Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADID, LAUGARDÁGUR 19. BESEMRER 1981 Ævintýraperlur frá Bing & Gröndahl Vestur-Þjóðverj- ar fresta frekari efnahagsaðstoð \*\ >o* v.: M FT' -r * o :** r**i ifiVtYíO'XS Ævintýraplattarnirfrá Bing & Gröndahl eru perlur að allri gerð og útliti. Gullfallegar teikningar færustu listamanna við ævintýri H.C. Andersens, 12 stk. — og Grimmsævintýri, 6 stk. Handmálað á postulín með ekta gyllingu. Hver platti/diskur í fallegri gjafaöskju kr. 260,— Gullfalleg gjöf til þeirra sem þér þykir vænt um. RAMMACERDIN Hafnarstræti 19 Bonn, Vín, Washington, 18. desember. AF. VESTURÞÝSKA þingið samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld í Póllandi að sleppa föng- um úr haldi og hótað er að hætta efnahagsaðstoð við landið. Aðeins einn þingmaður sat hjá við atkvæða- greiðsluna en aðrir studdu ályktun- ina. í ályktuninni er þýska stjórnin kvött til að fresta ákvörðun um frekari efnahagsaðstoð við Pól- land og vinna að því innan Efna- hagsbandalags Evrópu að aðild- arlönd þess geri slíkt hið sama svo lengi sem herlög gilda í Póllandi. Pólverjar skulda Vestur-Þjóðverj- um um 5,4 milljarða dollara. Er- lendar skuldir þeirra eru alls um 26 milljarðar dollara. Fangalistinn ónákvæmur New York, 1H. de.sember. AP. AÐ MINNSTA kosti þremur verka- lýðsleiðtogum af 57 sem sagðir eru í varðhaldi í Póllandi er ofaukið á fangalistanum sem lesinn var f Varsjárútvarpið. Tveir þeirra, Mir oslaw Chojecki og Wojciech Karp- inski, eru í New York og sá þriðji, Seweryn Blumsztajn, er í París. Chojecki og Karpinski fóru frá Póllandi fyrir nokkrum mánuðum. Þeir segja að nöfn þeirra á listafl- um bendi til að stjórnin hafi haft áform um hernaðaraðgerðirnar í þó nokkurn tíma og gleymst hafi að bera listann yfir þá sem átti að handtaka saman við nöfn þeirra sem í raun og veru náðust. Helmut Schmidt kanslari sagði í þinginu: „Ég styð baráttu verka- mannanna heilshugar." Þingið skoraði á einstaklinga, stjórn- málaflokka, verkalýðsfélög og önnur samtök að senda matvæli til Póllands. Bruno Kreisky, kanslari Aust- urríkis, sagði að ástandið í heim- inum væri alvarlegra nú en nokkru sinni síðan í seinni heims- styrjöldinni vegna aðgerða stjórn- valda í Póllandi. Hann tengdi ástandið stríðinu milli íran og Ir- ak, innrás Sovétmanna í Afganist- an og innlimun Gólanhæða í ísra- el. Hann sagði að hingað til hefðu Sovétmenn ekki ráðist inn í Pól- land „en hvort það verður satt á morgun veit ég ekki". Kreisky sagði að um 30.000 Pól- verjar sem væru staddir í Austur- ríki myndu líklega sækja um hæli í landinu. Hann sagði að þeir og allir sem kæmust til Austurríkis væru velkomnir. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti ráðlagði Bandaríkjamönnum sem eru staddir í Póllandi að snúa heim þar sem ekki væri hægt að tryggja óryggi þeirra. Hann hefur kennt Sovétmönnum að hluta til um ástandið í Póllandi en neitað að segja hvað Bandaríkjamenn munu gera ef sovéski herinn fer inn í landið. Háttsettur embættís- maður varnarmálaráðuneytisins sagði hins vegar að Bandaríkja- menn myndu væntanlega hætta samningaviðræðum við Sovétríkin um afvopnunarmál a.m.k. um stundarsakir ef til innrásar Sov- étmanna kæmi. l-tffHt 1-r+i-- Stórkostlegt úrval af nýjum vörum OPIÐ TIL KL. 10. Kassettutöskur, kassetturekkar, plötutöskur og rekk- ar, video-töskur og rekkar og margt fleira. Sendum í póst- kröfu um allt land Heildsölubirgðir SKÍFAN Laugavegi 33, sími 11508.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.