Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 AKUREYRI í þessu húsi bjó Stefán sýslumaður um tíma. Hann byggði við húsið og lét setja upp grindverk við það í óleyfi. Byggingarnefnd vildi sekta sýslumann fyrir vikið og spurði hvernig hann gæti búizt við því að almenningur virti reglur byggingarnefndarinnar þegar sjáífur sýslumaðurinn gerði það ekki. Aðaistræti 6 AÐALSTRÆTI G er einnar hæðar timburhús með háu risi. Suðurhluti hússins er þó tveggja hæða með lágu, hallandi skúrþaki. A austurhlið er auk þess stór kvistur með skúr þaki. Húsið er allt klætt bárujárni, gluggakarmar og póstar eru gamlir, en rammar eru horfnir úr gluggum. Tvær íbúðir eru í húsinu, sín á hvorri hæð. Vestan við húsið er opinn stigi upp á efri hæðina. Herbergjaskipan hefur nokkuð verið breytt frá fyrri tíð, en þó eru nokkur herbergi lítið breytt. Grímur Laxdal, bókbindari, flutti í bæinn 1836. Hann byggði fyrst hús í fjörunni, en byggði svo Aðalstræti 6 síðar. Árið 1857 flutti Grímur fjós, sem hann átti norðan við hús sitt, á lóðina þar sem nú er Lækjargata 4, en þar átti hann hlöðu fyrir. Árið 1859 fær Grímur leyfi byggingarnefndarinnar til að byggja timburhús vestan við íbúð- arhús sitt og auk þess lítinn skúr suður af nýja húsinu, hús þessi eru bæði horfin. Árið 1862, þegar Stefán sýslumaður hefur keypt húsið af Grími, lætur hann lengja húsið til suðurs og er sú viðbygg- ing tveggja hæða frá upphafi. Hann lætur einnig gera „stakett" við hús sitt í óleyfi. Byggingar- nefndin vill láta sekta sýslumann Thorarensen og spyr hvernig hann geti búizt við að almenningur haldi reglur byggingarnefndar- innar, þegar sýslumaður sjálfur brjóti þær. Hendrik Sciöth og kona hans Anna komu til Akur- eyrar til að veita forstöðu fyrstu brauðgerðinni þar, sem Höephner stofnaði sama ár. Þau bjuggu í Aðalstræti 6. Hendrik var póst- afgreiðslumaður frá 1879 og mun pósthús hafa verið á heimili hans. Neðst í reykháfi hússins er inn- felldur peningaskápur, sem sagður er vera frá tímum póstafgreiðsl- unnar. Hendrik var einnig gjald- keri sparisjóðsins og gjaldkeri úti- bús íslandsbanka frá 1904 til 1912. Anna lærði ljósmyndun í Dan- mörku einhvern tíma á milli 1870 og 1880. Hún tók allmikið af ljósmyndum og hefur líklega stundað þá iðju í Aðalstræti 6. Þau eignuðust 5 börn, þar á meðal Ölmu, konu Odds lyfsala, sem skráður er næsti eigandi hússins. Oddur fékk heimild til að tengja saman tvo skúra vestan við húsið árið 1925. í umsókninni til bygg- ingarnefndar var þess getið að þvottahús ætti að vera í útibygg- ingunni. Bárujárn var sett á húsið 1953. Þá var húsinu breytt í tvær íbúðir 1960, settur á það nýr kvist- ur á austurhlið og kvistur á vest- urhlið stokkaður og honum breytt og voru þar gerðar tröppur og inn- gangur á efri hæð hússins. Nú hefur húsið verid klætt bárujárni utan og ýmsar aðrar breytingar gerðar á því bæði utan og innan. m Gamla apótekið Nú hefur gamla apótekinu verið mikið breytt. Það hefur verið forskalað og innvið- um þess breytt verulega. AÐALSTRÆTI 4, gamla apótek- ið, var reist af Jóhanni Pétri Thorarensen, lyfsala, 1859. Það var byggt af Jóni Chr. Steph- anssen, timburmeistara og þótti það lengi bera af öðrum húsum. Jóhann Pétur