Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 íslandsmótið í handknattleik: Tekst KR að sigra hina harðskeyttu Víkinga? allt árió meó Sunfit sólarlampa voru til leiksloka. Víkingum tókst að jafna þótt ótrúlegt kunni að virðast, en það var jafnframt eina stigið sem Víkingur tapaði á mót- inu. Þriðji 1. deildarleikurinn er í dag, Fram og Valur mætast í Laugardalshöllinni klukkan 14.00. Strax að leik loknum mætast sömu lið í 1. deild kvenna. Loks má geta þess, að einn meiri háttar leikur er á dagskrá í 2. deildarkeppninni. Breiðablik og Stjarnan eigast við að Varmá og hefst leikurinn klukkan 14.00. UBK er heldur neðarlega í deild- inni, en Stjarnan í toppslagnum. Eini sigurleikur UBK til þessa var hinsvegar gegn Stjörnunni á heimavelli Garðabæjarliðsins. Því má búast við hörkuleik. • Drago-styttan kunna var úthlutuð á síðasta ársþingi KSÍ, en það lið hlýtur gripinn- ár hvert, sem telst hafa verið prúðast í 1. deildar keppn- inni. Að þessu sinni var það lið KA sem hreppti Dragostyttuna, en á meðfylgjandi mynd hjálpast þeir við að halda uppi gripnum þeir Gunnar Kárason formaður knattspyrnuráðs KA og Klmar Geirsson fyrirliði liðs- ins. TALSVERT verður um að vera á fs- landsmótinu í handknattleik um helgina, meðal annars þrír leikir í 1. deild karla. Tveir meiriháttar stórleikir eru á dagskrá og er sá fyrri á dagskrá í dag. Þá mætast í Hafnarfirði klukkan 15.00 lið FH og Þróttar. Má búast við hörkuviðureign. Klukkan 14.00 hefst hinsvegar leikur sömu félaganna í 1. deild kvenna. Hinn stórleikurinn er hins vegar annað kvöld í Laugar- dalshöllinni. Þá mætast klukkan 20.00 lið KR og Víkings. KR-ingarnir hafa verið Víkingum oft og tíðum erfiðir viðureignar síðustu árin og er skemmst að minnast síðasta Islandsmóts, en KR leiddi 11—8 er 40 sekúndur Breiðholtshlaup ÍR Sjötta Rreiðholtshlaup ÍR-inga fer fram næsta sunnudag 20. desember og hefst klukkan 14 við Breið- holtskjör. Hlaupið er öllum opið. Að loknu hlaupi fer fram verðlaunaaf- hending. Allir þeir sem Ijúka fjórum hlaupum fá viðurkenningu. • Bikarmót UÍA I körfuknattleik karla var haldið fyrir skömmu og léku lið ÍME (íþróttafélag Menntaskólans á Egilsstöðum) og lið Hattar frá Egilsstöð- um í úrslitum. IME sigraði örugglega 120—40. Unnar Vilhjálmsson var stigahæstur hjá ÍME með 36 stig, Sigurður Matthíasson skoraði 34 stig. Hreinn Ólafsson skoraði 16 stig fyrir lið Hattar. Á meðfylgjandi mynd er sigurlið ÍME, en það var skipað eftirtöldum leikmönnum: Standandi f.v. Emil Björnsson þjálfari, Sigurður Matthíasson, Bjarni lljarðar, Unnar Vilhjálmsson og Þorvaldur Hjarðar. Krjúpandi f.v. Kristinn Bjarnason, Sig- ursveinn Agnarsson, Björn Grétar Ævarsson og Jóhann Gunnarsson. Einkunnagjöfin Lið Vals: Torfi Magnússon 6 Kristján Agústsson 4 Vaidemar Guðlaugsson 6 Leifur Gústafsson 4 Jón Steingrímsson 5 Kíkharður Hrafnkelsson 4 Aðrir léku of lítið. Lið KR: Jón Sigurðsson Ágúst Líndal l’áll Kolbeinsson Bjarni Jóhannesson Garðar Jóhannsson Kristján Rafnsson Birgir Mikaelsson Aðrir léku of lítið. Handknatllelkur Þær keppa í Luxemborg • Þessar myndarlegu fimleika- stúlkur eru nýlega farnar utan til I.uxemborgar, þar sem þær taka þátt í alþjóðlegu fimleikamóti um þessa helgi. Stúlkurnar eru allar úr Gerplu og þær heita f.v. Hlín Bjarnadóttir 10 ára og Bryndís Olafsdóttir 11 ára, sem keppa í flokki 12 ára og yngri, Katrín Guðmundsdóttir 14 ára og Kristín Gísladóttir 14 ára, sem kcppa í flokki 13—14 ára, og loks Aslaug Oskarsdóttir 16 ára, sem keppir í flokki 16—18 ára. Þjálfari stúlknanna er Þórður Magnússon og fararstjóri Þórunn ísfeld. Valur mætir IS í dag SÍDUSTU leikirnir í íslandsmótinu í körfuknattleik fara fram í dag, laug- ardag. Valur og ÍS leika í úrvals- deildinni í Hagaskóla og hefst leik- urinn kl. 14.00. ÍS kom á óvart er liðið sigraði ÍR og hugsanlegt er að þeir velgi Val undir uggum í dag. Aðrir leikir eru þessir: llagaskóli — laugard. 19. des. KI.14.00Ú, Valur - ÍS 2.d., Esja — Léttir 1. fl„ KR - Valur. Njarðvík — laugard. 19. des. Kl. 14.00 l.kv., UMFN — KR. Borgarnes — laugard. 19. des. Kl. 14.00 l.d., UMFS - Haukar. Viðurkennd hollensk gæðavara á góðu verði. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar. RAFKKJAEHLD l.ið ÍS: Gísli Gíslason 9 Árni Guðmundsson 8 Ingi Stefánsson 6 Bjarni G. Sveinsson 7 Albert Guðmundsson 6 Aðrir léku of lítið. Lið ÍR: Jón Jörundsson 6 Benedikt Ingþórsson 5 Hjörtur Oddsson 6 Kristinn Jörundsson 5 Ragnar Torfason 3 Helgi Magnússon 3 Sigmar Karlsson 6 Aðrir léku of lítið. I V t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.