Morgunblaðið - 19.12.1981, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.12.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 19 Tónleikar HLJÓMSVEITIRNAR Start og Grýlurnar munu í dag kl. 15.00 httlda útitónleika á Lækjartorgi, þar sem þær munu kynna lög af nýútkomnum plötum sínum en á þeim eru mest rokklög. Það eru hljómplötuútgáfurnar Steinar og Spor sem standa að tónleikunum. Seltirningar kveikja á jóla- tré frá Noregi KVEIKT verður á jólatré við Lindarbraut á Seltjarnarnesi kl. 14 á sunnudag. Jólatréð er gjöf frá Kiwanisklúbbnum á Seltjarnar- nesi, sem fær tréð frá sams konar klúbbi í Nesodden í Noregi, vina- bæ Seltjarnarness. Athöfnin fer fram í Snægerði við Lindarbraut. Lúðrasveit leikur og kiwanisfélag- ar sýna flugelda. Mótmæli fullyrð- ingum formanns HSÍ eindregið segir Alfreð Þorsteins; son, stjórnarmaður í ÍSÍ „ÉG VIL eindregið mótmæla fullyrð- ingum Júlíusar Hafstein, formanns HSÍ, þess efnis að verið sé að skerða sjálfsákvörðunarrétt HSÍ á einn eða annan hátt,“ sagði Alfreð Þorsteins- son, stjórnarmaður í ÍSÍ, sem jafn- framt er formaður þeirrar nefndar, sem annast framkvæmd nýgerðs ferðasamnings ÍSÍ og Flugleiða, í samtali við Mbl. - Ég hélt sérstakan fund með þeim Júlíusi Hafstein og Ellert B. Schram, formanni KSÍ, fyrr í vik- unni, þar sem við yfirfórum samn- inginn. Það eru mér vonbrigði að formaður HSÍ virðist ekki hafa skilið eðli samningsins. Það gerir formaður KSÍ hins vegar, því að í viðtali við Mbl. tekur hann rétti- lega fram, að þessi samningur standi viðkomandi sérsamböndum til boða, en enginn sé skyldugur að ganga inn í hann og það er einmitt kjarni málsins, sagði Alfreð ennfremur. - Stóryrði formanns HSÍ þjóna því engum tilgangi. Stærsta atriði þessa nýgerða samnings er það, að öllu íþróttafólki í landinu, hópum eða einstaklingum, stendur til boða að nýta hann, en ekki aðeins örfáum útvöldum íþróttamönnum, eins og áður var. Ég vil að lokum segja það, að ég tel þennan samn- ing, og er ekki einn þeirrar skoð- unar, einhvern mesta hvalreka á fjörur íslenzkrar íþrótta- hreyfingar í langan tíma, og að hann muni gjörbreyta möguleik- um íslenzks íþróttafólks til sam- skipta við erlenda aðila í framtíð- inni, sagði Alfreð Þorsteinsson að siðustu. Aðventukyöld á Hvammstanga llvamm.Ntanga, 18. de.sember. AÐVENTUKVÖLD verður í kirkj- unni hér á Hvammstanga á sunnudag klukkan 21. Ræðumaður verður Helgi S. Ólafsson organisti kirkjunnar, en á dagskrá er einnig söngur kirkjukórsins og stúlkna- kórs grunnskólans. Nemendur tónlistarskólans koma einnig fram og upplestur er á dagskrá. Kveikt hefur verið á jólatré við kirkjuna, sem lionsmenn hafa komið þar fyrir að venju. Karl PIONEER Hl-FI SYSTEM heyrirþú Ef svo er, skiptir þaö ekki svo miklu máli, því þaó er taliö mannlegu eyra ómögulegt aó heyra í fiöri er þaó fell- ur. Enef þaó skiptir þig máli aó hljóm- ur í hljómflutningstækjum sé oaó- finnanlegur áttu engra annarra kosta völ en aó hlusta a hljómtæki frá PL 720 Qvartz laestur á hraða. Hall mótor, Polymer Graphite tónarmur. Magnetist Moving Coil hljóðdós. Tiðnisvörun 10 — 32000 rið. Wow og flutter minna en 0.035% (din). SA 720 2x65 sinuswött (8 ohm). Heiiðarbjögun 0.03% 20-20.000 rið við hámarks útgangsáfl. CT 720 Þriggja mótora/þriggja hausa. SENDUST tónhaus. Sjálf leitari. Tiðnisvórun CRO? 30 — 17.000 rið (+ — 3dB) Wow og flutter minna en 0.04% (din). SG 300 7 banda tónjaínari með Ijósdióöu i tökkum eykur eða minnkar mögnun á 60 riðum, 150 riðum. 400 riðum. 1 kilóriöi, 2.4 kilóriði, 6 kílóriðum, 15 kilóriöum um 10 dB. Tinisvörun 5 — 70 kilórið + 0. — 1 dB. „ Suð/merkishlutfall 100 dB TX 720L Suð/merkishlutfall 50 dB AM Suð/merkishlutfall 75 dB AM LS 757 3 hátalarar. 30 cm bassahátalarif) 30 cm miðtónshátalari. , 6,6 cm hátiðnihátalari. Tiðnisvörun 38 — 20.000 rið. Hámarks inngangsafl 100 sinusvött Skápur Hæð 113,3 cm. Breidd 48.8 cm Dýpt 40.0 cm. Rósaviðarlíki. Næmleiki FM Mono 0.75 microvolt FM Stereo 25 microvolt. Miðbylgja 30 microvolt. Langbylgja 45 microvolt. DT 510 Klukka/timer, getur kveikt á tækjum fyrir upptöku og afspil ef menn eru ekki heima. HLJÖMTÆKJADEILD &KARNABÆR HVFRHSGÖTU 103 SIMI 2599Ö LAtJGAVEGI 66 SIMi 28756 Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík — Port- iö Akranesi — Patrona Patreksfiröi — Epliö ísa- firdi — Álfhóll Siglufirói — A. Blöndal, Ólafsfirói — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafiröi — M.M. h/f Selfossi — Eyjabær Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.