Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 jggfgtmfrfoftifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 6 kr. eintakiö. Skattpíningin undir vinstri stjórn í Reykjavík Vinstri stjórn í borgarstjórn Reykjavíkur er oröin borg- arbúum dýr. Á hverju einasta ári frá valdatöku þeirra í borgarstjórn hafa þeir hækkað einhverja skatta á borgar- búa. Á fyrsta valdaári þeirra hækkuðu þeir fasteignagjöld og aðstöðugjöld, á því næsta hækkuðu þeir útsvar verulega, þá kom röðin að gatnagerðargjöldum og nú á síðasta valda- ári þeirra hækka þeir fasteignagjöld enn verulega og gatna- gerðargjöld stórkostlega. Þessa skattpíningu vinstri stjórn- arinnar rakti Davíð Oddsson, formaður borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna, í glöggri ræðu á fundi borgar- stjórnar í fyrrakvöld. Davíð Oddsson dró jafnframt upp skýra mynd af því, að þessi skattpíning hefur ekki komið borgarbúum til góða í auknum framkvæmdum eða bættri þjónustu, og Albert Guð- mundsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á því, að á þeim fjórum árum, sem liðin eru frá því að meirihlutastjórn sjálfstæðismanna fór frá völdum, hefur hlutur rekstrarkostnaðar í heildarútgjöldum borgarinnar aukizt úr um 70% í 80% og Albert bætti því raunar við að 20% af því sem eftir væri til framkvæmda og fjárfestinga kæmi frá dráttarvaxtagreiðslum þannig, að ef borgarbúar gætu staðið betur í skilum mundi það fé, sem eftir væri þegar rekstrarútgjöld væru greidd, verða enn þá minna! Vörn Sigurjóns Péturssonar, helzta talsmanns Alþýðu- bandalagsins í borgarstjórn, var aum. Kjarni hennar var í rauninni sá að segja við sjálfstæðismenn: Hvar eru ykkar tillögur. Svarið við þeirri fyrirspurn lá fyrir á fundinum. Sjálfstæðismenn lögðu fram tillögur um verulega lækkun á skattpíningu vinstri manna í Reykjavík. Þær tillögur voru allar felldar af Alþýðubandalaginu, Framsókn og Alþýðu- flokki. Reykvíkingar vita af áratuga reynslu af meirihluta- stjórn sjálfstæðismanna í höfuðborginni, að sjálfstæðis- menn stjórna Reykjavík með myndarskap og af röggsemi með hóflegri skattlagningu. Svarið við fyrirspurn Sigurjóns Péturssonar er að finna í þeirri reynslu, sem borgarbúar hafa af meirihlutastjórn sjálfstæðismanna. Á þeim tíma, þegar sjálfstæðismenn voru við völd í borg- arstjórn Reykjavíkur, fór það ekki á milli mála, að betra var að búa í Reykjavík en flestum öðrum sveitarfélögum, þegar miðað var við skattlagningu annars vegar og framkvæmdir og þjónustu hins vegar. Skattar á borgarbúa voru í tíð sjálfstæðismanna hóflegir og erfitt var að finna sveitarfé- lag, þar sem skattar voru lægri. Framkvæmdir voru miklar eins og bezt mátti sjá í þeifri forystu, sem Reykvíkingar höfðu í gatnagerð og hitaveituframkvæmdum, svo að tvö dæmi séu nefnd. Félagsleg þjónusta og heilbrigðisþjónusta var byggð upp jafnt og þétt svo að til fyrirmyndar varð fyrir önnur sveitarfélög, ekki sízt í málefnum aldraðra. En nú er öldin önnur. Þegar skattbyrði Reykvíkinga er borin saman við skattbyrði íbúa í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgars- væðinu kemur í ljós, að það er dýrara að búa í Reykjavík frá skattasjónarmiði séð en í flestum öðrum sveitarfélögum á þessu svæði. En jafnvel þótt Reykvíkingar séu skattpíndir kemur það ekki fram í auknum framkvæmdum. Vinstri stjórnin hefur ekki haft lóðir á boðstólum. Vinstri stjórnin hefur leikið fjárhag hitaveitunnar svo grátt að til vandræða horfir og ekki verður séð að hinir „félagslega" sinnuðu stjórnmálamenn, sem nú ráða ferðinni í borgarstjórn, hafi sýnt þann áhuga í verki í þau þrjú og hálft ár, sem þeir hafa ráðskazt með málefni Reykvíkinga. Samanburður á vinstri stjórn í fjögur ár og meirihluta- stjórn sjálfstæðismanna í Reykjavík sýnir og sannar, að höfuðborginni var vel stjórnað í tíð sjálfstæðismanna. Þar fór saman hófsemi í skattlagningu, aðhald og gætni í rekstri, framkvæmdahugur og víðsýni í uppbyggingu félags- legrar