Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981
„Á vængjum söngsins“:
Sem fossi perlur í
söng Sigríðar Ellu
JÁLFSBJÖRG hefur gcfid út
'tljómplötuna Nálgast jóla lífsglöö
læti, en heitid er sótt í Ijóð Stein-
gríms Thorsteinssonar. Jóhann
llclgason söngvari og tónskáld
hefur samið öll lögin á plötunni við
vmis Ijóð sem tengjast meira og
minna jólunum og hcfur hann sótt
á Ijóðamið margra beztu Ijóða-
smiða landsins. I»að er mjög vand-
að til þcssarar plötu Sjálfshjargar
og Jóhanns Helgasonar og mikill
fjöldi góðra listamanna sem leggur
hönd á plóginn.
Nálgast jóla lífsglöð læti er
hugljúf plata í rólegum stíl og
má segja, að yfir henni sé friður
og. ró, þótt talsverð tilþrif séu
tónlistarlega, enda engir aukvis-
ar á ferð með Jóhann Helgason í
broddi fylkingar og söngvara á
borð við Halla, Róbert Arnfinns-
son, Jón Sigurbjörnsson, Kór
Lanjfholtskirkju undir stjórn
Jóns Stefánssonar og Signýjar
Sæmundsdóttur sem syngur
listavel tvö lög á plötunni. Þá
svngur tríó stúlkna á plötunni,
þær Barbara Guðnadóttir, Katr-
ín Harðardóttir og Sigrún
Kristjánsdóttir undir stjórn
Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur.
Jóhann Helgason og Sigurður
Rúnar Jónsson hafa útsett þessa
vönduðu plötu, en strenjya- og
blásaraútsetningar annaðist
Sigurður Rúnar einn. Eru það
fágaðar og faglega gerðar út-
setningar hjá þessum fjölhæfa
listamanni og sama er að segja
um lög Jóhanns, sem falla vel að
Ijóðunum og hann hefur til
dæmis samið hljómfagurt lag
við hið kunna ljóð Matthíasar
Jochumssonar, Hvað boðar ný-
árs blessuð sól, en éj? hygg, að
það eigi erfitt uppdráttar við
hlið hins gamalkunna lags sem
sungið er með sínu lagi, eins og
segir í sálmabókinni. Af gamal-
kunnum jólasveinatextum á
plötunni má nefna hina ágætu
texta Jóhannesar úr Kötlum og
Hinriks Bjarnasonar, Grýlu-
kvæði og Jólasveinninn minn.
Nálgast jóla lífsglöð læti er
hljóðrituð í Stúdíó Stemmu og
Fossvogskapellu undir stjórn
Sigurðar Rúnars, sem hefur náð
góðum tökum á upptökutækn-
inni.
Jólaplata Sjálfsbjargar með
lögum Jóhanns Helgasonar er
gott sýnishorn af þeim mörgu
plötum sem hafa verið gefnar út
á Islandi og er vandað verulega
til.
Árni Johnsen
ÞAf) KR sem fossi perlur, glitrandi
fagrar, þegar söngur Sigríðar Kllu
hljómar í túlkun á sönglögum úr
öndvegi á vettvangi hcimsmcnn-
ingarnar. A nýjustu hljómplötu
hennar. „Á vængjum söngsins",
eru 18 sönglög víða að og marg-
breytileg, enda syngur Sigríður
Klla þessi lög á alls sjö tungumál-
um. Þrívegis hefur Sigríður Klla
Magnúsdóttir hlotið virt verðlaun
fyrir flutning sinn á sönglögum á
alþjóðavettvangi og það er engin
tilviljun, því söngvarinn býr allt í
senn yfir raddfegurð, tækni, stfl,
óryggi, þroska og tilfinningu í túlk-
un sinni og slíkur listamaður hlýt-
ur að bera blóm sitt svo athygli
vekur hvar sem söngur er eiskaður
og dáður, söngurinn sem er eitt af
því fáa í mannlífinu sem á engin
landamæri.
