Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981
19
Tónleikar
HLJÓMSVEITIRNAR Start og
Grýlurnar munu í dag kl. 15.00
Halda útitónleika á Lækjartorgi,
þar sem þær munu kynna lög af
nýútkomnum plötum sínum en á
þeim eru mest rokklög. Það eru
hljómplötuútgáfurnar Steinar og
Spor sem standa að tónleikunum.
Seltirningar
kveikja á jóla-
tré frá Noregi
KVEIKT verður á jólatré við
Lindarbraut á Seltjarnarnesi kl.
14 á sunnudag. Jólatréð er gjöf frá
Kiwanisklúbbnum á Seltjarnar-
nesi, sem fær tréð frá sams konar
klúbbi í Nesodden í Noregi, vina-
bæ Seltjarnarness. Athöfnin fer
fram í Snægerði við Lindarbraut.
Lúðrasveit leikur og kiwanisfélag-
ar sýna flugelda.
Mótmæli fullyrð-
ingum formanns
HSÍ eindregið
segir Alfreð Þorsteins;
son, stjórnarmaður í ÍSÍ
„ÉG VIL eindregið mótmæla fullyrð-
ingum Júlíusar Hafstein, formanns
HSI, pess efnis að verið sé að skerða
sjálfsákvörðunarrétt HSÍ á einn eða
annan hátt," sagði Alfreð Þorsteins-
son, stjórnarmaður í ÍSÍ, sem jafn-
framt er formaður þeirrar nefndar,
sem annast framkvæmd nýgerðs
ferðasamnings ÍSÍ og Flugleiða, I
samtali við Mbl.
- Ég hélt sérstakan fund með
þeim Júlíusi Hafstein og Ellert B.
Schram, formanni KSÍ, fyrr í vik-
unni, þar sem við yfirfórum samn-
inginn. Það eru mér vonbrigði að
formaður HSÍ virðist ekki hafa
skilið eðli samningsins. Það gerir
formaður KSÍ hins vegar, því að í
viðtali við Mbl. tekur hann rétti-
lega fram, að þessi samningur
standi viðkomandi sérsamböndum
til boða, en enginn sé skyldugur að
ganga inn í hann og það er einmitt
kjarni málsins, sagði Alfreð
ennfremur.
- Storyrði formanns HSÍ þjóna
því engum tilgangi. Stærsta atriði
þessa nýgerða samnings er það, að
öllu íþróttafólki í landinu, hópum
eða einstaklingum, stendur til
boða að nýta hann, en ekki aðeins
örfáum útvöldum íþróttamönnum,
eins og áður var. Eg vil að lokum
segja það, að ég tel þennan samn-
ing, og er ekki einn þeirrar skoð-
unar, einhvern mesta hvalreka á
fjörur íslenzkrar íþrótta-
hreyfingar í langan tíma, og að
hann muni gjörbreyta möguleik-
um íslenzks íþróttafólks til sam-
skipta við erlenda aðila í framtíð-
inni, sagði Alfreð Þorsteinsson að
síðustu.
Aðventukvöld
á Hvammstanga
IlvammHtangft, 18. de.sember.
ADVENTUKVÖLD verður í kirkj-
unni hér á Hvammstanga á
sunnudag klukkan 21. Ræðumaður
verður Helgi S. Ólafsson organisti
kirkjunnar, en á dagskrá er einnig
söngur kirkjukórsins og stúlkna-
kórs grunnskólans. Nemendur
tónlistarskólans koma einnig
fram og upplestur er á dagskrá.
Kveikt hefur verið á jólatré við
kirkjuna, sem lionsmenn hafa
komið þar fyrir að venju. Karl
POŒERHrflSYSTEM
crr-
Vfr
I
Ef svo er, skiptir þaö ekki svo miklu
máli, því þaö er talió mannlegu eyra
ómögulegt aó heyra í fióri er þaó fell-
ur. Enef þaö skiptir þig máli aó hljóm-
ur í hljómflutningstækjum sé oaó-
finnanlegur áttu engraannarra kosta
völ en aó hlusta a hljómtæki frá
CD PIOIMŒŒR
oÆ^
SA 720
2 x 6,5 sinuswótt (8 ohm).
HeMðarbjögun 0.03%
20-20.000 rið
við hámarks útgangsáfl.
TX 720L
Suð/merkishlutfall 50 dB AM.
Suö/merkishlutfall 75 dB AM.
Næmleiki
FM Mono 0.75 microvolt.
FM Stereo 25 microvolt.
Miöbylgja 30 microvolt
Langbylgja 45 microvolt.
PL 720
Qvartz læstur á hraða.
Hall mótor. Polymer Graphite
tónarmur.
Magnetist Moving Coil
hljóðdós.
Tíðnisvörun 10 — 32000 rið.
Wow og flutter minna en
0.035% (din).
DT 510
Klukka/timer, getur kveikt á
tækjum fyrir upptöku og afspil
ef menn eru ekki heima.
CT 720
Þriggja mótora/þriggja hausa.
SENDUST tónhaus.
Sjálfleitari.
Tíðnisvórun CR02 30 — 17 000
rið
( + — 3dB)
Wow og flutter minna en
0.04% (din).
LS757
3 hátalarar.
30 cm bassahatalafi^
30 cm miðtónshátalari. ,
6.6 cm hátíðnihátalari.
Tlðnisvörun 38 — 20.000 rið.
Hámarks inngangsafl
100 sinusvött
SG 300
7 banda tónjafnari með
Ijósdíóðu í tökkum eykur eða
minnkar mögnun á 60 riðum,
150 riðum. 400 riðum, 1
kilótiði, 2,4 kilóriði, 6
kílónðum, 15 kilóriðum um 10
dB.
Tinisvörun 5 — 70 kilónð + 0.
— 1 dB. .
Suð/merkishlutfall 100 dB.
Skapur
Hæð 113.3 cm
Breidd 48,8 cm.
Dýpt 40.0 cm.
Rósaviðarlíki.
HLJÓMTÆKJADEILD
ijp KARNABÆR
•*^W HVFRF-ISGÖTU 103 SIMI 2599Q
LAUGAVFGI 66 SiMi ?8766
Kamabær Glæsibæ — Fataval Keflavik — Port-
id Akranesi — Patrona Patreksfirði — Eplid ísa-
firöi — Álfhóll Siglufiröi — A. Blöndal, Ólafsfirdi
— Cesar Akureyri — Hornabær Hornafiröi —
M.M. h/f Selfossi — Eyjabær Vestmannaeyjum