Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 32
 Demantur M æðstur éðalsteina ™ <§ttU $c ^tlfttr Laugavegi 35 wwmMtítíb TUDOR rafgeymar „ já - þessir með 9 líf r SKORRIHF Laugavegi180, slmi 84160 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 Um 10% tap á útgerðimii Tap á frystingunni komið í 9% REKSTRAKHALLl útgerðarinnar í landinu mun nú vera um 10% a.m.k. Þjóðhagsstofnun hefur nú lokið við útreikninga á stöðu útgerðarinnar og er þá miðað við reikninga útgerðarinnar 1980 og þeir framreiknaðir til dagsins í dag, en þegar síðast var gerð úttekt á stöðu útgerðarinnar voru notaðar tölur frá 1979 og þær síðan framreiknaðar. Þá er Morgunblaðinu kunnugt um að útreikningar Þjóðhagsstofnunar sýna nú um 9% tap á frystiiðnaðinum í landinu. Tólf ára bðrn úr Melaskóla hitt- ust á Lækjartorgi á föstudags- kvöldið og héldu síðan í blysför að skólanum þar sem halda átti litlu jólin um kvöldið. Ekki létu þau rokið á sig fi, en tendruðu Ijós sín í krukkum og gengu sfð- an í skólann. Niðurstöðutölur Þjóðhagsstofn- unar sýna, að því er Mbl. hefur verið tjáð, 6,6% meira tap á út- gerðinni ef miðað er við fram- reiknaðar tölur árins 1980, en ef miðað er við framreiknaðar tölur ársins 1979. Þegar síðast var skýrt frá stöðu útgerðar, við síðustu fiskverðsákvörðun, voru notaðar Þingvalla- vatn allt ísilagt ÞINGVALLAVATN er nú allt ísi lagt og er ísinn sumstaðar sjö sentimetra þykkur. Guðfinnur Ólafsson í Skálabrekku við Þing- vallavatn hefur búið þar alla sína æfi eða um 60 ár og man hann ekki eftir að annað eins hafi gerst svona snemma. Sagði Guðfinnur í samtali við Mbl. að sjaldan legði ís um vatnið fyrir sólstöður og aldrei hefði hann vitað það fyrr að ís legðist yfir allt vatnið fyrir áramót. „Þetta er mjög óvenju- legt," sagði Guðfinnur, en bætti því við að undanfarið hefði verið óvenjulega mikið frost við Þingvallavatn og stiil- ur og væri það mjög hagstætt fyrir ísmyndun. framreiknaðar tölur ársins 1979 og sýndu þær 3,1% tap af tekjum eða samtals 65,5 millj. kr. halla. Ekki er Mbl. kunnugt um hversu mikinn halla framreiknaðar tðlur ársins 1979 sýna nú, en ef miðað er við framreiknaðar tölur ársins 1980 og tap það sem var á útgerð- inni kringum síðustu fiskverðs- hækkun, er ljóst, að það er a.m.k. 10% af tekjum. Þá er Mbl. kunnugt um að nýj- ustu tölur sýna 9% tap af fryst- ingunni, en fyrir nokkrum vikum var talið að tapið væri 7—8%. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði hins vegar á Al- þingi í fyrradag, að afkoma út- gerðarinnar hefði ekki verið betri í heild sl. 10 ár, en útkoman væri þó misjöfn, t.d. væri afkoma báta- flotans góð, en margra nýrri tog- aranna slæm. I .}n*m. RAX. Eggert Haukdal á Alþingi f gær: Nauðsynlegasta úrbót f orkumál- um að gefa iðnaðarráðherra frf ÞAÐ FER víst ekki lengur fram hjá neinum, að nauðsynlegasta úrbót í orkumálunum sé að gefa hæstvirtum iðnaðarráðherra frí frá störfum, sagði Eggert Haukdal (S), þingmaður Sunnlendinga og stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar á Alþingi, í gær. Orð hans féllu í umræðum utan dagskrár vegna fyrirspurnar frá Sigurði Óskarssyni (S) varaþingmanni Sunnlendinga til iðnaðarráðherra vegna fréttar hér í blaðinu í gær þess efnis, að ráðherrann vildi ekki leyfa framkvæmdir við svonefnda Sull artangastíflu. ráðherra, að hann sést ekki fyrir og fer langt út fyrir takmörk sín," sagði Eggert Haukdal og spurði síðan: „Hefur ráðherra borið það bréf, sem hann skrifaði í gær, undir ríkisstjórnina og fengið samþykki fyrir því eða er þetta einkaframtak hans? Það er nauð- synlegt að fá svar við þessari spurningu og ég leyfi mér að óska Eggert Haukdal sagði, að þessi frestun framkvæmda virtist stangast á við allar hugmyndir, sem menn hafa gert sér um þessi mál. Spurði Eggert, hvers vegna iðnaðarráðherra Hjörleifur Gutt- ormsson hefði verið að skrifa þetta bréf. „Kappið við að drepa