Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 31 Landsliðshópurinn gegn Dönum valinn: "•**»*#* • Sigmar Þröstur markvörður er nú valinn í fyrsta sinn í karialandsliðshóp- inn í handknattleik. Sigmar hefur átt mjög góða leiki í marki að undanförnu. Ljósm. Sigurgeir Mengun sjávar áhyggjuefni siglingamanna Næsta norræna þing hér á landi 8. ársþing Siglingasambands ís- lands var haldið nýlega á Hótel Loft- leiðum. Þingið sátu 27 fulltrúar frá 4 héraðssambóndum ásamt fulltrúa ÍSÍ. Aðalmál þingsins voru aukin erlend samskipti. Fram kom að fulltrúar SÍL sátu ársþing Nor- ræna siglingasambandsins 17. og 18. október al. í Osló. Samþykkt var þar að halda næsta ársþing Norræna siglingasambandsins, í Reykjavík næsta haust, en SÍL hefur nú gerst fullgildur aðili að hinum norrænu samtökum. Fram kom í skýrslu forseta SÍL, Bjarna Hannessonar, að starfsemi sam- bandsins stendur með miklum blóma. Ályktað var um mengun- armál. Mengun sjávar í nálægð þéttbýlisstaða er vaxandi áhyggjuefni siglingamanna um land allt. Ályktun þar að lútandi hefur verið send viðkomandi bæjarfélögum. Að lokum fór fram stjórnarkjör. Bjarni Hannesson var einróma endurkjörinn forseti. Aðrir í stjórn eru Ari Bergmann Einars- son, varaforseti, Steinar Gunnars- son, gjaldkeri, Ingi Ásmundsson, erl. ritari, Erling Ásgeirsson, rit- ari. Varamenn Páll Hreinsson, Baldvin Einarsson og Sigurgeir Einarsson. Þess má að lokum geta, að sigl- ingaklúbbarnir og Siglingasam- band íslands munu í sameiningu hafa „opið hús" í Leifsbúð Hótel Loftleiða þriðjudaginn 29. des- ember nk. Dagskrá er ekki full- mótuð en væntanlega verða um- ræður um kynningu á siglinga- íþróttinni út á við, kvikmyndasýn- ing og umræða um framtíðarað- stöðu siglingaklúbbanna í Reykja- vík og nágrenni. Samkoman er hefst klukkan 20. öllum opin og Bókaforlagið Bókhlaðan gefur frá sér þrjár íþróttabækur um þessi jól. Allar fjaila þær um knattspyrnu. Þá eru knattspyrnubækurnar sem Bók- hlaðan hefur gefið út orðnar fímm. Þær sem koma út þessi jól era: Pele, Saga Manchester United og íslensk knattspyrna árið 1981. Áður hafa komið bókin um Liverpool og Kevin Keegan. , Bókin íslensk knattspyrna '81, er samantekt um allt það sem skeði á árinu sem er að líða í knattspyrnu hér á landi. Sigurður Sverrisson blaðamaður hefur tek- ið efnið saman jafnframt því sem hann annaðist uppsetningu bókar- innar sem er hin eigulegasta fyrir knattspyrnuunnendur. í bókinni eru litmyndir af íslandsmeistur- um í öllum aldursflokkum í knattspyrnu á síðasta ári. Formaður KSÍ skrifar formála í bókina og segir þar meðal annars: „Það hefur lengi verið draumur knattspyrnuforystunnar að gefa út bók, nokkurskonar annál hvers árs um knattspyrnuna, leiki, úrslit og helstu viðburði. Nú hefur Bókhlaðan hf. ráðist í þetta verk- efni og á þakkir skildar. Vonandi getur þetta orðið árlegur viðburð- ur í framtíðinni." Saga Manchester United með formála eftir Bobby Charlton er þýdd af Sigurði Sverrissyni. Bók þessi rekur sögu þekktasta knattspyrnufélags Englands fyrr og síðar. í bókinni er líka greint frá öllum frægustu leikmönnum