Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981
Oskar Valdórsson
Reyðarfirði - Minning
Fæddur 10. október 1915
Dáinn 5. desember 1981
Skyndilega og alltof skjótt hef-
ur nú verið á lífsþráðinn klippt og
lokið er gifturíkri vegferð.
Einhver prúðasti og hugljúfasti
maður, er ég hefi kynnst, er allt í
einu horfinn af sviði og minn-
ingarnar einar eftir.
En þær minningar eru líka
bjartar og góðar og skilja eftir í
huganum hlýja þökk.
Fátækleg minningarorð mín
segja lítið um valmennið Óskar
Valdórsson.
Ég minnist hans frá bernsku-
dögum mínum, sem hins bjartleita
og broshýra unga manns, sem var
allra hugljúfi og sem feiminn
sveinstauli gat rætt við og rabbað
um allt milli himins og jarðar.
Viðmót hans allt var slíkt, að
það laðaði að alla, sem umgengust
hann, og ekki sízt voru það bornin
sem þessa nutu.
Og í áranna rás varð þar aldrei
nein breyting á, sami hýrleiti,
ljúfi og sanni drengskaparmaður-
inn var hann til hinztu stundar.
Ævilýsing hans mætti vera sú,
að í öllu var hann trúr, í engu lét
hann sitt eftir liggja, öllum varð
hlýtt til hans, er honum kynntust.
Og getur í raun hugsast fegurri
lífslýsing að ævilokum.
Hvar sem hann tók til hendi fór
af honum hið bezta orð fyrir sam-
vizkusemi, atorku og sérstaka
verklagni. Vinnufélagarnir munu
bera honum hina ágætustu sögu í
hvívetna og þá ekki síður vegna
þess, hversu fágætlega umgengn-
isprúður hann var. Glettni hans
og glitrandi gamansemi var róm-
uð, enda var hann orðheppinn með
afbrigðum.
Þar kom til hans ágæta eðlis-
greind og ríkt mannlegt innsæi og
þó ljúflyndið öllu öðru fremur.
Réttlætiskennd hans var rík og
eðlislæg og í hvívetna hélt hann
fram rétti þess, sem minni máttar
var og þar lagði hann lið sitt á
hverju því sviði sem honum var
tiltækt.
Við það bundust þjóðmálaskoð-
anir hans og lífsskoðanir allar, og
þær hugsjónir, sem tengdar eru
jafnrétti og bræðralagi féllu vel að
hugarfari hans og skaplyndi öllu.
Fyrir samfylgd í þeim efnum
sem öðrum er nú þakkað heilum
huga.
Örfá æviatriði Óskars Valdórs-
sonar verða hér rakin.
Óskar var fæddur að Hrúteyri
við Reyðarfjörð 10. október 1915.
Foreldrar hans voru þau hjónin
Herborg Jónasdóttir frá Hlíðar-
enda í Breiðdal og Valdór Bóasson
af hinni þekktu Stuðla- eða Bóas-
arætt.
Óskar ólst upp í foreldrahúsum
og hóf snemma að starfa s.s. var
um unglinga þeirra tíma. Óskar
bjó á Reyðarfirði allan sinn aldur
og stundaði ýmis störf til sjós og
lands og rækti þau öll af stakri
alúð og samvizkusemi.
Þau störf verða ekki tíunduð
hér, en öll voru þau með eðlisein-
kennum hans, trúmennskan var
honum svo í blóð borin.
28. maí 1950 gekk hann að eiga
eftirlifandi- eiginkonu sína, J6-
hönnu Maríu Jóhannesdóttur frá
Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði.
María er einstök myndarkona
og með þeim hjónum hið mesta
jafnræði.
Þau hjón bjuggu allan sinn
búskap að Ósi í Reyðarfirði.
Góð og farsæl vegferð er gengin
á enda. Góður vinur er kvaddur
hrærðum huga.
Að leiðarlokum er borin fram
einlæg þökk fyrir öll hin góðu
kynni, sem bregða birtu á ævileið
og merla í minningunni.
