Alþýðublaðið - 22.06.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.06.1931, Blaðsíða 3
ÁLFÝÐUBLAÐIS 9 S® ffiíira. 50 &nsra. LJúffessgar og kaldar. Fást alls síaðas. I helldsSln lijá Tóbaksverzlno Islands h. f. K|örd»Mia sklpignin. Orslitatölurnar við hinar nýafstöðnu alpingiskosningar eru þær, að flokkarnir þrír, sem komið hafa mönnum á þing, hafa fengið atkvæði og þingmannatö lu svo, sem nú skal greina: Alþýðuflokkurinn Ihaldsflo kkurinn „Framsóknar“flokkurinn 6197 atkvæði. 17 160 atkvæði. 13 840 atkvæði. 3 pingmenn. ' 12 þingmenn. 21 pingmenn. Bak við hvern kjörclæmakosinn Alþýðuflokksmann eru þann- ig 2066 atkvæði, bak við hvern kjördæmakosinn íhaldsþing- mann 1430 atkvæði og bak við hvern kjördæmakosinn „Fram- sóknar“-flokksþingman.n að eins 660 atkvæði. Þannig eru meira en þris var sinnum fleiri atkvæði bak við hvern kjördæmakosinn Alþ ýðuflokksþingmann heldur en á bak við hvern kjördæmakosinn „Framsóknar“-flokksþingmann. Á alþingi eru nú alls 4 Alþ ýðuflokksþingmenn, 15 íhalds- þingmenn og 23 „Framsóknar" flokksþingmenn. er hættulegt að gera það að eins konar ruslastofu, þar sem því er bægt- frá, er fólk vill heyra — og hitt tekið, er ekkert gildi hef- ir. Útvarpið verður að leggja kapp á það, að vinna hylli lands- manna, og enginn hefir ætlast til annars en að það yrði rekið án tillits til gróða nú fyrstu ár- in. V. Af Þeiamörk. 9. júní voru fjórir tundur- ' skeytabátar sendir til Menstad. Lögðust tveir fyrir framan þýzka flutningaskipið, sem áður hefir verið getið um, og tveir fyrir aftan það. Það var þó ekkert unnið þarna að útskipun, því verkfallsbrjót- arnir voru orðnir hjartveikir á því, sem á undan var gengið. En afleiðingin af þvi að þarna var dregið saman svona mikið herlið, þ. e. 2000 hermenn og 4 herskip til þess að vernda 24 eða 26 verkfallsbrjóta, varð sú, að almenningsálitið snérist alger- lega með verkamönnum. 10. júní var einu herskipi bætt við — tundurspilli — og var sagt að verkfallisibrjótarnir ættu að hefjast handa þann dag, en af því varð þó ekki, líklegast af þeim orsökum, er áður voru greindar. Lengra. eru fréttirnar ekki komnar hingað í norskum blöð- um, en NRP.-skeyti kom hingað í fyrra dag um, að norska ríkis- lögreglan . hefði handtekið 5 menn, og munu því enn koma fréttir um fleira sögulegt þaðan af Þelamörkinni. íþTÓttamótið I fyrrakvöld voru þau fremst i hverri íþróttakeppninni um sdg, er nú skal greina: í 400 metra hlaupi Stefán Bjarnason („Ármanni"), í 10 km. hlaupi Magnús Guðbjömsson („K. R.“), í 80 m. hlaupi stúlkna Hedð- björt Pétursdóttir og í fimtar- praut Ingvar Ólafsson („K. R.“). Frá Siglufirði. Siglufirði, FB., 20. júní. Tíðin köld og þurkasöm hinigað til. 1 nótt rigndi þó talsvert. Má það kailast fyrsta* regnskúrin hér á sumrinu. Þokur síðustu dagana. Sprettuhorfur slæmar. Gæftir all- góðar. Afli misjafn þessa viku og tregt um beitu. Reknetabátur aflaði um 40 tn. af hafsíld, þá íyrstu hér í vor. iVar það á fimtudagsnótt. Tveir bátar fengu um 30 tn. í fyrri nótt. Fjórir bátar létu reka í nóit, en fengu ekkert. Beitusildarverðið 40 kr. — Saltlaust orðið að kalla, nema að því, sem einkasalan miðlar. Ríkisverksmiðjan býr sig nú und- ir að taka á móti síld. HreppsHefndarkosn- ing í Stykkishóimi. Nýlega fór fram kosning á þremur mönnum í hreppsnefnd- ina í Stykkishólmi. „Mgbl.