Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLA.ÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 15 Rússneskir sjóliðar á bryggjunni í pólsku flotahöfninni í Swinousjcie. Ótti og óvissa ríkir í Varsjá London, l'aris, Kóm, New York, 18. desember. AP. FARÞEGAR sem komu með fyrstu vélum frá Póllandi eftir að herlögum var lýst vfir sögðu að mikið bæri á vopnuðum hermönnum og skrið- drekum í Varsjá. Þeir sögðu að ró- legt væri í borginni en fólk væri óttaslegið og lifði í mikilli óvissu. Nýr sendiherra Póllands til Bretlands kom með einni vélanna og sagði að ótti stjórnarinnar við Sprenging í skrifstofu Mugabes Salishury, 18. desember. AP. STÓR sprengja sprakk í forsætis- ráðherraskrifstofum Robert Mug- abes í Zimbabwe í dag. Að minnsta kosti fimm fórust og margir særðust. 'l'alið var að flestir embættismenn stjórnarflokksins hefðu verið fjar verandi. Rúður skrifstofubygginga í ná- grenninu brotnuðu og götur voru þaktar glerbrotum. Ekki var vitað hvað olli sprengingunni. að 11 ára afmæli Gdansk-upp- þotanna yrði notað sem afsökun fyrir blóðugum mótmælum og jafnvel borgarastyrjöld hefði ver- ið ein ástæðan fyrir aðgerðum hennar. Pólskur farþegi sagðist halda að allir leiðtogar Samstöðu hefðu verið handteknir og húsleit gerð í skrifstofum samtakanna. Annar sagði að fólk þyrði ekki að nefna Samstöðu lengur. „Það sáust Sam- stöðu-veggspjöld fyrir nokkrum dögum en nú er óðum verið að rífa þau niður." Hann sagðist hafa heyrt minnst á mikil mótmæli 21. desember. Ein kona sagði að fólk myndi á endanum sætta sig við ástandið. „Það er vonlaust. Það er sannfært um að öll andstaða verði kæfð." Aðrir sögðu að handtökur væru tíðar en fólk fengi að fara um borgina að degi til. Útgöngubann er á milli kl. 22 og 6. Fólk mætti til vinnu en algengt væri að það sæti aðgerðalaust. Kona sagðist ekki vita hversu mikið væri um mót- mælaaðgerðir. „Fólk veit bara það sem útvarpið og sjónvarpið segja því — og stjórnin ræður því." Konan var spurð hvort biðraðir væru við matvöruverslanir. „Það er engan mat að fá," sagði hún. „Mikil jólastemmning í Póllandi" Budapest, 18. desember. AP. HIN opinbera ungverska fréttastofa skýrði frá því í dag, og hafði eftir Varsjárútvarpinu, að mikil jólastemmning rfkti nú í Varsjá. Sagt var, að á götum Var- sjárborgar væru nú víða jólatréssalar og þó að trén þættu dýr setti fólk það ekki fyrir sig. Hvarvetna mætti sjá fólk með bros á vör burð- ast heim með trén sín og annað, sem heyrir til undir- búningi jólahátíðarinnar. Sagði fréttastofan að ánægja og friður ríktu nú aftur í Póllandi. W^umti s> (&& KL1Ö Í¥áV Fram - Valur íslandsmótið í handknattleik 1. deild Laugardalshöll í dag. Mfl. karla kl. 14.00. Mfl. kvenna kl. 15.30. Framarar mætum allir og hvetjum okkar menn til sigurs. ÁGÚST ÁRMANN ht UMBOOS OG HEU.CrVER7l.UN SUNOABCWG 24 - REYKJWÍK £*&. CtóniorviGGTi EasaBscEa PI.ISÍ.OS lll prTið OSRAM ftoíftcwM © ALDA Hoffell sf. Master handboltar. Borgarinn Bakaríiö Kringlan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.