Morgunblaðið - 19.12.1981, Side 18

Morgunblaðið - 19.12.1981, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 LARUS IGRIMSTUNGU GYl.Fl ÁSMl'NDSSON bjó til prentunar AíáA GUNNAJR BJARNASON ÆTTBÓK OG SAGA ÍSLENSKA HESTSINS Á 20.ÖLD EFTIR GUNNAR BJARNASON Þetta er þriðja bindi hins viðamikla rit- verks Gunnars Bjarnasonar ráðu- nauts. Þessi bók er sérlega glæsileg í alla staði og nauðsynieg öllum áhugamönnum um íslenska hrossa- rækt. í þessu bindi er haldið áfram, þar sem frá var horfið í öðru bindi, við að fjalla um kynbótahryssur. Hér eru birtar lýsingar á flestum skráðum og völdum undaneldishryssum landsins frá aldarbyrjun fram til ársins 1970. Fjallað er um ættbókarfærðar hryss- ur frá Eyjafirði og austur um, allt til Borgarfjarðar. í bókinni er einnig starfssaga Gunnars, eins og í hinum fyrri. Þar er mikið fjallað um útflutning hrossa og baráttu Gunnars við að vinna ís- lenska hestinum markað erlendis. Verð kr. 790,40 LÁRUS í GRÍMSTUNGU GYLFI ÁSMUNDSSON BJÓ TIL PRENTUNAR Lárus Björnsson í Grímstungu í Vatnsdal er einn þeirra manna sem hefur orðið þjóðsagnapersóna í lif- anda lífi. Hann er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður, ekki þó fyrir þá verðleika, sem flestir verða þekktir fyrir, svo sem embættisstörf, skáld- skap eða íþróttir, heldur vegna per- sónueiginleika, sem höfða beint til ís- lendinga og vekja ímyndunarafl þeirra og aðdáun. Sagan segir að hann hafi verið fjárríkasti bóndi landsins. Sagan segir líka, að hann eigi svo mörg hross, að ekki verði tölu á komið. Sagan segir, að á heiðinni þekki hann hvern stein og hverja þúfu, að hann sé ratvísari en fuglinn og klókarientófan. Verð kr. 395,20 LÍKABÖNG HRINGIR EFTIR GUNNAR BJARNASON í þessari bók segir Gunnar Bjarnason ráðunautur frá eins árs skólastjóra- dvöl sinni á Hólum í Hjaltadal, for- sögu þess og eftirmála. Skólastjórn- artíð hans þar var um margt söguleg og endaði með því að flokksbróðir hans og þáverandi landbúnaðar- ráðherra, Ingólfur Jónsson á Hellu, hrakti hann frá störfum. Mikil blaða- skrif voru um þessi mál á sínum tíma, sem jöðruðu við að vera rógsherferð áhendurGunnari. í þessari bók jafnar Gunnar reikningana, hann svarar fyrir sig af krafti. Eflaust mun einhverjum svíða undan höggum hans, því ritstíll hans erbrýndurmeð háðsku ívafi. Verð kr. 370,50 IÓKAFORLAGSBIEK Nálgast jóla lffsglöð læti Jólaplata Sjálfsbjargar lÁigin á jólaplötu Sjálfshjargar eru öll eft- ir Jóhann Helgason við þekkta jólatexta: 1. Nálgast jóla lífsglöð læti. Texti: Steingr. Thorsteinsson. Söngur: Sig- ný Sæmundsdóttir. 2. Jólasveinninn minn. Texti: Hinrik Bjarnason. Söngur: Halli (Haraldur Sigurösson) ásamt 5 börnum. 3. Grýlukvæði. Texti: Jóhannes úr Kötlum. Söngur: Jón Sigurbjörns- son. 4. Snati og Óli. Texti: Þorsteinn Er- lingsson. Söngur: Signý Sæmunds- dóttir. 5. Jólasveinninn kveður. Texti: Þor- steinn Ö. Stephensen. Söngur: Halli (Haraldur Sigurösson) ásamt 5 börnum. 6. Nú eruð þið sofnuð. Texti: Valdi- mar Hólm Hallstaö. Söngur: Róbert Arnfinnsson. 7. Jólasveinninn kemur. Texti: Valdi- mar Hólm Hallstaö. Söngur: Halli (Haraldur Sigurösson). 8. Litla jólabarn. Texti: Ómar Ragn- arsson. Söngur: Þrjár telpur undir stjórn Guöfinnu Dóru Ólafsdóttur. Jólaplata Sjálfsbjargar fæst í öllum hljómplötuverslunum landsins 9. Jólasöngur. Texti: Sigurbjörn Sveinsson. Söngur: Kór Lang- holtskirkju undir stjórn Jóns Stef- ánssonar. 