Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 13 Gunnar Thoroddsen Ólafur Ragnarsson varð í miklum minnihluta, þá er atkvæöi voru greidd um málið í stjórn Sjálfstæðisflokksins, en hann fór sínu fram. Hann var þá. orðinn kvæntur Völu, dóttur As- geirs Ásgeirssonar, og þó að fjöl- margir sjálfstæðis- og framsókn- armenn lýstu yfir fylgi sínu við Ásgeir, var það óspart látið í ljós af hörðum mönnum innan Sjálf- stæðisflokksins, að tengdirnar við Ásgeir væru einasta ástæðan til þess, að Gunnar risi í þessu hita- máli gegn flokki sínum, þó að hann tæki af um það sjálfur, og hefði stundum sýnt, að hann hefði dirfsku til að fara sinna eigin ferða. Hitt verður svo aldrei af sanngirni talið nema mannlegt, að önnur eins eiginkona og Vala Ás- geirsdóttir hafi létt honum það að ganga gegn flokkssamþykkt í vali forseta. Og þjóðin brá á sitt ráð, þar með mjóg margt sjálfstæðis- manna. 011 er sagan, sem Gunnar rekur í þessari bók, skýrt og vel sögð, og sömuleiðis má bera lof á ritara hennar, Ólaf Ragnarsson. Mjög vel fer á þeirri venju hans að fara nokkrum orðum um það hvar hvert viðtal fer fram. Þar kemur til dæmis lýsing á glæsilegu um- hverfi sumarbústaðar forsætis- ráðherrahjónanna á Þingvóllum. Hann heitir Barmahlíð eftir „hlíð- inni fríðu", sem hjónin dá og unna. Og þarna fær Gunnar færi á að rekja lítið eitt ætt sína og víkja að Ijóð- og lagrænum hneigðum sín- um, fjarri „púðurreyknum" sem hann getur um á öðrum stað í bók- inni. Það er síður en svo, að Gunnar fari rækilega út í öll sín mörgu og margvíslegu störf, en yfirleitt finnst mér hann segja hófsamlega frá. Og svo mikið hefur hann unn- ið Sjálfstæðisflokknum, fyrst sem rúmlega tvítugur áhugagarpur og síðan í ýmsum trúnaðarstörfum, að ekki er undarlegt, þó honum svíði undan gerðum harðsækinna flokksbræðra, þegar hann var í kjöri sem eftirmaður tengdaföður síns á forsetastóli — og er ég ekki með þessum orðum að varpa skugga á störf og framkomu Kristjáns Eldjárns í sæti forseta. En allt að því kátbroslegt er það, að kvenleg hönd skyldi svo verða til að afhenda Gunnari vandnot- aðan og af öðrum beyglaðan lykil að vistarveru og völdum forsæt- isráðherra! Þá er komið að því, sem ýmsum mun þykja forvitnilegast. Það eru seinustu fjórir kaflar bókarinnar. Það þótti gegna nokkurri furðu, að Gunnar sat ekki fullt ár í ró og næði í hæstarétti, en sté þaðan niður og gerðist fyrst almennur borgari. En staða í Háskóla ís- lands bauðst honum fljótlega, þessum hálærða doktor í lögum og áður um skeið mjög vinsælum prófessor. En hvað hafði hann frekar í hyggju? Það kom fljótlega í Ijós. Hann tók þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna til Alþingis í Reykjavík, og fjölmörgum til undrunar og ef til vill sumum til ömunar, reyndist hann verða þriðji maður ofan frá í prófkjör- inu. Svo var þá leiðin greið inn í þingsalinn og til áhrifa í flokkn- um. Nú vík ég að hinni „sögulegu stjórnarmyndun" og leyfi mér að fara þar frekar fljótt yfir, svo mikið sem hún og árangur hennar hafa verið rædd í blöðum og á jnannfundum. Gunnar hafði all- lengi fylgzt með tilraunum flokksforingjanna og ekki þótt vænlega horfa. Hann lætur þess getið, að bæði Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni hafi þótt að því háðung fyrir lýðræðislega kjörið Alþingi, að það væri þannig á vegi statt, að ekki væri annað unnt en að forseti skipaði utan- þingsstjórn. Hann kvaðst hafa verið þeim sammála um þetta, en þegar hann tók til við stjórnar- myndun, að lofuðu fylgi Fram- sóknarflokksins, hafði stjórnar- kreppa staðið á annan mánuð og ekki virtist nema tveggja kosta völ, að þing væri rofið á ný og kosningar látnar fara fram aftur um hávetur, eða forseti færi að dæmi Sveins Björnssonar. Og að nýju þurfti Gunnar á stórri stund að gera upp við sig, hvort hann ætti að þóknast flokki sínum eða samvizkunni, sem stjórnarskrá ís- lands tekur skýrt fram að vera skuli æðsti dómari hvers manns um rétt og rangt. Og eins og fyrir forsetakosningarnar 1952, ákvað hann að láta samvizkuna ráða, þó að hann vissi, að það, sem á eftir kæmi, væri síður en svo leikur einn. En vel mætti breyzkur mað- ur láta sér,detta í hug, að þá er samvizkan hafði skorið skýrt úr um það, hvað gera skyldi, hafi lát- ið í eyrum Gunnars beizkjubland- in rödd, sem hefði sagt við mikinn meirihluta flokks hans. „Geymt en ekki gleymt og sleikið þið nú af ykkur." En hvernig hefur svo til tekizt um bjargráð við þjóðina? Ég skrifa þetta sem ritdómari merkr- ar bókar, en ekki sem stjórnmála- maður, en nokkuð sárt tók það mig, hvað sem öðrum líður, að einna mest völd hefðu í hinni nýju stjórn, þeir, sem fram á síðustu ár hafa horft aðdáunaraugum austur fyrir járntjald. En nú hefur Jón Múli sagt sig úr Alþýðubandalag- inu og þeir Svavar og Ásmundur Stefánsson hrækt hraustlega á járntjaldið vegna aðgerðanna í Póllandi, svo að talið mun, að ekki sé flokkur þeirra lengur rauðari en hæfir Iýðræðislegum jafnaðar- mönnum. Trúað gæti ég því, að Gunnari hafi verið að þessu nokk- ur léttir. En vonandi getur svo þessi ein- kennilega skipaða ríkisstjórn áður en varir hrósað happi yfir ófreskj- unni verðbólgu, sem enn hefur undir hinni nýju stjórn aukið veg sinn og völd í þessu harðbýla landi... En hvað sem því líður, mun engan veginn ráðið, að hinn meira en sjötugi Gunnar Thorodd- sen dragi sig út úr íslenzkum stjórnmálum, enda tývaskur enn til orðs og æðis og umfram allt lipur í að láta skjöld hlífa sér og sínu liði, þegar árás er gjörð og honum ætlað að komast í orðlaus- an vanda. Guðmundur Gíslason Hagalín SUMIR VERSLA OÝRT AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR tilkl. ídag á báðum stöðum ^ Kokkamir okkar kynna í dag og gefa aö smakka .. . Fr amp. 68-30 44 «2 pr.kg. LeyftverðgJ#50 pr.kg. Leyftverð 49.20 SvínaHamborgara w.i7i-hryggur -| ^Q.OO London«zr lamb 84 5° Kjúklingar 5 stk. í poka Leyftverð 147." Lamba zrrTS Hamborgara Leyftverð 87.10 Leyftverð 88.10 0(jpr.kg. Allt lambakjöt á gömlu verði. STARMÝRI 2 — AUSTURSTRÆTI 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.