þjónustu. Eftir fjögurra ára vinstri stjórn stendur það eitt eftir að stórfelld skattpíning hefur verið tekin upp en borgarbúar hafa í raun ekkert fengið í staðinn. Eggert Haukdal, alþingismaðnr: „Kappið við að drepa allt í dróma í orkumálum.. fi Var bréf iðnaðarráðherra samþykkt af ríkisstjórninni? Eggert Haukdal (S), sem telst stuðningsmaður núverandi ríkisstjórnar, veittist harkalega að orku- ráðherra, Hjörleifi Guttormssyni, í umræðu utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær, er hugsanlega framkvæmdatilhögun við Sultartangastíflu bar á góma, vegna fyrirspurnar Sigurðar Óskarssonar (S). Eggert lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Það fer víst ekki lengur framhjá neinum, að nauðsynleg- asta úrbót í orkumálum sé að gefa hæstvirtum iðnaðarráðherra frí frá störfum." í tilefni bréfs til Landsvirkjunar Sigurður Óskarsson (S) vitnaði til fréttar í Morgunblaðinu og bréfs frá iðnaðarráðherra til Landsvirkj- unar, dagsetts 16. desember sl., þess efnis, að iðnaðarráðuneytið hefði óskað eftir því við stjórn Lands- virkjunar, að hún meti á ný orku- þörfina á árunum 1982—1984. í bréfinu segir að ekki séu horfur á að nýr umtalsverður stórnotandi í orkukerfinu komi til fyrr en á seinni hluta ársins 1984. Þar segir ennfremur að ráðuneytið muni ekki taka afstöðu til framkvæmda við Sultartanga fyrr en álitsgerð Landsvirkjunar, sem ráðherra spyr nú fyrst um, eftir útboð á verkinu, liggi fyrir. Sigurður spurði hvort til stæði að fresta þeim framkvæmdum við Sultartangastiflu, sem hefja átti að vori og ljúka 1983. Þessar fram- kvæmdir tengdust ekki fyrst og fremst auknu orkuframboði, heldur væri í ríkari mæli um öryggis- framkvæmd að ræða, til að tryggja rekstur Búrfellsvirkjunar. Þetta mál hefði og félagslega hlið, at- vinnuöryggi þess fólks, sem unnið hefði við virkjunarframkvæmdir í Suðurlandskjördæmi, en hvorugt þetta meginatriði nefndi ráðherra í bréfi sínu. Þetta fólk væri léttvægt á vogarskál ráðherrans. Spurning um 2ja eða 3ja ára framkvæmd Hjörleifur Guttormsson, idnaðar ráðherra, sagði fyrirsögn' Mbl., „Framkvæmdaleyfi ' ekki veitt", vera villandi. Hún fæli í sér stað- hæfingu, sem væri úr lausu lofti gripin. Ekki stæði til að fresta þeirri framkvæmd sem hér um ræddi, eins og fjármagnsútvegun í lánsfjáráætlun sýndi. Las ráðherra bréf sitt til Landsvirkjunar og sagði spurninguna þá, hvort framkvæmd- ir skyldu standa tvö eða þrjú ár. Lengd verktíma skipti máli upp á fjármagnskostnað. Þetta mál, sem hér væri blásið út, væri liður í þeirri viðleitni að sá fræjum tortryggni inn í þingliðið í starfsönn þess fyrir jólahlé. „Kappið við að drepa allt í drótna" Eggert Haukdal (S): Vegna orða iðn- aðarráðherra um fræ og tortryggni vil ég segja, að það er ráðherrann, sem „með vinnubrögðum sínum er mesti hjálpari stjórnarandstöðunn- ar"! Síðan rakti Eggert þróun mála frá því lögin um raforkuver vóru sett á sl. vori, en þau hafi gert ráð fyrir áframhaldandi framkvæmd- um á Þjórsársvæðinu, þ.á m. bygg- ingu Sultartangastíflu. Mér er spurn: til hvers var ráðherra að skrifa þetta bréf til Landsvirkjunar í gær. Veit hann ekki um lögin sem samþykkt vóru á sl. vori? Veit vinstri höndin ekki hvað sú hægri gerir? „Kappið við að drepa allt í dróma í orkumálum virðist svo mikið hjá ráðherranum að hann sést ekki fyrir og fer langt út fyrir takmörk sín. Hefur ráðherrann borið þetta bréf, sem hann skrifaði í gær, undir ríkisstjórnina og fengið samþykki fyrir því eða er það einkaframtak hans? Það er nauð- synlegt að fá svar við þeirri spurn- ingu og ég leyfi mér að óska svara hæstvirts forsætisráðherra"! „Iðnaðarráðherra fékk mikla eldmessu yfir sig nýlega hér á Al- þingi frá flokksbróður sínum, m.a. varðandi málefni Suðurlands. Hann virðist ekki læra neitt, heldur vegur áfram í sama knérunn. Það væri vissulega hægt að gera talsvert bál, ef allar möppur iðnaðarráðherra væru bornar í eina hrúgu og tendr- að