“ er rnjög kampakátt yfir kosningu þessari, endia kom íhaldið sínum mönnum að í þetta sinn. Naut það þess, að kosningin var fá- sótt, kosid í keyranda hljóði og hlutfallskosning ekki uiðhöfð. En ekki var sigur íhaldsins þó sitærri en svO', að 5 atkvæðum munaði á einum af þeim, sem það kom að, og þeim Alþýðu- flokksimanninum, sem flest at- kvæði fékk, og að eins 22 at- kvæða anunur var hjá þeim Al- þýðuflokksmanninum, ,sem lœgsta atkvæðatölu fékk, og þeim í- haldsmanninum, sem fékk flest atkvæði. En á þessum litla atkvæða- mun náði íhaldið aftur meiri hluta ,í nefndinni, en honum hafði það tapað fyrir nokkru þegar Ólafur Ólafsson læknir, var kosinn í nefndina. Hefir íhaldið nú 4 nefndarmenn af 7. Er þetta dæmi þess, hve kosn- ingaúrslit velta stundum á fáum atkvæðum og að því er nauðsyn- legt, að alþýðan sæki yel allar kosningar, en j.afnframt er þess að gæta, að fráleitt er, að leyft skuli að láta slíkar kosningar fara fram í heyranda hljóði, þó að þess séu mýmörg dæmi, að sumir burgeisar hafa reynt að hefna þess á alþýðufólki, sem ekki hefir kosið að vilja þeirra við slíkar atkvæðagreiðslur. Íslandsglíman. íslandsglíman í gærkveldi var hin 21., 9em háð hefir verið. Varð Sigurður Thorarensen enn hlut- skarpastur — í 3. sinn. Feldi hann hina alla. Glímumennirnir ýoru 6 og unnu þeir hver um sig svo margar glímur sem nú skal greina: Sigurður 5, Georg Þor- steinsson 4, Lárus Salómonsison 3, Ágúst Kristjánsson 2, Tómas Guðmundsson 1, Marinó Norð- kvist 0. Georg Þorsteinsson fékk fegurðarglímuverðlaunin, Stefnu- hornið. Tómas og Marinó eru í „K. R.“, hinir allir í „Ármanni“. Yfirleitt glímdu keppendurnir vel. Að lokum afhenti forseti 1. S. t, Benedikt G. Waage, glímuverð- launin, Sigurði beltið og Georgi' hornið. Þorsteinn Kristjánsson var áður handhafi Stefnuhorns- ins. „Jörð“. Nýtt tímarit. í næsta mánuði er gert ráð fyrir, að nýtt tímarit taki að koma út á Akureyri, prentað af Oddi Björnsisyni, með undirritað- an að ritstjóra og ábyrgðar- manni. Tilætlunin með því er að leitast við að hjálpa ísilenzku þjóðinni til að „trúa fagnaðarer- indinu" og öðlast tímabæran skilning á, hvað í því felst. Að- alumræðuefni ritsins verður vænt- anlega nátíúrlegt mannlegt líf, hin fábrotnu undirstöðuatriði mann- lífs og þjóölífs, andleg sem lík- amleg. Og í því sambandi ýmis- legt sérstakara, sv-o sem skóla- mál, vaxtarbroddur heimsmenn- ingar, listir o. s. frv. L-eyfi ég mér í þessu sambiandi að vísa Vtil efnisskrár 1. og 2. heftis, sem birt verður í lok þessara lína. Ritinu er ætlað að koma út annanhvern mánuð, að meöaltali 80 bls. hvert hefti í svolítið stærra broti en Eimreiðin: og verður prýtt myndum, er sumar verða sérprentaðar og litprent- aðar. Fyrsti árgangur er gert ráð fyrir aö verði 3 hefti og kosti 3 kr. að viðbættu burðargjaldi, þeim, er samkvæmt póststimpli geriast áskrifendiu fyrir ágúst- byrjun, og fylgi greiðsla 1. árg. pöntun. Skulu þeir skrifa undir- rituðum og yrði tekið með þökk- um, ef þeir gæfu jafnframt upp- lýsingar um nöfn og heimiiis- föng annara, sem þeir teldu eftir ástæðum ekki ólíklegt að ritið myndi falla í geð. Þieim, er seinna gerðust áskrif- endur, yrði árgangurinn væntan- lega eitthv-að dýrari. p. t. Reykjavík, 19. júní 1931. Björn O. Björnsson (Ásum í Skaftártungu). „Jörð“, 1. hefti. Efnisyfirlit: 1. „Faðir andanna" (sálmurinn). 2. Heilsun. 3. Trúin í Jesú nafni. 4. Samlíf þjóðar við náttúru lands síns I. 5. Líkamsrækt I. 6. Fræðslumál íslendinga. 7. Ástir. 8. fsland í fararbroddi. 9. Davíð Stefánsson frá Fagr-askógi: Ný kvæði. 10. Rökkurskraf. 11. Boccaccio: Tíclægra I. 12. Paul Heyse: Andrea Delfin (framhalds- saga). 13. Hvað hefðir þú gert í þessum sporum? (sönn saga). 14. Útsýn kristins nútímamanns yfir siamtíð sína I. 15. f gamla daga. Endurminningar Mýrdælings (Eyj. á Hvoli). 16. Læknisdómur nátt- úrunn-ar. Berklar láta undan síga I. 17. Matur er mannsins m-egin. Efnagerðin innra með þér. 18. Fyrsta hjálp við slysum (Snorri Hafldórsson). — Um 10 myndir, allar sérprentaðar og flestar lit- prentaðar. „Jörð“, 2. hefti. Efnisyfirlit:. 1. Kvæði. 2. Indland og Indverj- ar. (6 myndir). 3. Stanley Jones: Kristur á vegum Indlands I. (upp- haf íslenzkrar útgáfu; þýðandi séra Halldór Ko'.beins). 4. í gamía d-aga III—IV, (Erl. Fil.ss., ritstj. og Sig. á Maríub.). 5. Samlíf þjóð-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.