Nafn plötunnar „Á vængjum
söngsins" er sótt í lag Mendels-
sohn og Ijóð Heine, en það er eitt
þekktasta sönglag sem til er og
Ijóðlínan segir sína sögu: „Ég ber
þig burtu á vængjum söngsins,
ástin mín, til hins fegursta stað-
ar við ána Ganges, við teygum
ást og frið, og okkur dreymir al-
sælu.“ Á hlið A eru einmitt al-
kunn sönglög úr hjarta Evrópu-
menningarinnar eftir Schubert,
R. Strauss og Mendelssohn og
Sigríður Ella túlkar þessar perl-
ur sígildra sönglaga af mestu
snilld og öryggi eins og til dæmis
má benda á í erfiðu lagi Strauss,
Ruhe meine Seele eftir Henckell.
Meðal laga sem allir þekkja í
þessum kafla plötunnar má
nefna lag Schubert, Heidenrös-
lein, eða eins og þekkt er í þýð-
ingunni á ástkæru máli voru:
„Sveinninn rjóða rósu sá“, en
Schubert samdi þetta lag þegar
hann var aðeins átján ára.
Á hlið B syngur Sigríður Ella
tíu lög á sex tungumálum og það
er eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Þar bregður hún fyrir sig betri
fætinum, þeysir á milli landa og
fiskar upp perlur úr gullasafni
sönglaga ýmissa landa.
Fyrstu sjö lögin fjalla um ást-
ina og reyndar er ástin ríkjandi í
ljóðunum á „Á vængjum söngs-
ins“, en það eru einnig skemmti-
legir útúrdúrar aðrir á plötunni
og það er sérstaklega skemmti-
legt að hlusta á tvö íslenzk lög í
hópi þessara átján laga frá sjö
löndum og heyra að þau eiga
ekki síður sterk einkenni og stíl
en kunn sönglog í tónleikasölum
heimsins. Þetta eru lögin Litla
kváeðið um litlu hjónin og Vísur
Vatnsenda-Rósu. Lagið um litlu
Gunnu og litla Jón er eftir Pál
Isólfsson og ljóð er Davíðs og
Vísur Vatnsenda-Rósu hefur Jón
Ásgeirsson tónskáld útsett, en
hann ásamt Jóni Þórarinssyni
og Gunnari Þórðarsyni er nú
fremstur islenzkra tónskálda
Lög Jóhanns Helgasonar
á jólaplötu Sjálfsbjargar
sem ræktar laglínuna, svo fólk
skilur, í tónverkum sínum. Sig-
ríður Ella syngur um litlu hjónin
og Vatnsenda-Rósu svo unun er
á að hlýða og þar eins og í öllum
ljóðasöng hennar er flutningur
textans óaðfinnanlegur, hvert
orð skilar sér, og það er meira en
hægt er að segja jafnvel um
suma söngvara sem hafa náð
heimsfrægð í flutningi sönglaga.
Þessi plata er vandað og fal-
legt eintak í íslenzkri hljóm-
plötuútgáfu og hún stækkar
heim íslenzkrar menningar í
túlkun Sigríðar Ellu.
Platan var hljóðrituð í London
í nóvember 1981 svo segja má að
hún sé ennþá volg af pönnunni,
en undirleikari er Graham John-
son sem hefur rétt liðlega þrí-
tugur að aldri hlotið sess meðal
fremstu undirleikara heims,
enda leikið undir hjá mörgum
þekktustu söngvurum heims í
dag. Hlutur hans í plötunni er
giæsilegur.
Á vængjum söngsins er fjöl-
breytt og skemmtileg plata. Lög-
in eru ekki efst á vinsældalistum
dægurtónlistarinnar, en þau til-
heyra því sem lengi á að standa,
þurfa frið til að vaxa inn í at-
hygli fólks, tima til að þroska
vitundina, og síðan fylgja þau
ævilangt í farangrinum. Glæsi-
leg hljómplata glæsilegrar
söngkonu.
Úrvalslið við jólatréð
Við jólatréð er ein af þeim
hljómplölum sem hafa komið út
fyrir jólin 1981 þar sem boðið er
upp á efni tengt jólunum og Við
jólatréð er sérstæð að því leyti að
þar er biandað saman gömlu og
nýju efni sem sótt er í stemmningu
jólaundirbúningsins og hclginnar
sem hátíðin býr yfir.
