Morgunblaðið - 19.12.1981, Síða 27

Morgunblaðið - 19.12.1981, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 27 sínu að morgni föstudagsins 11. desember sl., sjötíu og tveggja ára gamall. Eiríkur var sonur Maríu Ei- ríksdóttur, ljósmóður, og Bjarna Guðmundssonar, dugnaðarhjóna, er lengi bjuggu á Bóli í Biskups- tungum. Auk Eiríks eignuðust þau hjón eina dóttur, Sigrúnu, sem giftist hinum kunna íþróttafröm- uði Sigurði Greipssyni í Haukadal. Hún lézt fyrir fáum árum. Þau María og Bjarni dvöldust síðustu árin í Hveragerði í skjóli Eiríks sonar síns, en bæði náðu þau há- um aldri. Eiríkur Bjarnason var sérstæð- ur maður, og verður samferða- mönnunum minnisstæður. Ungur að árum missti hann sjónina. Hann varð að dveljast langdvölum á sjúkrahúsum, m.a. á Vífilsstöð- um. Mörgum ungmennum hefðu vafalaust fallizt hendur við þær aðstæður. En að Eiríki mun ekki hafa hvarflað að gefast upp. Von- leysi og víl var ekki í hugarheimi hans. Viljastyrkur og dugur var með fádæmum, og furðulegt var, hversu margt hann gat fengizt við. Eiríkur frá Bóli varð ungur að árum landsþekktur maður fyrir tónlistarhæfileika sína. Þá hefur hann vafalaust fengið að erfðum frá föður sínum, er gamlir Bisk- upstungnamenn segja, að hafi ver- ið góður söngmaður. Bjarni á Bóli lék einnig á orgel og mun að mestu hafa lært það án tilsagnar. Um fjölda ára skeið lék Eiríkur fyrir dansi á samkomum. í fyrstu aðal- lega í Arnesþingi, en síðar víða um land. Hann efndi líka oft til harm- onikutónleika í Nýja Bíói í Reykjavík, og fékk þar húsfylli og hinar ágætustu undirtektir. Þá samdi Eiríkur einnig lög, sem mörgum eru kunn, enda oft leikin í útvarpi og víðar. Eitt þeirra laga er t.d. leikið í kvikmyndinni Landi og sonum, sem gerð var eftir verki Indriða G. Þorsteinssonar. Eiríkur var einnig höfundur tónlistarinn- ar, sem leikin er í kvikmynd Ey- vindar Erlendssonar, er nefnist Óðurinn um afa. Fyrir þrjátíu og fimm árum settist Eiríkur að í Hveragerði ásamt konu sinni, Sigríði Björns- dóttur, og hóf þar veitingarekstur og kvikmyndasýningar. Aðstæður voru þar mjög erfiðar í fyrstu, húsrými takmarkað og af vanefn- um gert. Úr þessu bætti Eiríkur mjög síðar; byggði nýjan veit- ingasal og fjölgaði gistiherbergj- um og keypti fullkomnar vélar til kvikmyndasýninga. Voru aðstæð- ur allar til myndasýninga, samkomuhalds og veitingarekst- urs orðnar gerbreyttar til hins betra síðari árin. En þessar breyt- ingar komu ekki af sjálfu sér. All- ar hafa þær kostað mikla vinnu, og hafa án efa komizt í fram- kvæmd vegna mikillar elju og út- sjónarsemi þeirra Eiríks og Sigríðar. Þeir menn, sem ekki hafa sjón, eru kallaðir öryrkjar. En engum, sem þekkti Eirík Bjarnason, mun hafa komið til hugar að kenna hann við örorku. Slík var atorka hans og dugnaður. Ekki varð hann auðmaður, en þó það vel efnum búinn, að hann rétti mörgum hjálparhönd. Það hafði hann ekki í hámæium. Margir sóttu ráð til Eiríks, því að menn fundu, að hann var flestum gleggri á úrræði, og vissu, að þar yrði lagt gott til mála. Hann var skarpskyggn og sá lengra fram en þeir, sem heil- skyggnir eru kallaðir. Mannþekkj- ari var hann með ólíkindum og virtist koma fátt á óvart. Oft var það, sem Eiríkur benti á eitt og annað, sem hann taldi að koma þyrfti í framkvæmd. Það hygg ég, að hann hafi t.a.m. fyrstur manna vakið máls á kirkjubyggingu í Hveragerði og fyrstur lagt þar af mörkum. Sjálfstæðisflokkurinn átti traustan liðsmann þar sem Eiríkur var. Þar vann hann mikið og óeigingjarnt starf. Eiríkur var maður fjölfróður