaðarmanna, enda gat ég ræki- lega um getuleysi Dana til vernd- ar íslandi allt frá dögum Jörundar hundadagakonungs og fram til styrjaldarloka 1945. Þá skýrir Gunnar frá í næsta kafla reynslu sinni af þjónustu dansks sendiráðs í Berlín við hann sem íslenzkan borgara það herrans ár 1945, en sömu sögu hafði margur íslenzkur ferðamaður að segja. Það yrði of langt mál að rekja þótt ekki væri nema lítið eitt efni hvers kafla í þessari bók, en þar er ljóslega frá því skýrt, að Gunnar Thoroddsen hefur ekki þurft að kvarta undan því, að hami hafi ekki orðið aðnjótandi flestra þeirra mestu trúnaðarstarfa, sem þing og þjóð hafa upp á að bjóða, enda reynzt vel fær, hvar sem hann hefur verið staddur í met- orðastiganum. Ég vík svo án frekari málaleng- inga að forsetakjörinu 1952, þegar í kjöri voru séra Bjarni Jónsson, dómprófastur og Asgeir Ásgeirs- son, bankastjóri og um þrjátíu ára bil samfellt alþingismaður Vest- ur-ísfirðinga, um skeið forsætis- ráðherra og forseti Sameinaðs Al- þingis á Alþingishátíðinni 1930. Er allvandlega rakin saga þessara framboða og afstaða Gunnars Thoroddsens til þess, að flokkur hans lýsti yfir því, ásamt Fram- sóknarflokknum, að hann stæði að framboði séra Bjarna. Gunnar Vorum að taka upp stórglæsileg borð- stofuhúsgögn í Lúðvíks XV og Lúðvíks XVI stíl og Renesans stíl. EINNIG HJÓNARÚM í LÚDVÍKS XV STÍL. húsgögn Ármúla 44, símar 85153 og 32035

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.