Það er úrvalslið sem stendur
að gerð plötunnar, Gunnar Þórð-
arson, Þorgeir Ástvaldsson,
Magnús Ólafsson, Björgvin Hall-
dórsson, Helga Möller, Páll Ó.
Hjálmtýsson, börn og jólasvein-
ar, en það sem mér finnst galli
við plötuna er að það vantar á
hana þá einlægni sem slíkt efni
kallar á. Það eru mjög góðir
kaflar á plötunni og beztar þykja
mér syrpurnar við jólatréð þar
sem gamalkunn jólalög eru flutt
á allt að því hefðbundinn hátt
eða með blæ tölvuvæðingar
hljóðfæra. Krakkar mínir, Gekk
ég yfir sjó og land, Þyrnirós,
Jólasveinar ganga um gólf og
fleiri lög í þeim dúr tengja plöt-
una fyrst og fremst við jólatréð,
en það er á hinn bóginn virð-
ingarvert að þetta kunna lista-
fólk sem stendur að gerð plöt-
unnar reynir nýjar brautir,
bryddar upp á nýjum lögum í
sambandi við jólahátíðina og ef
til vill eiga einhver þeirra eftir
að lifa af. Sérstaklega finnast
mér skemmtileg lög Björgvins
Halldórssonar, sem hann syngur
sjálfur, Jólakveðjur heim við
texta Þorsteins Eggertssonar og
Jóladraumur, lag Þorgeirs Ást-
valdssonar við texta Jóns Sig-
urðssonar en Helga Móller syng-
ur. Þá er lagið Jólin í Kína eftir
Gunnar Þórðarson mjög gott
eins og eðlilegt er þegar hann á í
hlut.
Islenzka jólaskapið er í huga
mér syngur Björgvin í Jólakveðj-
um heim og túlkar þar hug Is-
lendings sem staddur er erlendis
um jólin og það er einmitt það
sem er mergurinn málsins. ís-
lenzka jólaskapið er mjög hefð-
bundið og rótgróið og engin tízka
hefur fengið því breytt. Þess
vegna hlýtur að vera erfitt að
bjóða upp á eitthvað nýtt sem
fjallar jafnvel um búðaráp og
áherzlur eru lagðar á með tölvu-
hljóðum, en með jákvæðu hug-
arfari er forvitnilegt að kynnast
slíkum tilþrifum þótt þau séu
reyndar í hæfilegu lágmarki á
þessari annars ágætu plötu sem
er vel unnin og reynir að tengja
saman gamalt og gott. Gamli
tónninn í henni er þó beztur og
það má gera ýmsa nýja hluti á
manneskjulegan hátt eins og til
dæmis þar sem Magnús ólafsson
leikur nornina í Þyrnirós.
í upphafi og endi plötunnar
eru langar syrpur með jólalögum
og fer vel á því að ramma hana
inn á þann hátt, því hver hefur
ekki gaman af að heyra um þess:
ar mundir Adam átti syni sjö, í
skóginum stóð kofi einn, Jóla-
sveinninn minn og Dansi dansi
dúkkan mín og ágætt lag Gunn-
ars Við jólatréð en hann hefur
einnig gert þann texta. Fálkinn
gefur plötuna út.
Mér finnst vanta nokkuð á ís-
lenzkan stíl í gerð þessarar plötu
og vali laga, en hugsanlega mun
sú skoðun standa eftir sem for-
dómar. Platan er hugsuð sem
jólakveðja og boðin í umslagi
sem er eins og gjafapakki. Lið-
lega einn þriðji plötunnar er upp
á gamla móðinn, hitt rímar
meira við takt nútímatónlistar-
innar og það er skemmtileg til-
breyting í þessu efnisvali.
Ung Pike Savnes
Erlendur Jónsson
eftir Ragnar Lie
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
l 'ng Pike Savnes heitir bók eftir
Ragnar Lie sem er nýkomin út á
forlagi Norsk Gyldendal, og er
þetta fyrsta bók Lies.