félagsins, George Best, Nobby Stiles, Dennis Law og mörgum fleirum. Bókin er prýdd mörgum myndum. Pele, líf mitt og knattspyrna, er hin eigulegasta bók. Þar er fjallað um frægasta knattspyrnumann veraldar. Hvernig hann braust úr fátækt til frægðar og frama. Höfum aðeins unnið fimm sigra á Dönum í landsleikjum í handknattleik f rá upphaf i MILLI jóla og nýárs fara fram þrír landsleikir í handknattleik við Dani hér á landi. Kyrsii leikurinn er 27. des. í Laugardalshöll og hefst kl. 20.00. Daginn eftir er leikið aftur á sama stað kl. 20.00, en þriðji leikurinn fer fram á Akrsnesi kl. 19.00. í þeim þrjátíu og einum landsleik sem liðin hafa mæst, hafa íslendingar aðeins unnið fimm sinnum en Danir tuttugu og fjórum sinnum. Tvívegis hefur verið jafntefli. Hilmar Björnsson hefur valið landsliðshópinn gegn Dönum og er hann skipaður eftirtöldum leikmönnum: Annáll um íslenska knattspyrnu gefinn út Markverðir: Kristján Sig- mundsson Víking, Einar Þor- varðarson HK, Sigmar Þröstur Óskarsson Þór. Aðrir leikmenn: Guðmundur Guðmundsson Víking, Ólafur Jónsson Víking, Þorbergur Aðal- steinsson Víking, Sigurður Gunn- arsson Víking, Haukur Geir- mundsson KR, Alfreð Gíslason KR, Þorgils Óttar Mathiesen FH, Kristján Arason FH, Sigurður Sveinsson Þrótti, Páll Ólafsson Þrótti, Þorbjörn Jensson Val, Steindór Gunnarsson Val, Bjarni Guðmundsson Nettelsted, Gunnar Gíslason KR. Tveir nýliðar eru í landsliðs- hópnum að þessu sinni, þeir Sig- mar Þröstur Óskarsson mark- vörður og Gunnar Gíslason. En báðir þessir leikmenn stóðu sig mjög vel á nýafstöðnu handknatt- leiksmóti í Portúgal. Á blaðamannafundi sem HSÍ boðaði til í fyrradag þar sem Hilmar Björnsson tilkynnti lands- liðshópinn var hann spurður að því af hverju Viggó Sigurðsson sem leikur með Leverkusen væri ekki valinn í hópinn og hvort hann kæmi ekki til greina. Hilmar sagði „Samskipti mín við Viggó hafa ekki verið þess eðlis að, ég velji hann í landsliðshópinn. Hann hef- ur ekki komið hreint til dyranna. Þá skapar hann líka óróa í hópn- um." Ekki vildi Hilmar ræða það nánar hvað hann ætti við með því að Viggó skapaði óróa meðal landsliðsmannanna. Það verður því aðeins einn leikmaður sem leikur erlendis, Bjarni Guð- mundsson sem leikur með Nett- elsted, með í landsliðshópnum að þessu sinni. Hilmar sagði á blaða- mannafundinum að hann væri að stefna að því að byggja upp sam- heldinn og sterkan landsliðs- kjarna með því að velja mikið til sömu leikmennina og verið hafa í liðinu að undanförnu-. En samt sem áður væri hópurinn mjög opinn ef einhver leikmaður sýndi í þeim leikjum sem framundan eru í 1. deild að hann ætti heima þar. Danir eru með sterkt lið um þessar mundir. Þeir eru að undir- búa sig af miklum krafti undir HM-keppnina í handknattleik sem fram fer í Vestur-Þýskalandi í febrúar. Það má því búast við hörkuleikjum í handknattleik á milli liðanna er þau mætast. -ÞR. I TILEFNI FLUTNINGANNA I SKIPHOLT 7 BJÓDUMVIÐ i . .. 'A&M *. A GJAFVERDI 1.150- VERÐ SEM EKKI VERDUR ENDURTEKIÐ Skipholti 7 símar 20080 — 26800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.