allt í dróma í orkumálunum virð- ist svo mikið hjá hæstvirtum svara hæstvirts forsætisráðherra þar um." Fleiri þingmenn ítrekuðu þessa spurningu til forsætisráð- herra Gunnars Thoroddsens, sem tók til máls en svaraði henni ekki. Ræðu sinni lauk Eggert Hauk- dal með þessum orðum: „Hæst- virtur iðnaðarráðherra fékk mikla eldmessu yfir sig nýlega hér á Al- þingi frá flokksbróður sínum, meðal annars varðandi málefni Suðurlands. Hann virðist samt ekki læra neitt, heldur vegur hann áfram í sama knérunn. Það væri vissulega hægt að gera talsvert bál, ef allar möppur hæstvirts iðn- aðarráðherra væru bornar saman í eina hrúgu og tendrað bál. Gíf- urleg orka mundi leysast úr læð- ingi í bili, en hætt er við að sú orka fjaraði út. Það fer víst ekki lengur fram hjá neinum, að ein nauðsynlegasta úrbót í orkumál- unum sé að gefa hæstvirtum iðn- aðarráðherra frí frá störfum." Sjá frásögn á miðopnu. Æfðu sig að sprengja „fíknó" Dómurum hafa oft borizt morðhótanir í FYRRAVOR voru þrír meiin, sem allir hafa komið við sögu ffkniefna- dómstólsins vegna ólöglegs innflutnings og dreifíngar á fíkniefnum, að gera tilraunir með tengingu hvellhettna og dýnamíts í Nauthólsvfk með það fyrir augum að æfa sig fyrir að „sprengja fiknó í loft upp" (dómara fíkniefnadómstólsins). Þetta kom fram í dómþingi fíkniefnadómstólsins í fyrravor. Einn þessara manna hafði stolið dýnamíti og hvellhettum frá Rafmagnsveitum ríkisins. Þeir fóru með lítinn hluta þess- ara efna í Nauthólsvík til að æfa sig í meðferð þeirra, en einn þeirra hafði nokkra reynslu í meðferð sprengiefna. Tilraunir þeirra enduðu þó með ósköpum. Þeir höfðu tengt dýnamít við hvellhettur og lögðu í fjöruna og lögðu rafmagnslínu frá og hugð- ust koma af stað sprengingu með rafhlöðu. En sprengingin lét á sér standa og því brugðu þeir á það ráð að tengja við rafgeymi bíls, sem þeir voru á. Þá kvað við mikil sprenging og tókst bifreið- in á loft, kastaðist um metra í loft upp og skemmdist talsvert. Þegar þetta kom fram í dóm- þingi Fíkniefnadómstólsins var málið kært til Rannsóknarlög- reglu ríkisins og þaðan fór það til saksóknara. Dómsátt var gerð við einn þessara manna, en ann- ar hafnaði dómsátt og var mál hans látið niður falla, en ekki var álitið af hálfu ákæruvaldsins að frekari aðgerða væri þörf. Samkvæmt heimildum Mbl. hafa dómurum fíkniefnadóm- stólsins margoft borist morðhót- anir frá aðilum tengdum fíkni- efnum og svo er einnig með lög- reglumenn, sem starfa hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar. Þá hefur lögreglumönnum verið ógnað með hnífi. Þegar tveir lögreglu- menn sóttu mann til yfir- heyrslna, greip hann til hnífs og ógnaði þeim. Hann hélt þeim þannig í um hálftíma, og hugðist safna liði til að ganga í skrokk á þeim, áður en lögreglu- mönnunum tókst að yfirbuga manninn. Byggingarvfeitala hækkar um 12,1% Framreiknuð myndi hækkunin á einu ári verða tæplega 58% HAGSTOFAN hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrri hlula desembermánaðar og reyndist hún vera 909,12 stig, sem lækkar í 909 stig, og er þá miðað við gninn 100 í október 1975. Þessi vísitala gildir tímabilið janúar-marz á næsta ári, en við síðasta útreikning í byrjun sept- embermánaðar reyndist vísitala byggingarkostnaðar vera 811 stig. Hún hefur því hækkað um 12,1%. Á tólf mánaða tímabili, janúar- janúar, hefur byggingarvísitalan hækkað úr 626 stigum í 909 stig, eða um liðlega 45,2%. Til saman- burðar má geta þess, að lánskjara- vísitala hefur hækkað á einu ári, miðað við tímabilið desember- desember, úr 197 í 292, eða um liðlega48,2%. Kauptaxtar fiskvinnslufólks hækkuðu um 41,6% á einu ári, miðað við tímabilið desember- desember sl. Ef hækkun vísitölu byggingar- kostnaðar væri framreiknuð yfir næsta ár, miðað við sömu hækk- anir á þriggja mánaða fresti, myndi hækkunin verða tæplega 58%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.