Söguþráðurinn er í stuttu máli
sá, að fimmtán ára stúlka
Wenche hverfur að heiman frá
sér. í fyrstu er talið, að stúlkan
hafi ætlað að bregða sér í glaum-
inn yfir til Svíþjóðar, en þar
kemur aö úr fórum hennar
finnst, svo að iögreglu þykir ein-
sýnt að hér sé maðkur í mys-
unni. Við sögu kemur kennarinn
Henrik, hann á rauðan volks-
wagen, nú fara að heyrast sögur
um að Wenche hafi sézt keyra
burtu í bílnum. Fortíð 'Henriks
er nú flett sundur í bænum og
hann er bersýnilega grunsam-
legur maður, eða hvað? Hans
Mörk lögreglumaður hefur málið
í sínum höndum, hann er mið-
aldra og ekkert í stíl við vgnju-
legar leynilöggur í útliti. Þá á
hann sér unga vinkonu Inger, og
hann lifir í stöðugum ótta við að
missa hana. Eftir því sem lengri
tími líður hafa flestir utan Hans
Mörk og væntanlega foreldrar
Wenche misst áhuga á málun-
um. En þá ber það til tíðinda að
önnur stúlka, Aase, sem er á
svipuðum aldri og Wenche,
hverfur og fer þá að æsast leik-
urinn. Ekki er út af fyrir sig
ástæða til að rekja söguþráðinn
öllu lengra, þó var mér nú svo
farið að í sjálfu sér fannst mér
ekki skipta meginmáli, hver
væri skúrkurinn, heldur hvernig
höfundurinn nálgaðist lausnina
og það dramatíska uppgjör, sem
óhjákvæmilegt er að verði í
einkalífi hans, þegar sannleikur-
inn kemur í Ijós.
Þessi bók er öil skrifuð á lægri
nótunum, hún er auðvitað
Ragnar Lie
krimmi og vel lukkuð að mörgu
leyti sem slík. En þar sem höf-
undurinn sinnir því vel og skil-
merkilega að draga upp myndir
af sögupersónum sínum, einkum
kennaranum Hinrik og leyni-
lögreglumanninum Mörk, er
meira á henni að græða en ég
bjóst svo sem við í upphafi, og ég
held að bók frá Ragnari Lie, þar
sem hann tekst á við öllu viða-
meira söguefni myndi verðí
forvitnileg.
Kinar Guðmundsson:
ÞJÓÐSÖGUR OG ÞÆTTIR I.
380 bls. Skuggsjá. Hafnarf. 1981.
Einar Guðmundsson er í röð
okkar mestu og bestu þjóðsagna-
safnara. Fyrsta þjóðsagnakver
hans kom út fyrir nær hálfri öld.
Hann fylgdi því úr hlaði með
formála sem hófst á þessa leið:
»Þjóðsögum þessum hef ég að
mestu Ieyti safnað í átthögum
mínum, Hreppunum í Árnessýslu,
og tveim sveitum, þar sem ég hef
verið kennari, Skaftártungu og
Barðaströnd.« Þjóðsagnakver Ein-
ars urðu alls sjö. Nú er þeim safn-
að til einnar útgáfu í tveim bind-
um þar eð fyrsta útgáfa er fyrir
löngu uppseld.
Einar Guðmundsson byggir á
sama grunni og eldri þjóðsagna-
safnarar, hinni alþýðlegu munn-
mælasögu. Þó má segja að sögur
hans beri nokkurn persónulegan
svip hans sjálfs. Einar er mál-
vöndunarmaður og íslenskumaður
mikill, skrifar hreinan og tæran
stíl og varast slettur og málspjöll.
Sögur hans eru því fjær talmáli en
sumra annarra sem er auðvitað
misjafnlega vandað og í fæstum
dæmum alveg »málfræðilega
rétt«. Við getum deilt um hvort
málhreinsun á sögum sem þessum
hafi kost eða ókost í för með sér.
En vissulega setur hún tiltekinn
heildarsvip á sögur Einars sem
greinir þær frá ýmsum öðrum
þjóðlegum fróðleik sem heldur sér
stífar við daglegt mælt mál.
En auk þess sem Einar skrifar
hreint mál og fagurt er hann jafn-
an gagnorður og vafningalaus,