Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 35 Hjá Toyota hefur ávallt verið reynt að finna þarfir hvers og eins. Toyota hefur í sinni þjónustu einhverja færustu sérfræðinga í bílaiðnaðinum, sem hafa lagt sig fram um að framleiða eins öruggar og hagkvæmar bifreiðar sem kostur er, enda hefur Toyota nafnið hlotið sérstaka viðurkenningu um allan heim og valdið vaxandi eftirspurn á Toyotabifreiðum. Fyrir nokkrum árum voru Toyotaverksmiðjurnar ekki svo stórar, framleiddu um 500 þúsund bíla á ári, en í dag er Toyota næst stærsti bílaframleiðandi í heimi með um 3.300.000 bíla á ári, eða þriðju hverja sekúndu kemur ný Toyotabifreið út úr verksmiðjunum. Bifreið sem smíðuð er til að veita eiganda hennar sem mest notagildi og hagkvæmni í rekstri, enda býður Toyota eitt fjölbreyttasta úrval afturhjóla-, framhjóla- og fjórhjóladrifinna bifreiða. Toyota er líka viðurkennd sem góð fjárfesting, bifreið með eitt hæsta endursöluverð sem þekkist. En síðast en ekki síst leggur Toyota sig fram um að framleiða örugga bíla. Því er það beiðni Toyota til allra sem aka, að sýna ýtrustu gætni í umferð og akstri, því hversu vel sem bifreiðin er útbúin, getur hún verið hættuleg sé ekki rétt með hana farið. Toyota óskar vióskiptavinum, svo og öllum landsmönnum gleðilegra jóla, góðs og farsæls nýárs, meó þökk fyrir samstarf og viðskipti á liðnu ári. . <§> TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI8 KÓPAVOGI SlMI 44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.