10. Hvað boöar nýárs blessuð sól? Texti: Matthías Jochumsson. Söng- ur: Kór Langholtsskirkju. 11. Nálgast jóla lífsglöð læti. Flytjend- ur: Gísli Helgason og Helga Ing- ólfsdóttir. Heildarútsetning: Jóhann Helgason og Siguröur Rúnar Jónsson. Margir aörir tónlistarmenn koma viö sögu. Sjálfshjörg lands- samband fatlaðra Fjölskynjunar messa í Bústaðakirkju í BÚSTAÐAKIKKJU á sunnudaginn kl. 14.00 fer fram nokkuð sem kall- að er fjölskynjunarmessa. í kirkj- unni hefur starfshópur á vegum Skálholtsskóla og Kirkjuritsins fengið inni með tilraun til fjölbreyti- iegrar tjáningar í guðsþjónustu und- ir yfirskriftinni „Friður á jólum“. Þessi fjölskynjunarmessa er í sjálfu sér ekkert nýmæli í helgi- haldi kirkjunnar. Guðsþjónusta kirkjunnar og kirkjubyggingin sem slík höfða til hinna ýmsu skynfæra mannsins. Sem kunnugt er, er víða notað reykelsi og annað ilmefni við helgihald, atferli presta felur og í sér vissa tjáningu við guðsþjónustuna, sömuleiðis tákn og skreyting kirkjubygg- ingarinnar svo og tónlistin og hið talaða orð og síðast en ekki síst sjálft altarissakramentið. Allir þessir þættir guðsþjónustunnar falla undir fjölskynjun, að boð- skapurinn sé skynjaður og túlkað- ur á sem fjölbreytilegastan máta. Tilraunin í Bústaðakirkju er ný- mæli á þann veg að þar eru nýtt kunnugleg tjáningarform úr dag- legu lífi nútímans til þess að auð- velda fólki að skynja boðskapinn um frið á jólum. Meðal þátttakenda verða list- dansararnir Örn Guðmundsson og Guðmunda Jóhannsdóttir sem flytja danstjáningu eftir Ingi- Málað við helgistund f Skálholts- kirkju björgu Björnsdóttur, skólastjóra Balletskóla Þjóðleikhússins. Nína Björk skáld, ungir myndlista- menn, Sigurður Flosason og fleiri tónlistarmenn, áhugahópur um kvennaguðfræði, talsmenn þróun- arlanda, dramahópur úr Skál- holtsskóla, sönghópur Jóns Helga Þórarinssonar og Oddur Alberts- son sem flytur og kennir friðar- söngva. Prestsþjónustu annast þau sr. Auður Eir, sr. Bernharður Guð- mundsson, dr. Gunnar Kristjáns- son og sr. Heimir Steinsson. Verð- ur predikunin í samtalsformi og Svarar spurningunni: Hví eru ekki alltaf jól? Tíu ára telpa flytur bæn fyrir friði í messuiok. Á ráðstefnu myndlistarmanna og guðfræðinga í Skálholti í vor, var gerð tilraun til slíkrar fjöl- skynjunar við helgihald. Var m.a. málað myndverk við morgunbænir þar eystra. Hafa ýmsir óskað þess að halda slíku starfi áfram. Hefur orðið að ráði að bjóða öll- um, sem áhuga hafa. Nemendur halda tónleika í dag NEMENDUR Nýja Tónlistarskól- ans halda tónleika í skólanum, Ármúla 44, klukkan 17 í dag. Hér er um að ræða samspilstónleika eingöngu, þ.á m. strokhljóðfæra- sveitar. Allir eru velkomnir á tónleikana. Barnagæsla BARNAGÆSLA stcndur fólki til boða í dag í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg 2b í Reykjavík frá kl. 13 til 19. Eru það félagar Kristilegra skólasamtaka, sem bjóðast til að að- stoða forcldra í jólaönnum. Ágóði barnagæslunnar rennur til kristniboðsstarfs íslendinga í Kenýa og Eþíópíu. Ýmislegt verð- ur á dagskrá fyrir börnin, teikni- myndir, jólasveinar koma í heim- sókn og sögur verða sagðar. Gjald- ið er kr. 15 á klst. og 10 kr. á barn ef um systkin er að ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.