fluttist til Ástralíu 1864 og árið eftir tók danskur maður, Johan Peter Hansen, við lyfsölunni og keypti hánn húsið 1868 og rak hana til 1886. Han- sen var ókvæntur alla ævi, þótti vel gáfaður, en undarlegur í tali svo að ókunnugir menn héldu oft að hann væri ekki með öll- um mjalla. Hann var manna gestrisnastur og stóð hús hans opið öllum mönnum. Seinustu ár ævi hans kom enginn sá dag- ur fyrir að ekki sætu 3 til 4 menn morgunverð hjá honum og stóð hann venjulega 3 klukkustundir. Maturinn var venjulega góður íslenzkur mat- ur og brennivínsflaskan var allt- af full. Árið 1885 tók Oddur Carl Thor- arensen, sonur Stefáns sýslu- manns og bæjarfógeta, við verzl- uninni og á aldarafmæli lyfja- verzlunar á Akureyri tók sonur hans og alnafni við verzluninni. Um 1865 bjó amtmaðurinn í hús- Laxdalshúsið LAXDALSHÚSIÐ er talið elzt þeirra húsa, er nú standa á Akureyri, reist 1795. í Akureyrarsögu Klemensar Jónssonar segir að Kyhn kaupmaður hafi látíð byggja það, en áður hafi Hemmert kaupmanni verið úthlutað lóðinni, en hann hafi ekki notfært sér úthlutunina. Kyhn keypti því lóð- ina og hóf þar verzlun. Kkki finnst nú fyrir því óyggjandi heimild hver lét byggja húsið, en til er skrifleg úttekt á húsum verzlunarinnar frá 1814, þegar Hans Baagö tók við for stöðu Kyhnsverzlunarinnar. í norð- urenda var faktorsíbúðin, tvær stof- ur. í suðurenda var eitt herbergi handa verzlunarþjóni og annað handa beyki. í miðju hússins var eldhús og búr, en loftið var að mestu notað sem vörugeymsla. Húsið var síðan í eigu ýmissa verzlunarmanna, meðal annars H.W. Lever og dóttur hans, Wilhelmínu, sem þóttu vera með einkennilegustu íbúum bæjar ins, en þó merkustu og mun Wil- helmína Lever fyrsta íslenzka kon- an, sem neitt hefur kosningaréttar hér á landi svo vitað sé. Eggert Laxdal (fæddur 1846 og látinn 1923), verzlunarstjóri, sá sem húsið dregur nafn sitt af, var sonur Gríms Laxdal, bókbindara. Grímur fluttist til Akureyrar 1836 og bjó meðal annars í Aðalstræti 6. Eggert Laxdal var afkastamikill maður og hafði mikil áhrif á gang bæjarmála á Akureyri um langan tíma. Eggert tók sæti í bæjar- stjórn 1877. Árið 1879 var stofnað Framfarafélag á Akureyri fyrir forgöngu Eggerts Laxdal og Frið- bjarnar Steinssonar. Kom það á fót sunnudagaskóla fyrir iðnnema og aðra, efndi til leikfimikennslu og lét halda uppi alþýðufyrirlestr- um. Eggert varð verzlunarstjóri Gudmannsverzlunar, sem þá átti húsið, 1875. Hann var talinn eiga drjúgan þátt í því að samkvæmis- líf bæjarins óx um þessar mundir og garðveizlur hélt hann bak við hús sitt. Eggert lét af forstöðu verzlunarinnar 1902. Húsið komst síðan í eigu Akureyrarbæjar 1943 og var það leigt til íbúðar til árs- ins 1973. Seinustu árin voru tvær íbúðir í húsinu og hafði því þá ver- ið breytt nokkuð. Það var friðað samkvæmt a-flokki þjóðminjalaga 1978 og skömmu síðar var hafin viðgerð á húsinu, sem var mjög illa farið. Laxdalshúsið er elzta húsið, sem nú stendur á Akureyri, byggt 1795. Þar var rekin verzlun á aðra öld og bjuggu margir merkir verzjunarmenn í því. Meðal annars Wilhelmína Lever, sem líklega var fyrsta konan á íslandi til að neyta kosningarétt- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.