Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 ÍSLENSK KNATTSPYRNA '81 Ævintyralegt jafntefli íslend- inga gegn Walesbúum á Vetch Field í Swansea, 2-2, þar sem Ásgeir Sigurvinsson sýndi allar sinar bestu hliðar. Sigurinn gegn Tyrkjum, jafnteflið við Tékka. Æsispennandi lokasprettur 1. deildarinnar i knattspyrnu þar sem um tíma virtist svo sem Vík- ingur væri að missa af lestinni eftir að hafa leirt nær allan tím- ann. Tvö töp í röð breyttu stöð- unni, en með seiglu og ódrep- andi baráttu tókst Hæðargarðs- strákunum að komast á sigur- braut á ný og tryggja sér titilinn. Glæsilegur bikarsigur Eyja- manna þar sem þeir breyttu töp- uðum leik í eftirminnilegan sigur á skömmum tíma. Frásagnir af kapphlaupi isfirðinga og Kefl- víkinga um sigur i 2. deild. umsagnir um alla leiki 1. og 2. deildar, úrslit úr 3. deild. bikar- keppnin, kvennaknattspyrnan, yngri flokkarnir, frasagnir af atvinnumönnunum auk fjolda annarra atriða. Að ógleymdum litmyndum af öllum íslands- og bikarmeisturum sumarsins. Allt þetta er í Knattspyrnunni á Islandi 1981 Kay Langvad verk- fræðingur 85 ára í dag í dag á 85 ára afmæli Kay Lang- vad verkfræðingur, Gyldenholm Allé 16, Gentofte í Danmörku. — Kay Langvad er kunnur og vinmargur hér á landi, enda veitti hann forstöðu mörgum stærstu verkframkvæmdum hér um ára- tugi. Hann varð byggingaverkfræð- ingur 1920, starfaði hjá fyrirtæk- inu Höjgárd & Schultz 1930—1947 en gerðist meðeigandi að E. Pihl & Sön síðarnefnda árið. Meðal verka' sem hann hefur staðið fyrir má nefna Ljósafoss- virkjun, Hitaveitu Reykjavíkur, virkjun Laxár í Aðaldal og Skeiðs- fossvirkjun, öll fyrir stríð og á stríðsárunum. Verk unnin eftir stríð og þá oftast í samvinnu við fleiri fyrirtæki voru m.a. írafoss- virkjun og Búrfellsvirkjun, og hafnargerð í Njarðvík og Þor- lákshöfn. Kay Langvad kvæntist 10. nóv. 1923 íslenskri konu, Selmu, f. Guð- johnsen. Synir þeirra eru Seren, verkfræðingur, Henrik tækni- fræðingur og Eyvind læknir. Þeir eru allir mæltir á íslensku og kunnir hér. — Þeir feðgar Kay og Sören eiga enn þátt í verkfram- kvæmdum hér á landi með hlut- deild í verktakafyrirtækinu ístaki. Aðventukvöld í Grindavík- urkirkju SKÓLAHUÓMSVEIT Grindavík- ur heldur adventukvöld í nýju kirkjunni í Grindavík í kvöld, 20. desember, kl. 20.30. Efnisskráin er fjölþætt og hefst með leik Grindavík Brass Ensamble. Sérstakir gestir kvöldsins verða John Speight baritonsöngvari og Símon fflfflffll #£ l.jÓHffl.: < .uóTinnur Nýja kirkjan í Grindavík. ívarsson gítarleikari. Gunn- laugur Dan skólastjóri flytur helgisögu og skólahljómsveitin leikur undir almennum söng. íslandsmótið í handknattleík KR VÍKINGUR í höllinni sunnudag kl. 20.00 -ingar MÆTUM ALLIR ÍHÖLLINA og hvetjum okkar liö til sigurs Hvort reynast betur polskar eda íslenskar leikaðferðir? Það verdur stemmning í Höllinni. Komið tímanlega áður en Höllin fyllist. Strax aö leik loknum fer fram leikur KR og Víkíngs í meistaraflokki kvenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.