bál. Gífurleg orka myndi leysast úr læðingi — í bili — en hætt er við að sú orka fjaraði út. Það fer víst ekki lengur framhjá neinum, að nauðsynlegasta úrbót í orkumálum sé að gefa hæstv. iðnaðarráðherra frí frá störfum." Að vefja málum um höfuð sér Birgir ísl. Gunnarsson (S) sagði gegna furðu, hve iðnaðarráðherra væri tamt að vefja öllum málum um hðfuð sér, sem hann kæmi ná- Fræ sundrungarinnar — og vantraust Pétur Sigurðsson (S) vakti athygli á því að forsætisráðherra hefði ekki virt fyrirspurn Eggerts Haukdals svars, hvort bréf iðnaðarráðherra, sem öllum deilunum hefði valdið, hefði verið borið undir ríkisstjórn og hlotið þar samþykki. Endurtók hann fyrirspurnina og bað um svar ráðherrans. Þegar iðnaðarráðherra talaði um að sá sundrungarfræjum mætti hann líta í eigin barm ríkisstjórnar. Við höfum undanfarin dægur rætt ógnvekjandi efnahagsvanda. Svav- ar Gestsson vill leysa hann með því að fella niður olíugjaldið. Gunnar Thoroddsen vill leita annarra Magnúw Pétur lægt. Tveir mánuðir væru síðan Landsvirkjun hefði skrifað iðnað- arráðherra, en það væri fyrst í gær, 16. desember, viku eftir útboð þess- ara verka, sem hann svaraði Lands- virkjun — og þá í algjörum vé- fréttastíl, sem enginn geti í raun lesið úr, hvað á bak við búi. Birgir lagði áherzlu á nauðsyn þessara framkvæmda á Þjórsársvæði, m.a. til að tryggja að ekki komi til rekstrarvandræða orkuvera á svæð- inu. Hann vitnaði til laga um Landsvirkjun, sem hann taldi veita henni heimild til framkvæmda, er tryggðu öryggi orkuveranna. Ekki hægt að skilja öðruvísi Magnús Magnú.sson (A) sagði að ekki hefði verið hægt að skilja bréf ráðherra öðruvísi en draga hefði átt úr framkvæmdum. Hinsvegar væru Landsvirkjunarlög þess eðlis, að hún hefði heimild til framkvæmda, er tryggð rekstraröryggi orkuver- anna. Hér væri og um sjálfsagða framkvæmd að ræða. Engin breyting hjá rfkisstjórninni Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði fyrirsögn Morgun- blaðsins: „Framkvæmdaleyfi ekki veitt" vera blekkingu. Út frá því er gengið að framkvæmdir við Sult- artangastíflu hefjist næsta vor, af fullum krafti, og ljúki ekki síðar en 1983. Þetta er fyrsti liður í tillögu að virkjanaröð, sem liggur fyrir Al- þingi. Upplýsingar, sem óskað er eftir frá Landsvirkjun, eiga að geta borizt eftir fáa daga. Engin breyt- ing er hjá ríkisstjórninni varðandi þessar framkvæmdir. Sigurdur lausna en fiskverðshækkunar. Steingrímur Hermannsson bendir hinsvegar á gengislækkun. Eru ekki einhver sundrungarfræ í þessum gagnstæðu kenningum? Og svo kemur Eggert Haukdal, stuðnings- maður ríkisstjórnarinnar, og varp- ar kastljósi á sjálfan iðnaðarráð- herrann, eins og raunar flokksbróð- ir hans fyrir fáum dögum (Garðar Sigurðsson). Þessi stuðningsmaður tali um að iðnaðarráðherra þurfi nauðsynlega að fá frí frá störfum. Spurning hljóti að vakna, hvort ekki fari að styttast í vantrausts- tillögu. Rembst gegn orkuiðnaði Sigurður Óskarsson (S) sagði augljóst, hvern veg bæri að skilja bréf iðnaðarráðherra til Lands- virkjunar. Iðnaðarráðherra hefði breitt yfir sig með bollaleggingum um fre3tun framkvæmda við Sult- artanga, einu stóru framkvæmd- inni, sem í sjónmáli var í hans ráðherratíð. Hinsvegar bæri að fagna því, ef tregðuliðið hrektist úr kyrrstöðu sinni. Ríkisstjórnin hefur staðið á öll- um bremsum gegn stóriðjufram- kvæmdum, sem skapað hefðu orkueftirspurn, og framkvæmda- þörf fyrir ný orkuver, og í skjóli ónógrar orkueftirspurnar átti að afsaka aðgerðaleysið. Sigurður vék enn að öryggissjón- armiðum Búrfellsvirkjunar með Sultartangastíflu, atvinnumálum í Suðurlandskjördæmi og fleiri hlið- um málsins. Hann ítrekaði spurn- ingu Eggerts Haukdals til forsætis- ráðherra, hvort bréf iðnaðarráð- herra til Landsvirkjunar væri sent með vitund og vilja ríkisstjórnar- innar og á hennar ábyrgð. Forsætisráðherra lét hinni ítrek- uðu fyrirspurn ósvarað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.