og fylgdist gerla með þeim málum, sem efst voru á baugi á hverjum tíma. Þótt dauðinn sé hið eina vissa hér í heimi, kemur hann að óvör- um, enda engin bréf þar að lútandi í biðsTal eða áfangastað. Að ferðalokum er að þakka samfylgd- ina. Hér er kvaddur merkur mað- ur. Konu Eiríks og dótturinni, Helgu, og fjölskyldu eru sendar samúðarkveðjur. G.J. unga til íslands og hófu búskap á Bíldudal. Þar reistu þau myndar- legt hús með fögrum garði í hlíð- inni fyrir ofan bæinn og var þaðan gott útsýni. Undi fjölskyldan vel hag sínum þar næstu 10 árin. Sverrir rak niðursuðuverksmiðju þar m.m. Á Bíldudal eignuðust þau hjónin annan son, Frey, sem fæddist þann 14. ágúst 1948, en hann lést af slysförum 31. mars 1963, aðeins 14 ára að aldri. Var hann mikill efnispiltur og öllum mikill harmdauði. Árið 1955 flutti fjölskyldan til Keflavíkur og rak Sverrir þar niðursuðuverksmiðju en Fjóla sá um börn og bú. Auk þess starfaði hún um tíma við verslunarstörf þar í bæ. í Keflavík komu hjónin sér upp frábærlega fallegu einbýlishúsi og naut með- fædd smekkvísi Fjólu og Sverris sín þar vei, því að um allt var farið listamannshöndum á því heimili. Einnig ræktuðu þau yndislegan garð kringum húsið. Þetta er í höfuðdráttum helstu æviatriði Fjólu heitinnar. Það, sem einkenndi Fjólu helst, var frábær dugnaður og hugrekki, sem best kom í ljós á stríðsárun- um, þegar loftárásir og hverskyns hörmungar voru daglegt brauð. Hún var úrræðagóð, einbeitt, ráðholl og traustur vinur vina sinna. Hún vann störf sín í kyrr- þey, en þau voru ekki minni að vöxtum fyrir það. Samviskusemi hennar og góðvild var viðbrugðið. Hún var glaðlynd í góðra vina hóp og vel fróð um margvísleg efni. Það þótti öllum vænt um hana, sem kynntust henni. Sonardæt- urnar Brynja og Birna voru auga- steinar hennar. Tengdadóttirin frú Hulda Gunnarsdóttir og son- urinn Þór, sem er vélstjóri að mennt og gegnir ábyrgðarstöðu hjá Hitaveitu Suðurnesja, voru einnig í miklum metum hjá Fjólu og Sverri alla tíð. Vinur minn Sverrir hefur misst góðan lífsförunaut, þar sem Fjóla var. Þau voru einstaklega sam- rýnd og samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur,- Ég þakka Fjólu fyrir hennar traustu vin- áttu, sem aldrei brást. Öllum að- standendum hennar sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Magnús Guðbjörnsson + Eiginkona mín, GUÐRÚN BRANDSDÓTTIR, frá Bessastöðum í Vestmannaeyjum, andaöist í Hrafnistu 16. desember sl. Eyjólfur Gíslason. Austurlensk teppi Handofin vegg- og gólfteppi til sýnie og sölu. Kaupið beint, það borgar sig. Skólavörðustíg 38, símar 25417 — 25418. tíma til að sinna öðru og elda jafn- framt góðan mat á stuttum tíma. * Sérstakur diskur sem snýst og fær- ist upp og niður, tryggir jafna hit- un. * Sérstakur afþíðari fyrir frosinn mat, frosin steik, beint úr frysti- kistunni verður tilbúin um leið og kartöflurnar eru soðnar. * Orkusparnaður. Sharp örbylgjuofn- inn eyðir ca. 3 sinnum minni orku, miðað við tíma >g er auk þess 5—10 sinnum hraðvirkari. * Engin orka fer til spillis, orkunotk- un miðað við venjulegan ofn er 10-20%. * Venjulegur tengill. Verð kr. 4500.- Kynning á ofnum í dag frá kl. 16.00. Ólöf Guðnadóttir, matreiðslu- kennari kynnir. Utsölustaðir: Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík — Portið Akranesi — Patróna Patreksfirði — Eplið ísafirði — Álfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri — Bókav Þ S Húsavik — Hornabær Hornafirði — M M h/f Seltossi - Eyjabær Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.