Söknuði blandin er samúðar-
kveðjan til hans ágætu eiginkonu,
Maríu. Mæt verður henni minn-
ingin um góðan, dreng og mildar
höfgan harm. Blessuð sé hin ljúfa
minning um þann góða og sanna
drengskaparmann, sem nú er
kvaddur hinztu kveðju.
Helgi S«'ljan
Hjónaminning:
Guðríður Guðlaugsdóttir
og Eggert Engilbertsson
Sunnuhvoli í Hveragerði
Guðrún Hermannsdóttir
Fædd 5. desember 1912
Dáin 25. nóvember 1981
Hermann Höskuldsson
Fæddur 20. júlí 1%4
Dáinn 1. desember 1981
Lífsljósið hennar Guðrúnar
minnar er nú slokknað. Hún
kvaddi þessa jarðnesku tilveru að-
faranótt 25. nóvember síðastliðinn
eftir langvinn og erfið veikindi, og
hélt yfir fljótið mikla, að strönd-
inni hinum megin, þar sem ríkir
eilíft vor, birta og friður.
Það er ekki ætlun mín hér að
tíunda ævi eða lífsstarf Guðrúnar
enda mér vissulega um megn. Ég
vildi bara að leiðarlokum þakka
henni Guðrúnu minni fyrir allt
sem hún gerði fyrir mig og mína,
þakka henni fyrir allan þann hlý-
leik og hjartagæzku sem hún ætíð
sýndi. Að fá að kynnast fólki eins
og Guðrúnu Hermannsdóttur gef-
ur lífinu aukinn tilgang. Eigin-
manni Guðrúnar, börnum þeirra
og öðrum ættingjum sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur og
bið guðs blessunar.
Snögg og óvægin eru skilin í
þessari tilveru okkar mannanna.
Það er kaldhæðni örlaganna að
þau halda nú saman í sína hinztu
för hún Guðrún mín og ömmu-
drengurinn hennar, hann Her-
mann litli, sveinninn ungi og fal-
legi, sem svo skyndilega er hrifinn
burt í blóma lífsins frá ástkærum
föður og systur. Þeim votta ég
mína dýpstu samúð og bið góðan
guð að gefa þeim styrk í þeirra
mikla harmi og kjark til að halda
áfram. Þeirra er missirinn sárast-
ur, en eftir lifir minningin um
tápmikinn glaðværan dreng-
hnokka, elskulegan son og bróður.
Algóður guð blessi og varðveiti
minningu Guðrúnar Hermanns-
dóttur og Hermanns Höskuldsson-
ar, litla ömmudrengsins hennar.
Ásthildur Jónsdóttir
t
Systir okkar,
INGIBJÖRG ÁGÚSTA GISSURARDÓTTIR,
Sólvangi, Hafnarfiroi,
andaöist í Vífilsstaðaspítala 17. desember.
Sigrún Gissurardóttir, Þórdis Gissurardóttir.
+
Eiginmaöur minn
ÓLAFUR HANSSON,
prófessor,
Tómasarhaga 35,
lést í Landspítalanum 18. desember.
Valdís Helgadóttir.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför
TYRFINGS AGNARSSONAR,
Bræoraborgarstíg 22.
Árný Anna Guomundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Hjartans þakkir sendi óg öllum þeim sem sýndu mér samúö og
vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns,
ALFREOS CLAUSENS,
einnig sendi ég sórstakar þakkir til Málarafélags Reykjavíkur og
Hauks Clausens.
Hulda Stefánsdóttir Clausen,
Kristín Edda Clausen,
Kristinn Clausen,
Steinar Clausen,
Róbert Clausen
Jón Clausen,
Hallfríóur Alfreðsdóttir,
Ragnheiour Clausen,
Viggó Sigfinnsson,
Björk Björgvinsdóttir,
Guðrún Emilsdóttir,
Bryndís Heiömundsdóttir,
Pétur Einarsson,
og barnabörn.